Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ | 37 Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni Verkalýðsfélögin sjá um afgreiðslu einstaklingsstyrkja í umboði sjóðsins Sjóðurinn styrkir starfsmenntun í fyrirtækjum Ofanleiti 2, 5. hæð (A-hús) • 103 Reykjavík • sími: 599 1450 • fax: 599 1401 www.landsmennt.is • landsmennt@landsmennt.is Menntun skapar tækifæri - kynntu þér möguleikana Opnunarráðstefna 11. janúar Norrænir styrkir til menntamála 2012-2016 Hótel Sögu frá kl. 15.00 - 17.00. Farið verður yfir helstu atriði Nordplus menntaáætlunarinnar, eldri Nordplus verkefni verða til sýnis og síðan verða ítarlegri kynningar í vinnustofum: Kaffiveitingar í boði og geta þátttakendur einnig kynnt sér aðrar norrænar styrkjaáætlanir. Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 10. janúar á www.nordplus.is Landskrifstofa Nordplus Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins Háskólatorgi, 101 Reykjavík Sími 525 4311 ask@hi.is Nánari upplýsingar á: www.nordplus.is www.nordplusonline.org Nordplus Voksen - Fullorðinsfræðslustofnanir og símenntunarstöðvar Nordplus Junior - Leik- grunn- og framhaldsskólastig Nordplus fyrir háskólastigið - Stofnanir á háskólastigi Nordplus Horizontal -Samstarfsverkefni á milli ólíkra stiga menntageirans Nordplus Sprog -Norræn tungumál Laugavegi 59, 2. hæð | 101 Reykjavík | Sími 551 8258 storkurinn@storkurinn.is | www.storkurinn.is Storkurinn - sælkeraverslun hannyrðakonunnar Námskeið í prjóni, hekli og bútasaumi F lest könnumst við við að eiga auðveldara með sum fög en önnur. Kannski gengur bráðvel í sögutímum eldsnemma að morgni, en stærðfræði- tímarnir síðdegis reynast agalega strembnir og leiðinlegir. Kannski er auðveldast að muna tölur og staðreyndir, eða skilja orsakasamhengi og snúin heimspekileg hugtök. En fleira en meðfæddir námshæfileikar kunna þar að hafa sitt að segja. Alls kyns þættir, eins og á hvaða tíma dags er lært, hvernig líkaminn er nærður yfir daginn, og hvernig námsefnið er framsett geta haft áhrif á hversu vel náms- manni tekst að tileinka sér námsefnið. Svo má líka nota nokkrar góðar aðferðir til að gera námið auðveldara og betra, og hreinlega líma þekkinguna í heilann. ai@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Það getur skipt sköpum í námi að tileinka sér réttu vinnubrögðin. Hefurðu lært hvernig á að læra? Gott tímaskipulag er eitt mikilvægasta tæki námsmannsins. Það getur verið freistandi, ef langt er í próf, að taka því rólega þegar kennsludeginum lýkur, eða gefa sér knappan tíma til und- irbúnings fyrir próf. Gott er að byrja hvert misseri á að kortleggja veturinn framundan, merkja inn í dagatal helstu frídaga, prófdaga og verkefnaskil. Út frá þeim dögum má svo merkja við hve- nær er gott að hefjast handa við und- irbúning prófa og ritgerðaskrifa, og jafnvel hluta undirbúninginn niður yfir nokkur tímabil. Loks er þjóðráð í lok vikunnar, að skipuleggja þá næstu. Taka frá ákveð- inn tíma fyrir bæði daglegan náms- bókalestur og eins fyrir skyndipróf og heimaverkefni. Þegar kemur svo að sjálfum bóka- lestrinum er góður agi lykillinn að betri einkunnum. Það þykir hjálplegt að velja sér góðan lærdómsstað, þar sem gefst næði til lestrar og friður frá truflunum og freistingum. Að lesa uppi í rúmi er þannig nokkuð varasamt, enda freist- andi að taka sér blund á mjúkri dýn- unni. Eins getur verið ósniðugt að hafa kveikt á sjónvarpinu því ef skemmti- legur þáttur byrjar dreifir það athygl- inni frá námsefninu. Þegar svo sest er niður er vissara að búta lestrartarnirnar niður í 20-50 mínútna syrpur, og taka 5-10 mínútna hvíld inn á milli, og hreyfa þá likamann örlítið til að koma blóðinu á hreyfingu. Of langar lestrartarnir og of lítil hreyf- ing þreytir bæði heilann og líkamann. Með stjórn á tímanum Heilinn er eins og vöðvarnir, hann þrífst best á réttri næringu og þarf líka að hvílast fyrir og eftir átök. Námsmenn þurfa að fara vel með sig, fá nægan svefn og borða rétt. Skortur á svefni getur t.d. snar- minnkað lærdómsgetu fólks, og þýtt að verja þarf mun lengri tíma við lest- urinn til að ná sama árangri og sá sem fær nægan svefn. Skynsamlegt mataræði á svo að tryggja að heilinn og líkaminn allur fær jafnan og góðan skammt af orku og næringarefnum og þannig koma í veg fyrir slen og leti. Þó koffíndrykkir og sælgæti séu ansi mikil freisting í námi, hvað þá sem verðlaun í prófalestri, þá er vel þess virði að athuga hvort megi skipuleggja máltíðir betur, og velja hollan mat sem gefur langvinna orku, en forðast sykur-bombur sem geta valdið slenkasti eftir að orkuskammt- urinn hverfur úr blóðrásinni. Að sjálfsögðu er líka ósniðugt að borða ekki nóg. Það er nokkurn veginn samhljómur um að mikið gagn er að því að borða alltaf morgunmat, og ekki sniðugt að sleppa úr máltíðum yfir daginn, ef markmiðið er að vera með athygli og orku í hámarki. Gott snarl í námi eru hnetur og þurrkaðir ávextir, sem gefa blöndu af skammtíma- og langtímaorku, og svo nokkur holl vítamín og steinefni. Eins eiga sumar matartegundir að hjálpa heilanum að læra, þannig hafa ran- sóknir sýnt fram á að bláber eigi að geta bætt minni tímabundið. Ferskur líkami lærir best Eitt er að vera úthvíldur, vel skipulagð- ur og rétt nærður, og annað að kunna skilvirk og góð vinnubrögð við sjálfan lesturinn og glósugerðina. Það þykir mjög sterkur leikur að endurskrifa glósur þegar heim er komið, og þannig bæði rifja upp námsefnið og tryggja að glósurnar sem notaðar verða fyrir prófalestur séu skýrar og snyrtilegar. Gott er líka að læra hvort hentar hverjum og einum betur: handskrif- aðar glósur eða vélritaðar á fartölvu. Sumum þykir heilinn læra betur þegar glósur eru handskrifaðar, en öðrum þykir tölvan skapa meiri skýrleika og læsileika, og veita um leið aðgang að alls kyns viðbótarupplýsingum í ein- um hvelli ef tölvan er nettengd. Að lesa námsefnið er svo líka kúnst út af fyrir sig. Alla jafna er mælt með því að skima fyrst lesefnið og finna þannig aðalatriðin, og skilja betur heildaruppbyggingu þess sem verið er að miðla. Að hraðlesa inngang, og skima fyrirsagnir og fyrstu setningar málsgreina gteur gefið þessa yfirsýn. Glósupenninn er svo notaður á mik- ilvægustu setningahlutana, en eins er gott að skrifa á spássíuna punkta og samantektir um aðalatriði. Loks er endurtekning lykilatriði í öllu námi. Með því að rifja upp náms- efnið dýpkar og lengist þekkingin. Endurtekinguna má t.d. gera með því að endur-lesa glósur í tvígang eða þrí- gang, með nokkurra daga millibili. Annað gott ráð er að nota spjaldskrár- aðferðina, þar sem upplýsingabútar eru skrifaðir á spjöld, sem svo eru les- in og færð framar eða aftar í spjald- skránni eftir ákveðnum reglum. Glósu- og lestrartækni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.