Morgunblaðið - 09.02.2012, Side 16
16 finnur.is 9. febrúar 2012
Óskaiðjan?
Skrifin eru skemmtilegust. Það er
svo gaman og gefandi að skrifa fyrir
börn. Svo ekki sé talað um skóla-
heimsóknirnar sem fylgja í kjölfar út-
gefinnar bókar.
Mér finnst líka skemmtilegt að
ferðast innan- sem utanlands með
eiginmanninum og börnum okkar.
Þegar það er rólegt nýt ég yndislest-
urs – iðja sem okkur hjónunum hefur
tekist ágætlega að smita börnin okkar
af.
Óskamaturinn?
Íslenska lambið er í miklu uppáhaldi
og fullkomlega eldað læri klikkar ekki.
Sér í lagi ef það hefur trítlað og gætt
sér á villtum fjallagrösum eða íðil-
grænni hvönn. Ég veit ekki með þig
en ég fæ vatn í munninn við tilhugs-
unina.
Draumabíllinn?
Um tíma lét ég mig dreyma um
neongræna bjöllu sem Brynja mág-
kona mín átti. Naut
þess virkilega að
setjast inn í
þessa eð-
alkerru. Nú er græni draumurinn seld-
ur og ég sátt við Mözduna mína góðu.
Draumverkefnið?
Er búin að vera í því síðasta árið að
skrifa og fá útgefna fyrstu bókina
mína, Keli minn sem hvarf. Nú er ég
byrjuð á sjálfstæðu framhaldi – al-
gjört draumaverkefni. Jú, ég á mér
reyndar draumamarkmið en það er að
fá Kela þýddan yfir á ensku og Norð-
urlandamálin – þetta er lang-
tímamarkmiðið.
Hvað vantar á heimilið?
Synir mínir myndu sjálfsagt nefna
spjaldtölvu. Ég finn ekki fyrir neinni
vöntunartilfinningu heima hjá mér.
Hvað langar þig sjálfa helst í?
Eins og ég sagði þá finn ég ekki fyr-
ir neinni vöntunartilfinningu. Ef ég
hins vegar læt hugann reika og fabú-
lera svolítið, þá hefði ég ekkert á móti
því að eiga lítið krúttlegt hús í kósý
litlum bæ á Ítalíu. Á þessum stað
fengi ég hugmyndir að fleiri sögum og
ljóðum.
Hvað er best heima?
Að eiga gæðustundir við lestur. Það
er gaman að lesa fyrir börnin sín og-
með því mest gefandi sem ég
þekki. Yngsta barnið
mitthefur enn áhuga á
því að láta lesa fyrir sig
og við njótum þess.
Þetta eru gæðastund-
irnar. Við foreldrar eigum
nefnilega að vera góðar
lestrarfyrirmyndir og sýni-
legri með bók í hönd.
Svo mæli ég með að
fólk hafi einn ákveðinn
lestrardag,t.d. einu
sinni í viku eða mánuði,
þegar við foreldrar
slökkvum á sjónvarpinu
og tölvunni og fjöl-
skyldan les saman -
svipuð stemning og var
í torfbæjunum í denn.
jonagnar@mbl.is
Óskalistinn Ingibjörg Ferdinandsdóttir
Gefandi að skrifa fyrir börn
Ingibjörg Kristín Ferdinandsdóttir sendi frá sér barnabókina
„Keli minn sem hvarf“ fyrir síðustu jól. Hún hefur haft nóg að
gera við upplestur síðan bókin kom út meðfram kennarastörfum
og þessa dagana situr hún við skriftir því nú þegar er vinna hafin
við næstu bók, sem er sjálfstætt framhald um Kela.
Ég ákvað að lýsa styttuna upp, þá verður hún líka skýrari og bjartari.
Málaði einnig trérammann og límdi svo styttuna þar á með límbyssu.
Úr þessu varð til fallegur og tignarlegur skúlptúr sem nýtur sín vel á heimilinu.
maja@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Stytta á stalli
Dökkar og þungar styttur eru lítið í tísku hjá minni kynslóð en fal-
legt skraut samt sem áður. Að þessu sinni tók ég gamla styttu og
setti hana í nútímalegri búning. Það sem mig langaði ennfremur
að gera var að setja smá stall undir hana til að gera hana ennþá
flottari og tignarlegri. Í það notaði ég einfaldlega gamlan þykkan
myndaramma, en einnig má nota spýtukubb.
Breytt og
bætt með
Maju