Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 16
SVIÐLJÓS
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Rokkhátíð alþýðunnar – Aldrei fór ég
suður verður haldin á Ísafirði um
páskahelgina í níunda skipti. Á hátíð-
inni er lögð áhersla á fjölbreytt tón-
listaratriði þar sem allir geta fundið
eitthvað við sitt hæfi.
„Við erum ákveðinn hópur hér á
Ísafirði sem hefur staðið fyrir hátíð-
inni frá upphafi. Það er í raun ótrú-
legt að sami kjarni hafi haldið út í all-
an þennan tíma. Sumir spila golf í
frítíma sínum en við höldum rokk-
hátíð,“ segir Jón Þór Birgisson, rokk-
stjóri og einn af forsvarsmönnum há-
tíðarinnar.
Þótt nafn hátíðarinnar gefi til
kynna að um rokkhátíð sé að ræða
segir Jón Þór að frá upphafi hafi ver-
ið stefnt að því að bjóða upp á fjöl-
breytt tónlistaratriði.
„Fólk á öllum aldri sækir hátíðina.
Dagskráin er þannig uppbyggð að all-
ar hljómsveitir fá 20 mínútur á svið-
inu hvort sem um er að ræða Klisju
frá Ísafirði eða Mugison.“
Jón Þór bætir við að heimaböndin
fái ávallt sinn sess í bland við þekkt-
ari tónlistarmenn. Meðal þeirra 30
hljómsveita sem fram koma á hátíð-
inni nú eru Ham, Retro Stefson, Jón
Jónsson, Reykjavík og Pollapönk svo
einhverjir séu nefndir. Þess má geta
að allir tónlistarmenn gefa vinnu sína.
Hefur vakið athygli erlendis
Undanfarin ár hefur alltaf komið
ákveðinn fjöldi erlendra gesta á há-
tíðina, þar á meðal blaðamenn.
„Eitt af okkar markmiðum hefur
verið að vekja athygli á íslenskri tón-
list erlendis og því höfum við í sam-
starfi við útflutningsskrifstofu ís-
lenskrar tónlistar reynt að laða að
erlenda blaðamenn,“ segir Jón Þór.
Hátíðin hefur m.a. vakið athygli
þýska blaðsins Der Spiegel. Í grein
sem birtist þar í vikunni lýsir blaða-
maðurinn Alva Gehrmann hrifningu
sinni fjálglega og segir hátíðina eina
sérstæðustu tónlistarhátíð í Evrópu.
Hún heldur áfram og segir fjöl-
skylduandrúmsloft einkenna hátíðina
og stórbrotna náttúruna undirstrika
upplifunina. Alva greinir frá
skemmtilegum kynnum sínum af
heimamanninum Skúla Þórðarsyni,
oft nefndur Skúli mennski eða Skúli
„der Mensch“ á þýsku. Henni þótti
nafnið frekar sérstakt og spurðist
nánar fyrir um ástæður nafngift-
arinnar og ekki stóð á svörum hjá
heimamönnum. Skýringin var einkar
skondin enda átti Skúli sér nafna í
bænum sem var hundur og til að
skilja á milli þeirra var Skúli Þórðar-
son oft kallaður Skúli mennski.
Tugir sjálfboðaliða
Það gefur augaleið að gífurleg
vinna fylgir því að halda jafnstóra há-
tíð og Aldrei fór ég suður. „Fjöldi
sjálfboðaliða sem koma að hátíðinni
með einum eða öðrum hætti hleypur
á tugum. Sjálfboðaliðar koma bæði
frá Ísafirði og einnig koma margir
gagngert frá höfuðborgarsvæðinu til
að aðstoða okkur,“ segir Jón Þór
Birgisson.
Fleiri hafa bókað flug vestur nú
fyrir páskana en undanfarin ár að
sögn Jóns Þórs en erfitt er að segja til
um fjölda gesta þar sem ekki er selt
inn á hátíðina.
Gist í nágrannasveitarfélögum
Spurður hvernig gangi að taka á
móti svona mörgum gestum segir Jón
Þór að það takist ágætlega með að-
stoð nágrannasveitarfélaga.
Dæmi eru um að hótel og gisti-
heimili í nágrannasveitarfélögunum
bjóði upp á ferðir til og frá Ísafirði
meðan á hátíðinni stendur. Jón Þór
tekur þó fram að erfitt sé að taka á
móti miklu fleiri gestum en undan-
farin ár.
Fyrir utan sjálfa tónleikana er ým-
islegt í boði á Ísafirði um helgina.
Upphitun fyrir hátíðina
hefst í kvöld, í Ísafjarð-
arbíói verður boðið
upp á tónlist og uppi-
stand þar sem Hug-
leikur Dagsson mun
meðal annars koma
fram auk þess sem Dr.
Gunni heldur fyrirlestur
um sögu rokksins í Edin-
borgarhúsinu.
Rokkhátíð í stað golfmóts
Ísfirðingar standa fyrir fjölbreyttri tónlistarveislu með rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður níunda
árið í röð nú um páskana Þrjátíu hljómsveitir koma fram á hátíðinni Allir gefa vinnu sína
Fjölbreytni Áhersla er lögð á fjölbreytt tónlistaratriði á Aldrei fór ég suður.
Að ofan sést hljómsveitin Nýdönsk á hátíðinni í fyrra.
Skemmtikraftur Páll Óskar Hjálmtýsson í mannhafinu á Ísafirði á síðasta ári. Hann mun skemmta aftur á Aldrei fór ég suður þetta árið.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2012
S HELGASON
steinsmíði síðan 1953
SKEMMUVEGI 48 ▪ 200 KÓPAVOGUR ▪ SÍMI: 557 6677 ▪ WWW.SHELGASON.IS
SAGAN SEGIR SITT
Á meðal gesta á Aldrei fór ég
suður verður hópur erlendra
prjónaáhugamanna. Hópurinn
kemur á vegum Knitting Iceland
sem áður hefur skipulagt ferðir
prjónaáhugamanna hingað til
lands.
Knitting Iceland reynir að
tengja ferðirnar tónlist og hefur
m.a. tengt komur prjónaáhuga-
manna við Menningarnótt.
Ferðalangarnir, sem eru
m.a. frá Bandaríkj-
unum, Kanada og
Bretlandi, hyggj-
ast njóta góðrar
tónlistar á Ísa-
firði, prjóna og
heimsækja fjár-
hús í Dýrafirði.
Óvenjulegir
gestir
ÁHUGI Í ÚTLÖNDUM
Allir Passíusálmarnir verða lesnir
upp í Seltjarnarneskirkju á föstu-
daginn langa 6. apríl, nú eins og und-
anfarin ár. Um 20 Seltirningar og
nágrannar þeirra á öllum aldri ann-
ast lesturinn, lesa 1-3 sálma hver, að
því er segir í tilkynningu.
Monika Abendroth hörpuleikari
og Friðrik Vignir Stefánsson organ-
isti leika á milli sálma. Flutningur-
inn hefst kl. 13 og tekur um fimm
klukkustundir. Allir eru velkomnir
að hlusta, lengur eða skemur.
Passíusálm-
ar í Seltjarn-
arneskirkju
Morgunblaðið/Sigurjón Sigurðsson
Lopapeysur verða
nauðsynlegar á
Aldrei fór ég suður.