Morgunblaðið - 14.02.2012, Síða 12

Morgunblaðið - 14.02.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Stöðugar hækkanir á eldsneytis- verðinu hafa bitnað hart á sauðfjár- bændum. Það verður ekki hjá því komist. Við þetta bætast hækkanir á áburðarverði í síðustu viku en þær eru allt að 10%. Sauðfjárbændur eru búnir að selja afurðirnar síðan í haust en þegar kemur að nýrri sláturtíð næsta haust hlýtur að verða horft til þess hver almenn verðlagsþróun hef- ur verið,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, um horfurnar í ár. „Sauðfjárbændur hafa notið góðra útflutningsskilyrða á síðustu árum. Um þriðjungur framleiðslunnar er nú seldur á erlenda markaði,“ segir hann um eftirspurnina. Brugðist við olíuverðinu Eyjólfur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, seg- ir hækkandi eldsneytisverð skýra að hluta þá ákvörðun fyrirtækisins að hækka flutningsgjald á áburði um 9% í síðustu viku. „Við hækkuðum verð á áburði um 1-6,9%. Á móti kemur viðbótar stað- greiðsluafsláttur þannig að hækkunin er allt að 5,9%. Afslátturinn var 10% í fyrra en er 11% í ár. Heimsmarkaðsverð á áburði er- lendis fer hækkandi. Ég held raunar að birgjarnir hafi gert ágætiskaup. Við áttum jafnvel von á 10 til 20% hækkun. Hertari reglur, meðal ann- ars í Evrópusambandinu varðandi innihald, munu leiða til þess að menn munu nota dýrari fosfór í áburðar- gerð. Vegna þessa og annarra þátta er útlit fyrir hækkandi áburðarverð í heiminum.“ Vikið er að hækkandi áburðarverði á vef Bændablaðsins en þar segir að Skeljungur hafi hækkað verðskrána um 3-9% milli ára og Sláturfélag Suðurlands hækkað verð á algengum tegundum um 10%. Framleiðslukostnaður hækkar Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, segir hækkandi eldsneytisverð, hvort sem það er vegna flutninga á vörum eða heyskapar, hækka kostnað við fram- leiðsluna. „Það gefur auga leið. Bændur verða stöðugt að leita leiða til að bregðast við líkt og aðrir. Við höfum séð samdrátt í sölu á kjöti og mjólk. Kemur þar til bæði minnkandi kaup- máttur og sú staðreynd að erlendum verkamönnum sem unnu erfiðisvinnu tímabundið hér á landi hefur fækkað. Kartöflubændur hafa séð þess merki. Tölur um sölu og innflutning á kjöti benda ekki til að fjölgun ferðamanna vegi á móti minni kjötneyslu vegna þessa,“ segir Erna sem hefur tekið saman tölur yfir kjötneyslu á síðustu árum. Eru þær sýndar á grafinu hér til hliðar. Má að lokum geta þess að Mat- vælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, heldur úti verðvísitölu fyrir matvæli. Hækkaði hún um 2% milli mánaða í janúar og desember og hafði þá ekki hækkað síðan í júlí. Eiga olíuvörur þátt í hækkuninni. Vísitalan er þó enn 7% lægri en í sama mánuði í fyrra. Sé litið lengra aftur nálgast vísitalan metið sem sett var fyrir nokkrum misserum en verð- ið var þá í sögulegum upphæðum. Dýrari aðföng íþyngja bændum  Dýrara eldsneyti þýðir hærri flutningskostnað  Áburðarverð hækkaði um allt að 10% í síðustu viku  Framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar segir útlit fyrir hækkandi áburðarverð á næstu misserum Morgunblaðið/Kristinn Lúxus? Ýmsar kjötvörur eru nú dýrar. Metverð á eldsneyti þrýstir á verðhækkanir ásamt öðrum kostnaðarliðum. Dregur úr kjötneyslu 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Innlend kjötsala (kg á mann) Innflutt kjöt (kg á mann) Samtals 71,9 75,5 75,7 76,6 76,3 79,5 81,6 75,9 75,3 72,9 0,6 72,5 0,5 76 0,8 76,5 0,7 77,3 3 79,3 3,2 82,7 3,7 85,3 2,1 77,4 2,1 78 4,6 77,5 „Verð á áburði er að hækka um heim allan og helgast það fyrst og fremst af olíuverðinu. Hærra olíuverð skilar sér í verðhækk- unum á fóðri; byggi, hveiti og soja. Samanlagt hefur þetta veruleg áhrif til hækkunar á framleiðslukostnaði,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. „Verðþróun á svínakjöti hér á landi tekur mið af þróuninni í öðrum löndum. Ef verð á að- keyptum aðföngum erlendis hækkar hefur það áhrif hér. Margt bendir til þess að heimsmarkaðsverð á hráefnum til fóðurgerðar muni hækka á næstu misserum. Verði það raunin mun það leiða til aukins framleiðslukostnaðar á búvör- um. Ekkert land yrði ónæmt fyr- ir þessari þróun. Þegar upp er staðið mun svigrúm til verð- breytinga ráðast af framboði og eftirspurn,“ segir Hörður. Framboðið að aukast Matthías Hannes Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Reykja- garðs, segir að jafnvægi sé að komast á í fóðurverðinu eftir hækkanir síðustu misseri. Þá séu vísbendingar um að framboðið á fóðurmarkaði sé að aukast, meðal annars í Banda- ríkjunum þar sem nýtt land sé nú tekið undir framleiðsluna. Fóðurverð geti því allt eins lækkað síðar á árinu. Hátt verð á eldsneyti hafi sín áhrif. „Hækkandi eldsneytiskostnað- ur hefur þau áhrif að flutningar á fóðri verða dýrari. Svo er það 3,25% launahækkunin 1. febr- úar. Allt hefur þetta áhrif en við erum ekki búin að fleyta því áfram í vöruverðið. Við sjáum hvernig fóðurverðið mun þróast í vor. Þá tökum við stöðuna.“ Svínabú eru dýr í rekstri ÚTLITIÐ FRAMUNDAN Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dýrtíð Úr einu svínabúanna. „Það er útilokað að við getum tekið þetta alfarið á okkar herðar. Þetta fer að hluta til út í verðlagið. Þegar áburðarverð tók að stíga fyrir nokkr- um árum reyndu bændur að hag- ræða eftir föngum. Síðan hefur elds- neytið hækkað og hækkað. Fyrr en síðar fara slíkar hækkanir að bitna verulega á kjörum bænda,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúa- bænda, um afkomu bænda. „Varlega áætlað hefur orðið 5% hækkun að jafnaði í áburðarverðinu. Það þýðir 120-130.000 króna kostn- aðarauka fyrir kúabú. Verðlagsnefnd búvara tekur kostnaðarliði með í reikninginn þeg- ar hún metur hvort þörf sé á hækkunum. Eldsneytis- verðið kemur bæði niður á bændum og iðn- aðinum sem vinn- ur úr afurðunum. Mér sýnist sem kúabændur geti fengið kostnaðinn að hluta til til baka með hækkunum en ekki að öllu leyti. Það er ekki hægt að velta öllum kostnaðarhækk- unum beint út í verðlagið. Ef við horfum til dæmis á sölu á prótín- grunni er ljóst að ákveðnir vöru- flokkar eru komnir að þolmörkum.“ Kemur niður á kjörum bænda Baldur Helgi segir víðar komið að sársaukamörkum. „Þetta er komið á það stig að aukin útgjöld fara að bitna á kjörum bænda. Sú stefna að miða álögur á eldsneyti við hlutfalls- tölur þýðir að skattar og álögur magna upp sveiflur í heimsmarkaðs- verðinu. Það segir sig sjálft að það kemur bændum illa.“ Bændur geta ekki borið byrðarnar einir  Komið að sársaukamörkum hjá kúabændum landsins Baldur Helgi Benjamínsson „Áburðarverð til bænda er að hækka. Þá fá bændur ýms- ar aðrar hækkanir, til dæmis á olíunni. Það er því ljóst að tilkostnaður bænda hefur aukist. Ef aðeins er horft til þessara þátta verður að gera ráð fyrir að þetta kalli að óbreyttu á verðhækkanir á kindakjöti til bænda í haust,“ segir Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri Sláturfélags Suðurlands, um aukinn tilkostnað sauðfjárbænda. „Það er of snemmt að segja eitthvað til um hvernig verð á kindakjöti á eftir að þróast á árinu. Miðað við þær hækkanir sem eru fram komnar á framleiðslukostnaði sauðfjárbænda er hins vegar ljóst að þeir þurfa hærra verð fyrir afurðir sínar í haust til að mæta hækkun á að- föngum.“ Spurður hvort sú staða kunni því að koma upp að inn- flutningur á lambakjöti verði fýsi- legur svarar Hjalti því til að verðþró- un á erlendum mörkuðum geri það að verkum að fátt bendi til að svo verði, auk þess sem ætla megi að gæði ís- lensks lambakjöts hindri það. Hvað snerti nautakjötið sé þar jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar. „Framleiðendur nautakjöts hefðu ef- laust þörf fyrir hækkanir en aðstæður á markaði hamla gegn því eins og er. Í svína- og fuglakjöti ráðast verð- breytingar m.a. af breytingum á kjarnfóðri. Ekki eru komnar fram hækkanir á þessu ári en það getur breyst.“ Sauðfjárbændur þurfa hærra verð Hjalti H. Hjaltason á þriðjudögum ÚT ÚR SKÁPNUM „Fékk ekki tækifæri til að segja: Mamma ég er lesbía.“ - Kidda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.