Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 12
VIÐTAL Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Söngkonan Anna Hansen hreppti á dögunum aðalhlutverkið í nýjum söngleik, „Showtime“, sem hið danska Musicalteatret frumsýnir nú í apríl og er saminn í kringum tónlist dönsku hljómsveitarinnar tv2. Anna, sem hefur lært söng bæði hér heima á Íslandi og í Kaupmannahöfn, var að leita sér að spennandi verkefni til að taka þátt í þegar hún rakst á auglýs- ingu um áheyrnaprufur á Facebook og hafði að lokum betur en 150 aðrir umsækjendur um hlutverkið. „Söngleikurinn fjallar um leikhóp sem er að fara að setja upp Rómeó og Júlíu í nýrri útgáfu og gerist á frum- sýningarkvöldinu hjá leikhópnum, þar sem allt sem mögulega getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis. Persóna úr hópnum finnst myrt baksviðs og reynt er að hylma yfir það en í kjölfar- ið koma alls konar tilfinningar og leyndarmál upp á yfirborðið,“ útskýr- ir Anna, sem fer með hlutverk aðal- dívu leikhópsins sem grípur til vafa- samra aðferða til að hreppa hlutverk Júlíu. Dívan Oddný Finnboga Anna segist lítið kannast við dívuna í sjálfri sér en það má þó segja að per- sónan hafi verið aðlöguð að söngkon- unni. „Þau breyttu handritinu dálítið eftir að ég kom í prufu, þannig að per- sónan mín er íslensk; þykist vera Dani en heitir í raun Oddný Finn- bogadóttir,“ segir hún og hlær að nafnavalinu. „Þetta gefur mér ákveð- ið svigrúm með textann, það er í lagi þótt ég klúðri framburðinum pínulít- ið,“ segir hún en bætir því við að yf- irleitt dragi Kaupmannahafnarbúar þá ályktun af framburði hennar að hún sé frá Jótlandi, eða einfaldlega „utan af landi“. Söngleikurinn verður frumsýndur fimmtudaginn 12. apríl næstkomandi og Anna viðurkennir að taugarnar séu aðeins farnar að segja til sín. Á milli 30 og 40 manns taka þátt í sýn- ingunni, sem er nokkuð mikil um- fangs, en þetta er sjöunda uppsetning tónlistarleikhússins á jafnmörgum árum. „Það er vika í þetta núna þann- ig að stressið er aðeins að aukast en það fer þegar ég er að leika, því þá er ég bara í karakter,“ segir Anna. Anna er 26 ára, ólst upp í Seljahverfi í Reykjavík en flutt- ist á sveitabæ nálægt Selfossi þegar hún var unglingur og gekk í framhaldsskólann þar í bæ. Í skólanum var hún formaður leik- félagsins í tvö ár og tók þátt í öllum leik- og söngvasýningum fé- lagins meðan á nám- inu stóð. Að auki stundaði hún klass- ískt söngnám við Söngskólann í Reykjavík í um fimm ár og svo seinna á Selfossi. „Uppgötvuð“ á Strikinu „Ári eftir að ég kláraði stúdentinn fór ég svo til Danmerkur í lýðháskóla í hálft ár þar sem ég kynntist fjöl- mörgum Dönum og söng og spilaði í hljómsveit og túraði. Þegar ég kom heim aftur og fór aftur í sömu vinnuna hafði einhvern veginn ekkert breyst hér en ég var búin að vera að gera helling af spennandi hlutum úti, þann- ig að ég fann söngskóla og fór aftur til Danmerkur,“ segir Anna. Skólinn heitir Complete Vocal Institute og þar lærði Anna popp- og rokksöng í eitt og hálft ár en hóf í haust kenn- aranám við skólann. Þegar sýningum á „Showtime“ lýk- ur tekur við annað spennandi verk- efni hjá Önnu sem féll henni í skaut fyrir algjöra tilviljun. „Í fyrra var ég á Strikinu með mömmu í búðum og var eitthvað rölt- andi um raulandi og í eigin heimi þeg- ar upp að mér kemur kona sem finnst ég syngja svona vel og spyr hvort hún megi fá símanúmerið hjá mér því hún sé að semja tónlist og vanti söng- konu,“ segir Anna. Konan heiti Ellen Watts og hafi samið tónlist í 20 ár. „Við erum að fara í stúdíó í lok apríl og hún hefur sambönd við fólk í Lond- on sem við ætlum að senda demó á. Vonandi verður eitthvað skemmtilegt úr því,“ segir söngkonan. Markmiðið fyrir framtíðina sé að geta lifað á list- inni. „Það væri frábært að geta lifað á tónlistinni og leiklistinni,“ segir Anna en segist gera sér grein fyrir harkinu sem því fylgi. „Þess vegna er ég líka að taka kennaranámið með. Maður verður að vera raunsær og það er gott að hafa eitthvað fast meðfram öðru sem maður er að gera. Svo finnst mér bara mjög gaman að kenna, maður lærir svo mikið á því sjálfur,“ segir hún. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar og panta miða á heimasíðunum showtimemusical.dk og facebook.- com/showtimemusical. Íslensk söngdíva í Danmörku Ljósmynd/Torfadottir Photography Baksviðs Æfingar á söngleiknum standa nú sem hæst en Anna gaf sér þó tíma í myndatökur á dögunum, fyrir demóupptökurnar í lok apríl. Vinur hennar, sem starfar hjá Malene Birger, stíliseraði myndatökurnar.  Anna Hansen fer með aðalhlutverkið í danska söngleiknum „Showtime“  Skaut 150 umsækjendum ref fyrir rass  Ekki spennandi að koma heim eftir veruna úti  Stúdíó í apríllok og demó út til London 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2012 Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi á búslóðum til flutnings milli landa, landshluta eða innanbæjar Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi. Stofnað árið 1981 Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég sé fyrir mér að féð geti nýst í samfélagsleg verkefni, þar með talið til góðgerðamála. Peningana mætti nota til þess að hjálpa atvinnulausum við að koma sínum viðskiptahug- myndum af stað. Þeir gætu einnig runnið til Öryrkjabandalagsins, Rauða krossins og annarra samtaka sem starfa að góðgerðamálum. Þar færu peningarnir í vinnu og nýttust til góðra mála. Um leið styðja þeir við aukna samfélagslega hugsun hér á Íslandi, sem veitir ekki af,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um fé sem legið hefur óhreyft á reikningum. Varðar yfir 100.000 reikninga Eins og rakið var í Morgunblaðinu í gær lagði Eygló fram fyrirspurn til efnahags- og viðskiptaráðherra um hversu margir bankareikningar hefðu legið óhreyfðir í 15 ár eða leng- ur 20. mars sl. Kom fram í svari ráð- herra að það ætti við um 100.084 reikninga og að samanlagðar inni- stæður þeirra væru 1,53 ma. kr. „Miðað við núverandi bankaum- hverfi er það best fyrir bankana að láta þessa peninga liggja inni og þeir geta þá ráðstafað þeim eins og þeim sýnist,“ segir Eygló sem horfir til þess að bresk stjórnvöld hafi ákveðið að óhreyfðir reikn- ingar skuli fyrn- ast að 15 árum liðnum og fara í sérstakan sjóð til styrktar góðgerðamálum. Ef eigend- ur reikninganna vitja peninganna eftir að þeir hafa verið fluttir yfir í sjóðinn, fá þeir peningana aftur með vöxtum. „Þarna er eingöngu um að ræða reikninga sem hafa ekki verið hreyfðir. Það er ekki verið að leggja inn á þessa reikninga og þetta eru ekki þessar hefðbundnu sparnaðar- leiðir og annað sem bankarnir eru að bjóða upp á,“ segir Eygló. Nýtist betur „Til dæmis á þetta við um reikning sem ég á sjálf og fyrrverandi vinnu- veitandi minn lagði inn á og ég hef ekki hreyft í 20 ár. Inni á honum eru nokkrir þúsundkallar. Ég myndi frekar vilja nýta þennan pening í samfélagsverkefni fremur en að vera að styrkja bankana.“ Óhreyft fé renni til góðgerðamála  Þingmaður horfir til Bretlands Eygló Harðardóttir Anna segir að svokölluð Complete Vocal Technique, sem hún lærði úti í Danmörku, henti fyrir allar tegundir söngs en þetta er sama söngtækni og söngkonan Hera Björk hefur verið að kenna hér á Ís- landi. „Þetta er ný sýn á söngkennsluna og það er meiri líffræði á bak við þetta. Það sem maður er að gera þegar maður syngur er allt út- skýrt svart á hvítu og þetta er ekki eins huglægt eins og margir héldu alltaf að söngur væri,“ segir Anna. Aðferða- fræðin sé ólík þeirri sem hún hafði áður kynnst. „Í hinni kennslunni var þetta svo oft: „Já slakaðu í hnján- um og hugsaðu upp og brostu og þá kemur tónninn!“ Svo kom hann en maður vissi ekkert hvað maður var að gera eða hvernig maður ætti að gera það aftur,“ segir Anna. Complete Vocal Technique ÖÐRUVÍSI SÖNGTÆKNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.