Morgunblaðið - 01.03.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2012
Pabbi minn er dáinn. Sorgin
hefur þröngvað sér upp á mig og
gert sér hreiður í hjarta mínu. Ég
rifja upp óteljandi minningar og
þær renna saman í brosið hans
pabba, hláturinn hans, faðmlagið,
sögur, tónlist og kærleika. Sorgin
segir mér að ég hafi átt eitthvað
dýrmætt sem ég hef nú misst.
Þegar ég hugsa um hversu mikið
ég átti fyllist ég þakklæti. Ég er
þakklát fyrir allar þær góðu
stundir sem ég átti með pabba
mínum, allt sem hann gaf mér í
veganesti fyrir lífið, allt sem hann
kenndi mér, allt sem hann gerði
fyrir mig.
Þegar ég var lítil las pabbi oft
fyrir mig á kvöldin. Hann lagði
metnað í að kynna mig fyrir vönd-
uðum barnabókmenntum. Eins og
börnum er tamt valdi ég oft að
heyra sömu sögurnar aftur og aft-
ur. Sérstaklega fannst mér gaman
að heyra söguna um þegar pabbi
Emils í Kattholti festist í „Frissa-
búð“ og var aðalástæðan fyrir val-
inu sú að pabba þótti sagan alltaf
jafn fyndin. Ég valdi hana af því
að ég naut þess að sjá og heyra
pabba hlæja svo mikið að hann gat
varla klárað setningarnar.
Spakmæli segir að gefirðu
manni fisk svelti hann ekki í dag
en kennirðu honum að veiða muni
hann aldrei framar svelta. Pabbi
gat endalaust svarað „af hverju“
spurningum og ef hann hafði ekki
svarið þá flettum við því upp. Þeg-
ar hann las yfir verkefnin mín
merkti hann með mismunandi lit-
Guðgeir
Ingvarsson
✝ (Sigurður)Guðgeir Ingv-
arsson fæddist 28.
febrúar 1946 á
Desjarmýri í Borg-
arfirði eystra.
Hann lést á heimili
sínu, Mánatröð 8b á
Egilsstöðum, 14.
febrúar 2012.
Útför Guðgeirs
fór fram frá Foss-
vogskapellu í kyrr-
þey 24. febrúar og minning-
arathöfn var í Egilsstaðakirkju
28. febrúar.
um hvort um var að
ræða stafsetningar-
villu eða tillögu að
vandaðra orðalagi.
Ég átti sjálf að setja
inn leiðréttingarnar.
Þetta finnst mér lýs-
andi fyrir hvernig
pabbi var alltaf að
kenna mér að
„fiska“.
Sorgin yfir því að
hafa misst framtíð
þar sem pabbi er hluti af mínu
daglega lífi er mikil. Þakklætið
fyrir að hafa tekið mér tíma til að
njóta hversdagslegu hlutanna og
festa mér þá í minni er þeim mun
meira. Ég sakna pabba míns óend-
anlega en trúi að einhvern tímann
munum við hittast aftur. Þangað
til á ég minningarnar okkar og ég
er viss um að á sinn eigin hátt mun
pabbi fylgjast með mér þegar ég
eignast nýjar minningar á lífsleið-
inni.
Þegar pabbi notaði tækni var
hann ekkert að herma eftir yngri
kynslóðum með því að stytta orð
og svara snubbótt. Tölvupóstar og
sms frá honum voru alltaf með
heilum setningum og með kveðju í
lokin. Nýlega fékk ég sms-skila-
boð frá pabba sem voru á þessa
leið: „Elsku Guðný. Það er allt í
lagi með mig. Kær kveðja. Pabbi.“
Nú kveð ég pabba minn með þess-
um orðum: Elsku pabbi. Það verð-
ur allt í lagi með mig. Kær kveðja.
Guðný.
Guðný Elísa.
Hinn 14. febrúar sl. lést Guð-
geir Ingvarsson, vinur okkar og
samstarfsfélagi. Okkur langar fyr-
ir hönd starfsmanna Safnahússins
á Egilsstöðum að minnast hans
með nokkrum orðum.
Guðgeir kom til starfa á Hér-
aðsskjalasafni Austfirðinga árið
2004 og var safnið vinnustaður
hans allt þar til hann lést. Guðgeir
þekkti vel til safnsins þegar hann
hóf þar störf árið 2004 því á ár-
unum 1992 til 1998 hafði hann unn-
ið þar í hlutastarfi.
Það var afar gott að vinna með
Guðgeiri. Hann var ljúfur og við-
kunnanlegur í umgengni og nutu
bæði gestir og samstarfsfólk
þeirra lyndiseinkenna hans. Eftir
að Guðgeir sneri aftur til starfa á
safninu sinnti hann einkum
skjalaskráningu og afgreiðslu er-
inda. Hann hafði ánægju af starfi
sínu og vann af alúð þau verkefni
sem honum voru falin.
Það er lýsandi fyrir vinnulag
Guðgeirs að þeir sem höfðu notið
aðstoðar hans á safninu leituðu
gjarnan til hans aftur og spurðu
þá sérstaklega eftir honum ef aðr-
ir urðu fyrir svörum. Guðgeir var
hneigður til fræðimennsku og
leysti verkefni af þeim toga af
þeirri nákvæmi og samviskusemi
sem honum var eðlislæg. Hann
var ágætlega ritfær og naut Hér-
aðsskjalasafnið þess oft þegar
taka þurfti saman upplýsingar og
koma á framfæri.
Guðgeir átti við vanheilsu að
stríða um árabil. Engu að síður
bar andlát hans óvænt að. Við
sem störfum í Safnahúsin höfum
misst félaga og vin sem við minn-
umst með hlýju og þakklæti. Hér-
aðsskjalasafnið hefur líka misst
mikið. Í gegnum árin hafði Guð-
geir aflað sér víðtækrar þekking-
ar um ýmsa þætti starfsins og
skilur því eftir sig skarð sem verð-
ur vandfyllt.
Fyrir hönd starfsfólks Safna-
hússins vottum við börnum Guð-
geirs og öðrum aðstandendum
innilega samúð vegna fráfalls
hans.
Arndís Þorvaldsdóttir
og Hrafnkell Lárusson.
Kæri frændi.
Nú ertu kominn í Sumarlandið
sem þú talaðir svo oft um og
hlakkaðir til að kynnast. Fáir
hygg ég að hafi verið betur und-
irbúnir fyrir slíka ferð, þó óvænt
væri. Nú blómstrar þú sjálfum
þér líkur, laus við veikindi og jarð-
neskar takmarkanir.
Mærðarleg og væmin umfjöll-
un væri þér ekki að skapi. Ég skal
forðast slíkt. Get þó ekki sleppt
því að tala um fáeina af þínum
mörgu kostum. Kærleikurinn er
það dýrmætasta í heiminum og af
honum áttir þú ótakmarkað.
Segja má því að þú hafir verið
með ríkari mönnum. Eins þegar
kemur að fróðleik. Þar varstu
moldríkur, bæði hvað varðar
bókaeign og aðra visku. Þínar
bækur höfðu innihald. Ekkert rusl
í hillunum heldur dýrmætur fróð-
leikur. Allt greri svo vel í kringum
þig enda gafstu þér tíma til nost-
urs. Þannig ræktaðir þú frænd-
semi, blóm og japanskirsi, rétt
eins og innsæi, næmi og bænalíf.
Engan þekki ég sem eytt hefur
jafn miklu af tíma sínum og orku í
fyrirbænir og þar komu peningar,
upphefð eða athyglisþörf aldrei við
sögu, aðeins kærleikur og góður
vilji. Margar kraftaverkasögur
gæti ég sagt af slíku en veit um
hógværð þína.
Fjölmargar skemmtilegar
minningar á ég af kynnum okkar,
dönsku jólagjafirnar, slides-
myndasýning af dönskum
draumaheimi, framandi og spenn-
andi fyrir sveitabarnið. Seinni árin
ótalmörg bréf með vangaveltum
um andlegan þroska, almættið,
veldi kærleikans og hjálparstarfið.
Ekki má gleyma öllum sendingun-
um, fræjum og laukum sem dafna
nú í mínum garði og minna á þig.
Eða öllum bókunum sem þú sendir
okkur fjölskyldunni. Sjálfur bóka-
safnarinn vissi af ástríðu okkar og
naut þess að gefa og gleðja. Sígild-
ar barnabækur, veiðisögur og and-
ans fræði, allt var það lesið með
ánægju. Heimsóknir og símtöl að
ógleymdu vel heppnuðu ættar-
mótinu sem við héldum um árið.
Þar sáum við hin sýnishorn af
glæsilegri heimildasöfnun þinni,
myndum, ættartali og frásögnum.
Sagnfræðiáhugi hefur löngum
loðað við okkar ætt og varst þú þar
einna fremstur í flokki og gaman
var að heimsækja þig í vinnuna á
Héraðsskjalasafninu. Ljóðagerð-
ina áttum við líka sameiginlega þó
þú værir hálfgert skúffuskáld.
Árin voru allt of fá en ég býst
við að þú sitjir ekki auðum hönd-
um í Sumarlandinu og hjálpir öðr-
um, þar sem hér. Þar ræktar þú án
efa himnesk blóm og berjatré, nýt-
ur samvista við þitt fólk og nú
gefst tími fyrir grúsk og skrif.
Þó söknuður og samúð með
börnum þínum og ættingjum leiti
á hugann, samgleðst ég þér að
vera kominn á áfangastað og
hlakka til að heyra frá þér. Þakk-
læti mitt er mikið og ég sendi góð-
ar kveðjur frá mínu fólki. Að hafa
kynnst þér hefur gert mig ríkari.
Kveð þig sem fyrr með sömu
kveðju: „Verðum í sambandi.“
Ingunn V. Sigmarsdóttir.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Hellatún lóð E, fnr. 201668, Ásahreppur, þingl. eig. H2 - Hljóðvist og
hönnun ehf., gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn á Suðurlandi,
þriðjudaginn 6. mars 2012 kl. 10:00.
Öldugerði 13, fnr. 219-5146, Rangárþing eytra, ehl. gerðarþola, þingl.
eig. Benóný Jónsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf.,
þriðjudaginn 6. mars 2012 kl. 11:30.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
28. febrúar 2012.
Kjartan Þorkelsson.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is
Framhald uppboðs á eftirfarandi fasteignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Hafnarbraut 5, fnr. 213-3884, Hvammstanga, þingl. eig. Fasteignafél-
agið Meleyri ehf., gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
Byggðastofnun og Húnaþing vestra, mánudaginn 5. mars nk., kl.
10:00.
Brekkugata 4a, fnr. 213-3796, Hvammstanga, þingl. eig. Fasteignafél-
agið Meleyri ehf., gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
Byggðastofnun og Húnaþing vestra, mánudaginn 5. mars nk., kl.
10:30.
Höllustaðir 2, landnr. 145-303, Húnavatnshreppi, þingl. eig. Kristín
Pálsdóttir, gerðarbeiðendur Húnabókhald ehf. og Húnavatnshreppur,
mánudaginn 5. mars nk., kl. 14:00.
Sýslumaðurinn á Blönduósi,
29. febrúar 2012
Bjarni Stefánsson, sýslum.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Grettisgata 76, 200-8274, Reykjavík, þingl. eig. Bryndís Ósk Þ. Ingvars-
dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 5. mars 2012
kl. 10:30.
Kleppsvegur 152, 201-8658, Reykjavík, þingl. eig. Bragi Gunnarsson,
gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf.,
mánudaginn 5. mars 2012 kl. 11:30.
Laugavegur 30b, 200-4826, Reykjavík, þingl. eig. Exitus ehf., gerðar-
beiðandi Reykjavíkurborg, mánudaginn 5. mars 2012 kl. 10:00.
Næfurás 12, 204-6220, Reykjavík, þingl. eig. Brynja Björk Rögnvalds-
dóttir og Þórhallur G Harðarson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og
Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánudaginn 5. mars 2012 kl. 14:00.
Skipholt 50a, 229-4237, Reykjavík, þingl. eig. Leiguhlíð ehf., gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjavíkurborg, mánudaginn 5. mars
2012 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
29. febrúar 2012.
Raðauglýsingar
Elsku hjartans
systir og frænka. Þú
varst tekin frá okkur allt of
snöggt. Þín er sárt saknað. Þær
eru svo margar minningarnar sem
koma upp í huga okkar þessa dag-
ana. Þegar við hugsum aftur reik-
ar hugurinn ósjálfrátt að dýrum.
Þú varst svo mikill dýravinur og
sérstaklega hundavinur. Þú áttir
tvo yndislega hunda, þau Kollý og
Kolla sem við systur fengum að
kynnast. Þegar þú komst í heim-
sókn komstu alltaf með lifrarpylsu
og hundanammi fyrir öll dýrin í
ættinni til að gæða sér á. Þú gast
ekki hugsað þér að koma tómhent.
Þú varst svo frábær og allar minn-
ingarnar sem við eigum gætu ver-
ið efni í heila bók. Ekki skorti þig
gáfur né hugmyndaflug og grall-
araskapurinn ótrúlegur á köflum.
Elsku Hrönn, það yljar okkur
að eiga allar þessar góðu minning-
ar. Jafnvel hlegið og brosað í gegn-
um sorgina að öllum hlýju og
skemmtilegu stundunum, sem við
Hrönn
Magnúsdóttir
✝ Hrönn Magn-úsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 17.
febrúar 1959. Hún
lést á heimili sínu
21. febrúar 2012.
Útför Hrannar
fór fram frá Digra-
neskirkju 29. febr-
úar 2012.
söknum svo sárt, eins
og í jólaföndrinu hjá
Eyju. Þá þótti okkur
ákaflega vænt um að
eyða afmælisdegin-
um með þér þann 17.
febrúar síðastliðinn.
Við geymum hann í
hjarta okkar.
Okkur langar að
kveðja þig með orð-
unum hans afa þíns
heitins:
Saknaðar funheitu falla nú tár,
er flyt ég þér kveðjuna mína.
Vertu svo blessuð um eilífðar ár,
annist Guð sálina þína.
Drottinn gefi þér góðan frið,
gleðji þig líknar hendur.
Leiði þig hátt á hærra svið,
himneskir leiðbeinendur.
(Guðlaugur Sig.)
Guð gefi Gunnari, Kolbrúnu og
öðrum aðstandendum styrk á
þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði, elsku Hrönn.
Þín systir,
Eyrún, Guðlaugur og
frænkurnar Lilja, Ásthildur,
Bjarklind og fjölskyldur.
Nú þegar þú ert fallin frá elsku
frænka þá koma upp margar góð-
ar og skemmtilegar minningar um
alveg einstaklega góða frænku
sem okkur þótti svo vænt um.
Þegar einhver sagði að frænka
væri að koma þá vissu allir að
Hrönn og Gunni væru að koma í
heimsókn, voffalingarnir hlupu
allir út í glugga og biðu spenntir
eftir uppáhaldsfrænkunni sinni
sem var alltaf með eitthvað gott í
pokahorninu, frænku þótti vænt
um alla og gleymdi engum og var
alveg einstaklega mikill dýravin-
ur. Það var alltaf glatt á hjalla
þegar þú og Gunni komuð í heim-
sókn til okkar og þá sérstaklega
þegar þið komuð til okkar í sum-
arbústaðinn og voruð hjá okkur
yfir helgi, við spurðum þig alltaf
hvort þið vilduð sofa uppi eða niðri
og þú varst fljót að svara NIÐRI,
þá vissum hvað klukkan sló þá gat
Prinsinn okkar sofið hjá frænku
og frænda og stundum læddist litli
40 kílóa boltinn upp í til ykkar og
fékk að kúra alsæll á milli ykkar.
Prinsinn var í miklu uppáhaldi hjá
þér og tíkurnar sýndu því mikinn
skilning. Elsku frænka, við fáum
mislangan tíma hérna á jörðinni
og þinn tími var allt of stuttur með
okkur, þín verður sárt saknað og
sárt til þess að hugsa að fá ekki að
hitta þig oftar. Þú barðist hetju-
lega og af miklu æðruleysi við ill-
vígan sjúkdóm, létta lundin þín,
þrjóskan og dugnaðurinn hjálpaði
þér mikið í þessum erfiðu veikind-
um. Nú er stríðinu lokið og við
kveðjum þig með miklu þakklæti.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Við fjölskyldan sendum Gunna,
Kollu og Jóni Skúla og öðrum vin-
um og skyldmennum okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Hvíl þú í friði, elsku frænka.
Prins, Kíara og Pía senda
woofff wofff til frænku.
Magný, Þór og börn.
Elsku frænka, það var mikið
áfall að fá símtal á miðvikudags-
morgninum síðasta frá Sollu
minni, með þær fréttir að þú værir
búin að kveðja.
Ég vissi að það væri farið að
nálgast kveðjustundina, en ekki
að hún kæmi svona fljótt.
Þú hafðir líka svo rosalega
sterkan baráttuvilja í þessari orr-
ustu sem þú háðir, og varst ákveð-
in í að vinna! Ég hef sjaldan vitað
aðra eins jákvæðni og ákveðni, í
baráttunni við þennan hræðilega
grimma og illa sjúkdóm.
En hún stóð ekki lengi, barátt-
an á milli ykkar, í rúmt eitt og
hálft ár, en þú varðst að lúta í
lægra haldi.
En að fylgjast með þér og líðan
þinni í gegnum Facebook, héðan
frá Noregi, var erfitt en samt gott
að fá að vita hvernig gekk og
hvernig þér leið.
Þegar við mæðgur komum
heim til Íslands í október sl. grun-
aði mig aldrei að þetta yrði síðasta
skiptið sem við myndum sjá þig og
knúsa, ég var viss um að við
myndum hittast núna í maí þegar
við komum heim til að ferma
skottuna mína.
Það er margs að minnast, elsku
besta Hrönn mín, og er ég búin að
vera í fjölskyldunni þinni frá því
að ég man eftir mér, en ég man
sérstaklega eftir hvað þú varst
alltaf blíð, góð, glöð og sást já-
kvæðar hliðar á öllu, ég held að ég
hafi aldrei séð þig reiða eða í fýlu
og þið Solla voruð alltaf tilbúnar
með Pollýönnuleikinn ef eitthvað
bjátaði á … það geislaði af þér já-
kvæðnin og þú hafðir ótrúlega
stórt og fallegt hjarta og tókst öll-
um opnum örmum og alltaf pláss
fyrir alla, menn eða dýr, en þú
varst sérstaklega mikill dýravinur
og hefur þú örugglega kennt Söru
margt í þeim efnum, enda er hún
dýrasjúk.
En núna er stórt skarð höggvið
í fjölskylduna mína, nú þegar þú
ert farin, það verður skrýtið að
koma ekki til Reykjavíkur og hitta
þig, þú sem dýrkaðir Söru mína
svo mikið og varst alltaf svo glöð
að sjá hana.
En núna veit ég að þér líður
betur og hefur fengið hvíldina, og
ert með pabba þínum, ömmu Lilju
og Val, og að þið passið hvert upp
á annað og fylgist með okkur sem
sitjum eftir með góðar og fallegar
minningar. Það er sárt að sakna,
en með tímanum minnkar sárs-
aukinn.
Ég bið Guð um að styrkja
Gunna og Kollu á þessum erfiða
tíma.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Rósa.
HINSTA KVEÐJA
„Söknuðurinn er mikill,
en þú fékkst þennan lykil
til að sjá allt,
því það er svo margt.“
Hvíldu í friði, elsku besta
frænka mín, og ég er þakk-
lát fyrir allar samveru-
stundirnar sem við áttum.
Þín frænka,
Sara Sif.