Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 ✝ Þórður Guðna-son fæddist að Efri-Rotum í V- Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu 22. maí 1919. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 3. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Kristbjörg Sigurðardóttir og Guðni Hjálmarsson. Systkini hans voru: Hjálmrún Guðnadóttir, látin, María Guðna- dóttir, Magnús Guðnason og Guðbjörg Elín Guðnadóttir, lát- in. Fjölskyldan bjó að Efri- Rotum til ársins 1920 er þau Hann lærði í farskóla en gekk síðar í Ystaskóla undir Eyjafjöll- um. Hann lærði vélsmíði í Vél- smiðjunni Bjargi hjá Einari Guð- jónssyni en þar vann hann allt þar til hann stofnaði vélsmiðjuna Vélver ásamt Bjarna Einarssyni vélvirkja. Þórður vann í fyrir- tæki sínu fram yfir áttrætt. Þórður stundaði líkamsrækt í Gáska vel á annan áratug og ferðaðist mikið með Ingu Ástu. Þau áttu sumarbústað í Eilífsdal þar sem þau áttu margar góðar stundir. Kanaríeyjar voru vin- sæll áfangastaður í þeirra ferða- lögum en þangað komu þau oft- sinnis. Þórður bjó undir það síðasta á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útför Þórðar fer fram frá Ás- kirkju í dag, 14. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. fluttu að Lamb- húshól. Þórður var þrí- kvæntur. Fyrsta eiginkona Þórðar var Kristín Björns- dóttir en hún lést árið 1960. Önnur eiginkona Þórðar var Hulda Valdi- marsdóttir en þau slitu samvistum. Þriðja eiginkona Þórðar var Inga Ásta Eiríks- dóttir en hún lést árið 2008. Þórður var barnlaus. Þórður bjó í foreldrahúsum til ársins 1946 eða þar til fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur. Þórður var giftur ömmu minni sem ég aldrei kynntist því hún dó fimm árum áður en ég kom í heiminn. Ég ber nöfnin þeirra beggja, Kristínar-nafnið hennar ömmu og Þóru-nafnið fékk ég frá Þórði. Hann Þórður var alltaf hluti af æsku minni, svolítið eins og fjarlægur frændi sem kom reglulega í heimsókn. Við þau til- efni laumaði hann iðulega að mér, heimasætunni, einhverjum glaðn- ingi. Ég var snemma meðvituð um það að ég var í sérstöku dá- læti hjá honum þó ég vissi kannski ekkert endilega afhverju að öðru leyti en því að ég bar nafnið hans. Þegar Þórður var orðinn gamall maður fannst mér stundum eins og ég minnti hann á ömmu sem hann talaði alltaf um af miklum hlýhug og væntum- þykju. Eftir að ég flutti inn í Skipa- sund með fjölskyldu minni og við urðum nágrannar þeirra Þórðar og Ingu konu hans í Efstasundi varð samgangurinn meiri og oft skruppu þau hjónin til okkar í kvöldkaffi og spurðu frétta og spjölluðu um daginn og veginn. Þórður hafði gaman af að spjalla um gamla tíma og sagði iðulega sögur af því þegar hann flutti í Efstasund sem þá var eiginlega út í sveit. Í heimsóknum sínum færðu þau hjónin mér oft eitthvað smá- legt sem hafði verið í eigu ömmu minnar og þeim fannst báðum að ætti betur heima hjá mér en þeim. Ekki voru þetta endilega merkilegir hlutir á veraldlegan mælikvarða, en eru engu að síður ómetanlegir fyrir mig og margir í sérstöku uppáhaldi. Eins og allir vita sem þekktu þau mætu hjón, Ingu og Þórð, þá var Inga mikil selskapsskvísa meðan Þórður kunni betur við sig í fámenninu og rútínu hversdags- lífsins. Ég held hann hafi því ver- ið ánægður með að ég skyldi fara með Ingu á tónleika, í bíó og út að borða því ekki hafði hann mikinn áhuga á slíku. En hann gladdist fyrir hennar hönd og þakkaði mér fyrir að fara með henni, því hann vissi sem var að hún hafði unun af leikhúsi, tónleikum, góðum mat og skemmtilegum félagsskap. Síðustu árin, þegar heilsu Þórðar fór að hraka var hann svo lánsamur að eiga að frænku hennar Ingu, hana Sigrúnu Bene- diktu, sem að öðrum ólöstuðum hefur annast um hann af einstakri nærgætni og væntumþykju. Ósérhlífni hennar og aðstoð var honum ómetanleg. Að leiðarlokum vil ég þakka Þórði fyrir samfylgdina. Megi hann hvíla í friði. Kristín Þóra. Í dag kveð ég elskulegan bróð- ur minn, Þórð Guðnason, í kær- leika og þökk. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín systir, María Guðnadóttir. Þórður Guðnason Kveðja frá kór Grindavíkurkirkju Gengin er mæt kona, Margrét Sighvatsdóttir, óperusöngkona og húsmóðir í Grindavík. Við lát hennar viljum við fé- lagar í kór Grindavíkurkirkju minnast hennar með þakklæti og virðingu en hún söng um árabil með kórnum og sem einsöngvari. Margrét var, eins og allir vita sem hana þekktu, ákaflega litrík og skemmtileg kona, alltaf kát og jákvæð. Margs er að minnast frá liðnum árum bæði í kirkjustarfi og frá ferðalögum sem kórinn hélt í jafnt innanlands sem utan. Fyrir um það bil 20 árum fór kór- inn mjög eftirminnilega ferð til Rovaniemi í Finnlandi ásamt fleiri kórum og Félagi harmon- ikkuunnenda. Þar fór Magga á kostum, ekki síst á kvöldvökum, þegar allir komu saman við söng, spil og dans. Margrét var sópran og lék sér að því að vippa sér í hæstu hæðir eins og ekkert væri og hafði gam- an af að syngja yfirraddir. Sinni háu fallegu rödd hélt hún fram eftir öllu. Börnin hennar Margrétar hafa Margrét Sighvatsdóttir ✝ Margrét Sig-hvatsdóttir fæddist í Ártúnum á Rangárvöllum 23. maí 1930. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík 3. febr- úar 2012. Útför Margrétar var gerð frá Grindavíkurkirkju 10. febrúar 2012. erft áhuga hennar og hæfileika og eru þrjú þeirra starf- andi í kirkjukórn- um. Við viljum votta eiginmanni Mar- grétar, börnum hennar og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð um leið og við þökk- um fyrir góðar og gleðiríkar stundir með henni. Blessuð sé minning Möggu Sighvats. Rut Óskarsdóttir. Kæra Magga. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Okkar vinátta hófst þegar við Guðjón fluttum í Mánagerði 1 1979, þá ung að ár- um. Með þrjá drengi sem voru nú frekar fjörugir. Aldrei heyrðist styggðaryrði frá Palla eða Möggu þó alltaf væri farið yfir lóðina til að stytta sér leið eða þá þegar bolti lenti í glugga. Þau voru allt- af vinir þeirra. Oft kallaði Magga í mig og bað um hjálp við að breyta til í stofunni, hún hafði svo gaman af því. Svo er mér minn- isstætt þegar Magga og Sólný fóru til Finnlands 1984, þá var ég komin að því að eiga mitt fjórða barn, þær voru svo spenntar og búnar að kaupa kjól, hringdu svo heim og jú takk, fjórði strák- urinn. Aldrei hefði maður trúað því þá að Sólný mín ætti eftir að toppa mig, jú takk, 5-4 . Elsku Palli og fjölskylda. Megi minning um góða konu lifa. Elínborg (í Vísi) og fjölskylda. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR frá Ólafsfirði, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, andaðist á Landspítala Landakoti þriðju- daginn 7. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 13.00. Áslaug Jónsdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Sigþór Jóhannesson, Ari E. Jónsson, Anna Þórey Sigurðardóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Steinþór Ómar Guðmundsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRDÍS TRYGGVADÓTTIR myndlistarkona, Laufrima 10A, Reykjavík, lést föstudaginn 10. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Sigríður Egilsdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson, Helga Egilsdóttir, Björgúlfur Egilsson, Lísa Pálsdóttir, Tryggvi Egilsson, Elín Magnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, HAUKUR PÁLSSON húsasmiður, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 15.00. Guðrún Helga Hauksdóttir, Jóhann Örn Guðmundsson, Gunnar Haraldur Hauksson, Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Sigurjón Páll Hauksson, Sigríður Valdís Karlsdóttir, Kristín Hulda Hauksdóttir, Gylfi Jónasson, Haukur Hauksson, Dögg Jónsdóttir, Unnur Erna Hauksdóttir, Ólafur Örn Valdimarsson, Jónas Guðgeir Hauksson, Sigrún Guðmundsdóttir, Júlíana Hauksdóttir, Loftur Ólafur Leifsson, Guðfinna Hauksdóttir, Hafliði Halldórsson og fjölskyldur.✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÞÓRARINSSON tónskáld, Grænuhlíð 4, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík sunnu- daginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Sigurjóna Jakobsdóttir, Anna María Jónsdóttir, Þorsteinn M. Jónsson, Ingibjörg Egilsdóttir, Hallgerður Jónsdóttir, Rögnvaldur Hreiðarsson, Benedikt Páll Jónsson, Þórarinn Jónsson, Ágúst Jónsson, Edda Erlendsdóttir, Rafn Jónsson, Sigríður Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSA GUÐMUNDSDÓTTIR hússtjórnarkennari frá Harðbak, lést sunnudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 16. febrúar kl. 15.00. Guðmundur Þorgeirsson, Bryndís Sigurjónsdóttir, Gestur Þorgeirsson, Sólveig Jónsdóttir, Eiríkur Ingvar Þorgeirsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN LILLÝ SIGMUNDSDÓTTIR, Kirkjusandi 3, sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 9. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu. Valdimar K. Jónsson, Þyrí Valdimarsdóttir, Eggert Eggertsson, Örn Valdimarsson, Guðbjörg María Jónsdóttir, Vilborg Erla Valdimarsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Jón Rafn Valdimarsson, Elín Rósa Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, lést á heimili sínu í Svíþjóð fimmtudaginn 26. janúar. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Haukur Viggósson, María Finnbogadóttir, Finnbogi Már Hauksson, María M. Finnbogadóttir, Jóhann Steinar Hauksson, Una Ragnheiður Hauksdóttir, Hákon Sigurðsson, Katrín Guðjónsdóttir, Björg Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.