Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 04.01.2012, Síða 36
A ð sögn skipuleggjenda er tilgangurinn með þessu námskeiði meðal annars sá að bregðast við þeim neikvæðu skila- boðum sem unglingar fá oft við tölvunotkun sinni, sérstaklega þeir sem eru á kafi í tölvuleikjum. „Það er sjálfsagt ekki að ástæðu- lausu sem fólk hefur áhyggjur af því að unglingar ánetjist um of töluleikjunum og hverfi inn í sýnd- arveruleikann,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, deildarstjóri barna- og unglingadeildar Mynd- listaskólans. „En við erum sann- færð um að það megi virkja þenn- an mikla áhuga til sköpunar og góðra verka.“ Hið nýja námskeið nefnist TÖLVULEIKIR OG VÍD- EÓLIST og er það skipulagt í samstarfi við Skema, en það er nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum og kennslu með sál- fræði, kennslufræði og tölv- unarfræði að leiðarljósi. Á nám- skeiðinu kennir ýmissa grasa og vinna nemendur með myndlist, tölvur, forritun, vídeó, tölvuleiki, hljóð og margmiðlun. Námskeið- inu stýrir Kolbeinn Hugi Hösk- uldsson, myndlistarmaður, en með honum kenna þau Rakel Sölva- dóttir, tölvunarfræðingur og sál- fræðinemi og Hannes Högni Vil- hjálmsson, margmiðlunarlista- vísindamaður. Tölvur og teikning „Það eru engar forkröfur til staðar fyrir þetta námskeið, áhug- inn er allt sem þarf,“ segir Kol- beinn. „Við munum aðallega vinna í tölvum en ef einhverjir vilja frekar teikna upp myndir og skanna til að nota í framhaldinu þá er það líka í fínu lagi. Hverjum og einum er frjálst að nota þá tækni sem hann vill.“ Samkvæmt námskeiðslýsingu munu nemendur hella sér út í skapandi möguleika margmiðlunar þar sem unnið verður með leikjaforritun og vide- olist. Þátttakendur fái kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Að sögn Kolbeins byggist námið á því að finna ýmiskonar efni og gera að sínu í framhaldinu, með einum eða öðrum hætt. „Þetta er í ætt við „sampling“ pælinguna sem er alkunna í tón- listarheiminum – að fá efni að láni, breyta því og bæta og nýta það til að búa til eitthvað alveg nýtt. Krakkarnir munu nota mikið af efni sem þau finna á vefnum og nýta það við listsköpun. Meiningin er að þau verði sjálfbjarga við að finna sér efni til að nota og breyta, í takt við mismunandi verkefni hverju sinni.“ Kolbeinn útskýrir að rétt eins og nemendurnir finni efni til að nýta, þá sé þeirra sköpunarverk ekki endanlegt í sjálfu sér, frekar en það sem þau fundu til að nýta. „Við kennum krökkunum að þú átt ekki þitt verkefni heldur munu fleiri nýta sér það; einhver getur fundið þar eitthvað til að nýta sér, eftir að þú hefur skilað því af þér. Þess vegna skiptast nemendurnir á verkefnum, taka það sem þau fá í hendurnar og fara jafnvel með það í einhverja allt aðra átt. Læs en ekki skrifandi Kolbeinn Hugi bendir á að ekki sé vanþörf á að kenna börnum grundvallaratriði í forritun, og í raun sé einkennilegt hvers vegna sú kennsla er ekki þegar komin á námsskrá grunnskólanna. Það skjóti svolítið skökku við að um leið og börn eru orðin flugklár á tölvur áður en þau byrja í skóla kunni þau varla nokkuð í forritun. „Rakel Sölvadóttir hjá Skema, sem er einn leiðbeinanda á nám- skeiðinu, orðaði þetta einstaklega vel þegar hún komst svo að orði að öll börn væru læs á tölvur en sárafá þeirra væru skrifandi. Þetta er kjarni málsins. Okkur finnst það sérkennileg tilhugsun að barn kunni að lesa bókstafi en ekki að skrifa, og sama er í raun uppi á teningnum þegar tölvur eru annars vegar. Tölvuvæðingin held- ur bara áfram og tölvur munu sí- fellt verða fyrirferðarmeiri þáttur í daglegu lífi okkar. Það er því sí- auknum mæli hagnýtt að kunna á þessu skil. Ég gæti trúað að for- ritunarkunnátta myndi nýtast að minnsta kosti 30% nemenda í starfi þegar þar að kemur, fyrir utan að kunnáttan nýtist að sjálf- sögðu öllum í daglegu lífi.“ Því fyrr því betra Að sögn Kolbeins er upplagt að börn læri forritun þegar á gagn- fræðaskólaaldrinum. „Börn í dag alast upp við tölvunotkun frá blautu barnsbeini og þekkja því ekki annað umhverfi en það þar sem tölvur eru óaðskiljanlegur hluti að hversdagslífinu. Fyrir bragðið taka þau tölvurnar ekki of hátíðlega, og bera ekki of mikla virðingu fyrir þeim. Það finnst mér svo fallegt við nálgun þeirra“ bætir Kolbeinn við. Víða komið við Markmið námskeiðsins er að þátttakendur sjái forrit verða að veruleika auk þess sem þátttak- endur munu sjá hvað forritun get- ur verið skemmtileg og áhuga- verð. Nemendur munu læra helstu grunnatriði hreyfimyndagerðar. Lögð verður áhersla á stutt verk- efni þar sem sköpunargleðin er látin ráða ríkjum. „Nemendur læra á mynd- vinnsluforrit, hljóðvinnsluforrit, klippiforrit og fleira. Mín ósk er sú að nemendur mæti á nám- skeiðið með nægt sjálfstraust til að skapa eigið efni og haldi svo áfram, að loknu námskeiði, að skapa,“ segir Kolbeinn að end- ingu. jonagnar@mbl.is Skapandi möguleikar margmiðlunar Myndlistarskólinn í Reykjavík býður upp á nýtt og spennandi námskeið í vor fyrir börn á aldr- inum 13-16 ára. Þar fá þátttakendur kennslu og innsýn í möguleika tækninnar á skemmtilegan og áhugaverðan máta. Morgunblaðið/RAX Ekkert hangs Nóg af verkefnum á margmiðlunarnámskeiði Myndlistaskóla Reykjavíkur, segir Kolbeinn Hugi. ’Tölvuvæðinginheldur bara áframog tölvur munu sífelltverða fyrirferðarmeiriþáttur í daglegu lífi okkar. Það er því sí- auknum mæli hagnýtt að kunna á þessu skil. 36 | MORGUNBLAÐIÐ + = Leikur að læra! SagaMemo inniheldur virk efni úr ætihvönn og blágresi. SagaMemo er fyrir þá sem vilja viðhalda góðu minni. www.sagamedica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.