Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 34
34 | MORGUNBLAÐIÐ
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgjafi
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn 2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101
Erna, stílisti
Ég hef unnið við förðun á
Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal
við förðun keppenda í Idol
og annarra sjónvarpsþátta
hjá 365. Einnig vinn ég við
auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er
óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér
mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu.
Skjöldur Mio,
tískuráðgjafi
Ég taldi mig vita flest
allt um tísku og útlit
áður en ég fór í skólann.
En annað kom á daginn.
Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu,
textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um
útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég
er að gera.
Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I
w w w . u t l i t . i s
VILTU VERÐA STÍLISTI?
The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á
helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og
textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og
atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu.
Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22.
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Litasamsetning
I
ngrid Kuhlman
fer fyrir Þekkingarmiðlun og
er til svara um það sem er á
döfinni hjá þeim. „Við munum
meðal annars bjóða upp á
lengri námskeið í stjórnun, alls 72
klukkustundir, þar sem farið er í
sjálfskoðun stjórnandans, stjórn-
unarkenningar og starfsmannamál“
segir Ingrid. „Þar verður lögð
áhersla á erfið og viðkvæm við-
fangsefni sem snúa að stjórn-
endum, svo sem starfsmanna-
samtöl, frammistöðumat starfsfólks
og svo uppsagnir. Þetta eru allt
þættir sem er erfitt að eiga við en
stjórnendur sleppa hins vegar ekki
við að sinna.“ Þekkingarmiðlun
býður ennfremur upp á lengri nám-
skeið sem hugsuð eru útfrá þátt-
takendum sem eintaklingum, frek-
ar en stjórnendur í fyrirtækjum.
„Þá erum við að skoða þætti á borð
við sjálfstraust, framkomu, per-
sónulega hamingju, seiglu og mark-
miðasetningu.“
Vinnustofur um lifandi málefni
Ingrid bendir einnig á vinnustof-
ur sem haldnar eru fyrir fyrirtæki.
„Þar erum við að vinna með það
sem brennur á fólki hverju sinni.
Meðal þess sem við höfum verið að
vinna með eru viðbrögð við erfiðum
og krefjandi viðskiptavinum. Fyr-
irtæki lenda ítrekað í slíkri aðstöðu
eftir hrunið, þegar aðstoða þarf
viðskiptavini sem eru reiðir, gram-
ir, pirraðir og stundum dónalegir.
Hvernig á að bregðast við slíku?
Yfir það er farið í þessum vinnu-
stofum svo allt framlínustarfsfólk
viti hvernig höndla beri slíkar að-
stæður“.
Námskeið í kreppu og skamm-
degi
Á heimasíðu Þekkingarmiðlunar
má sjá að talsvert er um námskeið
sem miða við að beina orku fólks í
jákvæðan farveg, nokkuð sem hent-
ar vel nú þegar skammmdegi ríkir
bæði í efnahagslegum og árs-
tíðabundinni merkingu. Ingrid sam-
sinnir því. „Við höfum einfaldlega
fundið fyrir því að fólk horfir meira
inn á við eftir þetta margumtalaða
hrun. Eftir allt sem breyttist og fór
úrskeiðis þá er fólk greinilega í
auknum mæli að spyrja sig "hvað
er það sem gerir mig hamingju-
saman?" Flestir hafa komist að
raun um að það er ekki endilega
risastórt hús eða veglegur sum-
arbústaður. Fólk þarf eitthvað fast
í hendi sem fuðrar ekki upp fyr-
irvaralaust eins og gerðist hjá svo
mörgum þegar hrunið varð. Það
sem við erum að horfa á í vissum
námskeiðum hjá okkur er hvernig
við túlkum aðstæður og hvernig
vinnum við úr þeim. Öll munum við
lenda í einhvers konar erfiðleikum
og áföllum, án þess að fá um það
ráðið, en við getum hins vegar
stjórnað því að miklu leyti hvernig
við bregðumst við. Ætlum við að
draga lærdóm af því sem gerðist
og halda sterkari áfram, eða ætlum
við að verða fórnarlömb, leggjast
niður og játa okkur sigruð?“ spyr
Ingrid.
Að lifa í núinu
„Það er svo mikilvægt í þessu
sambandi að lifa í núinu“ bendir
hún á og leggur áherslu á orð sín.
„Við eigum ekki að hafa of miklar
áhyggjur af fortíð sem við fáum
ekki breytt, né heldur af framtíð-
inni sem við getum ekki stýrt. Auð-
vitað finnur hver einasti ein-
staklingur fyrir einhverju stressi
en öllu máli skiptir hvernig við
vinnum úr því. Þess vegna er mik-
ilvægt að vita hvernig við eigum að
styrkja okkur til að takast á við þá
erfiðleika sem á fjörur okkar rekur,
ekki síst óvissuna sem fylgir efna-
hagsástandinu“ segir Ingrid.
Vaskur hópur leiðbeinenda
Sem fyrr segir stýrir Ingrid
Þekkingarmiðlun ásamt eiginmanni
hennar Eyþóri Eðvarðssyni en
þeim til trausts og halds er stór
hópur reyndra leiðbeinenda með
margvíslega kunnáttu. „Meðal fyr-
irlesara og leiðbeinenda eru Edda
Björgvinsdóttir, sem hefur verið
með okkur frá upphafi og fagnar
því tíu ára starfsafmæli hjá okkur
um þessar mundir; Ásgeir Jónsson
er með vinsælt námskeið þar sem
þáttttakendum er kennt að takast á
við hvers konar hindranir, hamlanir
og takmarkanir. Þá er Bergþór
Pálsson með sívinsælan fyrirlestur
um borðsiði og einnig má nefna
námskeið Ásdísar Olsen sem geng-
ur út á jákvæða sálfræði og núvit-
und.“ Ingrid bætir við að hún
merki að fólk sé búið að fá meira
en nóg af neikvæðni og eft-
irspurnin eftir námskeiðum með já-
kvæðum útgangspunkti sýni það.
Tímastjórnun á nýju ári
Áramót eru tími markmiðasetn-
ingar af ýmsu tagi, en sé að gáð
snúast flest áramótaheit um betri
nýtingu tíma. Við ætlum jú að
mæta oftar í ræktina, hitta vinina
oftar, læra meira og þar fram eftir
götunum.Ingrid bendir í þessu
sambandi á námskeið sem lengi
hefur verið í boði hjá Þekking-
armiðlun, sem einmitt snýst um
tímastjórnun. „Þetta viðfangsefni
er ekki nýtt af nálinni hjá okkur,
og meira að segja gáf ég út bók um
þetta árið 2006 sem nefnist "Tíma-
stjórnun í starfi og einkalífi" og við
notum á námskeiðunum“ segir Ing-
rid. „Þegar allt kemur til alls geng-
ur tímastjórnun út á forgangs-
röðun. Það er til lítils að segja að
við höfum engan tíma því við höf-
um allan tímann í heiminum. Öll
fáum við jú 24 klukkustundir á sól-
arhring, en hvernig við notum þær
er svo undir okkur komið. Það er
óhjákvæmilegt að velja og hafna.“
Ingrid minnir á að gagnlegt sé að
fólk setji tímastjórnun upp sem svo
að það spyrji sig lykilspurning-
arinnar, hvað fer fyrst í dagbókina?
„Og þá er ekki síður gagnlegt að
skrifa það sem við köllum “not-to-
to" lista, yfir allt það sem við ætl-
um að gera minna af eða hætta al-
farið að gera. Það greiðir jú fyrir
tímastjórnun að sleppa því sem er
minna mikilvægt.“
Að endingu minnir Ingrid á
kjarna málsins þegar tímastjórnun
er annars vegar: „Þetta snýst ekki
um að gera hlutina hraðar eða gera
hlutina réttar - heldur aðeins um
að gera réttu hlutina“.
jonagnar@mbl.is
Jákvæð nálgun hjá Þekkingarmiðlun
Þekkingarmiðlun fagnar
10 ára starfsafmæli um
þessar mundir. Margt
áhugaverðra námskeiða
er í boði í vor.
Morgunblaðið/RAX
Þekking Hjá Þekkingarmiðlun hafa í gegnum tíðina verið haldin ýmiskonar námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Nú er brugðist við
erfiðum aðstæðum í þjóðfélaginu og haldin námskeið ætluð stjórnendum og starfsmönnum að sögn Ingrit Kuhlman framkvæmdastjóra.
’Auðvitað finnur hvereinasti einstaklingurfyrir einhverju stressi enöllu máli skiptir hvernigvið vinnum úr því.