Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 09.02.2012, Síða 4
4 finnur.is 9. febrúar 2012 Allt er á fullu hjá Jóni Ólafssyni þessa dagana og í mörgu er að snúast. Jón er nýkominn úr fundaferð til Brussel og stendur fyrir tónleikum með Ellen Kristjánsdóttur í Salnum á fimmtu- dag, og kemur svo fram með Björgvini Gíslasyni og félögum á Rósenberg næsta miðvikudag. Finnur heyrði hljóðið í Jóni, sem sagði frá viðburðaríkri vinnuviku. Mánudagur: Tók daginn nokkuð rólega í hljóðveri mínu við tiltekt eftir annasama helgi á undan þar sem Bítlavinafélagið lék í fyrsta sinn opinberlega á þessari öld við frá- bærar undirtektir norðanmanna. Þriðjudagur: Útbjó stiklu fyrir Rás 2 í hverri ég kynni á yfirvegaðan hátt Af fingrum fram í Saln- um fimmtudaginn 9. febrúar. Þetta er spjall- tónleikaröð sem ég er nú með á dagskrá þriðja veturinn í röð. Fann einnig til passann minn og kannaði hvort hann væri ekki í gildi. Miðvikudagur: Borgaði reikninga, Visa o.fl. og pakkaði í tösku enda á leið til Brussel ásamt Jakobi Frímanni Magnússyni, formanni FTT, á þing evrópskra tónskálda. Við félagarnir vorum heldur seinir fyrir en náðum þó vélinni í tæka tíð. Satt best að segja mátti nú minnstu muna. Komum á hótelið um 22.00 og lögðumst til hvílu (sinn í hvoru lagi). Fimmtudagur: Morgunmatur í Brusselborg og síðan tékkað út af hótelinu ágæta og inn á ann- að skammt frá Theater de Vaudeville en þar fer ráðstefna evrópsku kompónistanna fram. Við Jakob byrjum á að hitta kollega okkar frá Norð- urlöndum og fór vel á með mannskapnum. Það tekur mig hálftíma að venjast því að heyra alla tala ensku. Þegar það er komið hjá mér átta ég mig á því að um 19 orð eru mér framandi. Þarf að fletta þeim upp. Föstudagur: Fundarhöld á fundarhöld ofan. Við félagar náðum þó að smokra okkur út í hálftíma til að heimsækja ísbúð í göngufæri. Um kvöldið reyndi ég að fá mér göngutúr í Brusselborg en kuldinn var svakalegur þannig að ég var fljótur heim aftur á hótel. Laugardagur: Enn er fundað og nú æsast leik- ar. Ég ímynda mér að þetta sé ekki ólíkt því að sitja þing Sameinuðu þjóðanna eða Evrópusam- bandsins. Um kvöldið er lokapartí á einhverjum bar. Þar inni er þröngt, of hávær tónlist til að hægt sé að tala saman og of margt fólk til að hægt sé að hreyfa sig eða fá afgreiðslu á barn- um. Sumsé furðulegt staðarval fyrir kveðju- stund. Ég ræði við sænskt tónskáld, sænskan aðalsmann, íslenska konu sem býr í Brussel, bandarískan lagahöfund en næ bara stuttu augnsambandi við úkraínsku konuna í jarð- arfarardressinu. Fer svo heim um hálftólfleytið, með fyrstu mönnum, og leggst til hvílu á Hotel La Madeleine. Sunnudagur: Lestarferð frá Brussel til Parísar og síðan í fangið á flugfreyjum Flugleiða sem eru alltaf jafn dásamlegar við mann. Húrra fyrir þeim. Flugið gengur líka svona hreint prýðilega á heim- leiðinni og við lendum með heila húfu á auglýstum tíma. Töskurnar okkar urðu eftir í París og ég bíð spenntur eftir að endurheimta mína svo ég geti nú burstað tennurnar. Það hefur mér alltaf þótt hinn besti siður. ai@mbl.is VIKA Í LÍFI JÓNS ÓLAFSSONAR ’T́öskurnar okkar urðu eftir í París og ég bíð spenntur eftir að end- urheimta mína svo ég geti nú burstað tenn- urnar. Með tónlistarmönnum í ískaldri Brusselborg ’Ńæ bara stuttu augn- sambandi við úkraínsku konuna í jarðarfar- ardressinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Franski rafdúettinn AIR sendi á dög- unum frá sér sína sjöttu hljóðvers- skífu og nefnist gripurinn Le Voyage Dans La Lune, eða Ferðin til tungls- ins. Leita þeir innblásturs í hinni víðfrægu samnefndu kvikmynd eftir landa þeirra, Georges Mé- liès, sem gerð var árið 1902 og fjallaði um leiðangur nokkurra jarðarbúa til tunglsins. Myndin á plötualbúminu er til að mynda tekin úr atriði í myndinni þegar tunglfarið lendir í auga karlsins í tunglinu. Þá heita lögin öll nöfnum sem sótt eru í geimferðir og þessleg þemu, svo sem Cosmic Trip, Moon Fever, Seven Stars og Astronomic Club. Platan er þegar tekin að safna stjörnum og stigum víða um heim enda Frakkarnir í AIR með mærðari tón- listarmönnum samtímans. Franska bandið lætur að sér kveða Loftleiðina til tunglsins AIR: Nicolas Godin (t.v.) og Jean-Benoît Dünckel Ævintýramyndin Journey 2: Mysterious Island var forsýnd í Los Angeles um síðustu helgi en frumsýningin er á morgun, föstudag. Myndin segir frá Sean (Josh Hutcherson) sem ákveður að leggja í svaðilför ásamt kær- asta mömmu sinnar, sem leikinn er af Dwayne „The Rock“ John- son. Myndin er byggð á sögu Ju- les Verne og er óbeint framhald af Journey to the Center of the Earth sem gerð var árið 2008 og var meðal annars tekin upp hér á landi. Aðalleikarar mynd- arinnar mættu að sjálf- sögðu á forsýninguna ásamt öðrum silkihúf- um úr heimi Hollywood. Í takt við regnskóga- loftslag myndarinnar mættu dömurnar í sínu litríkasta pússi og geisluðu hver í takt við aðra. Þá vakti athygli að gamli rokk- hundurinn James Hetfield, söngvari Metallica, mætti hress á forsýninguna, en flestir hefðu líklega talið hann sækja frekar í þyngra efni þegar hann bregður sér í bíó. Kannski hefur hann bara dálæti á Jules Verne? Journey 2: Mysterious Island forsýnd vestra Reuters Kjólar í öllum regnbogans litum Dwayne John- son gnæfir yf- ir samleikara sína á rauða dreglinum. James Hetfield var í góðum gír á frumsýningunni. Bella Thorne Ashley Tisdale Rachel McAdams veitingahús Eftir 37 ára pásu ætlum við að dusta rykið af veitinaghúsinu Silfurtunglinu í Austurbæ. Af því tilefni leitum við að hressu og skemmti- legu fólki í okkar lið til að lyfta Silfurtunglinu aftur upp á stjörnuhiminninn. Við leitum að: Matreiðslumanni Aðstoð í eldhús Vaktstjóra í sal Þjónum í sal Barþjónum Uppvöskurum Umsækjendur þurfa að vera orðnir 18 ára, hafa reynslu af sambærilegum störfum, hafa mikinn metnað, vera sjalfstæðir og glaðlyndir. Umsókn með ferilskrá og mynd sendist á Stein Óskar Sigurðsson, steinn@silfurtunglid.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.