Morgunblaðið - 23.05.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ökumenn leggja af stað í sparaksturskeppni FÍB og
Atlantsolíu frá Bíldshöfða í gær. Alls tóku 38 ökumenn
þátt í keppninni í ár og óku þeir 143,5 kílómetra langa
leið. Það var Júlíus Helgi Eyjólfsson á Toyota Yaris
sem bar sigur úr býtum en hann eyddi 2,91 lítra á
hverja hundrað kílómetra á leiðinni.
Með sparneytnina að leiðarljósi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fór fram í gær
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Auðvitað verður tekið tillit til um-
sagna sem hafa borist um veiðigjald-
ið, þ.m.t. frá sérfræðingahópnum
sem nefndin skipaði sjálf til að fara
yfir frumvörpin,“ segir Björn Valur
Gíslason, þingflokksformaður VG og
einn fulltrúa flokksins í atvinnuvega-
nefnd, um endurskoðun á einu meg-
inefni sjávarútvegsfrumvarpanna.
Hvaða tölur sé horft á í þessu efni
sé ótímabært að ræða á þessu stigi.
Hann staðfestir þó að horft sé til
þess að endurskoða gjaldið niður á
við, þótt ekkert hafi verið ákveðið.
Samkvæmt starfsáætlun Alþingis
á þingið að starfa til 31. maí eða til
fimmtudags í næstu viku. Mánudag-
ur er annar í hvítasunnu og frídagur
á þingi og þriðjudagurinn eldhús-
dagur. Dagurinn í dag er nefndar-
dagur og er tíminn því naumur.
Björn Valur telur að óbreyttu því
ekki raunhæft að afgreiða bæði fisk-
veiðistjórnunarfrumvörpin fyrir 31.
maí. „Ég held að það blasi við öllum
sem líta raunhæft á stöðuna. Ég tel
að það liggi alveg ljóst fyrir að þing
muni starfa inn í júnímánuð. Það
þarf eitthvað mikið að gerast svo
mönnum takist að landa þessum
málum þannig að sú starfsáætlun
þingsins haldi sem lagt var upp með í
fyrrahaust,“ segir Björn Valur sem
bendir jafnframt á að hægt sé að
leggja fram þingmál á þriðjudaginn
kemur þótt það sé eldhúsdagur.
Málin verða afgreidd
Kristján Möller, formaður at-
vinnuveganefndar, tekur undir með
Birni Vali að ekki verði hvikað frá
því að afgreiða sjávarútvegs-
frumvörpin tvö og rammaáætlun á
þessu þingi. Kristján telur stefna í að
þingið starfi fram í júní.
Veiðigjöldin verða lækkuð
Atvinnuveganefnd hyggst taka tillit til umsagna um veiðigjaldafrumvarpið
Formaður þingflokks VG telur allt stefna í að þingið afgreiði málið í júní
Morgunblaðið/RAX
Óvissa Enn er óvíst hvenær sjávarútvegsfrumvörpin koma til afgreiðslu.
Tveir fangar á fertugsaldri hafa verið færðir af almennu
rými í einangrunarvist á Litla-Hrauni en þeir eru grun-
aðir um að hafa veitt samfanga sínum áverka sem
drógu hann til dauða á fimmtudag.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru mennirnir
sem um ræðir þeir Annþór Karlsson og Börkur Birg-
isson sem sitja nú af sér eldri dóma en þeir hafa verið
ákærðir fyrir stórfelldar líkamsárásir og ólögmæta
nauðung.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi
að bráðabirgðaniðurstöður krufningar bendi til þess að
dánarorsök fangans, sem var 49 ára gamall, hafi verið
innvortis blæðingar.
„Rannsókn málsins er unnin af lögreglunni á Selfossi,
tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og af rétt-
armeinafræðingi. Hún er á byrjunarstigi og ekki er
unnt að veita frekari upplýsingar um hana eða máls-
atvik að svo stöddu,“ segir í tilkynningu.
Þeir Annþór og Börkur eru meðal annars ákærðir
fyrir aðild að sérlega hættulegri árás í byrjun janúar.
Þá var ruðst í heimildarleysi inn í íbúðarhús og veist
þar að þremur mönnum. Mennirnir voru slegnir ítrekað
í höfuð og víðs vegar um líkama með hættulegum vopn-
um og bareflum, þ.á m. golfkylfum, plastkylfu, hafna-
boltakylfu, handlóðum og tréprikum. guna@mbl.is
Grunaðir um að hafa vald-
ið banvænum áverkum
Morgunblaðið/Ómar
Litla-Hraun Í fyrstu var talið að maðurinn hefði orðið
bráðkvaddur þegar hann lést á fimmtudag.
Þekktir ofbeldismenn sett-
ir í einangrun á Litla-Hrauni
Breytingar á stjórnkerfi Reykjavík-
urborgar voru samþykktar á borg-
arstjórnarfundi í gærmorgun með
atkvæðum meirihluta Samfylking-
arinnar og Besta flokksins.
Samkvæmt tillögunni verður
stofnað nýtt umhverfis- og skipu-
lagssvið hjá Reykjavíkurborg, ný
skrifstofa eigna og atvinnuþróunar,
auk nýs embættis umboðsmanns
borgarbúa. Þá verða ennfremur
gerðar breytingar á miðlægri stjórn-
sýslu.
Í fréttatilkynningu frá borg-
arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins eru
breytingarnar gagnrýndar á þeim
forsendum að í þeim felist engin
hagræðing og þær muni að líkindum
fela í sér aukinn kostnað fyrir borg-
arbúa. Halda sjálfstæðismenn því
fram að kostnaðurinn geti numið allt
að tugum milljóna vegna yfirfærslu
starfa, ráðningar nýs starfsfólks og
biðlaunaréttar.
Breytt
stjórnkerfi
samþykkt
Sjálfstæðismenn
gagnrýna kostnað
Gerðu verðsamanburð – varahlutaverslun Heklu. Opið 8–17.
AFSLÁTTUR
AF BODDÝHLUTUM
Í ELDRI BÍLA!
Afsláttur af boddýhlutum
sem nemur tvöföldum aldri
bílsins. Dæmi: 14 ára
gamall bíll = 28% afsláttur.*
Afslátturinn gildir af „orginal“ varahlutum
sem til eru á lager.
Gildir eingöngu fyrir handhafa þjónustukorts.
Gildir til 1. júní.
Þrjú hundruð og
þrjátíu konur
með PIP-
brjóstapúða hafa
mætt í ómskoðun
hjá Leitarstöð
Krabbameins-
félagsins. Óm-
skoðunin hófst 2.
febrúar og stóð
öllum konum til
boða sem höfðu
fengið PIP-púða ígrædda hér á landi.
Talið er að þær séu um 400 talsins.
31. maí er síðasti dagur ómskoðana
og þá verður skoðuð restin af þeim
konum sem hafa pantað tíma, eða um
tuttugu konur. Af þeim 330 konum
sem hafa mætt í ómskoðun hafa 193
greinst með leka brjóstapúða og 127
með heila púða. Nokkrar hafa greinst
með heila púða en sílíkon í eitlum.
Í byrjun maí höfðu um 60 konur
látið fjarlægja brjóstapúðana í aðgerð
á Landspítalanum. Þá var búið að
plana 20 aðgerðir til viðbótar og 25
biðu óbókaðar. ingveldur@mbl.is
330 mætt í
ómskoðun
Ónýtur Illa farinn
PIP-brjóstapúði.
Unnið er að úttekt á undirbúnings-
vinnu vegna Hvammsvirkjunar í
Þjórsá, samkvæmt nýjum alþjóð-
legum matslykli um sjálfbærni
vatnsaflsvirkjana. Er þetta fyrsta
virkjunin hér á landi sem metin er
með þessum hætti en Landsvirkjun
áformar að láta meta allar sínar
virkjanir, jafnt þær sem eru á und-
irbúningsstigi og þær aflstöðvar sem
þegar eru reknar.
Hvammsvirkjun er efsta virkjunin
af þremur sem Landsvirkjun und-
irbýr í neðrihluta Þjórsár og sú sem
áformað hefur verið að byggja fyrst.
Allar þessar virkjanir eru flokkaðar í
biðflokk í þingsályktunartillögu iðn-
aðarráðherra um vernd og nýtingu
náttúrusvæða sem nú er til umfjöll-
unar í atvinnuveganefnd Alþingis.
Alþjóðlegir úttektaraðilar eru hér
á landi að kynna sér undirbúning
Hvammsvirkjunar með tilliti til sjón-
armiða um sjálfbæra þróun og fá síð-
an til sín fólk til að meta gögnin og
mismunandi sjónarmið. Þá eiga þeir
fundi með fjölda hagsmunaaðila, auk
fulltrúa Landsvirkjunar.
helgi@mbl.is
Úttekt á
sjálfbærni
Hvamms-
virkjunar