Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 1
 Íslenska fyrir- tækið LS Retail fær 98% af tekjum sínum frá útlöndum og skapar fyrir- tækið útflutn- ingstekjur á við heilan togara. Fyrirtækið stendur að baki há- þróuðum afgreiðsluhugbúnaði fyrir verslanir og byrjaði á því að vinna sér sterka stöðu hér á landi en er nú í samstarfi við yfir 120 aðila í 60 löndum. Afgreiðslukerfishugbúnaðinn má nota hvarvetna þar sem vörustýr- ing, verðlagning, sala og greiðsla fer fram og fæst á yfir 30 tungu- málum. Vara LS Retail er viðurkennd af Microsoft og það gefur henni gæða- stimpil. Árið 2009 keypti Microsoft af LS Retail hugbúnaðarkerfi sem þeir byggja framleiðslu sína á og vegna þessa samstarfs hefur LS Retail átt auðveldara með að koma inn á markaði sem Microsoft er þegar komið inn á. LS Retail er með tvö ný hug- búnaðarkerfi í smíðum og á annað þeirra að koma á markað fyrir lok ársins en það er nýtt kerfi fyrir fyrirtæki í veitingahúsarekstri. » Viðskipti Hugbúnaðarfyrir- tæki í mikilli sókn F I M M T U D A G U R 5. A P R Í L 2 0 1 2  Stofnað 1913  81. tölublað  100. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG HREIN ÍSLENSK NÁTTÚRU- AFURÐ HEILDSÖLU- MARKAÐUR FYRIR RAFORKU GEGGJAÐ ÆVINTÝRI MÚNKHÁSENS VIÐSKIPTABLAÐ GAFLARALEIKHÚSIÐ 41MYSUKLAKI 10 Lundi sem fannst í maga þorsks við Noreg á síðasta ári er fyrsta skráða tilvikið af því tagi. Ís- lenskir vísindamenn sem rætt var við í gær höfðu ekki heyrt af slíku hér við land. Frétt í aprílhefti breska fugla- tímaritsins British Birds, um lundann í þorskmaganum, hefur vakið athygli ís- lenskra fuglaáhuga- manna. Þorskurinn var veiddur norður af eyj- unni Loppa í Finn- mörku, nyrst í Nor- egi, í maí á síðasta ári. Hann var tæp 12 kg að þyngd og þegar gert var að fisk- inum kom í ljós að lundi var í maga hans. Mikið af síld var í maga annarra þorska úr veiðiferðinni og veiði- mennirnir höfðu mikið orðið varir við lunda á slóðinni. Áður hefur verið stað- fest að ýmsir aðrir fugl- ar hafi fundist í þorski. Íslenskir vísindamenn sem rætt var við í gær töldu líklegt að hér væri um einstakt tilvik að ræða. Þó þetta ykist eitthvað myndi það ekki skipta neinu máli fyrir viðgang lundastofnsins. Lundinn í maga þorsks við Noreg var óvæntur og einstæður fundur Hart var barist í hinni árlegu sprettgöngu Kraftsports sem markar upphaf skíðaviku á Ísafirði. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarð- ar og fyrrum landsliðsmaður í skíðagöngu, stóð uppi sem sigurvegari en hann sést hér etja kappi við mótshaldarann, Kristbjörn Sigur- jónsson. Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður er einnig haldinn í bænum og því ljóst að fjörið verður mikið. »16 Bæjarstjórinn hefur engu gleymt Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson  Frá 2009 hafa vörur og þjónusta hækkað verulega í verði en tekjur íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimil- um hafa á hinn bóginn staðið í stað. Þær tekjur sem fólk heldur eftir þegar það hefur greitt dvalargjald er 65.005 krónur, þær sömu og í ársbyrjun 2009. Vasapeningar sem þeir fá sem hafa litlar eða engar tekjur hafa á hinn bóginn aukist. „Það er ekkert vit í þessu,“ segir Kristín H. Tryggvadóttir, ellilífeyr- isþegi. »2 Tekjur standa í stað en annað hækkar Íslensk söngkona, Anna Hansen, fer með aðalhlutverkið í danska söng- leiknum „Showtime“ sem frum- sýndur verður 12. apríl í danska Musicalteatret. Anna rakst á auglýs- ingu um áheyrnarprufu á Facebook og gerði sér lítið fyrir og hreppti hnossið, en 150 umsækjendur voru um hlutverkið. Anna hefur lært söng bæði hér heima og úti í Danmörku og leggur nú stund á kennaranám í Complete Vocal Institute. Hún segir handritinu í söngleiknum hafa verið breytt lítillega eftir að hún landaði hlutverkinu og persóna hennar gerð íslensk. Annað spennandi verkefni bíður Önnu, en hún mun fara í upptökur í stúdíói í lok apríl til að syngja fyrir Ellen Watts, en sú hef- ur samið tónlist í tuttugu ár. Ellen vatt sér upp að Önnu þar sem hún var sönglandi á Strikinu og spurði hvort hún gæti sungið fyrir sig. Hún gekkst við því og upptaka verður send til London þar sem Ell- en hefur sambönd. »12 Skaut 150 umsækjendum ref fyrir rass í Danmörku Anna Hansen Helgi Bjarnason Ómar Friðriksson Álögur á lífeyrissjóðina vegna eftir- litsgjalda, meðal annars til Fjár- málaeftirlitsins, hafa aukist mjög síðustu ár. „Við finnum fyrir þessu,“ segir Arnar Sigurmundsson, for- maður Landssamtaka lífeyrissjóða, og bendir á að stóraukin umsvif Fjármálaeftirlitsins séu að mestu leyti tilkomin vegna bankahrunsins en kostnað af því beri allir eftirlits- skyldir aðilar, ekki aðeins bankarnir. Lífeyrissjóð- irnir greiddu tæpar 200 millj- ónir í eftirlits- gjald til FME á síðasta ári í stað 133 milljóna árið 2007, að því er fram kemur í nýju svari fjár- málaráðherra við fyrirspurn Péturs H. Blöndal alþingismanns. Eftirlits- gjald til umboðsmanns skuldara margfaldaðist, var 13 milljónir á árinu 2010 og tæpar 45 milljónir í fyrra. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að þetta gjald geti orðið 60 milljónir á yfirstandandi ári. Arnar bendir á að umsvif þessara tveggja stofnana hafi aukist mjög en vonast sé til að það verði ekki til frambúðar. Gjöldin eigi því að minnka aftur. Lífeyrissjóðirnir munu á þessu ári hefja greiðslu gjalda til starfsendur- hæfingarsjóðs. Gert er ráð fyrir að þær verði rúmar 800 milljónir. Arnar segir litið á starfsendurhæfinguna sem forvörn og að útgjöldin skili sér til baka í framtíðinni í minni örorku- lífeyrisgreiðslum. Mestu álögurnar á lífeyrissjóðina eru þó vegna sérstaks eignarskatts til vaxtaniðurgreiðslu. Hún mun að óbreyttu leiða til skerðingar á lífeyri en lífeyrissjóðirnir sömdu um niður- fellingu hans og endurgreiðslu gegn þátttöku í gjaldeyrisútboðum Seðla- bankans. MStigvaxandi »4 Álögur hafa aukist stórlega  Lífeyrissjóðir taka þátt í auknu eftirliti vegna hruns bankanna  Gjald vegna starfsemi Umboðsmanns skuldara margfaldast  „Við finnum fyrir þessu“ Arnar Sigurmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.