Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 28

Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 28
28 finnur.is 29. mars 2012 Hjólbarðar? Það verður að vera almennilegt grip. - örugg bifreiðaskoðun Sími 570 9000 - Þjónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is Finnur Orri Thorlacius reynsluekur Mercedes Benz B-class Gerbreyttur eðalvagn Morgunblaðið/Sigurgeir S. Með Mercedes B class gjör- breytist útlit bílanna. Hann er afar rennilegur með flott nef og afgerandi línan á hliðum sem snarhækkar við afturhurðirnar gefur sterkt og fallegt svipmót. Stjórnborð er vel lukkað og vel fer um ökumann og farþega í framsæti. S ú breyting sem orðið hef- ur á B-class bíl Benz er ein sú mesta og besta sem orðið hefur á bíl á undanförnum árum. Bíllinn hefur breyst úr því að geta vart talist til- heyra hinu eðla merki Mercedes Benz í bíl sem í engu gefur eftir stærri og dýrari bílum fyrirtæk- isins. Mikil þörf var á því forverinn dró verulega niður ímyndina en nú styður B-class við hana. Mikið var reyndar undir hjá Benz að vel heppnaðist til við þennan bíl því grunnhönnun hans er einnig að finna í nýjum A-class bíl sem kynntur var í Genf um daginn og á einnig að vera í nýjum litlum fjölnotabíl (SUV), nýjum smáum coupe-bíl og nýjun cross- over-bíl. Mikið að gerast hjá Benz! Benz hefur aldrei áður kynnt bíl með eins marga breytta íhluti milli kynslóða og í þessum bíl. Glæsileg innrétting Mercedes Benz B-class hefur tekið gott stökk fram á við í útliti. Framleiðandinn hefur gert eins vel og hægt er að krefjast í flokki svona bíla sem kallaðir eru comp- act people carriers – sem í laus- legri þýðingu gæti þýtt fjölkyldu- vænn fjölnotabíll. Bíllinn er æði rennilegur með flott nef og afger- andi línan á hliðum hans sem snarhækkar við afturhurðirnar gefur honum sterkt svipmót. Það setur mikinn svip á bílinn að fram- an hve risastórt Benz-merkið er á grillinu. Enn betra tekur við að innan og engu líkara en að komið sé inn í rándýran og stóran Benz, hönn- unin er glæsileg og ríkuleg. At- hygli vekur strax umgerðin á loft- túðunum í mælaborðinu, stórir krómaðir málmhlunkar sem gefa mikinn eðalkarakter. Mælaborðið er einstaklega fallegt og frágang- ur, efnisval og vinnubrögð í inn- réttingunni allri Benz til fyr- irmyndar. Framsætin má stilla á alla vegu og meira að segja aft- ursætisbekkurinn er á brautum. Ökumaður situr nú næstum 9 cm neðar en í fyrri kynslóð og því fær ökumaður ekki lengur þá til- finningu að hann sé að aka rútu. Inn- og útstig er einkar þægilegt þar sem sætishæðin er hvorki þannig að sest sé niður í bílinn né upp í hann. Þetta er reyndar ein- kennandi fyrir alla bíla í þessum flokki. Aftursætin eru mjög góð og fótarými og höfuðrými yfrið. Erfitt er þó að skilgreina það nógu stórt fyrir þrjá fullorðna, til þess þarf stærri bíl. Skottrými er ágætt, eða 486 lítrar og stækkar í heila 1.545 l ef aftursætin eru lögð niður. Nýjar og eyðslugrannar vélar Vélarnar sem í boði eru í B- class eru allar nýjar, tvær dísil- vélar og tvær bensínvélar, allar fjögurra strokka. Askja býður alla valkostina. Bíllinn sem prófaður var var með minni díselvélinni og sjálfskiptur. B-class má einnig fá beinskiptan. Stærri dísilvélin er 135 hestafla með túrbínu og togar heila 300 Nm. Minni dísilvélin er 109 hestöfl en bensínvélarnar 122 og 156 hestöfl. Með þessari minni dísilvél er bíllinn engu að síður frískur og skortir sjaldan afl. Sjálfskiptingin er frábær og full ástæða til að mæla með henni við kaupendur. Bílablaðamönnum ber saman um að allar vélarnar séu vel heppnaðar, en þeir eru líka sammála því að mæla með dísil- vélunum. Þær toga mjög vel en eru í leiðinni mjög eyðslugrannar og eru reyndar báðar gefnar upp fyrir 4,4 l. í blönduðum akstri á beinskiptum bíl. Reynsla öku- manns eftir drjúgan akstur í borg- inni eingöngu var rétt 5,9 lítrar á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.