Morgunblaðið - 29.03.2012, Page 19
29. mars 2012 finnur.is 19
Óskaiðjan?
Hún er um það bil það sem ég geri, að
spila tónlist. Væri samt til í að vera á
stanslausu flakki að spila, það er skelfi-
lega gaman að ferðast. Já og svo væri
ekki verra að verða ríkur um leið.
Óskamaturinn?
Kjöt.
Draumabíllinn?
Ég er ekki mikill bílakall en ég keyrði
hinsvegar jeppa í gegnum Kaldadal fyrir
nokkru og hafði mjög gaman af. Væri til í
svoleiðis, stóran jeppa til að keyra yfir og í gegnum fjöll. Þarf ekki
að heita neitt sérstakt, þarf samt að vera svartur á lit og eyða öllu
á hundraði.
Draumaverkefnið?
Fá fúlgur fjár fyrir að semja tónlistina í söngleik sem er
byggður á ævi Stephen Hawking. Beisiklí að velja eina
nótu og verða ríkur.
Hvað vantar helst á heimilið? Sjálfsvirðingu.
Hvað langar þig sjálfan helst í?
Ef ég hef skilið spurninguna rétt, sem er ólíklegt, þá segi
ég Gibson Dethklok Thun-
derhorse Explorer. Og sjálfs-
virðingu.
Hvað er best heima?
Lappir upp á borð, ótengdur
rafmagnsgítar, lavalamp-
arnir í botni, rjúkandi kaffi-
bolli og Home alone 1&2 á
skjánum.
jonagnar@mbl.is
Baldur Ragnarsson, gítarleik-
ari í málmsveitinni Skálmöld,
skartar býsna myndarlegu yf-
irvaraskeggi í tilefni af Mott-
umars, nema hvað. Hann
leiddi hugann frá skeggsöfn-
uninni nógu lengi til að láta
uppi óskalistann sinn.
Að flakka,
spila – og
verða
helst ríkur
Óskalistinn Baldurs Ragnarssonar
Smáralind | Hverafold 1-3 | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is
ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR!
LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR.
Efnalaug - Þvottahús
330 KR. SKYRTAN
hreinsuð og pressuð
-ef komið er með fleiri en 3 í einu
Fullt verð 580 kr.