Morgunblaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1. M A R S 2 0 1 2
Stofnað 1913 51. tölublað 100. árgangur
Á ALÞJÓÐLEGRI
LISTAHÁTÍÐ Í
MAROKKÓ
STJÓRN
PENINGAMÁLA
OG BÍLAR
FYRSTA PLATAN
HLJÓÐRITUÐ Í
TYRKLANDI
VIÐSKIPTABLAÐ
OG FINNUR.IS OTTÓMANA-MENNING 10TVÍÆRINGUR 35
Tónlistarmaðurinn Mugison bar höfuð og herðar
yfir kollega sína á Íslensku tónlistarverðlaununum í
gærkvöldi en hann hreppti m.a. verðlaunin fyrir
hljómplötu ársins og lag ársins og var valinn bæði
laga- og textahöfundur ársins, auk þess að vera val-
inn vinsælasti flytjandinn af notendum mbl.is.
Heiðursverðlaunin hlaut að þessu sinni Megas,
Magnús Þór Jónsson, og þá fékk Einar Scheving
sérstaka viðurkenningu fyrir plötuna Land míns
föður. »36
Morgunblaðið/Kristinn
Mugison maður kvöldsins
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vaxandi áhyggjur eru innan ferðaþjónust-
unnar af hækkandi eldsneytisverði og áhrif-
um þess á ferðavenjur fólks. Aukinn þrýstur
er á stjórnvöld að lækka álögur en hið op-
inbera tekur um
helming til sín af
hverjum bensín-
lítra. Samtök ferða-
þjónustunnar
benda á að ein-
göngu olíukostnað-
ur hópferðabifreiða
hafi aukist milli ára
um 300 milljónir
króna, eða um 25%,
og nemi nú um
þremur milljörðum
króna. Þar af fær
ríkið um 1,5 millj-
arða króna.
Eftir því sem
lengra er farið frá
suðvesturhorninu
aukast áhyggjurn-
ar innan ferðaþjón-
ustunnar. Austfirð-
ingar liggja á bæn þessa dagana um
lækkandi eldsneytisverð og gott veður í sum-
ar. Skúli Björn Gunnarsson, stjórnarformað-
ur Markaðsstofu Austurlands, segir síðasta
sumar hafa verið „lítið og lélegt“. Veður og
hátt eldsneytisverð hafi dregið verulega úr
heimsóknum íslenskra ferðamanna. „Menn
hugsa sig tvisvar um áður en þeir aka austur
á land með fellihýsi í eftirdragi. Þessi þróun
hjálpar okkur ekki og ekki heldur flugfar-
gjöldin,“ segir Skúli Björn.
Svanhildur Hlöðversdóttir, stöðvarstjóri
N1 í Staðarskála, segir umferð innlendra
ferðamanna hafa snarlega minnkað, enda sé
orðið ódýrara að fara í viku á sólarströnd en
að ferðast innanlands.
MÁhyggjur af eldsneyti og veðri »12
Liggja á
bæn um
lækkun
Áhyggjur í ferða-
þjónustu af bensínverði
Eldsneyti
» Rekstr-
arkostnaður
meðalbíls við að
aka hringveginn
er 54 þús. krón-
ur en var um 48
þúsund í fyrra.
» Um 30%
landsmanna
höfðu ferðast
eingöngu innan-
lands í fyrra.
Hlutfallið var
50% fyrir tveim-
ur árum.
Talið er að mjótt verði á munum
þegar kosið verður um frávísun
þingsályktunartillögu Bjarna Bene-
diktssonar um afturköllun ákæru á
hendur Geir H. Haarde, fyrrver-
andi forsætisráðherra, á Alþingi í
dag. Í gær var stefnt að því að at-
kvæðagreiðslan færi fram um
klukkan 11.00, að loknum óund-
irbúnum fyrirspurnartíma ráð-
herra sem hefst kl. 10.30 í dag.
Verði frávísun felld verður kosið
um þingsályktunartillöguna. Um-
ræða um tillöguna hófst í þinginu
síðdegis og stóð fram á kvöld. »4
Kosið í dag um aft-
urköllun ákærunnar
Alþingi Þingmenn tókust á í gær.
Morgunblaðið/Golli
Jarðskjálfti,
3,7 stig, varð um
10 km norð-
vestur af Gjög-
urtá klukkan
22.06 í gær-
kvöldi. Annar
skjálfti, um 3
stig, varð fimm
mínútum seinna.
Jarðhræring-
arnar fundust
m.a. á Ólafsfirði, Siglufirði og í
Svarfaðardal. Fólk á Dalvík heyrði
þyt, fann högg og svo fylgdi titr-
ingur. Siglfirðingur sem rætt var
við sagði að jarðskjálftinn hefði
fundist greinilega og hús titrað.
Veðurstofan segir að skjálftar af
þessari stærð verði þarna af og til.
Jarðskjálftar úti
fyrir Norðurlandi
Skjálftar Upptökin
voru NV af Gjögurtá.
Hugmyndir Helga Hjörvar, for-
manns efnahags- og viðskipta-
nefndar, um að innleysa skatt á við-
bótarlífeyrissparnað og sækja 20
milljarða til lífeyrissjóðanna vegna
hagnaðar þeirra af kaupum á rík-
isskuldabréfum í gegnum Seðlabanka
Lúxemborgar 2010, til að leiðrétta
skuldir heimilanna, eru harðlega
gagnrýndar. Arnar Sigurmundsson,
formaður Landssamtaka lífeyr-
issjóða, lýsir furðu sinni á þessum
hugmyndum sem komi fram á sama
tíma og sjóðirnir hafi gert sam-
komulag við stjórnvöld um áfram-
haldandi aðkomu að gjaldeyr-
isútboðum. „Þá spyr maður; er hann
vísvitandi að reyna að hleypa þessu
samkomulagi frá því í febrúar í loft
upp? Ég trúi því ekki að svo sé. Þetta
er svo barnaleg hugmynd. Þetta er
svona með því lakara sem ég hef
heyrt frá þingmanni.“ Fjár-
málaráðherra segir hugmyndina vera
eins þingmanns en ekki úr þingflokki
Samfylkingar eða ríkisstjórn. »22
„Með því lakara sem ég
hef heyrt frá þingmanni
Gagnrýna hugmynd Helga Hjörvar Lífeyrissjóður verzlunarmanna ætlar
að lækka fasta vexti verðtryggðra
íbúðalána sem sjóðurinn býður upp á
úr 4,5% í 3,9%. Lægstu verðtryggðu
vextir sem stóru viðskiptabankarnir
buðu á íbúðalánum fyrir hrun voru
4,15%.
Vaxtalækkunin mun aðeins ná til
nýrra fasteignalána og hægt verður
að fá lánað fyrir að hámarki 65% af
markaðsverðmæti fasteignarinnar til
allt að 40 ára.
Fasteignaverð á Íslandi hækkaði
um 10% að nafnvirði á síðasta ári en
Helgi Magnússon, stjórnarformaður
sjóðsins, segist
ekki hafa áhyggj-
ur af því að með
útspilinu sé verið
að blása í nýja
fasteignabólu.
„Það hefur ver-
ið mikil kyrrstaða
á fasteignamark-
aðnum allt frá
hruni bankanna. Þessi kyrrstaða get-
ur ekki staðið til lengdar og við von-
umst eftir því að með þessari vaxta-
lækkun komist ákveðin hreyfing á
markaðinn,“ segir hann. »Viðskipti
Lækka vexti á íbúða-
lánum niður 3,9%
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG