Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 18
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Páskailmur er í lofti. Ekki bara eggjalykt í Bónus og Nettó, heldur þessi sérstaka angan sem verður til þegar hlýnar í veðri, grasið grænkar og þó ekki, snjórinn er og þó ekki nema til fjalla, þar sem hann á að vera. Það heyrist þytur þegar bíll með skíði á toppnum ekur hjá, en samt er söngur lóunnar ekki langt undan. Dásamleg tíð.    Akureyrarborg er full af gest- um nú sem oft áður um páska. Er ekki annars fallegra að tala um gesti en utanbæjarmenn?    Leikfélag Akureyrar hefur ráðið Ragnheiði Skúladóttur sem listræn- an ráðunaut til félagsins fyrir næsta leikár. Hún hefur störf stax.    Ragnheiður er framkvæmda- stjóri og einn af stofnendum Lókal- alþjóðlegrar leiklistarhátíðar í Reykjavík. Hún er nýhætt sem deildarforseti leiklistar- og dans- deildar Listaháskóla Íslands en því starfi hafði hún gegnt frá stofnun deildarinnar.    Sæunn Þorsteinsdóttir, einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Norður- lands í Hofi í dag, ætti að vita hvað klukkan slær. Langafi hennar var úrsmiður og afi Sæunnar, afabróðir og móðurbróðir lærðu allir fagið.    Bjarni frá Gröf, langafi Sæunnar, var kunnur maður á Akureyri og þótti bráðskemmtilegur. Hann var þekktur fyrir að varpa fram smelln- um vísum í dagsins önn. Þessa kall- aði hann Rifrildi: Hjónin rifust ósköp ótt, aldrei höfðu stundar frið. Við dyrnar hékk þó dag og nótt: Drottinn blessi heimilið.    Bjarni samdi líka þessa vísu, Hamingju, sem hver og einn ætti að lesa reglulega og hafa boðskapinn í huga: Sanna gleði eignast enginn, auðs þótt fínan leiki trúð. Hamingjan er heimafengin, hún var aldrei keypt í búð.    Sæunn, sem býr og starfar í New York, leikur magnaðan konsert Edward Elgars í dag, og SN leikur einnig, ásamt Ungsveit Sinfóníu- hljómveitar Íslands, 5. sinfóníu Sjos- takovitsj. Svo sannarlega óhætt að hlakka til!    Fullyrða má að menningin blómstri á Akureyri páskadagana og eins gott að halda vel á spöðunum ef njóta á alls þess sem hugurinn girn- ist, bæði í músík, myndlist og leik- list.    Nokkrir gullmolar verða til sýnis á Græna hattinum á næstunni. Svan- fríður hélt 40 ára afmælistónleika á staðnum í gærkvöldi og í kvöld skemmtir kvartettinn ADHD, en hann skipa kempurnar Davíð Þór Jónsson, Óskar og Ómar Guðjóns- synir og Magnús Elíasson Tryggva- son.    Á morgun, föstudaginn langa, fara heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna, Megas, og Senuþjófar hans yfir feril meist- arans og á laugardagskvöldið heldur Baggalútur tvenna tónleika.    Tónleikahrinunni á Græna hattinum lýkur svo að kvöldi páska- dags þegar Hjálmar koma fram.    Óskar Pétursson heldur tónleika ásamt gestum í Hofi á laugardags- kvöldið. Meðal þeirra sem koma fram með Óskari eru Valgeir Guð- jónsson, Jóhann Vilhjálmsson (Vil- hjálmssonar), Álftagerðisbræður Óskars og Sönghópurinn Fífa. Hljómsveitarstjóri er Gunnar Þórð- arson.    Petrea Óskarsdóttir þverflautu- leikari og Þórarinn Stefánsson pí- anóleikari koma fram á föstudags- freistingum í hádeginu á morgun í Ketilhúsinu. Þau flytja verk eftir Bach, Mozart og Fukushima.    Kór Akureyrarkirkju, undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, verð- ur með miðnæturtónleika í kirkjunni að kvöldi föstudagsins langa. Þeir hefjast kl. 23.    Stebbi og Eyfi, Stefán Hilm- arsson og Eyjólfur Kristjánsson, verða með tónleika á Hótel KEA í kvöld og aftur á laugardagskvöldið.    Fjölskylduferð á Skódanum, tónleikar til heiðurs Ingimari heitn- um Eydal, slógu í gegn í fyrra og leikurinn verður endurtekinn einu sinni um páskana, í Hofi að kvöldi föstudagsins langa.    Svo verða böll úti um allan bæ: Sálin hans Jóns míns leikur í Sjall- anum á föstudagskvöld, Dyn- heimaball – sem flestir þroskaðir Akureyringar kannast orðið við – verður í Sjallanum á laugardags- kvöld (þar er 30 ára aldurstakmark!) og Páll Óskar heldur uppi stuðinu þar á sunnudagskvöldi. Þá er að geta þess að Stjórnin leikur á skemmti- staðnum 600 frá því um miðnætti að kvöldi föstudagsins langa.    Rut Ingólfsdóttir opnar myndlist- arsýningu í Mjólkurbúðinni í Lista- gilinu í dag kl. 14. Sýninguna kallar hún Gúbbar; það eru gifsskúlpturar.    Tvær aukasýningar verða svo á Sögu þjóðar, þar sem Hundur í óskilum fer á kostum og á hundavaði yfir Íslandssöguna. Sýnt er í Sam- komuhúsinu föstudags- og sunnu- dagskvöld. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikur listir sínar í dag Sellóleikarinn Sæunn Þorsteinsdóttir er mætt með sellóið á slóðir forfeðranna. Vart þverfótað fyrir snilldinni Leiklist Ragnheiður Skúladóttir, nýr listrænn stjórnandi hjá LA. Gúbbar Eitt verk á sýningu Rutar Ingólfsdóttur í Mjólkurbúðinni. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2012 112 Grafarvogi - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is Kojur íbjarga málunum Margar stærðir og gerðir af kojum og rúmum, litlum og stórum, breiðum og mjóum fyrir barnaherbergið og sumarbústaðinn! Sérverslun með kojur og fylgihluti Vefverslun husgogn.is erum á Facebook Dómari við undirrétt í Bretlandi gagnrýnir harðlega málatilbúnað bresku efnahagsbrotadeildarinnar (SFO) í tengslum við húsleitir hjá Tchenguiz-bræðrum en þær voru lið- ur í rannsókn SFO á viðskiptum tengdum Kaupþingi. Bræðurnir voru báðir stórtækir lántakendur við bank- ann en Robert Tchenguiz var jafn- framt stjórnarmaður í Exista og stærsti einstaki skuldarinn í íslenska bankakerfinu við hrun. Embætti sérstaks saksóknara hér á landi hóf á síðasta ári samstarf við SFO við rannsókn á bankahruninu. Í tengslum við rannsóknina voru fram- kvæmdar húsleitir hjá fyrirtækjum og einstaklingum í Englandi í mars á síðasta ári. Fram hefur komið að sér- stakur saksóknari hefur sent gögn um bræðurna til SFO. Í Financial Times í gær var greint frá því að breska efnahagsbrotadeild- in hafi beðið um sex vikna framlengd- an frest til að skila af sér þeim gögn- um sem lágu til grundvallar bæði rannsókninni og húsleitinni. Dómari gaf frest til loka mánaðarins en lét þau orð falla að rökstuðningur lög- reglunnar væri „afar ófullnægjandi.“ Í dómsskjölum kemur fram að verjendur efnahagsdeildarinnar telja yfirliti yfir málið vera mjög ábótavant og að „skort hafi skýr rök fyrir að- gerðum í tengslum við rannsóknina“. Skjölin eru hluti rökstuðnings sem Vincent Tchenguiz krafðist vegna rannsóknar á tengslum hans við Kaupþing. Í febrúar síðastliðnum gaf efnahagsdeild bresku lögreglunnar út formlega afsökunarbeiðni vegna hús- leitanna þar sem fram kom að hún hefði rangtúlkað upplýsingar þegar sótt var um húsleitarheimildir. Vincent Tchenguiz hefur kvartað yfir lélegum rökstuðningi lögreglu. „Þegar ég var í skóla notaði ég oft þá afsökun að hundurinn hefði étið heimavinnuna mína. Það er viðunandi hjá skóladreng en heldur veikburða röksemdafærsla hjá ríkisskipuðum eftirlitsmönnum.“ Tchenguiz-bræð- ur beittir misrétti  Efnahagsbrotadeildin gagnrýnd Vincent Tchenguiz Robert Tchenguiz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.