Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2012
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Grænar og vænar Þær Elín Agla og Sigga kunna vel við sig úti í guðsgrænni náttúrunni, hér í Hljómskálagarðinum.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við ætlum að gefa megin-landsbúum að smakka villt,ferskt og framandi bragðaf norðrinu í haust þegar
við förum fyrir Íslands hönd í Evr-
ópukeppni í vistvænni nýsköpun mat-
væla sem heitir Écotrophélia,“ segir
Elín Agla Briem en hún og Sigríður
Anna Ásgeirsdóttir sigruðu hér
heima með Mysuklakanum Íslandus í
samkeppni um þróun á vistvænni
matvöru. „Þetta verkefni var valfag í
meistaranáminu okkar í umhverfis-
og auðlindafræðum. Þetta var sam-
vinnuverkefni milli Matís, Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands og fimm há-
skóla og gekk út á að fá fólk úr
mörgum greinum til að vinna saman
við að þróa vistvæna matvöru. Þetta
er búið að vera mjög skemmtilegt, við
Sigga höfðum hvorugar neina reynslu
af matvælaþróun og við höfum því
lært um marga mismunandi þætti
hennar, markaðsfræði, hönnun og
fleira,“ segir Elín Agla.
„Mikill tími fór í hugmyndavinnu
en við ákváðum samt snemma á ferl-
inu að nota mysu í okkar vöru, af því
henni er hent þegar hún skilst frá við
skyr- og ostagerð. Við vildum bæta
nýtinguna á þessari hollu afurð.
Markmið okkar var að draga úr nei-
kvæðum umhverfisáhrifum við mat-
argerð og þess vegna er allt hráefni í
Mysuklakanum innlent, það þarf ekki
að fljúga með það hingað í mengandi
flugvél eða sigla með skipi. Mysuklaki
er hundrað prósent náttúrulegur og
lífrænn, í honum er lífræn mysa frá
Villt og ferskt
bragð af norðrinu
Hundrað prósent náttúrulegur og lífrænn mysuklaki vann samkeppni um þróun
á vistvænni matvöru. Hann er dökkfjólublár, bragðgóður og stútfullur af hollustu
úr íslenskri náttúru, gerður úr mysu, berjum, birki, fjörugrösum, blóðbergi og
fjallagrösum. Og hann heitir Íslandus, til heiðurs Sölva Helgasyni.
Þrátt fyrir að eftirsjá sé aldrei holl er
stundum gaman að velta fyrir sér
hvað gæti hafa orðið. Hvernig lífið
hefði þróast ef ekki hefði slitnað upp
úr einhverju sambandi á árum áður
eða ef maður hefði haft meiri trú á
sjálfum sér. Á síðunni Dear Young Me
er fólki boðið að senda yngri útgáfu
af sjálfum sér skilaboð. Skilaboðin
eru allt frá því að vera sorgleg yfir í
að vera skemmtileg og fyndin. Mörg
þeirra eru góð heilræði sem flestir
mættu tileinka sér sem vilja lifa
áhyggjulausara og hamingjuríkara
lífi. Mörg heilræðanna eru á þau leið
að viðkomandi þurfi ekki að örvænta,
allt lukkist vel að lokum. Kannski það
jákvæðasta sem má taka með sér eft-
ir þennan lestur er hve við mann-
fólkið erum keimlík, öll að burðast
með óöryggi, áhyggjur og ótta, sér-
staklega á þeim viðkvæmu árum sem
unglingsárin eru.
Vefsíðan www.dearyoungme.com
Reuters
Góð ráð Hvaða heilræði myndirðu gefa sjálfum þér sem unglingi?
Allt er gott sem endar vel
Nú eru krakkar komnir í páskafrí
og flestar mömmur og pabbar
líka. Þá er ekki úr vegi að fjöl-
skyldan skelli sér saman á skíði
enda opið á flestum skíðasvæð-
um. Það er fátt skemmtilegra en
að renna sér í brekkunum allan
daginn og fá sér síðan heitt
súkkulaði og gott nesti í hádeg-
inu áður en lagt er af stað á ný.
Ætíð er gott að fríska sig og
hreyfa skrokkinn í góðu veðri og
um að gera að fá dálitla hreyf-
ingu svona inn á mili þess sem
maður liggur á meltunni og fær
sér súkkulaði.
Endilega …
… skellið
ykkur á skíði
Morgunblaðið/Eggert
Skíði Fjölskyldan á skíðum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Ný sending
Fallegir bolir
fyrir konur á öllum aldri
Margir litir og gerðir
Stærðir S-XXXL
Einnig eigum við alltaf
vinsælu velúrgallana
Stærðir S-XXXL
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO
Einnig er hægt að
hringja í söfnunar-
símann 9O7 2OO2,
gefa framlag á
framlag.is,
gjofsemgefur.is eða
á söfnunarreikning
O334-26-886,
kt. 45O67O-O499.
Valgreiðsla hefur verið send í
heimabanka þinn. Með því að greiða
hana styður þú innanlandsaðstoð
Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar
til sjálfshjálpar.
Hjálpum heima
www.help.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
07
4
4
Hjálparstarf kirkjunnar veitir fjölbreytta
aðstoð á Íslandi. Við hjálpum til sjálfshjálpar.