Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2012
Kúreki dettur af ótemju á svonefndri Kreólaviku í
Montevídeó, höfuðborg Úrúgvæ. Svonefndir grauchos,
kúrekar frá gresjum Úrúgvæ, Argentínu og Paragvæ,
koma saman á Kreólavikunni í Montevídeó ár hvert til
að reyna með sér í reiðmennsku. Kúrekarnir eru oft af
blönduðum spænskum og indíánskum uppruna og hafa
verið þekktir fyrir hömlulaust líferni, flökkulíf, gítar-
leik og söngkvæði.
Reuters
Kúrekar á Kreólaviku í Montevídeó
Reyna með sér í reiðmennsku
Áttræð kona
nauðlenti lítilli
Cessna-flugvél í
Wisconsin eftir
að flugmaðurinn,
sem var eigin-
maður hennar,
dó við stýrið af
völdum hjarta-
áfalls. Helen
Collins var róleg
þegar hún lenti
vélinni á flugvelli eftir að drepist
hafði á öðrum hreyflanna. Hún
hafði mjög litla flugreynslu, hafði
tekið nokkra flugtíma fyrir 30 ár-
um, að sögn sonar hennar. Hann er
flugmaður og leiðbeindi móður
sinni gegnum talstöð.
Farþeginn
lenti vélinni
Helen
Collins
Bandaríkin
Tíu ára stúlka hefur rekið stjórn-
völd á Indlandi á gat með spurning-
unni: Hvenær varð Gandhi „faðir
þjóðarinnar“? Stúlkan spurði fyrst
forsætisráðuneytið, þá innanríkis-
ráðuneytið og að lokum þjóðskjala-
safnið. Í síðasta mánuði fékk hún
svar frá safninu þar sem sagði að
ekki hefði tekist að finna svör við
spurningunni.
„Mér finnst þetta leiðinlegt því
enginn hefur svar við spurningu
minni,“ segir stúlkan, Aishwarya
Parashar. „Við ættum að vita allt
um Gandhi.“
Rak stjórn-
völdin á gat
Indland
Andstæðingar Nicolasar Sarkozy,
forseta Frakklands, sökuðu hann í
gær um að hafa „leikstýrt“ handtöku
meintra ísl-
amskra öfga-
manna til að auka
fylgi hans í fyrri
umferð forseta-
kosninga 22. apríl.
Franska lög-
reglan handtók að
minnsta kosti tíu
múslíma í fimm
borgum fyrir dög-
un í gær, nokkr-
um dögum eftir
að nítján íslamistar voru teknir hönd-
um vegna gruns um að þeir tengdust
hryðjuverkastarfsemi.
Margir fréttamenn urðu vitni að
handtökunum í gær, enda höfðu
embættismenn frönsku ríkis-
stjórnarinnar látið þá vita fyrirfram,
að því er virtist til að tryggja að fjöl-
miðlarnir gerðu sem mest úr aðgerð-
unum.
Tímasetning aðgerðanna var mjög
heppileg fyrir Sarkozy því François
Hollande, forsetaefni sósíalista,
kynnti stefnu sína í gær en kynningin
fékk litla umfjöllun í fjölmiðlunum
sem kepptust við að sýna myndir af
handtökunum.
Skoðanakannanir benda til þess að
Sarkozy hafi saxað á forskot Hol-
lande eftir að íslamskur öfgamaður
varð sjö manns að bana í skotárásum
í síðasta mánuði. bogi@mbl.is
Sagður
„leikstýra“
handtökum
Sarkozy saxar á
forskot Hollande
Nikolas
Sarkozy
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 & Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is
Þjónustumiðstöð
tónlistarfólks
Allt fyrir tónlistarmanninn á einum stað
Tónastöðin býður upp á mikið úrval hljóðfæra
og nótnahefta fyrir allar tegundir tónlistar
og leggur áherslu á góða og persónulega þjónustu.
Hjá okkur færðu faglega þjónustu,
byggða á þekkingu og áratuga reynslu.