Morgunblaðið - 09.02.2012, Page 20

Morgunblaðið - 09.02.2012, Page 20
Fyrstu störfin voru blaðaútburður og ánamaðkatínsla, rétt eins og algengt er hjá krökkum. Vann svo fulla vinnu á næturvöktum á Hrafnistu allan menntaskóla- og háskólaferilinn. Ólafur E. Rafnsson, lögmaður og forseti ÍSÍ.atvinna K ostnaður samfélagsins vegna hálkuslysa að und- anförnu hleypur á millj- ónum. Þetta kemur fram í grein eftir Elísabetu Benedikz, yf- irlækni bráðadeildar Landspít- alans, í nýjasta hefti Læknablaðs- ins sem kom út fyrir helgina. „Við fáum alltaf svona toppa sem skapa mikið álag á deildinni. Þetta er nokkuð sem bókstaflega fylgir dagatali,“ segir Elísabet. Hundrað hálkuslys Helgina 5. til 7. janúar leituðu nærri 100 manns á bráðadeildir Landspítalans vegna hálku- tengdra slysa, flestir vegna falls eða umferð- aróhappa. Þetta álag kom í sjálfu sér ekki á óvart segir Elísabet og bendir á að dag- ana á undan hafi snjóað, svo rignt og loks fryst. Fyrir vikið hafi verið hálka á öllum götum á höfuðborgarsvæðinu og torvelt að komast leiðar sinnar. Margir hafi bylst eða brotnað og þurft á slysadeild. Fjöldinn allur af þessu fólki reyndist beinbrotinn; líklega um og yfir 20 manns. „Öllum þessum óhöppum fylgir umtalsverður kostnaður. Beinbrot uði hafi handleggs- eða ökkla- brotnað og megi þá reikna með að fólk sé frá vinnu í sex vikur að meðaltali. Tapaður launakostn- aður vegna þess sé ríflega 10 millj- ónir króna og sé launatengdum gjöldum bætt við sé upphæðin komin í 13,2 millj. kr. Þá er ótalinn kostnaður vegna meðferðar á sjúkrahúsi, endurhæfingar og mögulegs bótaréttar. Það sé síst ofmat að reikna með að kostnaður atvinnulífsins vegna hálkuhelg- arinnar miklu sé 30 milljónir króna. Flensutíminn að renna upp „Það koma reglulega svona álagstímar hjá okkur á bráðadeild- inni og við gerum einfaldlega ráð fyrir þeim í okkar starfsemi. Það má nánast stilla klukkuna sína eft- ir því að um ellefuleytið á gamlárs- kvöld fer fólk sem hlotið hefur augnskaða af völdum flugelda að flykkjast hingað. Á vorin koma svo hingað í miklum mæli tilvik þar sem börn og unglingar sem hafa verið að leika sér í trampólíni slas- ast. Svo þekkjum við líka á sumrin að 17. júní er mikill slysadagur. Þá eru margir í bænum að skemmta sér og verða fyrir einhverju hnjaski og verða að leita hingað. Þetta er nánast föst rútína og við getum nánast mannað deildina í sam- ræmi við þetta,“ segir Elísabet og bætir við að nú sé fensutíminn sem hún kallar svo að renna upp og honum fylgi oft álag á bráða- deildum Landspítalans. Auðvitað sinni heilsugæslan flensutilvik- unum að mestu leyti; en margir leiti þó á bráðadeild vegna skæðr- ar lungnabólgu og annarra alvar- legra veikinda sem rekja má beint til umgangspesta vetrarins. sbs@mbl.is Mikið álag á Landspítala vegna umhleypinganna að undanförnu Morgunblaðið/Frikki Glæra lá yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu í byrjun síðasta mánuðar og margir brákuðust eða brotnuðu. Slíku fylgir mikill fórnarkostnaður. Elísabet Benedikz sem er yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans segir álagstopp- ana á deildinni vera nánast hefðbundna og nú sé flensutíminn að renna upp. Elísabet Benediktz Hálkuhelgi kostaði tugi milljóna kr. getur þýtt vinnutap í 4-6 vikur og stundum lengur,“ segir Elísabet. Í grein sinni gefur hún sér þær for- sendur að 20 manns með 350 þúsund króna meðaltekjur á mán- Atvinnuauglýsingar Vélavörður Vísir hf. óskar eftir vélaverði á Sighvat GK-57. Sighvatur er línuveiðiskip með beitningarvél. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá skipstjóra í síma 856-5761. Sölumaður óskast Í boði er spennandi sölumannsstarf á rótgróinni fasteignamiðlun í Reykjavík. Árangurstengd laun. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, geta unnið sjálfstætt og vera vel skipulagður og fylginn sér. Reynsla af sölumennsku æskileg. Fullum trúnaði heitið. Áhugasamir vinsamlega sendið inn umsóknir á auglýsingadeild Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „Sölumaður - 24-7“. Leikskólastjóri Seyðisfjarðarkaupstaður auglýsir eftir leikskólastjóra við leikskólann Sólvelli. Hæfniskröfur:  Leikskólakennaramenntun.  Hæfni í mannlegum samskiptum.  Frumkvæði.  Jákvæðni og sveigjanleiki.  Rekstrarþekking.  Góðir skipulagshæfileikar. Leitað er eftir einstaklingi með mikinn metnað og áhuga til að takast á við fjölbreytt og gef- andi starf. Kjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda leikskóla. Upplýsingar gefur Þorsteinn Arason skólastjóri í síma 472 1172 eða 860 1172, thara@skolar.sfk.is og Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri í síma 470 2300 eða 470 2304, vilhjalmur@sfk.is. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á skrif- stofu kaupstaðarins eða rafrænt á netfangið sfk@sfk.is. á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2012. Um er að ræða fulla vinnu 6 daga vikunnar. Þetta er tímabundið starf frá 1. mars 2012 til 1. október 2012. Leitum að sölumanni á aldrinum 23 til 30 ára, þarf að hafa reynslu af sölustörfum, vera duglegur, sýna frumkvæði, vera kurteis, hafa mikla þjónustulund, vera heiðarlegur og tilbúinn til þess að gera örlítið meira en til er ætlast. Ágæt laun í boði fyrir góðan mann. Vinnutími frá 10 -18 virka daga og 11-16 laugardaga Nánari upplýsingar í netfangið salaoskast@gmail.com Sölumaður óskast til starfa í húsgagnaverslun Fulltrúaráðsjálfstæðisfélaganna í Kópavogi Fundur Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi er boðað til fundar fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17.30 að Hlíðarsmára 19. Dagskrá: Lagður fram málefnasamningur um meiri- hlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknarflokksins og lista Kópavogsbúa til samþykktar. Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi. Félagsstarf Raðauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.