Morgunblaðið - 14.02.2012, Side 18

Morgunblaðið - 14.02.2012, Side 18
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Nokkrir staðir skera sig úrhvað varðar nýtingu línu-ívilnunar og er Bolungar-vík þar í sérflokki. Línu- ívilnun er þýðingarmikill þáttur í atvinnulífi þessara staða og er áætlað að ársverk við landbeitta línu hafi á síðasta fiskveiðiári verið um 305 til 310. Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði vinnuhóps um strandveiðar, línuívilnun, byggða- kvóta, rækju- og skelbætur. Í vinnu- hópnum voru Adolf H. Berndsen, Skagaströnd, Aðalsteinn Á. Baldurs- son, Húsavík, Albertína F. Elíasdótt- ir, Ísafirði, og Atli Gíslason alþingis- maður. Ráðherra skipaði AAAA-hópinn í lok ágúst í fyrra 2011 til þess að vera til ráðgjafar um ofan- greinda málaflokka. Ekki eru hug- myndir innan hópsins um viðamiklar breytingar á byggðatengdum aðgerð- um á næstu árum. Um skel- og rækjubætur segir í minnisblaðinu að hópurinn telur að bætur séu ætíð í eðli sínu tímabundn- ar og séu fyrst og fremst til þess að aðilar nái að aðlaga sig breyttum að- stæðum. Leggur hópurinn til að bæt- ur verði óbreyttar næstu þrjú fisk- veiðiár og falli niður að loknu fiskveiðiárinu 2015/16. Ef bætur verða lagðar niður tel- ur hópurinn eðlilegt að eigendur þeirra skipa sem þurftu á sínum tíma að láta frá sér aflaheimildir í öðrum tegundum, gegn sérveiðileyfinu, verði skilað þeim til baka. Einfaldari byggðakvóta Hópurinn telur að byggðakvóti sem slíkur eigi fullan rétt á sér, en einfalda þurfi úthlutunarkerfið til muna bæði til byggðarlaga og skipa. Hvað framtíðarfyrirkomulag varðar telur hópurinn að einkum þrjár leiðir komi til greina, en mælir þó með að endurbótum á núverandi fyrir- komulagi sem fyrsta kosti. Varðandi strandveiðar er það mat hópsins að það sé ekki rétt að gera neinar tillögur til breytinga á núverandi fyrirkomulagi né því magni sem veitt er. Hópurinn vill þó sérstaklega hvetja til strangrar túlk- unar stjórnvalda á nýlega settu ákvæði um að eigandi báts skuli róa þannig að komið verði í veg fyrir að einn aðili geri út fleiri en einn bát í strandveiði. Slíkt háttsemi samræm- ist í engu þeim markmiðum er sett hafa verið um strandveiðar, segir í minnisblaðinu. Lítil heimild til vélabáta Almennt er AAAA-starfshópur- inn sammála um að línuívilnun hafi þýðingu, sé í samræmi við þau mark- mið sem sett hafa verið og fram- kvæmd hennar sé einföld og árang- ursrík. Hópurinn telur afar mikil- vægt að úttekt á ýmsum hagrænum atriðum línuívilnunar verði gerð. Hver eru t.d. bein áhrif hennar á at- vinnuþátttöku, eftirfylgni reglna þ.m.t. aðbúnað og kjör verkafólks eða hvort hvati til svartrar atvinnu- starfsemi sé fyrir hendi, er spurt í minnisblaðinu. Ekki er heldur þekkt hvort línuveiði sem slík myndi minnka ef línuívilnun yrði aflögð. Hópurinn telur það ekki æski- lega þróun að hvetja til vannýtingar á fjárfestingum. Það er því skoðun hópsins að sé mögulegt að lítil heimild til vélabáta, sem beita um borð, rúmist innan heildaraflaheimildar til línuívilnunar, eingöngu að því marki sem af- gangur leyfir, sé rétt að mæla með að vélabát- ar komi þarna inn, segir í minnisblaðinu. Lagfæringar frekar en uppstokkun kerfis Byggðatengdar aðgerðir Hámarskafli fiskveiðiárið 2011/2012 (í þorskígildstonnum): Línuívilnum 5.077 Skel- og rækjubætur 2.010 Byggðakvóti 6.204 Strandveiðar 6.665 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Bolungar- vík Rif Suðureyri Ólafsvík Siglu- fjörður Sand- gerði Línuívilnun (tonn): Heimahöfn 2009/10 Löndunarhöfn 2009/10 Heimahöfn 2010/11 Löndunarhöfn 2010/11 18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var dap-urlegt aðhorfa til „vöggu lýðræð- isins“, Aþenu, höfuðborgar Grikklands, þeg- ar nýjustu skil- málar Evrópu- sambandsins voru reknir í gegnum gríska þingið. Það átti engan kost. Þingmönn- um var sagt að þjóðarinnar biði efnahagslegt svarthol án útgönguleiða ef þeir kyngdu ekki kröfunum frá Brussel. Bent hefur verið á að öðru- vísi hafi verið komið fram við Þjóðverja í efnahagslegum erfiðleikum þeirra eftir stríð, þegar sigurvegarar síðari heimsstyrjaldar skáru skuldir Þýskalands niður um helming og veittu gjaldfresti og vaxtafrystingu á því sem eftir stóð. Var þó Evrópa ein rjúkandi rúst eftir tilraun hinna nasísku ráðamanna í Berlín til að sameina alla álf- una undir eina stjórn þar. Tugir milljóna lágu í valnum. Einn aðalsigurvegari síðustu heimsstyrjaldar, Bretar, tók sinn fulla þátt í þessari umb- un, þrátt fyrir að vera ekki aflögufær, enda búinn að rýja sig inn að bjórnum í baráttu sinni við að losa Evr- ópu undan hrammi nasista. Leiðtogar vestrænna ríkja sýndu mikla mildi og fyr- irgefningu örfáum árum eftir ógnaröldina miklu. En hags- munamat þeirra sjálfra réði einnig för. Þýska- land var uppvax- andi stórríki og nauðsynlegt var að efla efnahags- lega og hern- aðarlega burði þess gagnvart ógnvekjandi blokk kommúnismans í austri. Grikkland er smáríki í Evrópusambandinu og ekki varnarvirki eða stuðari gagnvart neinum. Það fær því engin grið. Það skal keyrt niður á efnahagslega steinöld, hvað sem tautar og raular. Það er ófrávíkjanleg forsenda þess að Grikkland fái lán til að fleyta því yfir að næsta skeri í brimgarðinum. Tvær ástæður standa til þess að þannig er gengið að Grikkjum. Leiðtogar ESB, þar sem Þjóðverjar gefa tón- inn, trúa því að í slíkri með- ferð felist lækningin við þeim ógnunum sem aðrir rekja til ójafnvægis í evru- löndum. En því til viðbótar er að almenningur heima fyrir vill ekki að Grikkjum sé rétt hjálparhönd nema þeir fái jafnframt að finna ræki- lega til tevatnsins fyrir óá- byrga stjórn efnahagsmála sinna. Ekki er þó endilega víst að þessi framkoma verði til góðs, hvorki fyrir Grikki né þá sem nota styrk sinn og neyð Grikkja til að knýja fram nístandi niðurstöðu. Það er ekki hægt annað en að hafa ríka samúð með grísku þjóðinni í hremmingum hennar } Engin miskunn sýnd Steingrímur J.Sigfússon, ráðherra, svaraði með athyglis- verðum hætti á Alþingi í gær. Hér er ekki átt við það þegar hann sagði formanni Fram- sóknarflokksins að „þegja“, sem hefur án efa verið liður í viðleitni Steingríms til að efla virðingu Alþingis. Annað svar var athyglis- verðara, en það var veitt við fyrirspurn Vigdísar Hauks- dóttur um manntal og hús- næðistal. Vigdís spurði að ýmsu sem þessu tengist, með- al annars því hvort taka manntals og húsnæðistals væri liður í umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í svari sínu hafnaði Stein- grímur því að þetta væri liður í umsókninni, en sagði svo, spurður um kostnaðinn, að honum væri meðal annars mætt „með óafturkræfum styrk frá Evrópusambandinu, svokölluðum IPA- styrk (veittir til ríkja sem eru í umsóknarferli að Evrópusamband- inu)“. Styrkurinn frá Evrópusambandinu vegna manntalsins og húsnæðistals- ins í fyrra muni nema 102 milljónum króna. Steingrímur J. Sigfússon hefur átt erfitt með að halda sig við staðreyndir þegar kemur að Evrópusambandinu og umsókn Íslands um aðild að því. Og ekki batnaði þetta eftir að hann beygði sig fyrir stækkunarstjóranum í Bruss- el. Þó verður að segjast að það kemur á óvart þegar hann svarar fyrirspurn á Alþingi með þessum hætti, neitar tengslum í öðru orðinu en við- urkennir þau í hinu. Er ekki kominn tími til að segja satt um aðlögunina sem á sér stað í stjórnkerfinu undir forystu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna? Liður í aðlöguninni er að ESB greiðir fyrir manntalið hér á landi} ESB greiðir talningu Íslendinga E ru að koma páskar? Hvenær er bolludagur? Þetta eru spurn- ingar sem ég þurfti að spyrja mig úti í búð um daginn enda varð ég kolrugluð í dagatalinu af því að sjá það sem var þar á boðstólum. Fullur rekki af páskaeggjum blasti við mér þegar ég gekk inn og rétt hjá var annar rekki sem minnti viðskiptavininn á bolludaginn. Bollu- dagurinn er vissulega ekki langt undan, það er vika í hann, en það er ekki svo langt síðan bolludagurinn var bara á bolludeginum sjálf- um, sem núna verður 20. febrúar. Það var kannski hægt að fá bollur deginum áður og daginn eftir en núna er hægt að troða sig út af bollum í marga daga og vikur. Svo þegar loks- ins kemur að bolludeginum eru bollur ekki lengur spennandi. Orðnar jafn hversdagslegar og jólalög í desember. Páskadagur er 8. apríl í ár. Tveir mánuðir eru um það bil þangað til en samt er farið að bjóða upp á páskaegg í verslunum strax eftir jól. Það ruglar ekki mig bara í rím- inu heldur líka börnin smá. Lítill gutti í búðinni spurði mömmu sína hvort hann mætti fá páskaegg, hún sagði nei, páskaegg ætti bara að borða á páskunum sem kæmu eftir marga daga. Þá spurði guttinn af hverju það væru þá páskaegg í búðinni ef þau væru ekki til að kaupa og borða núna – mamman nennti ekki að þrasa og dró barnið áfram á eftir innkaupakerrunni. Verslunarmenn eru duglegir við að þjófstarta rækilega þegar kemur að einstökum dögum. Það er löngu klassískt að jólin byrja í október en núna finnst mér aðrir hátíðisdagar líka vera farnir að ná yfir lengra tímabil. Um leið og jóla- ösin er afstaðin með útsölum og tilheyrandi taka verslanirnar að hrúga inn vörum sem tengjast þorranum, bolludeginum, sprengideginum og öskudeginum; Valentínusardagurinn er svo að koma sterkur inn í byrjun febrúar og að honum loknum taka við páskarnir og sumardagurinn fyrsti. Þá koma allar sumar- og hausthátíðirnar þar til jólin koma aftur, hjúkkett – ekki gætum við lifað einn hversdagslegan dag þar sem ekki er eitthvað í boði sem tengist ákveðnu tilefni. Með þessu þjófstarti, sem er alltaf að færast framar og verða grófara, held ég að fólk verði ónæmara fyrir þeim vörum og auglýsingum sem dynja á í kjölfar dagsins eða hátíðarinnar. Meira að segja 17. júní er hafinn í maí. Ef páskaegg eru aðgengileg í tvo mánuði áður en páskarnir koma loksins er allt loft úr þeim spenningi sem þau eiga að færa okkur, þau verða orðin jafn óspennandi og hversdagsleg og mjólkurferna þegar tilefnið til að borða þau kemur loksins. Það gleymist nefnilega oft að það er ekkert gaman að þeirri tilbreytingu sem hátíðisdagar færa okkur ef það er hátíð allt árið. Vildir þú hafa jól alla daga? Ég held að svar flestra við því sé nei – aldrei nokkurntímann. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Ég vildi að alla daga væru jól STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Að sjálfsögðu verður línuíviln- un ávallt umdeild aðferð því hér er verið að ívilna vinnulagi sem hægt er að leysa á annan hátt með vélum, segir í minnis- blaðinu. Hópurinn ítrekar þó að eins og ástatt er í atvinnu- málum í þjóðfélaginu séu engin efni til að leggja línuívilnun af og gerir hópurinn því ekki til- lögur um breytingar á línuíviln- un. Eftir sem áður stendur að aðgerðin verður að standa und- ir væntingum því ívilnunin (magnið sem í þetta er sett) metin í fjármuni t.d. á sölu- verði aflamarks er veruleg upphæð. Fram hefur komið að línuívilnun síðastliðin átta ár hefur fært Bolungar- vík verulegar aflaheim- ildir í þorski, steinbít og ýsu. Á meðalverði á fiskmarkaði í fyrra gæti verð- mætið numið um 1.650 milljónum króna. Verulegir fjármunir UMDEILD AÐFERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.