Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 22
„Við gerum okkur grein fyrir því að starfsfólk Samherja hefur áhyggjur af þessu máli. Um það er bara eitt að segja: Starfsfólk Samherja hefur ekki brotið neitt af sér. Við erum heiðarlegt fólk sem rekum traust og gott fyrirtæki sem hefur verið byggt upp af okkur öllum. Samherji mun verja félagið og sitt fólk af fullri hörku,“ segir í bréfi sem stjórnendur Samherja hf. sendu starfsfólki í gær. Lögmenn Samherja ítrekuðu í gær kröfu um að gjaldeyriseftirlit Seðla- banka Íslands upplýsti þegar í stað hvað það er sem Samherji og tengd félög eru talin hafa gert af sér þannig að taka megi tillit til þess við rekstur félaganna og forða því að sölustarf- semi leggist af. Einnig var lögð fram krafa hjá héraðsdómi um afhendingu þeirra gagna sem Seðlabankinn framvísaði við dómara vegna húsleit- arúrskurðarins. Lögmenn Samherja segja það rangt sem fram hefur komið hjá Seðlabanka Íslands að stjórnendum Samherja hafi verið kynntar ástæður húsleitar og haldlagningar gagna hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingum segir að það eitt hafi komið fram við húsleit- ina að grunur væri um brot gegn lög- um um gjaldeyrismál en ekki til- greint í hverju meint brot fælust eða þeim lýst á nokkurn hátt. Lögmenn Samherja hafi ítrekað leitað eftir því á vettvangi að upplýst yrði um með hvaða háttsemi talið væri að Sam- herji hefði brotið gegn lögunum. Þá hafi lögmenn afhent Seðlabankanum formlega kröfu um afhendingu gagna sem voru grundvöllur þess að Seðla- bankinn fékk húsleitarheimild. Fram kemur í kröfu lögmanna til Seðlabankans að öll viðskipti sam- steypu Samherja séu í uppnámi á meðan ekki sé vitað hvað talið er að rangt hafi verið gert. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilji ekki og ætli ekki að taka áhættu af því að brjóta lög. Í fyrradag var tilkynnt að dótturfélag Samherja í Þýskalandi hefði ákveðið að hætta öllum viðskiptum við ís- lenska aðila þar til Seðlabankinn hefði upplýst málið. Þá var sagt upp samningum um afhendingu hráefnis til fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Erfið vika „Síðasta vika hefur verið okkur öll- um erfið. Við höfum mátt horfa upp á harkalegar aðgerðir og ásakanir á hendur fyrirtækinu. Þetta hefur reynt á, krafist mikillar orku og skap- að óvissu,“ segir í bréfi stjórnenda. „Samherji hefur ítrekað lýst vilja sín- um til að vinna með Seðlabankanum í þessu máli. En til að það geti orðið verður fyrirtækið að skilja og vita að hvaða hlutum grunsemdir Seðla- bankans beinast. Húsleitin sjálf var kærð til Hæstaréttar sem ekki féllst á kæruna þar eð aðgerðum var þegar lokið. Sú niðurstaða segir hins vegar ekkert um málstað okkar. Það mun reyna frekar á lögmæti húsleitanna.“ Í lok bréfsins segir: „Við skulum halda áfram að standa okkur og sýna enn einu sinni úr hverju Samherji er gerður. Það er besta svarið nú.“ Krefjast upplýsinga um meint brot Samherja  Stjórnendur segja starfsfólk ekkert hafa brotið af sér Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rannsókn Frá húsleit í höfuð- stöðvum Samherja á Akureyri. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2012 Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, hefur gefið Mæðrastyrksnefnd yfir 200 páska- egg og Sinalco nú fyrir páskana. „Það er skelfilegt að vita til þess hvað mörg börn geta ekki fengið páskaegg um páskana vegna fá- tæktar,“ sagði Helgi þegar hann færði Ragnhildi G. Guðmunds- dóttur, formanni nefndarinnar, eggin á þriðjudaginn. Gaf 200 páskaegg Árleg páskaeggjaleit fer fram á þremur stöðum í Reykjavík laugar- daginn fyrir páska hinn 7. apríl kl. 13:00 í Elliðaárdalnum við gömlu Rafstöðina, við grásleppuskúrana á Ægisíðu og við Þvottalaugarnar í Laugardalnum. Þetta er í þrettánda skipti sem sjálfstæðisfélögin í hverfum borg- arinnar standa fyrir þessum páska- leik, þar sem börnin leita að fag- urlega skreyttum hænueggjum og fá súkkulaðiegg að launum. Jafn- framt verður keppt í húlahopp- keppni og verðlaun veitt í nokkrum aldursflokkum. Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson mun ræsa páskeggja- leitina í Elliðaárdalnum og taka lagið með krökkunum, borgar- fulltrúinn Kjartan Magnússon við grásleppuskúrana við Ægisíðu og alþingismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson í Laugardalnum. Allir velkomnir. Gott er að taka með körfur eða poka undir eggin, segir í frétta- tilkynningu. Spennandi Eftirvænting ríkir þegar börn- in leita að földum eggjum úti í móa. Páskaeggja leitað á þremur stöðum Þriðjudaginn 10. apríl eru síðustu forvöð að leggja inn umsókn um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Þeir sem eru fæddir 1995 eða fyrr og hafa lögheimili í Reykjavík geta sótt um störfin. Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytt sumarstörf hjá flestum sviðum borgarinnar. Upplýsingar um þau störf sem í boði eru er að finna á heimasíðu borgarinnar, www.reykjavik.is/sumarstorf, og einungis er hægt að sækja um á netinu. Ef umsækjendur hafa ekki aðgang að netinu geta þeir komið í Hitt Húsið og fengið afnot af tölv- um. Vinnuskóli Reykjavíkur sér um sumarstörf unglinga á aldrinum 13- 16 ára og má finna nánari upplýs- ingar á www.vinnuskoli.is. Lokadagur nálgast HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á SUMARDEKKIN! VIÐ ERUM Í SUMARSKAPI OG TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR Í DEKKJASKIPTIN STRAX EFTIR PÁSKA. VIÐ MINNUM Á AÐ TÍMI NAGLADEKKJA ER AÐEINS TIL 15. APRÍL. DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI Páskarúllan fæst í búðinni þinni Íslensk gæða framleiðsla Allt til hreinlætis www.papco.is Landsvirkjun hefur eignast 30,32% hlut í Sjávarorku ehf. í gegnum hlutfjáraukningu, sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins í mars sl. Landsvirkjun skráði sig fyrir hlutafjáraukningu að nafnverði kr. 3.350.000 á genginu 6 og greiddi fyr- ir hlutinn 20.100.000 kr. Stærstu eigendur fyrir utan Landsvirkjun eru Rarik Orkuþróun ehf. með rúm- lega þriðjungshlut og Skipavík ehf., Stykkishólmi, með um 20% hlut. Í fréttatilkynningu segir að eitt af markmiðum Landsvirkjunar sé að vera í fararbroddi í nýtingu end- urnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Landsvirkjun hefur styrkt verkefni til rannsókna á nýtingu sjávarorku í gegnum Orkurannsóknasjóð Lands- virkjunar. Með því að gerast hlut- hafi í Sjávarorku fær Landsvirkjun tækifæri til að gerast beinn þátttak- andi að verkefni þar sem búið er að vinna töluverða undirbúningsvinnu. Sjávarorka ehf. var stofnað í Stykkishólmi í apríl 2001 og er til- gangur félagsins að rannsaka mögu- leika á virkjun sjávarfallastrauma í Breiðafirði og að hafa forystu um virkjun. Í apríl 2005 var hafist handa við straumamælingar. Mæl- ingarnar og úrvinnsla gagna er unn- in í samstarfi við verkfræðistofuna Vista ehf. og verkfræðistofuna Verkís. Mælingum í fyrsta áfanga lauk haustið 2007 og hefur jafnframt verið gefin út áfangaskýrsla um orkugetu sjávarfalla í Hvammsfirði vorið 2008. Rannsóknarleyfi var gef- ið út af Orkustofnun 15. janúar 2010 og gildir til 31. desember 2016. Kaupir hlut í Sjávarorku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.