Morgunblaðið - 29.03.2012, Page 27
29. mars 2012 finnur.is 27
Eric Clapton er ekki aðeins einn
besti gítarleikari sem uppi hefur
verið. Hann er einnig annálaður –
næstum því forfallinn – safnari
Ferrari-bíla. Og nú undir lok mars-
mánaðar bættist enn einn skar-
latsrauður eðalfákurinn úr smiðju
Ferrari í safn hans. Þar er ekki um
neinn venjulegan bíl að ræða,
heldur skraddarasniðinn og hand-
smíðaðan bíl að óskum Claptons.
600 millj. kr. bíll
Bíllinn á engan sinn líka að út-
búnaði og frágangi og tók smíði
hans tæplega tvö ár. Leikfangið
nýja var ekki ódýrt, kostaði sem
svarar 4,8 milljónum dollara, eða
rúmlega 600 milljónir króna.
Um er að ræða tveggja sæta bíl
sem nefndur er SPC-12 EPC.
Skammstöfunin stendur fyrir
„Special Project Car, Number 12,
Eric Patrick Clapton.“ Hann var
hannaður með skírskotun til Ferr-
ari 512BB bíls frá áttunda ára-
tugnum. Það var uppáhaldsbíll
Claptons en einn góðan veðurdag
klessti hann bíl þann.
Nýi gripurinn er þó knúinn V8-
vél í stað V12 sem var í 512BB þar
sem sú síðarnefnda var of stór
fyrir 458-bílgrunninn sem hinn
sérsmíðaði fákur Claptons er
byggður á.
agas@mbl.is
Clapton kaupir ofureintak af Ferrari
Morgunblaðið/
Bíllinn sem gítargoðið góðkunna kaupir er tveggja tóna Ferrarirauður að lit og hjólin eru í algjörri yfirstærð.
Rándýrt leikfang
Eric Clapton hefur verið dáður tón-
listarmaður en bíladellan á vitorði
fárra. Öllum er nauðsynlegt að
eiga áhugamál, þó alveg rándýr
séu.
Clapton hefur lengi haft brennandi bíladellu. Öllum er mikilvægt að eiga
sér áhugamál en fáir geta þó gert jafn vel við sig sem gítargoðið góð-
kunna sem hefur næg fjárráð og gefur keypt alveg fokdýra bíla.
SÉRFRÆÐINGAR Í RAFGEYMUM
Bíldshöfða 12 · 110 RVK · 577 1515 · www.skorri.is
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
mælum • skiptum um • traust og fagleg þjónusta • 30 ára reynsla
MEÐ
ALLIR ÚT AÐ HJÓLA
Stjórnendur General Motors í
Bandaríkjunum, stærsta bíla-
framleiðanda í heimi, ætla að
auka framleiðslu sína á næstu
árum með opnun verksmiðja í
láglaunalöndum. GM hyggst í
leiðinni loka verksmiðjum þar
sem hærri laun eru greidd, eins
og í Bochum í Þýskalandi og
Ellesmere Port í Bretlandi.
Löndin sem GM horfir til eru
Pólland, Rússland, Kína, Ind-
land, Brasilía og Mexíkó. Við-
bótarframleiðsla GM á næstu
árum verður að minnsta kosti
80% í þessum láglaunalöndum.
GM býst við því að flytja 300
þúsund bíla til Evrópu frá verk-
smiðjum í Mexíkó, Kóreu og
Kína árið 2016.
GM Motors seldi ríflega níu
milljónir bíla á síðasta ári og
jók sölu sína um 7,6% milli ára.
Samt á GM afar erfitt með að
ná fram hagnaði á sölu bíla í
Evrópu og hefur verið tap á
sölu bíla GM þar í mörg ár. Því
hyggst fyrirtækið snúa við með-
al annars með áðurnefndum
aðgerðum.
Vandræðabarnið Opel
Vandræði GM eru ekki upp-
talin í Evrópu því þar er vand-
ræðabarnið Opel. Áætlanir eru
uppi um að loka einhverjum
verksmiðjum Opel í Þýskalandi.
Það mun þó ekki gerast á allra
næstu misserum en forsvars-
menn GM ætla að leita allra
leiða til að bæta afkomu Opel.
finnurorri@gmail.com
Stjórnendur General Motors leita á ný mið
Breytingar standa fyrir dyrum hjá GM og Opel þar sem aukin hagkvæmni
í starfsemi þessa stærsta bílaframleiðanda heims er leiðarljós.
Framleiðslan fer til
láglaunalandanna
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is