Morgunblaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 33
Af kvæðamannamóti
og huggun
Kvæðamannamót verður haldiðá Siglufirði á laugardags-
kvöld, 3. mars. ÞjóðList og
Kvæðamannafélagið Ríma í
Fjallabyggð standa fyrir kvæða-
mannamótinu í samstarfi við
kvæðamannafélagið Gefjuni á Ak-
ureyri og með stuðningi Menning-
arráðs Eyþings og Þjóðlagaseturs.
Á mótinu verður þriggja
klukkustunda námskeið sem Bára
Grímsdóttir kvæðakona sér um.
Hún mun kenna hefðbundin
kvæðalög og flutningsmáta
þeirra, ásamt ýmsu öðru sem við-
kemur kvæðamennskunni.
Bára og maður hennar, Chris
Foster, enskur þjóðlagasöngvari,
eru með þjóðlagadúettinn Funa
og halda stutta tónleika sama dag
kl. 16:30 á Kaffi Rauðku.
Hápunktur mótsins verður síð-
an kvöldvaka með glæsilegum
kvöldverði á Kaffi Rauðku, þar
sem kvæðamenn stíga á pall, og
gömludansaball í lokin. Rúna hjá
Kvæðamannafélaginu Rímu í
Fjallabyggð veitir nánari upplýs-
ingar og er netfangið runaing-
i@simnet.is.
Halldóra Beinteinsdóttir
Björnsson frá Grafardal, systir
allsherjargoðans og eitt átta ljóð-
mæltra systkina sem áttu ljóð í
bókinni Raddir dalsins, orti Hugg-
un:
Litla barn með lokkinn bjarta,
leggðu þig að mömmu hjarta,
hún skal þerra þína brá.
Seinna verður sorgin stærri
og sárari – en tárin færri.
Gott væri að mega gráta þá.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
DAGBÓK 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ ER EINFALT AÐ
SITJA Á STÓL...
FYRIR FLESTA ODDI VEIT HINSVEGAREKKERT HVAÐ HANN ER
AÐ GERA
ÉG MYNDI
EKKI VILJA
FÆÐAST Í
DAG
ÞAÐ VIRÐIST SVO MARGT
SLÆMT GERAST Í
HEIMINUM Í DAG
EF ÉG VÆRI NÝFÆTT BARN ÞÁ
MYNDI ÉG EKKI VILJA VITA
HVAÐ BIÐI MÍN Í ÞESSUM
HRÆÐILEGA HEIMI
ÞESS VEGNA LEYFUM VIÐ
ÞEIM EKKI AÐ LESA BLÖÐIN
FYRSTU 2 ÁRIN
ÉG FINN FYRIR
VÆGU ÞUNGLYNDI
OG
HVAÐ MEÐ
ÞAÐ...
ÉG FINN FYRIR
ÓVÆGU ÞUNGLYNDI!!
HVÆSTIRÐU Á
MIG!?
ÉG ER EKKI
BÚINN AÐ FÁ
KAFFIBOLLANN
MINN
ÉG FÆ ENDALAUSAR
AUGLÝSINGAR FRÁ FYRIRTÆKJUM
SEM FRAMLEIÐA RAKAKREM
ÞÚ HEFÐIR EKKI ÁTT AÐ
TAKA ÞESSAR KANNANIR Á
MYFACE
ÉG GERI
ÞAÐ ALDREI
AFTUR
EN SKAÐINN ER
VÍST SKEÐUR ERT ÞÚ KONAN MEÐ
FEITU HÚÐINA?
HVERNIG
TÓKST HONUM
AÐ STANDAST
KRAFTA MÍNA?
ÞAÐ TÓKST
EKKI
HANN LEYFÐI MÉR AÐ
LÆSA SIG INNI SVO ÞÚ
GÆTIR EKKI LÁTIÐ HANN
GERA NEITT ILLT
OG ÞÚ GETUR EKKI
STJÓRNAÐ TÓMRI
BRYNJU
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
gönguhópur kl. 10.30, myndlist/
prjónakaffi kl. 13, bókm.klúbbur kl.
13.15. Jóga kl. 18.
Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9.
Botsía kl. 9.30. Helgistund kl. 10.30.
Handavinna kl. 13. Myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband,
leikfimi, tölvunámskeið, hláturjóga með
Jónu. Handavinna og skartgripagerð.
Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Bæna-
stund kl. 12.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Brids kl. 13. Leikfélagið Snúður og
Snælda frumsýnir Rommí í Iðnó 4.
mars kl. 14. Miðapantanir í Iðnó í s.
562-9700 og við innganginn.
Félagsheimilið Gjábakki | Ramma-
vefnaður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15,
málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband
kl. 13, bingó kl. 13.30, myndlistarhópur
kl. 16.10.
Félagsheimilið Gullsmára 13 |
Handavinna kl. 9, ganga kl. 10. Handa-
vinna og brids kl. 13, jóga kl. 18.
Félags- og íþróttastarf eldri borg-
ara Garðabæ | Qi gong kl. 8.10, vatns-
leikfimi kl. 12, handavinnuhorn og
karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, kóræf-
ing kl. 16.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund
kl. 10.30. Félag heyrnarlausra kl. 11.
Frá hád. vinnustofur opnar, m.a. búta/
perlusaumur. Aðstoð við skattframtal í
samstarfi við ríkisskattstjóra veitt með
hefðbundnum hætti, skrán. á staðn. og
s. 5757720.
Félags- og íþróttastarf eldri borg-
ara Seltjarnarnesi | Vatnsleikfimi kl.
7.15. Gler kl. 9. Billjard í kirkju kl. 10.
Kaffispjall í krók kl. 10.30. Félagsvist
kl. 13.30.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9.
Leikfimi kl. 9.15, botsía kl. 10.30, for-
skorið gler kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10.
Hannyrðir kl. 13 hjá Sigrúnu. Félagsvist
kl. 13.30, kaffisala í hléi.
Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl.
8.50, myndlist kl. 9, morgunandakt
með sr. Pálma kl. 9.30, leikfimi kl. 10,
þegar amma var ung kl. 10.50, söng-
hópur Hjördísar kl. 13.30, línudans
með Ingu kl. 15. Munið ljóðarabb á
morgun fös. kl. 13.30 með Ólafi Pálma-
syni.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 17.
Línudanshópur III kl. 18 í Kópavogs-
skóla.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi
kl. 9.30. Listasmiðja kl. 13.30.
Laugarneskirkja | Halldór Björnsson
veðurfræðingur segir frá þróun veð-
urfars á Íslandi kl. 14. Sigurbjörn Þor-
kelsson leiðir samveruna og hefur hug-
vekju. Kaffi og kökur.
Norðurbrún 1 | Útskurður og leirlist-
arnámskeið kl. 9. Laus pláss. Botsía kl.
10, bókmenntahópur kl. 11.
Vesturgata 7 | Setustofa / kaffi kl. 9.
Handavinna kl. 9. Tiffanýs kl. 9.15/13.
Leikfimi kl. 10.30. Kóræfing kl. 13.
Handverkssala fös. 9. mars kl. 13-16.
Veislukaffi.
Smekkleysi
í Ríkisútvarpinu
Sl. þriðjudag var ein
aðalfrétt hádeg-
isfrétta Ríkisútvarps-
ins um réttarhöldin
sorglegu yfir konunni
sem gefið er að sök að
hafa komið nýfæddu
barni sínu fyrir í
ruslagámi, þar sem
það hafi fundist látið.
Hún neitar sök, en
málið er augljóslega
skelfileg sorgarsaga.
Ekki að undra að það
hafi verið fyrirferð-
armikið í hádegisfrétt-
unum. Og hvaða lag ætli Rík-
isútvarpið hafi talið mest viðeigandi
að spila sem „síðasta lag fyrir frétt-
ir“ þetta hádegið? Jú, viti menn,
„Móðir mín í kví kví“, hvorki meira
né minna. Þjóðlag um konu sem bar
út nýfætt barn sitt.
Hvernig gerist annað eins? Mikið
óskaplega má hún vera óheppileg
fyrir Ríkisútvarpið ef þetta er til-
viljun. Ég vil auðvitað ekki trúa því
að svo hafi ekki verið, en hvernig
stendur á því að eng-
inn hefur hugsun á að
skipta um lag, þegar
vitað er að þetta
hörmulega mál verður
eitt aðalmál fréttatím-
ans? Réttarhöldin
voru nú búin að standa
allan morguninn og
víða verið sagt frá
þeim. Allt skal hafa á
sínum stað. Þetta lag
var á mjög röngum
stað, hvort sem það
var gert af vilja eða
skilningsleysi. Mér
finnst að Rík-
isútvarpið eigi að biðj-
ast afsökunar á þessu,
en slíkt gerist víst sjaldan. Ég velti
einnig fyrir mér hvort þetta hefði
einnig gerst ef vesalings konan sem í
hlut á hefði verið landi okkar. Ætli
þá hefði kannski verið beðist afsök-
unar?
Sár útvarps-
hlustandi.
Velvakandi
Ást er…
… að gera nákvæmlega
ekkert, saman.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is