Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 24
bílar Subaru BRZ kemur á markað í sumar og eru alls 200 hestöflum undir húddinu. Bílinn er ekki nema 7.6 sekúndur upp í 100 km/klst hraða og er afturhjóladrifinn, eins og vant er með Subaru. Þeir finna lítt fyrir kreppu og samdrætti hjá Land Rover því í febrúar sló fyrirtækið öll fyrri sölumet fyr- ir þann mánuð. Seldi Land Rover 28.029 bíla á heimsvísu í febrúar sem er 52% aukning á fyrra febr- úarmeti. Jagúar, sem er hluti af Land Rover, seldi á sama tíma 4.288 bíla sem er 32% aukning og sam- anlagt jókst sala Jagúar-Land Rover því um 49% í febrúar frá fyrra meti. Ástandið í bílaframleiðslu virðist ögn betra í Bretlandi en annars staðar í Evrópu. Heildarbílasala hefur aðeins dregist saman um 0,8% það sem af er ári og 2,5% í febrúar, borið saman við 20% samdrátt á Ítalíu og í Frakklandi. Í febrúar jókst framleiðsla í breskum bílsmiðjum um 23,5% frá árinu áð- ur. Og til dagsins í dag er framleiðslan 19,6% meiri frá áramótum, miðað við sama tímabil í fyrra. Framleiðsla bílvéla jókst um 3,6% í febrúar og 4,3% það sem af er ári. Hér heima eru stjórnendur BL sem hafa Ís- landsumboð Land Rover ekki síður kátir en frá áramótum hafa þeir selt alls 17 eintök af bílum þessarar gerðar en seldir jeppar og jepplingar í lúxusflokki eru alls 39. Er markaðshlutdeild Land Rover því rúmlega 43%. Vandamálið sé helst að kvóti Íslands í framleiðslu verk- smiðja ytra sé ekki nægilega ríflegur í samræmi við þörf á markaði hér innalands. agas@mbl.is Metsala hjá Land Rover í febrúar Öll fyrri sölumet eru nú slegin Land Ro- ver Disco- very nýtur hvarvetna vinsælda. Eftir þunga framleiðenda á smíði vistvænna bíla um nokkurra ára skeið og vegna áhrifa niðursveiflu og síðar efnahagslegra aðhalds- aðgerða í Evrópu einkenndi það nýafstaðna bílasýningu í Genf, að bílsmiðir eru komnir inn á þá braut að minnka bíla sína og sníða að kostnaðarvitund neyt- enda. Miklu minna bar á svo- nefndum grænum bílum en áður. Jafnvel framleiðendur lúxusbíla eru teknir að smækka bíla sína. Þar má nefna nýja A3 bílinn frá Audi, Mercedes Benz hefur yngt upp A-gerðina og Volvo V40- bílinn. Salan lítil og sjálfhætt Sýnt þótti á Genfarsýningunni að rafbílabólan er að tæmast, að minnsta kosti um stundarsakir. Þó bílafyrirtækin séu í orði kveðnu að leggja áherslu á þróun og smíði rafbíla segja þau starf- semina verða að skila arði. Enn sem komið er sé ekki útlit fyrir að þau hagnist á smíði rafbíla vegna lítillar eftirspurnar neytenda. Dæmi um það er General Motors sem nýlega ákvað að stöðva framleiðslu á Volt um skeið vegna svo lítillar sölu bílsins að sjálfhætt var. Þvert á þetta naut brunavélin dæmigerða í öllum sínum stærð- um vel í Genf; allt frá litlum spar- neytnum og skilvirkum vélum til stórra mótora dollaragrína. Bíla- framleiðendur sýndu nýjungar og snjallar hugmyndir sem miðað hafa að því að auka sparneytni véla og draga úr mengun, í sam- ræmi við kröfur beggja vegna Atl- antsála um minnkandi losun gróðurhúsalofts. Rafbílar áfram dýrir Á hverjum bílnum á eftir öðrum í Genf gat að líta smækkaðar en einstaklega nýtnar bensín- og dís- ilvélar sem þróast hafa hratt og tekið miklum framförum síðustu árin. Og framleiðendur telja möguleika brunavélarinnar mikla í framtíðinni því enn megi þróa hana verulega til aukinnar skil- virkni. Vegna þessa telja sérfræð- ingar að skerfur rafbíla í mark- aðinum árið 2020 verði ekki nema á bilinu 10-15%. Eins og á síðustu stóru al- þjóðlegu bílasýningunum austan hafs og vestan sýndu framleið- endur nýjar drifrásir fyrir raf- og tvinnbíla. Gerast þær fágaðri og skilvirkari með hverju árinu sem líður. Engu að síður vantar enn mikið á að þær keppi í verði við brunavélina. Því er fyrirséð, að um einhver ókomin ár verða raf- bílar mun dýrari. Þrátt fyrir minni rekstrarkostnað vegna hás elds- neytisverðs þykir allt benda til þess, að rafbílar verði enn um sinn undir í samkeppni við bens- ín- og dísilbíla vegna hins mikla verðmunar. Vegna efnahags- ástandsins í Evrópu nú og um ókomin misseri muni þrengja að kaupmætti neytenda sem láti fjárhag ráða bílkaupum. Ford B-max helsta stjarnan Utan lúxus- og rándýrra sport- bíla var Ford B-max bíllinn ein helsta stjarnan í Genf. Þetta er borgarbíll af minni gerðinni sem er einstakur að því leyti að í hon- um eru ekki dyrastafir. Fram- dyrnar opnast venjulega en aftari hurðin rennur aftur á bak. Fiat sýndi 500L, sem kemur á götuna í árslok. Velja má um tvær stærðir bensínvéla eða hverf- ilblásna dísilvél. Eins og fyrr segir frumsýndi Mercedes nýjan A-bíl sem er nýr frá grunni og er þetta í annað sinn frá 1997 sem þessi vinsæli bíll er stokkaður upp. Opel frumsýndi nýjan og samanrekinn fjölnotabíl, Mokka, en með hon- um sækir fyrirtækið á vaxandi markað í Evrópu sem Suzuki SX4 og Fiat Sedici hafa ráðið til þessa. agas@mbl.is Fjárhagur helsti mælikvarðinn á almenningsbíla á Genfarsýningunni Rafbílabólan er að tæmast Reuters Rafmagnsútgáfan af Ford Focus vakti athygli í Genf á dögunum. Eigi að síður eru teikn á lofti um að það sé að hægja á rafbílavæðingunni og þess í stað muni framleiðendur einbeita sér að smíði sparneytinna og nettra bensínbíla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.