Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 4

Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 4
4 finnur.is 29. mars 2012 Reuters Kate Winslet skartaði sínu feg- ursta við frumsýninguna. Í ár eru eitt hundrað ár liðin frá því að glæsifleytan sem átti ekki að geta sokkið, Titanic, sökk undan ströndum Nýfundnalands. Kvik- myndagerðarmaðurinn James Cameron gerði víðfræga verð- launamynd byggða á slysinu árið 1998, sællar minningar, og rakaði saman bíógestum og vegtyllum svo fordæmi voru vart fyrir. Í ljósi gríðarlegra vinsælda þrívíddar- myndar hans, Avatar, ákvað hann að taka Titanic í gegn og setja hana í þrívídd. Ljóst má telja að út- koman verður tilkomumikið sjón- arspil enda þótti upprunalega út- gáfan áhrifarík þó í flatri vídd væri. Skipið mikla verður eftir sem áður alveg jafn dauðadæmt en mun sjálfsagt sökkva með enn meiri til- þrifum í þetta sinnið. Þrívíddarútgfáfan var heims- frumsýnd í London í fyrradag og mætti Cameron með spúsu sína, leikkonuna Suzy Amis, upp á arm- inn. Virkaði leikstjórinn býsna brattur að sjá miðað við að fyrr í vikunni lét hann gamlan draum rætast og kafaði í sérhönnuðu hylki niður á dýpsta punkt heimshaf- anna sem er í Kyrrahafinu og er á 11 kílómetra dýpi. Amis leit heldur lak- ar út og hefur getum verið leitt að því að einhver veikindi plagi hana. Kate Winslet var hins vegar hin glæsilegasta og ljómaði á rauða dreglinum. Mótleikara hennar, Leonardo DiCaprio var hvergi að sjá að þessu sinni. Cameron endurvinnur Titanic Skipið sekkur í þrívídd Reuters James Cameron ásamt konu sinni, Suzy Amis, á rauða dreglinum. Líf dansarans kallar á mikla vinnu og streð en Inga Maren Rúnarsdóttir gætir þess líka að taka rólega kúrudaga inn á milli, eins og kom í ljós þegar blaðamaður hafði sam- band. Inga kemur fram í barna-danssýning- unni Skýjaborg í Þjóðleikhúsinu en síðustu sýningar verða á laugardag og svo aftur á Barnamenningarhátíð í apríllok. Laugardagur: Sef örlítið lengur eftir frá- bært kvöld þar sem ég var að sýna síðustu sýninguna á -16 með Íslenska dans- flokknum í gær. Fer svo í „brunch“ með vina- fólki á Laundromat og á ljósmyndasýningu í Borgarbókasafninu. Um kvöldið tók við hrikalega leiðinlegt leikrit sem ég álpaðist á en ég jafnaði mig í góðra vina hópi þegar við í dansflokknum kvöddum erlendu dans- arana sem voru með okkur í sýningunni. Sunnudagur Rólegur kúrudagur með manninum mínum tilvonandi. Horfðum á gott bíó heima í sófanum. Fékk svo búllu- borgara á B5 í kvöldmatinn með frönskum og súkkulaðisjeik. Tók í spil með systur og frænku. Mánudagur Síðasta vinnuvikan í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu hefst þar sem ég er að dansa mitt fyrsta hlutverk sem barnaskemmtari í sýningunni Skýjaborg. Hef aldrei dansað fyrir svo ungan aldurshóp áður, en þau yngstu eru aðeins 6 mánaða. Þriðjudagur Bara nokkuð „basic“ vinnu- dagur í dag. Um kvöldið skellti ég mér á nemendasýningu JSB í Borgarleikhúsinu þar sem systur mínar dönsuðu af mikilli snilld. Já, það er svolítill dans í þessari fjöl- skyldu. Miðvikudagur Fór út að borða með góðum vinum í humarveislu eftir langan vinnudag. Yndislegt að slaka á og njóta góðs fé- lagsskapar. Fimmtudagur Mæti snemma í vinnuna þar sem við fáum leikskólahóp í áhorfendaprufu fyrir sýninguna. Þau eru stillt og prúð þótt þau séu mörg og fíla sýninguna vel. Hjóla svo í rigningarroki til að snattast fyrir sýn- inguna áður en ég kenni síðasta tímann minn hjá Spiral-dansflokknum. Föstudagur Generalprufa á Skýjaborg. Áhorfendur á öllum aldri mættu og full- orðna fólkið skemmti sér ekki síður vel en þau yngri sem kom skemmtilega á óvart. Æfingar gengu vel og hópurinn er mjög spenntur fyrir frumsýningunni. Laugardagur Um kvöldið fór ég svo út að borða með vinkonum mínum en við höfum þá reglu að gera alltaf eitthvað skemmtilegt saman þegar Si- gyn Blöndal kemur að norðan. ai@mbl.is VIKA Í LÍFI INGU MARENAR RÚNARSDÓTTUR Ballett og búllu- borgarar ’F́ékk svo búlluborgara á B5 í kvöldmatinn með frönskum og súkku- laðisjeik. Morgunblaðið/Ómar ’Á́horfendur á öll- um aldri mættu og fullorðna fólk- ið skemmti sér ekki síður vel en þau yngri Söngdívan Dionne Warwick fagn- aði á dögunum merkum áfanga en þá átti hún 50 ára söngafmæli. Af því tilefni var efnt til móttöku í Grammy tónlistarsafninu í Los Angeles, undir yfirskriftinni „An Evening With Dionne Warwick“ þar sem söngkonan steig á svið og góðvinir fögnuðu með henni. Warwick er tónlistaráhugafólki að góðu kunn fyrir tæra og silki- mjúka rödd sína og er söngur hennar við lög Burt Bacharach löngu orðinn sígildur í heimi dæg- urtónlistar. Klassísk lög á borð við What The World Needs Now, Do You Know The Way To San José?, I Say A Little Prayer og ótalmörg fleiri hafa lifað góðu spilalífi allt frá því þau komu út á sjöunda ára- tugnum og til dagsins í dag. Þá voru lögin mörg hver í forgrunni í kvikmyndinni „My Best Friend’s Wedding“ með Juliu Roberts frá árinu 1997. Eins og sjá má á myndunum var glatt á hjalla í fyrradag þegar veislan fór fram. Dionne Warwick fagnaði hálfrar aldar söngafmæli Reuters Sungið í 50 ár Warwick ásamt Burt Bacharach (tv), og pródúsernum Clive Davis. Dionne Warwick skoðar ýmsa muni frá löngum og farsælum ferli. Gyðjan tekur lag- ið í tilefni af 50 sungnum árum. Þegar maður gengur í skyrtum með frönskum manséttuermum, þá notar maður ermahnappa. Vilji maður hafa fráganginn skot- heldan er hér komin hugmynd. Vestur í Bandaríkjunum er fyr- irtæki sem nefnist Bernardo & Co. Þar á bæ fengu menn þá hugmynd að búa til ermahnappa sem eru nákvæm afsteypa af Colt .45 skothylkjum og eru þeir fáanlegir í netverslun framleið- andans. Mótið var sumsé gert eftir 45 kalibera skammbyssukúlu og kúnninn velur hvort hann kýs að fá hnappana úr gulli, silfri eða platínu. Ennfremur er hægt að fá upphafsstafi grafna í og jafnvel demanta greypta í hnappana, vilji maður taka málin alla leið. Fyrir stórbeinóttu töffarana má benda á að fljótlega má fá hjá Bernardo og félögum sams- konar ermahnappa úr 9mm kúl- um og meira að segja .357 Magnum. Samskot á ermunum Skotheldir ermahnappar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.