Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI
Í MENNTAÁÆTLUN EVRÓPUSAMBANDSINS
Menntaáætlun Evrópusambandsins styrkir menntun og þjálfun á öllum stigum,
frá leikskóla til háskóla auk fullorðinsfræðslu:
COMENIUS
leik-, grunn- og framhaldsskólastig
LEONARDO
starfsmenntun
ERASMUS
háskólastig
GRUNDTVIG
fullorðinsfræðsla
ÁÆTLUN UMSÓKNARFRESTUR
Comenius og Grundtvig - endurmenntun 16. janúar 2012
30. apríl 2012
17. september 2012
Comenius - aðstoðarkennarar 31. janúar 2012
Leonardo – fjölþjóðleg yfirfærsluverkefni 2. febrúar 2012
Comenius, Erasmus, Grundtvig og Leonardo
– miðstýrð fjölþjóðleg tilrauna-, net- og stoðverkefni 2. febrúar 2012
Leonardo - mannaskiptaverkefni 3. febrúar 2012
Jean Monnet áætlunin 15. febrúar 2012
Comenius, Grundtvig og Leonardo – samstarfsverkefni 21. febrúar 2012
Comenius – svæðasamstarf 21. febrúar 2012
Grundtvig – vinnustofur 21. febrúar 2012
Þveráætlanir – tungumál,upplýsingatækni,
stefnumótun og dreifing verkefnaniðurstaðna 1. mars 2012
Erasmus – stúdenta- og starfsmannaskipti og
hraðnámskeið (frestur háskóla) 9. mars 2012
Grundtvig – aðstoðarkennarar og sjálfboðaliðaverkefni 30. mars 2012
Námsheimsóknir - stefnumótun fræðslumála 30. mars 2012
12. okt. 2012
Comenius- nemendaskipti 1.des 2012
Allar nánari upplýsingar um umsóknarferlið og umsóknarfresti fyrir árið 2012 eru á heimasíðu
Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB, www.lme.is.
Áhugasamir eru eindregið hvattir til að hafa samband við starfsfólk Landskrifstofunnar til að
fá ráðgjöf við undirbúning umsókna.
UMSÓKNARFRESTIR ÁRIÐ 2012 ERU EFTIRFARANDI:
www.lme.is
LANDSKRIFSTOFA MENNTAÁÆTLUNAR ESB | www.lme.is
Leonardo: Dunhaga 5 | 107 Reykjavík | Sími: 525 4900
Erasmus, Comenius, Grundtvig: Háskólatorgi | 101 Reykjavík | Sími: 525 4311
S
yngja.is var stofnað í
byrjun árs 2010 og ég
hef stundum til gamans
kallað þetta far-
andsöngskóla,“ segir
Sigríður. „Stundum fer ég norður
í land til að kenna og í framtíðinni
langar mig til að koma reglulega
til allra landshluta til að kenna,“
en í dag eru flestir viðskiptavinir
Sigríðar á höfuðborgarsvæðinu.
Hugmynd sem hafði
lengi blundað
„Syngja.is er verkefni sem varð
til í kreppunni en hugmyndin
hafði blundað með mér lengi.
Þetta fór hægt af stað en eft-
irspurnin eykst jafnt og þétt,“
segir Sigríður. „Markmið Syngja-
.is er einfalt: Að bjóða upp á vand-
aða og faglega söngkennslu og
kenna öllum sem vilja að syngja,“
segir Sigríður og leggur áherslu á
orð sín. „Kjörorð Syngja.is er að
sama skapi einfalt: Söngur er hluti
af okkur öllum og allir geta lært
að syngja með sínu lagi.“ Sigríður
ætti að vita hvað hún syngur en
sjálf lauk hún burtfararprófi frá
Söngskólanum í Reykjavík vorið
1995. Aðalkennarar hennar þar
voru þær Elísabet F. Eiríksdóttir
og Þuríður Pálsdóttir. Um haustið
sama ár hóf hún nám við óp-
erudeild Tónlistarskólans í Vín-
arborg og ári síðar við óperudeild
Tónlistarháskólans í Vínarborg.
Hún lauk námi frá Tónlistarhá-
skólanum árið 2000 með hæstu
einkunn. Sigríður hóf söngferil
sinn í Þjóðaróperunni í Vínarborg
árið 1997 og söng hún ýmis hlut-
verk við húsið til ársins 2002.
„Sjálf hef ég tíu ára reynslu af
kennslu, lauk kennsluréttindum
frá KHÍ 2004 og er að ljúka
meistaranámi í Stjórnun og
stefnumótun í vor. Þá tekur ég-
virkan þátt í tónlistarlífinu hér
heima sem einsöngvari.“
Sveigjanlegt söngnám
Hjá Syngja.is er hægt að kaupa
3, 5 eða 10 tíma söngkort. „Einnig
er hægt að fá staka tíma ef fólk
óskar,“ bætir Sigríður við. „Söng-
kortið virkar svipað og klippikort.
Handhafar söngkortanna panta
tíma þegar þeim hentar, því kortið
gildir í 6 mánuði frá fyrsta söng-
tíma, eða eftir nánara sam-
komulagi.“ Það er því ekki um
eiginlegt námskeið með hefð-
bundnu fyrirkomulagi að ræða.
„Þó kjósa sumir að koma á föstum
tímum vikulega. Fólk ræður þessu
sjálft. Söngkortin henta því mjög
vel fyrir þá sem ekki vilja vera í
föstu söngnámi.“
Ókeypis prufutími
„Áður en fjárfest er í söngkorti
þá ráðlegg ég öllum að koma í
prufutíma sér að kostnaðarlausu.
Bæði til að kynnast mér og því
sem fram mun fara í söngtím-
unum,“ segir Sigríður. „Eftir
prufutímann á hver og einn að
vita hvort ég henta sem kennari
fyrir viðkomandi og hvort það sem
ég er að kenna er það sem leitað
er eftir. Söngnám er dýrt og það á
að vera góð fjárfesting fyrir við-
skiptavini.“
Sniðið að hverjum
og einum
Að sögn Sigríðar er söngnámið
sjálft í grunninn hefðbundið.
„Námið er sniðið að hverjum og
einum og rödd hvers og eins. Lík-
amsstaða og öndun er leidd í rétt-
an farveg og farið er yfir umhirðu
raddarinnar, sem er jú afar mik-
ilvæg ætli fólk að ná árangri.“
Kennslan hjá Syngja.is fer fram í
húsnæði Söngskóla Sigurðar De-
metz í Skógarhlíð 10 og fer hún að
mestu leyti fram seinnipartinn og
á kvöldin. „Nálægðin við söng-
skóla Sigurðar Demetz er dýr-
mæt. Stundum vilja nemendur
sem byrja hjá mér koma í fast
söngnám. Þá er ég nokkur skonar
milliliður á milli skólans og nem-
andans. Stundum tel ég að aðrir
kennarar henti nemandanum
betur og þá beini ég þeim til
þeirra.
Aðalatriðið er alltaf nemandinn
sjálfur og hvað honum hentar.“
Að lokum minnir Sigríður á það
að „Fólk á að skemmta sér og
njóta. Það eiga helst allir að fara
brosandi út úr hverjum einasta
söngtíma.“
www.syngja.is
jonagnar@mbl.is
Brosandi út úr
hverjum ein-
asta söngtíma
Sigríður Aðalsteinsdóttur mezzósópran heldur úti söng-
skólanum Syngja.is sem er um margt sérstakur. Mark-
miðið er einfalt – að kenna öllum sem vilja að syngja.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveigjanlegt Sigríður Aðalsteinsdóttir söngkona býður upp á söngnám
sem ætti að henta flestum, sniðið að þörfum hvers og eins.
’Söngur er hluti afokkur öllum og allirgeta lært að syngjameð sínu lagi.