Morgunblaðið - 09.02.2012, Qupperneq 22
bílar
Stefnt er að frumsýningu Fiat 500L
MPV í Genf í mars. Bíllinn fer svo í
sölu undir lok árs. Bíllinn er með
1,4 lítra bensínvél og rúmgóður.
Fyrirsjáanlegir keppinautar eru
Nissan og Citroën C3 Picasso.
Tvær stærstu bílaleigur landsins ráðgera að kaupa
allt að 1.300 nýja bíla fyrir sumarvertíðina. Er þetta
í samræmi við almenna stefnu fyrirtækjanna um
reglulega endurnýjun flotans og að leigja hvern bíl
ekki út lengur en í tvö til þrjú sumur. „Við tökum inn
700 til 800 nýja bíla á næstunni og erum raunar
þegar búnir að taka inn nokkra Mitsubishi Pajero
sem þurfti að panta með löngum fyrirvara. Flesta
bílana tökum við hins vegar inn alveg undir vorið og
endurnýjum þriðjung flota okkar sem alls er um
2.200 bílar,“ segir Steingrímur Birgisson, fram-
kvæmdastjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar. Hann segist kaupa bíla af flestum stærstu bílaumboðunum til
að tryggja nauðsynlega fjölbreytni. Einnig ráði talsvert miklu við kaupin að bílarnir séu góðir í endursölu.
Sigfús Sigfússon er framkvæmdastjóri Hertz sem kaupir 500 nýja bíla þetta árið og verslar við flest
umboð. Fyrstu bílana tók hann inn í janúar sl. og svo koma sendingarnar alveg fram á vorið. Er við kaupin
að leiðarljósi haft að fá í flotann sem telur um 1.100 ökutæki, trausta bíla og bilanalitla. Auk þess er kost-
að sé kapps að koma til móts við kröfur viðskiptavina, sem að miklu leyti eru erlendir ferðamenn, um að
bílarnir séu sparneytnir.
sbs@mbl.is
Kaupa allt að 1.300 bíla fyrir sumarið
Endurnýja nærri helming flotans
Í
sl. viku sýndi Volkswagen und-
irvagninn í nýja Golf-bílnum
sem kynntur verður bráðlega
af sjöundu kynslóð. Það að
sýna undirvagn bílsins, en ekki
eingöngu ytra útlit hans, er óvana-
legt en það er skýring á því. Í leið-
inni var þess getið að þessi und-
irvagn myndi verða í 60
mismunandi nýjum gerðum bíla
frá Volkswagen-fjölskyldunni sem
kynntir verða á næstu árum. Á
þetta við um stærðir bíla allt frá
hinum smávaxna Polo til mun
stærri Passat. Þetta er að sjálf-
sögðu ekki hægt nema grindin sé
strekkjanleg og þannig er einmitt
hinn nýi undirvagn VW sem fengið
hefur heitið MQB. Hægt er bæði
að lengja og breikka þennan sama
undirvagn án þess að breyta fram-
leiðslulínunni.
Alger nýlunda í framleiðslu
Þessi aðferð er alger nýlunda í
smíði bíla, en hefur ýmsa kosti.
Með henni er ekki verið að hanna
undirvagn fyrir hverja gerð og
með því næst mikill sparnaður.
Með sömu gerð undirvagns verða
allar þessar 60 gerðir VW-bíla
smíðaðar á eins framleiðslulínu í
verksmiðjum VW um allan heim
og með því sparast einnig mikið í
framleiðslunni.
Þessi undirbygging bílanna er
talsvert mikið léttari en verið hefur
í fyrri gerðum og er til dæmis hin
nýja gerð Golf mikið léttari en for-
verinn þrátt fyrir meiri búnað og
meira öryggi fyrir farþega. Í nýja
MQB-undirvagninum er ísetning
og festing véla alveg eins, sama
hvort um er að ræða bensín- eða
Sami undirvagn í 60 bílgerðum hjá Volkswagen
Reuters
Volkswagen sýndi undirvagninn í nýja Golf-bílnumá dögunum. Vagninn hæfir einnig tugum annara nýrra gerða
bíla frá Volkswagen-fjölskyldunni sem eru í þróun í dag og verða kynntir verða á næstu árum.
Því geta bílar frá Audi,
Seat, Skoda og Volkswa-
gen streymt frá einni og
sömu verksmiðjunni.
Breikka
undirvagninn
og strekkja
grindina
dísilvélar og er það enn ein ný-
lundan sem sparar umtalsvert í
framleiðslu. Tvær nýjar og litlar
gerðir véla hafa verið sérstaklega
hannaðar samhliða nýja und-
irvagninum, en það eru 0,8 lítra
dísilvél og 1,2 lítra bensínvél með
túrbínu.
Mörg merki frá
sömu verksmiðju
Annar mjög athygliverður kost-
ur opnast að auki fyrir Volkswa-
gen-fjölskylduna í heild með öll sín
dótturmerki. Í verksmiðjunum má
með þessu framleiða hvaða gerð
bíla sem er með þessum merkjum
og því geta bílar frá Audi, Seat,
Skoda og Volkswagen streymt frá
einni og sömu verksmiðjunni.
Þessi breyting ætti að koma í
veg fyrir flutning á hinum ýmsu
gerðum milli landa, því framleiða
má það sem eftirspurn er eftir í
hverju landi eða sem næst hverri
verksmiðju. Með þessari breyt-
ingu er einnig áætlað að núverandi
verksmiðjur muni geta framleitt
talsvert fleiri bíla en þær gera nú.
Þessi aðferðafræði hljómar alls
ekki illa í eyrum svo fremi sem hún
verði til að lækka verð til almenn-
ings og að gæði haldist eða aukist,
en það er augnamið forsvars-
manna Volkswagen í Wolfsburg.
finnurorri@gmail.com
Bílaleigur kaupa Toyota Land Cruiser nokkrum mæli.