Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.01.2012, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ | 39 FJARNÁM Skráning á vorönn fer fram 7.-14. janúar á slóðinni www.fa.is/fjarnam eTwinning.is • einfalt skólasamstarf gegnum netið • góð leið til að virkja nemendur og auka vægi upplýsingatækni • aðgangur að rafrænum verkfærum • netöryggi • endurmenntun kennara • kostar ekkert RAFRÆNT SKÓLASAMFÉLAG Í EVRÓPU etwinning.is R úna Magnúsdóttir stjórn- endamarkþjálfi segir sennilega mikið til í því að sem einstaklingar van- ræki Íslendingar, meira en margar aðrar þjóðir, að huga að sínu persónulega vörumerki. Að þekkja eigin styrkleika og veikleika, hafa skýra sjálfsmynd en líka varpa réttri ímynd út á við veitir verulegt faglegt forskot, hvort sem mark- miðið er fyrir einyrkja að styrkja sig betur í sessi, eða launamann að hafa betur í slagnum um spennandi verk- efni og stöðuhækkanir. „Það má ímynda sér mann eða konu sem upplifir sig og vill að aðrir sjái sig sem nk. „Volvo“; sem trausta, áreiðanlega og vandvirka persónu. En þeir sem þekkja manneskjuna sjá hana sem eldrauðan og hraðskreiðan „Ferrari“. Fólk leitar auðvitað með öðruvísi verkefni og önnur störf til þeirra sem eru „Ferrari“ en hinna sem eru „Volvo“,“ segir Rúna. Rúna býður upp á markþjálfun sem hún kallar 360° viðhorfsmat. „Um er að ræða einstaklingsþjálfun til að hjálpa stjórnendum, frum- kvöðlum og öðru framafólki sem vill skerpa betur á því hvað það stendur fyrir og hvaða ímynd það miðlar til annarra.“ Rúna segir matið ekki snúast um að láta fólk tileinka sér eitthvert staðlað hlutverk eða læra brögð og brellur í samskiptum, heldur þvert á móti að draga fram og leggja rækt við hvern og einn eins og hann er. „Tilgangurinn er ekki sá að skipta um umbúðir, ef svo mætti að orði komast, heldur finna sérstöðu hvers og eins. Það sem 360° viðhorfsmat gerir er að skoða eiginleika ein- staklingsins, hvaða ímynd hann vill gefa og svo hvernig hann kemur öðr- um fyrir sjónir. Vinnan getur svo fal- ist í því að styrkja veikleika, eða veikja styrkleika, til að úr verði sú ímynd sem eftir er sóst.“ Hvað segja aðrir? Fyrsta skrefið er að safna um- sögnum 30-40 aðila um þann sem verið er að þjálfa. „Þetta geta verið yfirmenn, undirmenn, vinir og ætt- ingjar. Allir fylla út nafnlausa könn- un á netinu og svara nokkrum spurn- ingum sem gefa skýra sýn á hugmyndir þeirra og álit á ein- staklinginum sem unnið er með. Út- koman er um 25 blaðsíðna skýrsla sem gefur nokkuð greinilega mynd. Þá fyrst hefst ég handa við að fá við- fang þjálfunarinnar til að lýsa sjálf- um sér og eigin hugmyndum um sitt persónulega vörumerki. Um leið skoðum við hver framtíðarsýnin og framtíðarmarkmiðin eru, og hvernig aðlaga má vörumerki einstaklingisns til að nálgast þessi markmið sem best.“ Hvers vegna Íslendingar gefa sínu persónulega vörumerki ekki meiri gaum er erfitt að segja með vissu. Rúna segir að miklu skipti faglega fyrir einstaklinginn að gefa af sér rétta ímynd, rétt eins og það skipti máli fyrir fyrirtæki og framleiðanda vöru að skapa ímynd sem fellur neyt- endum í geð, skapar traust og vin- semd. „Hluta skýringarinnar má kannski finna í því hvað við erum fá- menn þjóð, og að fólk hugsi ranglega með sér að vegna smæðar sam- félagsins þekkist fólk nógu vel til að hafa skýra og góða mynd hvað af öðru.“ Loks segir Rúna að mörgum sé til gagns að skilja betur eigin persónu- lega vörumerki og styrkleika, því margir eru á harðahlaupum við að reyna að uppfylla ímyndað hlutverk – hlutverk sem oft er ekki svo eft- irsóknarvert í raun. „Sumir rembast við að vera eitthvað annað en þeir eru og reyna jafnvel að fela þann fjöl- breytileika sem þeir búa yfir. Að skilja eigin styrkleika og ytri ímynd verður oft til þess að fólk hreinlega dæsir af létti yfir að geta verið það sjálft.“ Nánari upplýsingar eru á www.runamagnus.com ai@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Vertu þú sjálfur „Sumir rembast við að vera eitthvað annað en þeir eru, og reyna jafnvel að fela þann fjöl- breytileika sem þeir búa yfir,“ segir Rúna Magnúsdóttir. Nauðsynlegt sé að þekkja eigin styrkleika. Áttu þitt persónulega vörumerki? Býður upp á markþjálfun sem skoðar styrkleika og veikleika. Metur hvernig ímynd einstaklingurinn hefur í huga í annarra. Rétt ímynd veitir forskot. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.