Morgunblaðið - 23.05.2012, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.05.2012, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 Nýttu svalirnar allt árið um kring idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla Skjól Lumon svalagler veitir skjól gegn rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna svalaglerið og renna því til og frá. Hljóð- og hitaeinangrun Svalaglerin veita hljóð- og hita- einangrun sem leiðir til minni hljóðmengunar innan íbúðar og lægri hitakostnaðar. Óbreytt útsýni Engir póstar eða rammar hindra útsýnið sem helst nánast óbreytt sem og ytra útlit hússins. Auðveld þrif Með því að opna svalaglerið er auðvelt að þrífa glerið að utan sem að innan. Stækkaðu fasteignina Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring. hefur svalaglerin fyrir þig! FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tilraunir sem gerðar hafa verið með útflutning á villtum íslenskum laxi benda til þess að hægt sé að marg- falda verðmæti afurðanna. Verði það raunin getur orðið eftirsóknarverð- ara en nú er að veiða lax í net og við- kvæmt samspil á milli hagsmuna þeirra sem eiga veiðiréttinn raskist. Stangaveiðimenn hafa af þessu áhyggjur. Laxveiði í net hefur lengi verið stunduð hér á landi og er hún enn verðmæt hlunnindi margra jarða þótt víða sé formið breytt. Á meðan netaveiðarnar voru mest stundaðar var laxinn seldur á erlenda markaði í ýmsu formi, ferskur eða unninn, og þótti herramannsmatur. Markaðurinn breyttist með lax- eldinu og smám saman tók eldislax yfir markaðinn í helstu viðskipta- löndum. Eftir því sem erfiðara verður að fá villtan lax hefur verðið á honum hækkað. Fregnir hafa borist um að kíló af laxi sé stundum boðið á tugi þúsunda í sælkeraverslunum í Evr- ópu. Óðinn Sigþórsson, formaður Landssambands veiðifélaga segir viðurkennt að villti laxinn sé mun betri afurð að hollustu og gæðum. Hann bendir á að hærra verð tengist lífsstílsbreytingum. „Þeir sem hafa efni á vilja kosta meiru til. Nú virðist vera ákveðinn skilsmunur á milli tegunda,“ segir Óðinn og vísar til þess munar sem er á milli villts lax og eldislax. Útflytjendur kanna markaði Þeir bændur sem enn veiða lax virðast mest selja hann sjálfir til verslana sem sumar selja áfram til veitingastaða. Laxinn er aðeins veiddur í net í nokkrar vikur á hverju sumri og kemur oft mikið magn á stuttum tíma. Það skapar erfiðleika við sölu- málin. Stundum þurfa bændur að taka upp netin þegar enginn er til að taka við afurðinni. Útflytjendur hafa verið að freista gæfunnar vegna upplýsinga sem borist hafa um hátt verð á erlendum mörkuðum. Einhverjar tilraunir hafa verið gerðar á síðustu árum. Sem dæmi um það má nefna að nokkrar sendingar af netaveiddum laxi úr Ölfusá fóru á síðasta sumri til þýskra veitingastaða sem hafa hið fræga Michelin-gæðamerki. Fyrir það fékkst fimm til sex sinnum hærra verð en á innanlandsmarkaði. Haraldur Þórarinsson í Laugardæl- um segir að varan hafi líkað vel en áframhaldið hafi ekki verið ákveðið. Netabændur víðar á Suðurlandi hafa fengið fyrirspurnir frá útflytjendum. „Ég hef þreifað aðeins fyrir mér, sent prufur til Spánar og Bandaríkj- anna. Flutningskostnaður er mikill og mikil pappírsvinna í báðum lönd- um, svo ég hef ekki fylgt þessu eftir,“ segir Torfi Sigurðsson sem rekur fyrirtæki Fiskás á Hellu og kaupir meðal annars stangarveiddan lax úr Rangánum. Hann segist hafa fengið ágætt verð fyrir afurðirnar en mikill kostnaður sé við útflutninginn. „Ég hef tilfinningu fyrir því að það sé vakning fyrir þessari vöru. Þetta er holl fæða. Ef hægt er að selja laxinn fyrir 4.000 krónur kílóið, gæti það verið gott mál,“ segir Torfi. Stangaveiddur verðmætari Áhyggjur stangveiðimanna vegna þessarar þróunar stafa af því að auk- in verðmæti netaveidds lax auki áherslu á netaveiði og það verði á kostnað stangaveiðinnar. Færri lax- ar komist upp í bergvatnsárnar þar sem þeir stunda sínar veiðar. Í grein sem birt er á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er bent á að erfiðara verði að ná samningum við neta- bændur í Hvítár- og Ölfusársvæðinu um að taka upp net sín. Að frumkvæði Stangaveiðifélags- ins sem þá var leigutaki Stóru-Laxár í Hreppum og fleiri svæða var samið við nokkra netabændur um að hætta tímabundið veiðum. Samningarnir hafa runnið út nema hvað áfram hef- ur verið samið við Selfossbændur. Samningar þessir eru í stíl við samn- inga sem gerðir voru um veiðar í Hvítá í Borgarfirði upp úr 1990 og enn gilda nema hvað samningarnir um Hvítá í Árnessýslu tóku aðeins til hluta bænda. „Stangaveiddur lax hefur verið miklu verðmætari en netaveiddur en erfitt hefur verið að finna flöt á þess- um málum fyrir austan,“ segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, sem einnig var formaður þegar samningar náðust við bændur 2005 og 2006. Hann segist vera þess full- viss að í framtíðinni finnist lausn á þessu máli á milli veiðiréttareigenda. „Ég held að þessi grein hljóti að vera skrifuð í einhverju svekkelsi yf- ir því að Stangaveiðifélagið sé að missa veiðirétt á þessu svæði. Að minnsta kosti er ótrúlegt að hvatt sé til aukinna netaveiða á þessum vett- vangi,“ segir Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðideildar Stóru-Laxár í Veiðifélagi Árnesinga. Margfalt hærra verð á markaði erlendis  Stangveiðimenn óttast áhrif hærra verðs fyrir netalax Morgunblaðið/Einar Falur Lax Heitar tilfinningar eru í umræðunni enda hagsmunir mismunandi. Laxveiði » Lax veiðist í um áttatíu ám á Íslandi. Í flestum er eingöngu stunduð stangveiði en neta- veiði á örfáum stöðum. „Mér sýnist allt benda til þess að veiðar í ánni séu sjálfbærar,“ segir Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxa- stofna. Þetta er niðurstaða at- hugunar hans fyrir veiðirétt- areigendur í Þjórsá á sjálfbærni veiðanna og hvernig best er að nýta ána. Lax er mest veiddur í net í Þjórsá og Orri segir að það sé gert eftir góðum og gildum reglum og venjum og Veiði- málastofnun geri úttekt á stofn- inum á hverju ári. „Bændur eru búnir að átta sig á því að kannski er þetta eini villti laxastofninn í Atlantshafinu sem er sjálfbær,“ segir Orri og bætir því við að bændur séu að huga að því hvernig best sé að nýta þá möguleika. Fréttir frá stór- borgum erlend- is um að villtur lax sé stundum boðinn til sölu fyrir tugi þúsunda kr. kílóið hafi eðlilega áhrif. Stangaveiði er lítið stunduð í Þjórsá. Orri segir spennandi að breyta henni í laxveiðiá en það taki tíma. Hann tekur fram að ekki sé hægt að hafa á móti netaveiðum þegar þær séu stundaðar á sjálfbæran hátt. Ekki á móti sjálfbærum veiðum ORRI VIGFÚSSON, FORMAÐUR NASF Orri Vigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.