Morgunblaðið - 23.05.2012, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012
Ljóst er að minnst 25 manns létu líf-
ið og tugir að auki slösuðust í lestar-
slysi á Indlandi í gærmorgun. Far-
þegalest, sem var á leiðinni til
Bangalore, rakst á kyrrstæða vöru-
flutningalest við Penneconda-
stöðina í héraðinu Ananthpur í
Andra Pradesh-ríki í sunnanverðu
landinu. Talsmaður lestafyrirtækis í
héraðinu segir að tvö börn séu á
meðal þeirra sem létust. Þrír vagnar
fóru út af sporinu og ultu.
AFP
Mannskætt lestarslys á Indlandi
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Bandaríska fyrirtækið SpaceX
skaut í gærmorgun upp mannlausri
birgðaeldflaug frá Canaveral-höfða
í Flórída og á hún að fara til Al-
þjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS
sem er á braut umhverfis jörðu.
Var þetta í fyrsta sinn sem einka-
fyrirtæki sendi eigin flaug til stöðv-
arinnar.
„Falcon flaug fullkomlega!“
sagði upphafsmaður SpaceX, Elon
Musk, á Twitter-síðu sinni. Hætt
var við tilraunaflug eldflaug-
arinnar á laugardag á síðustu
stundu af því að tölvur greindu of
mikinn þrýsting í aðalhreyfli.
„Þrír, tveir, einn og SpaceX Fal-
con 9-eldflaugin tekur á loft. NASA
[Bandaríska geimferðastofnunin]
treystir nú á einkageirann hvað
varðar birgðaflutninga til Al-
þjóðlegu geimstöðvarinnar,“ sagði
talsmaður NASA, George Diller,
eftir skotið í gær.
Markmiðið með þessu tilrauna-
skoti Falcon 9-flaugarinnar er að
sýna að bandarísk einkafyrirtæki
geti tekið við hlutverki NASA, sem
lagði síðustu geimferjum sínum í
fyrra. Fremst á Falcon-flauginni er
geimfarið Dragon. Áætlað er að
Dragon leggist að geimstöðinni á
næstu þremur dögum og snúi síðan
aftur til jarðar um mánaðamótin.
Sem stendur eru sex geimfarar um
borð í ISS.
Einkageirinn á
leið út í geim
SpaceX skaut upp birgðaflaug
AFP
Skot! Falcon 9 á leið með Dragon-
geimfarið frá Canaveral-höfða.
Hrotur og aðrar
svefntruflanir
hamla eðlilegu
súrefnisflæði um
líkama mannsins
og geta nær
fimmfaldað líkur
á krabbameins-
æxlum, að sögn
bandarískra vís-
indamanna.
Rannsóknin, sem sagt var frá á
læknaráðstefnu í San Francisco ný-
verið, er sú fyrsta sem þykir sýna
með ótvíræðum hætti umrædd
tengsl. Fylgst var með um 1.500
einstaklingum sem í 22 ár hafa tek-
ið þátt í rannsókn á svefnvanda-
málum. Til að fyrirbyggja skekkjur
var gert ráð fyrir mismunandi
ástandi þátttakendanna, hvort þeir
væru of þungir eða ekki, aldri, kyni
og hvort um væri að ræða reyk-
ingamenn. kjon@mbl.is
Hrotur geta ýtt
mjög undir vöxt
krabbameinsæxla
BANDARÍKIN
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Helsta ógnin við efnahagsbata í
heiminum er skuldavandi og stöðn-
un í 17 ríkjum evrusamstarfsins,
segir í nýrri skýrslu frá Efnahags-
og framfarastofnun Evrópu, OECD.
Evrópuríkin geti lent í enn meiri
vanda ef ekki verði gripið til nauð-
synlegra aðgerða til þess að minnka
opinberar skuldir. OECD spáir því
að samanlögð landsframleiðsla í
Evrópusambandsríkjunum muni
dragast saman um 0,1 prósent á
þessu ári.
Athygli vekur að stofnunin tekur
nú undir með þeim sem efast um að
niðurskurður ríkisútgjalda beri
þann árangur sem vænst er. Grípa
verði til víðtækra aðgerða til þess að
auka hagvöxt en fyrri spá stofn-
unarinnar gerði ráð fyrir hagvexti
upp á 0,2 prósent á evrusvæðinu.
Spáð er að hagvöxtur í heiminum
verði 3,4% á árinu.
Þýskir kjósendur þybbast við
Christine Lagarde, yfirmaður Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í gær
að evruríkin þyrftu að gera meira til
að örva hagvöxt, einkum með því að
treysta innviði evrusamstarfsins,
efla samstarfið. Ljóst þykir að með
orðum sínum sé Lagarde að taka
undir kröfur Frakka og fleiri evru-
ríkja um að gefin verði út ríkis-
skuldabréf með sameiginlegri
ábyrgð allra evruríkja, þ. á m.
Þýskalands, til að koma í veg fyrir
hrun á Spáni og í fleiri viðkvæmum
hagkerfum. Leiðtogar ESB munu
fjalla um málið á fundi sínum í júní.
Angela Merkel Þýskalandskansl-
ari hefur fram til þessa harðneitað
að verða við þessum óskum. Kann-
anir sýna mikla andstöðu meðal
þýskra kjósenda við að axla auknar
byrðar vegna efnahagsvanda ann-
arra landa. Ný könnun sýnir að
stjórnarflokkur Merkel, Kristilegir
demókratar, hefur aðeins eins pró-
sentustigs forskot á jafnaðarmenn
en þingkosningar eru á næsta ári.
Evruvandinn mesta ógnin
OECD tekur undir kröfur um aukna áherslu á hagvöxt í stað niðurskurðar
Christine Lagarde segir brýnt að evruríkin 17 efli enn frekar samstarf sitt
Spá vexti í Kína
» OECD er samtök 34 auðugra
ríkja og spáir reglulega um
framvindu efnahagsmála.
» Fram kemur í hagspá OECD
að búist er við 8,2% hagvexti í
Kína á þessu ári, einnig er spáð
nokkrum vexti í Bandaríkj-
unum og Japan.
» Nýkjörinn forseti Frakk-
lands, Francçois Hollande, vill
draga úr niðurskurði og leggja
meiri áherslu á hagvöxt.
» Gert er ráð fyrir vaxandi
ágreiningi milli Frakka og Þjóð-
verja um efnahagsstefnuna.
Christine Lagarde Angela Merkel
Eftirlitsnefnd
matvæla í Evr-
ópusambandinu,
EFSA, hefur
hafnað tilraunum
Frakka til að fá
samþykkt bann
við ræktun erfða-
breytts maíss.
Engar ákveðnar
vísbendingar séu
um að maísinn sé
„hættulegur heilsu manna og dýra
eða ógni umhverfinu“.
Fram kemur í Guardian að um-
rætt afbrigði, Yield-Gard, sé fram-
leitt og markaðssett af bandaríska
fyrirtækinu Monsanto. Það var
hannað árið 1997 og hefur m.a. þann
kost að það verst vel ásókn skor-
dýra. Hugsanlegt er að fram-
kvæmdastjórn ESB biðji nú frönsk
stjórnvöld um að aflétta banninu í
Frakklandi. kjon@mbl.is
FRAKKLAND
Banni við erfða-
breyttum maís af-
létt að ósk ESB?
Maís er mikið not-
aður í dýrafóður.
Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is
Plankaparket
í miklu úrvali
Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket
eftir óskum hvers og eins.
Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað,
reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú
hafa þitt parket ?
Láttu drauminn rætast hjá okkur.