Morgunblaðið - 29.03.2012, Síða 31
29. mars 2012 finnur.is 31
Nú eru liðin tíu ár frá því að
Volkswagen kynnti fyrst eins lítra
hugmyndabílinn. Meginhug-
myndin á bak við þennan tveggja
sæta bíl er að hann komist 100 km
á einum bensínlítra. Þegar hann
var kynntur fyrst var hann mjög
mjór með kúlulaga þak og sætin
tvö voru í röð,
sem sagt furðu-
legur eins og
margir hug-
myndabílarnir.
En síðan þá hef-
ur hann breyst
og tekið á sig
ögn raunhæfari
mynd. Árið
2009 var hann
kynntur á ný og
hét þá L1 en ennþá var hann jafn
óhagkvæmur með tvö sæti í röð
og kúluþak sem var þó minna
áberandi en fyrri kúla.
Straumlínulagaður
með kúluþak
Á bílasýningu í olíuríkinu Katar á
sl. ári var eins lítra hugmyndabíll-
inn svo kynntur í þriðja sinn. Þar
hét hann XL1 og var ekki lengur
kúluþak á honum heldur höfðu
bæst við svokallaðar „gullwing“
hurðir, sem draga nafn sitt af því
hvernig dyrnar opnast, þ.e. hurð-
irnar eru eins og vængir máva.
Sætunum tveimur var einnig búið
að stilla upp hlið við hlið. Ástæðan
fyrir þessum breytingum er líklega
sú sama og með flesta hug-
myndabíla að þegar þeir nálgast
framleiðslu verða þeir venjulegri ef
svo má segja. Sést hefur til XL1 við
prófanir enda styttist í það að
hann fari í framleiðslu en VW segir
að það verði árið 2014, þeim frétt-
um skal þó tekið með fyrirvara þar
sem líklegt er að það frestist.
Ennþá er stefnt að því að bíllinn,
sem byrjað var að þróa í þá gömlu
góðu daga er bensínlítrinn kostaði
um 100 krónur, muni aðeins þurfa
eitt lítra af bensíni til að komast
100 km. Volkswagen hefur náð
ótrúlegum árangri í því að minnka
eyðslu bíla sinna og þá sérstaklega
þeirra sem ganga fyrir dísil. Sem
dæmi um það má nefna að bílar
frá Volkswagen Group sem allir
fást hjá Heklu á Íslandi röðuðu sér
í fyrstu þrjú sætin í Sparakst-
urskeppni FÍB og Atlantsolíu árið
2010. VW Polo vann keppnina,
Skoda Octavia og Audi A3 Sport-
back. Allir gengu bílarnir fyrir dísil.
Mjög hægur
XL1 er knúinn áfram af 0,8 lítra 2
strokka dísilvél með rafal sem skil-
ar 47 hestöflum og 120 Nm af togi.
Krafturinn er svo sendur í gegnum
sjö gíra skiptingu til afturhjólanna.
Til að hjálpa dísilvélinni er svo 27
hestafla rafmagnsmótor. Engar
upplýsingar hafa verið veittar
varðandi það hversu langt verði
hægt að keyra á rafmagninu einu
og sér.
Sterkasta hlið þessa bíls verður
sú hve lítið bensín hann mun
þurfa. En að komast á milli staða
gæti tekið smátíma þó að ekki
þurfi að stoppa oft á bens-
ínstöðvum. VW segir að áætlaður
hámarkshraði verði takmarkaður
við 120 km/klst, hægt er að lifa við
það en annað og verra er að það
mun taka bílinn 32 sekúndur að ná
80 km/klst hraða.
Í lægsta tollflokk
Marinó Björnsson hjá Heklu hf.,
sölustjóri Volkswagen á Íslandi,
kynnti sér nýja XL1 í Þýskalandi í
sl. viku. Ekki var gefið leyfi til þess
að prófa bílinn þar sem hann er
ennþá í þróun en forstjóri Volkswa-
gen ók bílnum nýlega og í þeirri
ferð eyddi bíllinn að 0,89 lítrum á
hundraðið. Að sögn Marinós
myndi VW XL1 falla í lægsta tolla-
flokk við komu til Íslands þar sem
hann eyðir svo litlu og myndi hafa
það fram yfir marga tvinnbíla að
hann notar dísil, en flestir tvinn-
bílar á markaðinum í dag nota
bensín. Volkswagen XL1 sem er að
breidd og lengd álíka stór og VW
Polo myndi best henta sem annar
eða jafnvel þriðji bíll á heimili þar
sem hann tekur einungis tvo í sæti
og ekki er mikið pláss fyrir far-
angur.
jonas@giraffi.net
VW stefnir með XL1 í fjöldaframleiðslu árið 2014
Volkswagen XL1 er einn eyðslugrennsti bíll sem sögur fara af. Munar um slíkt þegar eldsneytisverð rýkur upp.
Eyðir einum
lítra á hundraðið
Marinó
Björnsson.
Um þessar mundir heldur bandaríski bílrisinn General Motors (GM)
upp á það, að fyrirtækið hefur framleitt 100 milljónir V8-véla frá því
þær sáu fyrst dagsins ljós í kádiljákum fyrirtækisins.
Fyrsta vélin rann úr smiðjum GM í Detroit árið 1955 og var svar fyr-
irtækisins í harðri keppni bandarískra bílaframleiðenda um að smíða
sem kraftmesta fólksbíla.
Frá þeim tíma hefur vél þessarar gerðar prýtt margan eðalbílinn en
sá fyrsti til að fá hana var íkonið Chevrolet Bel Air. V8-vélar hafa verið
brúkaðar með góðum árangri í akstursíþróttum ýmiss konar. Hafa
þær knúið ógrynni keppnisbíla til sigurs í kappakstri hvers konar. Svo
sem sólarhringskappakstrinum fræga í Le Mans í Frakklandi. Þann
fyrsta vann Corvetta árið 1960 í sínum flokki og sá sjöundi og síðasti
vannst í fyrra.
agas@mbl.is
100 milljónir V8-véla
FÉLAG
ÍSLENSKRA
BIFREIÐAEIGENDA
80 ára
1932-2012
Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Borgartún 33, 105 Reykjavík, s.414 9999, fib@fib.is, fib.is
Afslættir
LögfræðiráðgjöfTækniráðgjöf
FÍB Aðstoð
Félagsmenn geta leitað til tækniráð-
gjafa varðandi bifreiðatæknileg atriði,
svo sem um viðgerðarkostnað, gæði
viðgerða og varahluta, galla í nýjum
bifreiðum o.fl.
Lögfræðiráðgjafi FÍB er sérfróður um
algengustu vandamál varðandi galla
eða svik í bifreiðaviðskiptum, ófull-
nægjandi viðgerðir og sakarskiptingu
við tjónauppgjör.
Opin allan sólarhringinn.
- Start aðstoð
- Dekkjaskipti
- Eldsneyti
- Dráttarbíll
Þétt afsláttarnet innanlands sem og
erlendis. 150.000 staðir í Evrópu,
Bandaríkjunum og víðar.
Viltu gerast FÍB félagi?
Allt þetta innfalið og meira til!
414 9999 - fib.is
Sími: 577 1313 | Tangarhöfða 13 | kistufell.com
VARAHLUTAVERSLUN
VÉLAVERKSTÆÐIÐ
Grip – seigla – liðleiki – öryggi
Verðdæmi:
VW Golf ‘02
Spindilkúla
2,870 kr.
STÝRISHLUTIR
Öryggi og velferð er það sem hvetur okkur áfram.
Þess vegna eru varahlutirnir okkar aðeins framleiddir
undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði.
FAI stýrishlutir hafa verið leiðandi
í yfir 10 ár og í nýja vörulistanum
okkar eru meira en 4.000 hlutir
fyrir flesta nýlega bíla.
Gæði sem standast erfiðustu
aðstæður.