Morgunblaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012 –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 5. mars. FERMINGAR Fermin g SÉRBLAÐ Föstudaginn 9. mars kemur út hið árlega Fermingarblað Morgunblaðsins. Fermingarblaðið hefur verið eitt af vin- sælustu sérblöðumMorgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is MEÐAL EFNIS: Veitingar í veisluna. Mismunandi fermingar. Fermingartíska. Hárgreiðslan. Myndatakan. Fermingargjafir. Fermingar erlendis. Hvað þýðir fermingin? Viðtöl við fermingarbörn. Nöfn fermingarbarna. Eftirminnilegar fermingargjafir. Fermingarskeytin. Boðskort. Ásamt fullt af spennandi efni. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, styrkti stöðu sína sem sigurstranglegasti frambjóð- andinn í forkosningum repúblikana þegar hann bar sigur úr býtum í tveimur sambandsríkjum í fyrradag. Romney fékk 47% atkvæðanna í Arizona og 21% kaus helsta keppi- naut hans, Rick Santorum, sem nýt- ur einkum stuðnings meðal íhalds- samra og kirkjurækinna rep- úblikana. Munurinn var hins vegar miklu minni í Michigan þar sem Romney fékk 41% og Santorum 38%. Var spáð öruggum sigri Nokkrum vikum áður var Rom- ney með mikið forskot í Michigan, skv. könnunum, og búist var við að hann myndi sigra örugglega, enda fæddist hann og ólst upp í Michigan, auk þess sem faðir hans var ríkis- stjóri þar og naut mikilla vinsælda. Stuðningsmenn annarra flokka gátu kosið í forkosningunum í Mich- igan og skoðanakannanir, sem gerð- ar voru við kjörstaði, bentu til þess að um 10% kjósendanna væru demó- kratar. Margir demókratanna sögð- ust hafa kosið Santorum vegna þess að þeir teldu hann veikara forseta- efni en Romney. Markmið þeirra var því að auka líkurnar á endurkjöri Baracks Obama forseta. Um 60% kjósendanna í Michig- an eru skráð í flokk repúblikana og á meðal þeirra var Mitt Romney með tíu prósentustiga meira fylgi en Rick Santorum. Reuters Sigur Stuðningsmenn Romneys fagna í Arizona-ríki. Styrkti stöðu sína með tveimur sigrum  Mitt Romney sigraði mjög naumlega í Michigan  Demó- kratar höfðu áhrif á niðurstöðuna og kusu Rick Santorum Stór dagur framundan » Romney er nú kominn með 163 kjörmenn, Santorum 83, Newt Gingrich 32 og Ron Paul 19. Til að verða forseta- efni repúblikana þarf fram- bjóðandi að njóta stuðnings minnst 1.144 kjörmanna. » Niðurstaða forkosning- anna gæti ráðist að miklu leyti á þriðjudaginn kemur þegar kosið verður í tíu ríkjum. Moskvu. AFP. | Berbrjósta og vöðva- stæltur Vladímír Pútín strýkur sitj- anda fimleikakonu og fær of stóran skammt af bótoxi á meðan eiginkona hans leitar hælis í klaustri. Þetta er á meðal þess sem gerist í nýrri svið- setningu leikrits í Moskvu. Sviðsetningin nefnist „Berlúspút- ín“ og byggist á leikriti eftir ítalska leikskáldið Dario Fo, L’anomalo Bicefalo. Hún breytist þó með hverri sýningu því inn í hana er fléttað nýj- ustu fréttum og gróusögum um Pút- ín sem búist er við að verði kjörinn forseti landsins að nýju á sunnudag- inn kemur eftir að hafa gegnt emb- ætti forsætisráðherra. Óhætt er að segja að söguþráður- inn sé fáránlegur því sviðsetningin byggist á þeirri hugmynd að Silvio Berlusconi bíði bana í árás og hálfur heili hans sé græddur í Pútín eftir að hann lendir í slysi. Söguþráðurinn snýst því um hvað myndi gerast ef Pútín fengi hálfan heila ítalska for- sætisráðherrans fyrrverandi. Eitt af því sem gerist er að Pútín fer skyndilega að hneigjast til frjáls- lyndis, sem hann hafði verið alger- lega laus við, og tekur jafnvel upp á því „iðrast“ í ræðu á rússneska þinginu. Hann fær síðan of stóran skammt af bótoxi og það hefur þver- öfug áhrif. Skírskotað er til orðróms um að Pútín, sem er orðinn 59 ára gamall, hafi farið í fegrunaraðgerð á liðnu ári og fengið bótox til að slétta hrukkur. Einnig er skírskotað til gróusagna um að kastast hafi í kekki með Pútín og eiginkonu hans, Ljúdmilu, sem leitar hælis á klaustri og kemst þar í náin kynni við munk. Sviðsetningin hefur vakið mikla athygli og uppselt hefur verið á allar sýningar. „Þetta leikrit er líklega draumur leikhússtjórans,“ segir leikstjórinn Varvara Faer. „Hlut- verkin eru aðeins tvö og áhuginn á leikritinu er gríðarlegur.“ Berlúspútín slær í gegn  Leikrit um Pútín vekur mikla athygli  Fær aðkenningu af frjálslyndi eftir að hafa fengið hálfan heila Berlusconis Reuters Júdókempan Vladímír Pútín kenn- ir ungum Rússa júdóbragð. Námsmenn hrópa vígorð í mótmælagöngu í miðborg Madrídar í gær gegn áformum spænsku ríkisstjórnar- innar um að minnka útgjöldin til menntamála. Náms- mennirnir mótmæltu einnig ofbeldi lögreglumanna sem beittu kylfum gegn námsmönnum sem efndu til mótmæla í Valencia í vikunni sem leið. AP Námsmenn mótmæla niðurskurði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.