Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.2012, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is E-60 Klassísk hönnun frá 1960 Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 24.300Íslensk hönnun og framleiðsla Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM 50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri Eldra fólk sem borgar allt samvisku- samlega borgar yfirleitt slysatrygg- ingu – frítímaslys – slys í heima- húsum og annað sem Trygginga- félögin hafa rukk- að það um í ára- tugi og talið þessu fólki trú um að – ef þú ert tryggður færðu það bætt. Mismunun hvers konar eftir litarhætti, trúar- brögðum, þjóðerni og allt milli himins og jarðar er bannað. Hins vegar er mismunun eldri- borgara lögleg. Þeir borga sína skatta – ekki bara 15% af fengnum launum heldur allan pakkann. Þeir eru ekki á afslætti með tryggingar, en ef þeir slasa sig eru þeir svo lítils virði – þrátt fyrir að borga sama gjald og aðrir, að það nemur ekki árgjaldi sem þeir borga fyrir trygginguna sem þeir fá í bætur. Jú, svörin: þú verður minna virði með aldrinum, þú ert ekki að vinna. Þú vannst jú alla ævina og borgaðir í þetta félag en núna getur þú bara legið í rúminu, þú borgar samt skattana þína. Það er aðeins eitt í stöðunni. Þú hættir að borga tryggingafélög- unum fyrir slys því þú færð það ekki bætt. Það eina sem auraráð þín hafa gert þér kleift að gera þér til dægra- styttingar, göngutúrar, er frá þér tekið vegna slyss. Þú borgar samt þessu félagi áfram eða hvað? Það sem þú gast gert til að halda heilsu, hitta fólk og komast úr húsi, er frá þér tekið. Og það er í lagi, að þeirra mati, þú átt að verða gamalmenni af hreyf- ingarleysi, töfluáti og einsemd. Þetta er þeirra dómur. Finnið aðra leið en tryggingafélög til að hjálpa ykkur ef þið slasið ykk- ur. ERLA MAGNA ALEXANDERSDÓTTIR, snyrtifræðingur og listakona. Tryggingafélögin selja eldri borgurum trygging- ar – en borga svo ekki Frá Erlu Mögnu Alexandersdóttur Erla Magna Alexandersdóttir Lars Lagerbeck hefur valið sinn 25 manna landsliðshóp í knatt- spyrnu. Sjaldan bregður mær vana sínum, seg- ir í þjóðsögu nokkurri. Hér fylgir Lars for- dæmi fyrirrenn- ara síns, sem ekki gat notað Eið Smára á sama tíma og hann var leik- maður í úrvals- deild Englands. Sama gerist núna, þó að á Grikklandi sé. Hann er þar leikfær með liði sínu. Sem fyrrverandi landsliðsfyr- irliði, og með alla sína reynslu, myndi Eiður geta miðlað þeirri reynslu sinni inn í hópinn. Hann gæti spilað 15-20 mínútur í hvor- um leik. Þá myndi sannast geta hans í leiknum ásamt aðlögun að liðinu. Hinn sænski Lars segist ætla að nota Eið síðar. Það er tilgangs- laust, því Eiður mun lítið leika í sumar. Nokkuð minnir þetta á landsleik við Frakka 1957. Þá var Albert Guðmundsson 34 ára, í góðu formi og gaf kost á sér í landsliðið. Hann var ekki valinn. Frakkar undruðust að Albert kæmist ekki í liðið. Hvílíkt lið eiga þeir, ef Albert kemst ekki í liðið. Frakkar unnu 8-2! Frakkar verða líklega jafn hissa núna þegar Eiður Smári kemst ekki í liðið. Vonandi að sagan end- urtaki sig ekki! ÁMUNDI ÓLAFSSON, fyrrverandi flugstjóri. Sagan endurtekur sig? Frá Ámunda Ólafssyni Ámundi H. Ólafsson Þjóðin stendur á tímamótum. Þann 30. júní verður kosið til emb- ættis Forseta Íslands. Nú þarf öfl- ugan leiðtoga sem einnig er mannvinur og mannasættir. Einstakling sem skilur að emb- ætti Forseta Ís- lands er alltaf stærra en sá sem gegnir því. Herdís Þor- geirsdóttir lög- fræðingur er sá forseti. Hún hefur næman skilning á valdaþráðum í samfélaginu og hefur góða yfirsýn á sam- félagsþróun á Íslandi undanfarin ár. Þá reynslu hefur Herdís öðlast með því að fylgjast með þjóð- málum í tugi ára, fyrst sem áhugamaður um þjóðmál, þá sem blaðamaður og síðast sem íslensk- ur fræðimaður og leiðtogi á er- lendum vettvangi. Það þarf hugrekki til að gagn- rýna valdhafa og krefjast úrbóta eins og Herdís hefur gert allan sinn starfsferil. Herdís gagnrýnir til að byggja upp, varpa ljósi á það sem ekki er öllum ljóst og krefjast réttinda fyrir þá sem á einhvern hátt hafa ekki burði til að verja sig sjálfir. Hugsjón og barátta Herdísar hefur styrkt mannkosti hennar og þrek þannig að sæm- andi sé embætti Forseta Íslands. Lýðræði er svarið sem Herdís Þorgeirsdóttir býður okkur Ís- lendingum. Herdís býður sig fram til að leiða þjóðina áfram til vit- undarvakningar um hvað það þýð- ir að vera borgari í íslensku þjóð- félagi. Kjörorð kosningabaráttunnar er „Lýðræði er alltaf svarið“ og þannig vill Herdís virkja kjósendur til um- ræðu, ákvörðunartöku og aðhalds í íslensku þjóðlífi. Herdís telur að Íslendingar þurfi að átta sig á valdaþráðum samfélagsins, skilja hvernig þeir virka og hvernig þeir geta fjötrað hugsunina. Aðeins með slíkri vitundarvakningu getur lýðræðið virkað eins og nauðsyn- legt er til að hægt sé að byggja samfélagið upp til framtíðar. Herdís er framsýn og nútímaleg manneskja sem leggur áherslu á gömul gildi. Með gömlum gildum er hún ekki að tala um afturhvarf til horfins tíma heldur um að við hefjum til nýrrar virðingar gömul gildi eins og manngildi, heið- arleika og nýtni. Herdís byggir málflutning sinn á grunngildum mannréttinda og hún hefur sagt að á slíkum gildum ætli hún að byggja starf sitt sem Forseti Ís- lands. Með forsetakosningunum 2012 þurfum við að hefja sókn til ein- ingar í íslensku samfélagi. Eining sem ekki gleymir eða breiðir yfir heldur einingu Íslendinga sem sættast og nýta sér reynsluna til að halda áfram sterkari en áður. Þá vegferð þarf Herdís Þorgeirs- dóttir að fá tækifæri til að leiða. INGA SIGRÚN ATLADÓTTIR, guðfræðingur og forseti bæj- arstjórar í Sveitarfélaginu Vogum. Forseti gamalla gilda Frá Ingu Sigrúnu Atladóttur Inga Sigrún Atladóttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.