Morgunblaðið - 14.02.2012, Page 4

Morgunblaðið - 14.02.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 Jón Þórarinsson tón- skáld lést á Droplaug- arstöðum í fyrradag, 94 ára að aldri. Jón fædd- ist 13. sept. 1917 í Gils- árteigi í Eiðaþinghá, Suður-Múlasýslu, son- ur Þórarins Benedikts- sonar hreppstjóra og alþingismanns og konu hans Önnu Maríu Jóns- dóttur. Jón varð stúd- ent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1937. Hann stundaði nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Á árunum 1944-46 stundaði hann tón- listarnám við Yale-háskólann í Bandaríkjunum undir handleiðslu Pauls Hindemith og lauk þar prófum í tónfræði og tónsmíði. Um sumarið 1945 hafði hann ennfremur stundað nám í Juilliard-tónlistarskólanum í New York. Síðar, 1954-55, fór hann til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi. Þegar Jón kom heim frá tónlistar- náminu í Ameríku á árinu 1947 tók hann við fulltrúastarfi í tónlist- ardeild Ríkisútvarps- ins, en starfsmaður stofnunarinnar hafði hann verið nær óslitið síðan 1938. Sinfóníu- hljómsveit tók til starfa 9. mars 1950 og var þá Jón stjórnar- formaður hennar 1950- 51. Þegar hljómsveitin var endurskipulögð 1. mars 1956 og nefndist úr því Sinfóníuhljómsveit Íslands, var Jón ráðinn framkvæmdastjóri hennar. Hann var dagskrárstjóri RÚV-Sjónvarps 1968-79. Þá kenndi hann við tónlistarskóla um árabil. Jón var afkastamikið tónskáld. Meðal tónsmíða hans er sónata fyrir klarínett og píanó og orgelmúsík. Völuspá fyrir einsöngvara kór og hljómsveit 1974 og Minni Ingólfs fyrir kór og hljómsveit 1986. Þá samdi hann tónlist fyrir leikrit og kvikmyndir. Einnig hafa sönglög eftir hann verið prentuð, þar á meðal einsöngslagið „Fuglinn í fjörunni“, sem öðlaðist miklar vinsældir. Jón ritaði allmikið um músíkmál og var um tíma tónlistargagnrýn- andi við Alþýðublaðið (1948-50) og Morgunblaðið (1962 -68). Eftir hann liggja þessi rit: Stafróf tónfræð- innar, kennslubók-handbók, Rvík. 1962 (2. pr. 1963), Páll Ísólfsson, Rvík. 1963. Þýðing á Beethoven (Er- ic Valentin), Rvík. 1962 og ævisaga Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar (frumsamin), Rvík. 1969. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Sig- urjóna Jakobsdóttir. Börn þeirra eru Anna María, Þorsteinn Metúsal- em, Hallgerður og Benedikt Páll. Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran. Þeirra börn eru Þórarinn, Ágúst og Rafn. Andlát Jón Þórarinsson tónskáld Lögreglu var í gærmorgun tilkynnt um jeppa úti í miðju Vífilsstaðavatni í Garðabæ. Í fyrstu var óttast að fólk væri í jeppanum en við athugun lögreglu reyndist svo ekki vera. Við eftir- grennslan kom í ljós að jeppanum hafði verið stolið fyrir utan hús í Kópavogi í fyrrinótt og eigandinn skilið eftir lyklana í svissinum. Ekki er vitað hvað þjófnum gekk til með þessu akstur- slagi en hann hafði ekki fundist í gærkvöldi. Ekki vitað hvað þjófnum gekk til Morgunblaðið/Sigurgeir S. Jeppa stolið í Kópavogi í fyrrinótt og ekið út í Vífilsstaðavatn Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Það er ákvörðun hvers lýtalæknis fyrir sig hvaða brjóstapúðar verða notaðir í þær konur sem vilja fá nýja í stað PIP-brjóstapúða. Þetta segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. Geir segir það hafa komið sér verulega á óvart hversu hátt hlutfall púðanna hafi lekið. Alls hafa um 175 konur með PIP-brjóstapúða komið í ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu en hjá 68 prósentum þeirra höfðu púðarnir lekið. „Það hefur ávallt verið ákvörðun hvers lýtalæknis fyrir sig hvaða púð- ar eru settir í konur. Það byggja þeir á sinni reynslu og faglega mati,“ seg- ir Geir þegar hann er spurður hvaða púða þær konur sem þess óska fái í staðinn fyrir PIP-brjóstapúðana. Að sögn Guðmundar Más Stefáns- sonar, lýtalæknis sem rekur lækna- stofu í Domus Medica, hefur hann undanfarin fimm til sex ár notast við brjóstapúða frá bandaríska fyrir- tækinu Mentor. Bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitsstofnunin (FDA) mæli með þeim púðum og þeir hafi verið mikið rannsakaðir. Leka ekki þrátt fyrir rof „Þeir eru aðeins öðruvísi að því leyti að sílikonhlaupið er meira seig- fljótandi en það var í eldri púðum. Þetta þýðir að þó að það komi rof á himnuna á þeim þá rennur sílikonið ekki út úr þeim,“ segir hann. Hann bendir á að aldrei sé hægt að ábyrgjast að allir púðar séu heilir á sama hátt og ekki sé hægt að ábyrgjast að nýir bílar geti ekki bil- að. Almennt sé talað um að um eitt til tvö prósent brjóstapúða sem sett- ir séu í rofni á ári. Rannsóknir á púð- unum frá Mentor bendi hins vegar til þess að þeir rofni sjaldnar. „Það er eins gott og þetta getur verið. Við teljum okkur vera með hágæðavörur sem við setjum í konur,“ segir Guð- mundur Már. Geta dugað í tugi ára Að sögn Júlíusar Arnarsonar, sölustjóra Inter Medica, sem flytur inn Mentor-sílikonpúðana, kaupa allir lýtalæknar landsins þá púða en fyrirtækið sem framleiðir þá er nú í eigu Johnson & Johnson. Um þús- und slíkir púðar hafi verið seldir til einkastofa á ári. Hann segir lekatíðni þeirra vera þá lægstu og aðeins 1,1 prósent þeirra leki eftir sex ár. Ef aðgerðin sé gerð rétt geti púðarnir dugað í áratugi og þá sé lífstíðarábyrgð á þeim. Varanlegri brjóstapúðar í boði  Hlutfall PIP-brjóstapúða sem leka er hærra en landlæknir hafði búist við  Flestir lýtalæknar nota bandaríska púða sem leka síður þó að þeir rofni Morgunblaðið/Golli Aðgerð Ómskoðun sýnir að 68% PIP-brjóstapúða hafa lekið. Flugvirkjar sem starfa hjá flug- félaginu Bláfugli hafa ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við félagið til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemj- ara. Viðræður um nýjan kjarasamning hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Samkvæmt tilkynningu til ríkis- sáttasemjara segja flugvirkjarnir að þar sem mistekist hafi að ná samn- ingum verði að vísa málinu til sátta- meðferðar. Átta flugvirkjar starfa hjá flugfélaginu. Þetta er fyrsta kjaradeilan á þessu ári sem vísað er til ríkissáttasemjara. Vísa deilu til sátta- semjara Kjaradeila flugvirkja og Bláfugls óleyst Meðalverð á minkaskinnun sem seld voru á febrúaruppboði danska uppboðs- hússins Kopen- hagen Fur fór í 493 danskar krónur sem svar- ar til 10.750 ís- lenskra kr. Er það 13% verð- hækkun frá síðasta uppboði og hærra verð en áður hefur fengist á þessum markaði. Íslensku skinnin voru yfir meðaltali á uppboðinu. Á uppboðinu voru seld 23.482 skinn frá íslenskum minkabændum. Meðalverð þeirra var yfir meðaltali á uppboðinu eða 499 danskar kr. sem svarar til tæplega 10.900 íslenskra. Einar E. Einarsson loðdýrarækt- arráðunautur segir að gæði íslensku skinnanna hafi aukist stöðugt og fyrstu tvö uppboð sölutímabilsins bendi til að íslenskir bændur séu enn í sókn. „Þetta er mjög jákvætt og gefur fyrirheit um að við munum koma vel út úr þessu sölutímabili,“ segir Einar. helgi@mbl.is Skinnin fóru á 10.900 kr. Skinn Loðdýra- bændur kætast. Skólayfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að leysa Snorra Óskars- son, grunnskóla- kennara við Brekkuskóla á Akureyri, frá störfum út þetta skólaár. Hann á kost á að hefja kennslu aftur í haust ef hann hættir að tjá sig á net- inu um samkynhneigð. Snorri segist ekki ætla að hætta að blogga. Snorri átti fund með skóla- yfirvöldum á Akureyri í gær. Á fundinum var honum veitt lausn frá störfum, en hann verður á fullum launum út skólaárið. Snorri segir að þetta sé gert til að lægja öldur, en Snorri hefur verið gagnrýndur fyrir skoðanir sínar á samkynhneigð, sem hann hefur tjáð í bloggfærslum. „Ef ég blogga ekki mun ég ganga inn í næsta skólaár í friði og ró. Skilyrði er sem sé að ég bloggi ekki um svona efni. Ég tók það fram á fundinum í dag að ég ætla mér að halda áfram að blogga. Ég vil fá að njóta tjáning- arfrelsis. Mér finnst ekki rétt af mér að selja tjáningarfrelsið fyrir kenn- aralaun.“ Er ekki sáttur Snorri sagðist ekki vera sáttur við þessa niðurstöðu. Hann sagði það sitt mat að aldrei hefði verið ástæða fyrir skólann til að grípa til áminn- ingar. Snorri sagðist ætla að leita ráða hjá Kennarasambandinu og leita upplýsinga hjá lögfróðum mönnum um möguleg næstu skref. Snorri hefur kennt við Brekku- skóla í 10 ár. egol@mbl.is Kennari leystur frá starfi til vors  Ástæðan skrif um samkynhneigða Snorri Óskarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.