Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2012
Fermingartilboð
Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is
Rúmföt frá 7.990 kr
Sendum frítt
www.lindesign.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Íbúar á dvalar- og hjúkrunarheim-
ilum halda eftir 65.005 kr. af lífeyr-
issjóðsgreiðslum eða öðrum tekjum
á mánuði án þess að þurfa að greiða
af þeim hlut í dvalargjaldi, en þátt-
taka í dvalarkostnaði er tekjutengd.
Fjárhæðin hefur verið óbreytt frá
ársbyrjun 2009 eða í rúm þrjú ár.
Þeir sem hafa engar eða lágar tekjur
geta átt rétt á vasapeningum, allt að
46.873 kr. á mánuði.
Fyrir rúmu ári gagnrýndi Kristín
H. Tryggvadóttir, ellilífeyrisþegi á
Hrafnistu í Hafnarfirði, að hún þyrfti
að borga um 240.000 kr. á mánuði í
dvalargjald og héldi eftir 65.005 kr.
af yfir 400.000 króna lífeyrissjóðs-
greiðslum mánaðarlega. Hún sendi
fjórum ráðherrum, þáverandi for-
sætis-, fjármála-, velferðar- og inn-
anríkisráðherra, bréf og óskaði skýr-
inga á þessu fyrirkomulagi en aðeins
Guðbjartur Hannesson svaraði
henni, um tveimur mánuðum síðar.
Hún segir að síðan hafi ekkert
breyst nema hvað allt hafi hækkað
fyrir utan föstu greiðslurnar.
Málið í nefnd
„Það er ekkert vit í þessu,“ segir
hún og bendir á að allir kostnaðarlið-
ir hafi hækkað mjög mikið, jafnvel
50%, og það segi sig sjálft að staða
fólks í hennar sporum versni stöð-
ugt. „Ég fæ alltaf sama svarið: „Það
er nefnd að fjalla um þetta,“ en ekk-
ert gerist,“ segir hún.
Í velferðarráðuneytinu fengust
þær upplýsingar að fjárhæðirnar
breyttust í takt við aðrar greiðslur
frá Tryggingastofnun.
Óbreyttar tekjur hjá íbúum
á dvalarheimilum í þrjú ár
Halda eftir 65.005 krónum af lífeyrissjóðsgreiðslum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gjald Dvalargjald er tekjutengt.
Sérstaka veiðigjaldið mun veikja ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki og jafn-
vel valda því að sum þeirra geti ekki
staðið við skuldbindingar sínar sök-
um þess að ekki er tekið tillit til
réttrar skuldsetningar greinarinnar
við útreikning skattstofnsins. Kem-
ur þetta meðal annars fram í áliti Ís-
landsbanka á stjórnarfrumvörpum
um stjórn fiskveiða og veiðigjald.
Fram kemur að skerðingar á afla-
hlutdeild munu hafa veruleg áhrif á
rekstrarafkomu sjávarútvegsfyrir-
tækja og sjávarútveginn í heild
sinni.
Fram hefur komið hjá viðskipta-
bönkunum að útlán þeirra til sjávar-
útvegsins eru þeim mikilvæg. Breyt-
ingarnar munu hafa neikvæð áhrif á
efnahag viðskiptabankanna þriggja,
að mati Íslandsbanka, og þar af leið-
andi á fjármögnunarleiðir sjávar-
útvegsfyrirtækja. Líklegt er talið að
fjárfestingar í sjávarútvegi dragist
saman, nái frumvörpin fram að
ganga. Það muni hamla nýliðun og
hamla framþróun. Það verði til þess
að veikja sjávarútvegsfyrirtækin og
getu þeirra til að standa við núver-
andi og væntanlegar skuldbindingar
gagnvart lánastofnunum.
Veikir
útvegs-
fyrirtækin
Álit á frumvörpum
Kjörsókn í rafrænum íbúakosn-
ingum í Reykjavík sem fram fóru
dagana 29. mars til 3. apríl var
8,1%. Er það heldur meiri kjörsókn
en var í svipuðum kosningum árið
2009.
Í kosningunum nú voru í fyrsta
sinn notuð rafræn auðkenni við
kosningar á Íslandi. Kjósendur auð-
kenndu sig með veflykli ríkisskatt-
stjóra eða með rafrænum skilríkj-
um á debetkortum.
Kosið var um smærri nýfram-
kvæmdir og viðhaldsverkefni í
hverfum borgarinnar og gátu kjós-
endur kosið í einu hverfi að eigin
vali.
Alls auðkenndu 7.617 kjósendur
sig í kosningunum en gild atkvæði
voru 6.857.
8,1% kjörsókn í raf-
rænum kosningum
Ekki er ólíklegt að hjólreiðamenn hafi komist
leiðar sinnar á skemmri tíma en bílstjórar í þétt-
skipuðum bílaröðum sem settu svip sinn á
Reykjavík í gær. Páskafrí eru hafin og margir
sem leggja leið sína út á land. Að sögn lögreglu á
Ísafirði sexfaldaðist umferðin til bæjarins í gær
en gekk þó áfallalaust fyrir sig. Svipað var uppi
á teningnum hjá Borgarneslögreglu: Þétt um-
ferð en slysalaus og almennt til fyrirmyndar.
Þétt umferð í borginni og svo úti á landi
Morgunblaðið/Ómar
Margir fagna páskahátíðinni utan við bæjarmörkin
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Makríldeilan gæti sett strik í aðild-
arviðræður íslenskra stjórnvalda við
Evrópusambandið og leitt til þess að
sjávarútvegskaflinn, einn lykilkafli
viðræðnanna, verði ekki opnaður
fyrr en deilan hefur verið leyst.
Árni Þór Sigurðsson, formaður
utanríkismálanefndar, staðfestir
þetta en hann fór í fyrradag fyrir
fjórða fundi sameiginlegrar þing-
mannanefndar Íslands og ESB sem
fram fór í Reykjavík. Þótt deilan og
viðræðurnar séu í hans huga óskyld
mál líti ýmsir innan ESB öðrum
augum á stöðuna. „Ég lít auðvitað
svo á að þetta séu aðskildir hlutir og
vil halda því til
streitu. En það
verður þá að
koma í ljós hvort
ESB segir: „Nei,
við opnum ekki
kaflann fyrr en
búið er að leysa
makrílmálið,“ en
ég á eftir að sjá
sambandið gera
það,“ segir Árni
Þór og á við sjávarútvegskaflann.
VG horfir til þingkosninganna
Athygli vakti þegar Ögmundur
Jónasson, innanríkisráðherra og
flokksbróðir Árna Þórs, fór fram á
það í febrúar að aðildarviðræðunum
lyki fyrir næstu þingkosningar.
Spurður út í þennan tímaramma
svarar Árni Þór því til að hann vilji
nú „hafa góða yfirsýn um hvað er
verið að tala … og hvar ágreining-
urinn liggur og hvaða hugmyndir
ESB hefur um Ísland í samhengi við
sjávarútvegsmálin,“ þegar gengið
verður til kosninga vorið 2013.
Hans ósk sé að sjávarútvegskafl-
inn verði opnaður í sumar þannig að
hægt sé að hraða viðræðunum.
„Við höfum lagt á það mikið kapp
að sjávarútvegskaflinn verði opnað-
ur helst á miðju þessu ári. Þá er ég
að tala um mánaðamótin júní/júlí.
Það fer eftir tímasetningu á ríkja-
ráðstefnu sem er líklega seint í
júní.“
Makríllinn gæti tafið ESB
Makríldeilan gæti sett strik í aðildarviðræður við ESB og dregið þær á langinn
Formaður utanríkismálanefndar vill sjávarútvegsmálin á hreint fyrir kosningar
Árni Þór
Sigurðsson
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Umdeildur Deilur um makrílveiðar
gætu dregið dilk á eftir sér.