Morgunblaðið - 23.05.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 23.05.2012, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Hjólaðu í vinnuna 16“ 16“ CUBE AIM Verð: 89.990 kr. Maí tilboð hjólað í vinnuna 75.990 kr. 14“-16“-18“-20“-22“ Álhjól, Shimano gírbúnaður, 24 gíra, V-bremsur, þyngd 13,5 kg. CUBE ANALOG Verð: 109.990 kr. Maí tilboð hjólað í vinnuna 93.990 kr. 14“-16“-18“-20“-22“ Álhjól, Shimano gírbúnaður, 27 gíra, V-bremsur, þyngd 13,3 kg. CUBE Hybrid LTD CLS Verð: 113.990 kr. Maí tilboð hjólað í vinnuna 96.990 kr. 46, 50, 54, 58 og 62cm Álstell lite trekking Cross, Shimano gírbúnaður, 24 gíra, V-bremsur, þyngd 13,1 kg. Hluti af Team Cube liðinueftir síðasta CUBE prolouge Minnum einnig á önnur tilboð á heimasíðu TRI Þessa dagana er mikið skeggrætt um sjávarútvegsmál en tilefnið er tvö frum- vörp ríkisstjórn- arinnar sem munu koma til með að gjör- bylta núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi ef Alþingi samþykkir þau óbreytt. Und- irritaður telur nauð- synlegt að gjalda var- hug við frumvörpum þessum sem og við ýmsum staðhæfingum sjálf- skipaðra sérfræðinga um núver- andi kerfi, en eins sorglegt og það er, þá eru fjölmargir stjórn- málamenn í þeim hópi. Stjórnmálamenn halda því oft á tíðum fram fullum fetum að auð- lindir sjávar séu í eigu þjóð- arinnar. Er það svo? Fyrir það fyrsta, hvað er þjóð? Hefur ein- hver hitt þjóðina? Undirritaður efast stórlega um það. Þjóð er nefnilega ekki persóna að lögum og ber því hvorki skyldur né hefur einhvern rétt til eigna. Þjóð hefur heldur engan vilja. Hins vegar samanstendur hún af fjöldamörg- um einstaklingum sem hafa bæði vilja, hugvit og langanir. Orð- skrípið „þjóðareign“, sem stjórn- málamenn nota óspart í ræðu og riti, er því ekkert annað en lýð- skrum. Það sem verra er, með því að staðhæfa að þjóðin eigi sjáv- arauðlindirnar gefa stjórn- málamennirnir í skyn að almenn- ingur, bæði undirritaður og fleiri sem hafa aldrei verkað fisk eða unnið á sjó, eigi persónulegt tilkall til hluta af auðlindaarðinum. Í skjóli slíkra staðhæfinga leggjast stjórnmálamenn á eitt um að kollvarpa núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi í nafni rétt- lætis og þeir, sem afvegaleiðast, trúa því að gráðugir „sægreifar“ séu í raun að svindla á þeim. Reyndin er þó ekki sú. Stað- reyndin er sú að áður en núver- andi fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á laggirnar þurfti sjávar- útvegurinn að hafa lifibrauð sitt af ívilnunum frá ríkinu í formi geng- isfellinga og ríkisstyrkja. Ástæðan var sú að allir höfðu rétt til að nýta auðlindina. Það þýddi það eitt að of margir sjómenn eyddu of miklum fjármunum í viðleitni sinni til að ná auðlindaarðinum – sem var því sóað. Ljóst var að takmarka þurfti aðgang að auð- lindinni og mynda skilgreindan eign- arrétt yfir aflaheim- ildum. Því það eru gömul sannindi og ný, að það sem enginn á hirðir enginn um. Stjórnmálamenn láta oft í veðri vaka að einungis örfáir „sægreifar“ hagnist á núverandi kerfi, að þeir maki krókinn á kostnað almennings. Hins vegar er ekkert sem styður þessa fullyrðingu. Það er rétt að þeir sem hafa fjárfest og byggt upp í greininni hafa grætt fúlgur fjár en ekki á kostn- að annarra. Kakan hefur heldur stækkað, það er arðsemin aukist til muna – öllum til hagsbóta. Og hvað er það sem telur? Almenn- ingur nýtur ekki góðs af auknum tekjum til ríkisins í formi skatta og veiðigjalds. Miklu fremur eru það fjárfestingar, atvinnutækifæri og framsókn íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja, eins og Marels, á erlendri grund sem sjá til þess að öll þjóðin græðir á arðbærum sjávarútvegi. Þjóðinni vegnar vel ef atvinnulífið blómstrar. Ríkisstjórnin byggir hug- myndafræði sína á því að ríkið eigi allar auðlindir og leigi þær síðan öðrum. Frumvarp hennar um stjórn fiskveiða, sem lagt var fram á Alþingi fyrir þónokkru, gerir einmitt ráð fyrir því. Þar er lagt til að allar aflaheimildir verði þjóðnýttar og þeim síðan úthlutað af stjórnmálamönnum. Því verður ekki neitað, að um ansi gott vopn í kosningabaráttu næsta árs er að ræða – að geta úthlutað aflaheim- ildum til kjósenda síns kjördæmis – en á hinn bóginn er ljóst að afla- heimildum verður ekki skilað til ríkisins bótalaust. 72. grein stjórn- arskrárinnar, eignarrétt- arákvæðið, sér til þess. Hitt frum- varp ríkisstjórnarinnar, um veiðigjöld, gæti einnig stangast á við eignarréttarákvæði stjórn- arskrárinnar að mati lögspekinga. Það vekur jafnframt furðu að stjórnmálamenn ætli að skatt- leggja sjávarútveginn enn meira. Hefur enginn þeirra lært af mis- tökum síðustu ára, að stjórn- málamenn fara afar illa með fé skattgreiðenda? Núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi er alls ekki fullkomið. Úrbóta er þörf en lausnin er ekki meira af því vonda. Í stað þess að auka völd stjórnmálamanna yfir þessum grunnatvinnuvegi ætti að leita í þveröfuga átt, afnema veiði- gjaldið og lækka skatta á sjáv- arútvegsfyrirtæki. Hinn frjálsi markaður hefur styrkt sjávar- útveginn í sessi síðustu tvo ára- tugi. Það væri algjört óráð að snúa aftur á hina sósíalísku braut. Stöndum vörð um eignarréttinn Eftir Kristin Inga Jónsson » Það eru gömul sann- indi og ný að það sem enginn á hirðir eng- inn um. Kristinn Ingi Jónsson Höfundur er menntaskólanemi. Á stjórnartímabili ríkisstjórnarinnar, 2009-2012, hafa lág- markslaun hækkað um 48 þús. kr. á mán- uði, þ.e. úr 145 þús. á mánuði í 193 þús. á mánuði eða um 33%. Á sama tíma hafa tryggingabætur tekju- lægstu einhleypra elli- lífeyrisþega hækkað um 23 þús. kr., þ.e. úr 180 þús. kr. á mánuði í 203 þús. kr. á mánuði eða um 12,8%. Lægstu laun hafa því hækkað miklu meira á þessu tímabili en tryggingabætur tekjulægstu ellilíf- eyrisþega. Við gildistöku nýrra kjarasamn- inga á miðju ári 2011 hækkuðu lægstu laun um 17 þús. kr. á mán- uði eða um 10,3% en bætur tekju- lægstu, einhleypra ellilífeyrisþega um 12 þús. kr. eða 6,5%. Þarna var ekki fylgt yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar um, að bætur ættu að hækka hliðstætt hækkun launa. Þar vantaði 5 þús. kr. á mánuði upp á. 1. janúar 2012 var aftur höggvið í sama knérunn, þar eð bætur hækkuðu ekki til jafns við hækkun launa. Bætur hækkuðu hinn 1. janúar 2012 um 3,5% eða um 6.800 kr. á mánuði en þær áttu að hækka um 11.000 kr. eins og laun að mati ASÍ, sem gerði sam- komulagið við ríkisstjórnina um hækkun bóta, hliðstæða launa- hækkunum. Á árunum 2009 og 2010 hækk- uðu laun láglaunafólks um 16% en á því tímabili hækk- uðu bætur ekki um eina krónu. Fram- angreindar stað- reyndir leiða í ljós, að bætur aldraðra hafa dregist aftur úr í launaþróun á stjórn- artíma núverandi rík- isstjórnar og dugar ekki í því sambandi að vísa í það, sem gerst hafi í þessum málum á fyrri tímabilum. Rík- isstjórnin hét því að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi. Hún ætlaði að efla og bæta almannatryggingar. Það hefur ekki tekist. Við höfum heldur fjarlægst hið norræna vel- ferðarsamfélag heldur en hitt. Stór hópur bótaþega sviptur grunnlífeyri Hinn 1. júlí 2009 tóku gildi ráð- stafanir í fjármálum ríkisins vegna bankahrunsins og kreppunnar. Þessar ráðstafanir skertu verulega kjör aldraðra og öryrkja en þær áttu að vera tímabundnar. Frí- tekjumark, sem var tæplega 110 þús. á mánuði vegna atvinnutekna, var fært niður í 40 þús. á mánuði. Ákveðið var að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við út- reikning á grunnlífeyri hjá al- mannatryggingum en það hafði ekki verið gert áður. Við þessa breytingu urðu yfir 5000 bótaþegar TR fyrir kjaraskerðingu og stór hópur bótaþega, sem hafði haft grunnlífeyri, missti hann og féll al- gerlega út úr kerfi almannatrygg- inga. Þó hafði sá hópur greitt til almannatrygginga alla sína starfs- ævi, beint og óbeint. Frekari kjara- skerðing eldri borgara tók gildi 2009 vegna ráðstafana ríkisins í fjármálum Það er skýlaus krafa eldri borg- ara, að kjaraskerðingin frá 1. júlí 2009 verði þegar í stað afturkölluð og að þeir sem höfðu grunnlífeyri fyrir þá breytingu fái hann strax aftur að öðru óbreyttu. Kjararáð hefur afturkallað launalækkun ráð- herra, þingmanna og embættis- manna, sem tók gildi 2009. Það sama á að gilda um eldri borgara. Gerist það ekki er verið að brjóta lög um málefni aldraðra en í þeim segir, að ekki megi mismuna eldri borgurum gagnvart öðrum þegnum þjóðfélagsins. Eins og fram kemur hér að framan vantar mikið á að lífeyrir aldraðra hafi hækkað jafnmikið og lægstu laun á tímabilinu 2009-2012. Til þess að jafna þann mun þarf að hækka lífeyri aldraðra um a.m.k. 20%. Kjaranefndir LEB og FEB telja, að það sé algert forgangsmál að leiðrétta kjör eldri borgara sem þessu nemur (20%) áður en ráðist er í kerfisbreytingu á almanna- tryggingum. Áður en farið er að fækka bótaflokkum og gera til- færslur innan kerfisins vilja kjara- nefndirnar, að kjör aldraðra verði bætt. Og það þolir enga bið. Ekki er unnt að bíða eftir niðurstöðu endurskoðunar almannatrygginga. Leiðrétting á kjörum verður að eiga sér stað strax. Samþykkt kjaramálanefnda LEB og FEB um þetta efni segir m.a.: Markmið endurskoðunar laga um almannatryggingar á að vera að bæta kjör aldraðra (og öryrkja) en ekki eingöngu að sameina bóta- flokka og gera tilfærslur innan kerfisins. Afturkalla verður strax kjara- skerðingu aldraðra og öryrkja frá 1. júlí 2009. Þeir, sem höfðu grunn- lífeyri hjá almannatryggingum fyr- ir þann tíma eiga að fá hann á ný að öðru óbreyttu. Ekki er rétt að fella grunnlífeyri niður heldur ber að halda honum. Frítekjumark vegna atvinnutekna verði hækkað a.m.k. í það, sem það var í fyrir 1. júlí 2009, þ.e. í 110 þús. kr. á mán- uði. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði verði 150 þús. á mánuði og stefnt að því að afnema með öllu skerðingu tryggingabóta vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Frítekjumark vegna fjármagns- tekna verði einnig hækkað veru- lega. Við endurskoðun almannatrygg- inga ber að halda frítekjumörkum. Ekkert gagn er í því að draga ör- lítið úr skerðingu tryggingabóta vegna annarra tekna en frá al- mannatryggingum heldur verður að gera það myndarlega. Í framangreindri samþykkt seg- ir: Við endurskoðun almannatrygg- inga ber að halda frítekjumörkum en rætt hefur verið um það í starfshópnum að fella niður sértæk frítekjumörk. Ennfremur segir: Ekki á að fella niður grunnlífeyri. Lífeyrir hækkar mun minna en laun í tíð stjórnarinnar Eftir Björgvin Guðmundsson » Þarna var ekki fylgt yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um, að bætur ættu að hækka hliðstætt hækkun launa. Þar vantaði 5 þús. kr. á mánuði upp á. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og er formaður kjaranefndar FEB. Stórfréttir í tölvupósti - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.