Morgunblaðið - 23.05.2012, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012
✝ Guðrún ÁsaMagnúsdóttir
fæddist að Þránd-
arstöðum í Eiða-
þinghá 30. desem-
ber1937. Hún lést á
Landspítala, Hring-
braut, 15. maí 2012.
Foreldrar Ásu
voru Magnús Frið-
riksson bóndi, f.
25.8. 1904, d. 2.8.
1937, og Sigurbjörg
Ásgeirsdóttir húsmóðir, f. 23.8.
1909, d. 8.12. 1989. Alsystkini Ásu
eru: Sigurður Magnússon, f. 20.1.
1930, d. 18.4. 2003, Sigurborg
Magnúsdóttir, f. 30.1. 1932, Hörð-
ur Magnússon, f. 14.1. 1934, d.
1.1. 1936; Magnús Hörður Magn-
ússon, f. 27.6. 1935, d. 20.1. 2005.
Ása ólst upp á Akureyri og bjó
þar hjá fósturforeldrum sínum til
1958 en þá hélt hún til Reykjavík-
ur til náms og bjó þar lengst af.
Fósturforeldrar hennar voru
Jakob Christian Lillendahl, f.
27.7. 1894, d. 23.12. 1953, bók-
bindari á Akureyri, og k.h. Stíg-
rún Helga Stígsdóttir, f. 11.7.
1905, d. 22.5. 1974, húsmóðir.
Uppeldisbróðir Ásu er Ingólfur
dóttir, f. 5.4. 1961, sonur hennar
er Þorgeir Frímann, barnsfaðir:
Óðinn Valdimarsson. Þorgeir á
tvo syni, Óðin Flóka og Sindra
Frey. Stígrún giftist Guðjóni Þór
Guðmundssyni. Börn þeirra eru
Lilja Rós, Guðmundur Örn og
Benjamín. Stígrún og Guðjón eru
skilin. Ólafur Ásmundsson, f.
29.11. 1962, maki: Áslaug Sunna
Óskarsdóttir, synir þeirra eru Ás-
mundur og Ívar. Ívar á soninn
Róbert Leó. Jakob Ásmundsson,
f. 18.10. 1964, maki: Rebekka
Cordova, börn þeirra eru Guðrún
Ása, Sigurjón Hólm og Kristinn
Logi. Guðrún Ása á soninn Mika-
el Mána. Þorgerður Ásmunds-
dóttir Hanssen, f. 12.5. 1966, Þor-
gerður giftist Davíð Stefáni
Hanssen. Börn þeirra eru Kara
Rut, Daníela Guðlaug, Jóhannes
Micah, Esther María og Ezekíel
Jakob. Þorgerður og Davíð eru
skilin.
Ása lauk stúdentsprófi frá MR
1960, lauk prófum frá Banka-
mannaskólanum 1977 og lauk
BA-prófi í íslenskum fræðum frá
HÍ 1995. Hún starfaði hjá Lands-
banka Íslands lengst af. Ása var
búsett á Akureyri til 1958. Ása og
Ásmundur bjuggu lengst af í
Reykjavík, Raufarhöfn 1995-96,
Húsavík 1996-2005. Síðustu árin
bjó hún í Gullsmára 11 Kópavogi.
Útför Guðrúnar Ásu verður
gerð frá Digraneskirkju, Kópa-
vogi í dag, 23. maí 2012, kl. 11.
Lórenz Lillendahl, f.
27.6. 1931.
Hálfsystkini Ásu,
sammæðra, eru:
Knútur Heiðberg
Björgvinsson, f.
1940, Kjartan Heið-
berg Björgvinsson,
f. 1940, Gestur
Björgvinsson, f.
1941, Kristbjörg
Sesselja Kristjáns-
dóttir, f. 1943,
Gunna Sigríður Kristjánsdóttir, f.
1944, Sveinn Kristjánsson, f.
1945, Kristín Sigurðardóttir, f.
1947, Hjörtur Kristjánsson, f.
1949, Sigurbjörn Kristjánsson, f.
1951, Bergur Kristjánsson, f.
1953, d. 1958. Hálfsystir Ásu,
samfeðra, er Fanney Magn-
úsdóttir, f. 10.10. 1931,
Ása giftist 27.9. 1958 Ásmundi
Ólafssyni, f. 12.3. 1937, húsa-
smíðameistara í Hveragerði, og
eignuðust þau fimm börn. Þau
eru skilin. Börn Ásu og Ásmund-
ar eru: Auður Björk Ásmunds-
dóttir, f. 24.1. 1959, maki: Sig-
hvatur Karlsson, börn þeirra eru
Ásmundur, Kristín Sara og Jón-
atan Karl. Stígrún Ása Ásmunds-
Guðrún Ása Magnúsdóttir,
systir og mágkona, er látin. Hún
lést eftir allmikil veikindi 15. maí
2012.
Þegar minnst er Ásu eins og
hún var ávallt kölluð, koma upp í
huga manns ýmsar minningar
frá liðnum áratugum. Það sem
einkenndi Ásu var hversu mynd-
arleg, ljúf og hvers manns hug-
ljúfi hún var. Ása var einnig
góðum gáfum gædd sem sýndi
sig í því er hún lauk íslensku-
námi frá Háskóla Íslands, þó
hún væri með allstóra fjöl-
skyldu. Ása var alin upp á Ak-
ureyri þar sem hún var sett í
fóstur nýfædd. Er hún flutti til
Reykjavíkur varð samband okk-
ar systra mjög mikið, enda var
ég eina alsystir hennar. Við
fylgdumst hvor með annarri í
sambandi við barnauppeldi og
þroska barna okkar og í daglegu
lífi. En samband okkar slitnaði
talsvert er við fluttum til Vest-
mannaeyja 1965 og jókst aftur
eftir Vestmannaeyjagosið 1973
er við fluttum upp á land. Einu
sinni heimsótti Ása okkur til
Vestmannaeyja, með yngsta
barnið sitt. Þá áttum við ljúfar
stundir í faðmi Eyjanna og fal-
legrar náttúru þeirra.
Okkar minningar um Ásu eru
eingöngu mjög ljúfar um frá-
bæran einstakling. Með miklum
söknuði minnumst við Ásu og
viljum trúa því að henni líði vel á
góðum stað. Við sendum öllum
aðstandendum Ásu innilegar
samúðarkveðjur.
Og biðjum Guð að blessa hana
og eftirlifandi ættingja.
Sigurborg Hlíf Magn-
úsdóttir og Jón Kr.
Óskarsson.
Ástkær vinkona er látin.
Hún ólst upp hjá fósturfor-
eldrum á Syðri-Brekkunni í húsi
við Fagrastræti. Það stræti var
reyndar ekki til á Akureyri og
hefur aldrei verið til. Í næsta ná-
grenni var Lystigarðurinn og
menntaskólinn og út um stóra
austurgluggann blasti Vaðla-
heiðin við, Pollurinn, fallegu
húsin í fjörunni og síldartunn-
urnar á Höphnersbryggju. Er
ekki sagt að umhverfið móti
manninn? Þetta var kjölfestan í
lífi Ásu. Ljúfir leikir í garðinum
fagra á sumrin og skíðabrekk-
urnar í Sýslumannsgilinu þola
samanburð við Hlíðarfjall.
Ása var dugleg og sjálfstæð
ung kona. Allt lék í höndum
hennar. Hannyrðir, fatasaumur
og teikningar. Hún hafði fagra
rithönd.
Á þessum árum átti hún sér
þann draum að læra að dansa
ballett. Hún gerði hlé á námi eft-
ir landspróf í menntaskólanum
og fór að vinna á Rafveituskrif-
stofunni. Haustið 1955 var hún
tilbúin í draumaferðina og hóf
þá nám við Listdansskóla Þjóð-
leikhússins. Hún saknaði þess að
hafa hætt í MA á sínum tíma og
haustið eftir var hún komin í
annan menntaskóla. Hún lauk
stúdentsprófi frá MR vorið 1960.
Þá hafði hún þegar stofnað fjöl-
skyldu og Auður var fædd. Þar
með lauk ballettnáminu.
Við tók hið daglega líf með
sigrum og ósigrum. Á þessum
árum unnu húsmæður fulla
vinnu utan heimilis og skipti þá
engu hvað börnin voru mörg.
Dansinn, sem tók við, var ekki
alltaf á rósum. Heilsuleysi gerði
vart við sig. Hún vann sigur í
baráttu við krabbamein og Ása
átti sínar gleðistundir.
Skólagöngu var ekki lokið og
naut hún sín vel við nám í ís-
lensku við Háskóla Íslands.
Skáldskapur var hennar yndi og
skrifaði hún nokkrar smásögur
þar sem hamingja, tregi og sorg
komu við sögu.
Heilsan gaf sig á ný og tók
hún því og öðrum áföllum af
æðruleysi og umburðarlyndi.
Hún trúði á kærleikann og átti
mikið af honum sjálf.
Síðustu vikurnar dvaldi Ása á
sjúkrahúsum. Þetta var erfiður
tími en hún gladdist yfir litlu. Í
símtali fyrir nokkrum dögum
kom fram að gleðiskammtur
þess dags var þegar uppfylltur:
Stígrún hafði litið inn með
ömmubarnið sitt.
Á meðan grær í brekku blóm
og blærinn strýkur vanga,
við þann hlýja unaðsóm
uni ég daga langa.
Eftir langan, ljósan dag
ljúfra unaðsstunda
við það sama vöggulag
vil ég þreyttur blunda.
(H.J.M.)
Vöggulag vorsins hljómaði
þegar Ása sofnaði svefninum
langa.
Eftir að heilsan brást vonaðist
Ása til að geta ferðast til heitari
landa og gengið þar léttstíg á
hvítri strönd.
Hún fór í annað ferðalag. Þar
eru hvítar strendur og þar er
jafnvel hægt að stíga nokkur
ballettspor.
Fagrastrætið er á himnum.
Blessuð sé minning Ásu –
Guðrúnar Ásu Magnúsdóttur.
Sigríður J. Hannesdóttir.
Guðrún Ása
Magnúsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Í dag kveðjum við Ásu,
æskuvinkonu okkar, með
einlægri þökk fyrir liðnar
samverustundir. Lífið var
fullt af draumum og fyrir-
heitum og dauðinn svo
óendanlega fjarlægur. Nú
er hann kominn og við
kveðjum með þessum ljóð-
línum:
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Sofðu rótt.
Þínar gömlu vinkonur,
Bryndís og Helga.
✝ Elsa SteinaÞorsteinsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. september
1932. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Seljahlíð 10.
maí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Aðalheiður
María Jónsdóttir, f.
1901, d. 1983 og
Þorsteinn Þorgils
Þorsteinsson, f. 1897, d. 1960.
Systkini hennar eru 1) Anna, f.
1926, d. 2005, hennar maður var
Sigurbjörn Hansson sem er lát-
inn. 2) Margrét Jóna, f. 1933,
hennar maður var Hafsteinn
Daníelsson sem er látinn. 3)
Guðmundur Berg-
mann, f. 1934, d.
1997. 4) Guðbjartur
Bergmann, f. 1934,
hans kona er Ásrún
Heiðarsdóttir. 5)
Guðný Hrönn, f.
1938, hennar mað-
ur er Sævar Júníus-
son.
Elsa bjó á ýms-
um stöðum í
Reykjavík en þegar
hún var 10 ára fluttist fjöl-
skyldan í Höfðaborg en árið
1968 fluttust þau í Breiðholtið
og bjó Elsa þar til æviloka.
Útför Elsu verður gerð frá
Seljakirkju í dag, 23. maí 2012
og hefst athöfnin klukkan 13.
Það er með þakklæti, hlýhug
og virðingu sem ég minnist elsku-
legrar móðursystur minnar Elsu
sem lést á hjúkrunarheimilinu
Seljahlíð 10. maí sl. eftir stutt en
erfið veikindi.
Það er af mörgu að taka og
margs að minnast þegar ég lít yf-
ir farinn veg. Elsa bjó lengst af
með móður sinn, bræðrum og
Unni systurdóttur sinni sem ólst
upp hjá þeim. Þær þrjár pössuðu
mig þegar foreldrar mínir þurftu
á því að halda og í uppvexti mín-
um sótti ég fast eftir því að vera
hjá þeim. Hún lék stórt hlutverk í
mínu lífi eins og svo margra
systkinabarna sinna. Þegar ég
var barn var hún dugleg að bjóða
mér í leikhús, bíó, söfn og á ýmsa
aðra viðburði og ekki má gleyma
ferðunum vestur á Hellissand til
Önnu frænku. Eftir að ég varð
fullorðin og búin að eignast mitt
heimili og mína fjölskyldu var
hún ólöt við að heimsækja okkur
og aldrei kom hún tómhent.
Elsa var flogaveik sem barn og
fram á fullorðinsárin og mörkuðu
þau veikindi líf hennar. Hún átti
ekki langa skólagöngu en hún var
vel gefin og fróðleiksþyrst og má
segja að hún hafi að mörgu leyti
verið sjálfmenntuð. Hún las mik-
ið, fylgdist vel með fjölmiðlum og
með eindæmum ættfróð og minn-
ug og þegar verið var að rifja eitt-
hvað upp þá var best að leita til
hennar. Hún mundi allt að mér
fannst, hún mundi t.d. svo margt
sem ég gerði eða sagði sem barn
og skildi ekkert í því að ég myndi
ekki eftir því og hvað þá að
mamma myndi ekki eftir því.
Hún hafði mikinn áhuga á mönn-
um og málefnum og fylgdist vel
með flestum sem hún hafði haft
kynni af, spurði gjarnan frétta af
gömlum vinkonum mínum þó hún
hefði ekki hitt þær í árum saman.
Elsa var afar góð og trygg-
lynd, hún var nægjusöm og for-
dómalaus og var einstaklega
þægileg í umgengni. Hún lét eng-
an ósnortinn með sinni einlægu
framkomu.
Elsu minni þakka ég allar
góðu stundirnar okkar, allt það
góða sem hún kenndi mér og um-
hyggjusemina í minn garð og
fjölskyldu minnar. Mig langar að
þakka Vilhelmínu Ægisdóttur,
vinkonu Elsu, tryggðina og vin-
áttuna við hana.
Aðalheiður Sævarsdóttir.
Látin er móðursystir mín Elsa
Steina Þorsteinsdóttir. Hún var
ekki aðeins frænka mín heldur
var hún meira sem stóra systir
þar sem við, í æsku minni, bjugg-
um saman heima hjá ömmu í
Höfðaborginni. Þar bjuggu einn-
ig yngri systkini Elsu, Margrét
Jóna, tvíburarnir Guðbjartur og
Guðmundur og Guðný.
Höfðaborgin var ekki stór og
því þröng á þingi en það fór vel
um okkur. Elsa var mjög dugleg
að hafa ofan af fyrir mér. Hún var
til dæmis mjög dugleg að spila
við mig en það sem henni þótti
skemmtilegast var að fræða mig
um ætt okkar og uppruna enda
var hún vel að sér í þeim efnum.
Móður minni reyndist Elsa
mjög vel, hún fór vestur á Hell-
issand á hverju sumri og tók þátt
í heyskap og sá alfarið um mann-
margt heimilið á Selhól þegar
mamma fór í ferðalög með Kven-
félagi Hellissands. Varð þetta til
þess að mamma naut þessara
ferða enn betur, vitandi að sitt og
sínir væru í góðum höndum.
Eftir að ég varð fullorðin og
flutti að heiman minnkuðu sam-
skiptin en Elsa hringdi reglulega
til þess að fræða mig um hvað
væri að gerast. Í þeim samtölum
gætti Elsa þess að gleyma aldrei
að fræða mig um fjölgun í ættinni
en ég held að hún hafi haft tölu á
öllum afkomendum afa og ömmu
fram á síðustu stundu. Einnig
fékk ég alltaf útlistun á bíltúrum
Elsu með Guðnýju systur sinni
en þær fóru gjarnan saman og
fengu sér ís. Veit ég að Elsa hafði
sérstaka ánægju af þeim ferðum.
Elsku Elsa mín, ég held að afi
og amma taki syngjandi á móti
þér, rétt eins og þau gerðu fyrir
okkur í æsku, takk kærlega fyrir
mig.
Erla Gísladóttir
og fjölskylda.
Ég kveð Elsu frænku mína
með sorg og söknuði, en fyrst og
fremst með þakklæti í huga. Elsa
var einstaklega trygglynd og góð
manneskja og þægileg í alla staði.
Ég var svo heppin að fá að alast
upp á sama heimili og Elsa, hjá
ömmu og afa. Elsa var mér allt í
senn frænka, móðir og góður vin-
ur. Elsa var natin við að hugsa
um mig, við vorum alltaf mjög
nánar. Þegar ég átti erfitt þá var
hún alltaf til staðar fyrir mig.
Ég á margar góðar og
skemmtilegar minningar frá
æskuárunum með Elsu og það er
af mörgu að taka. Eitt skiptið
þegar ég var 5 eða 6 ára langaði
mig svo að skúra ganginn sem
Elsa var vön að gera, ég fékk fötu
fulla af vatni, skrúbb og tusku og
ég varð afar glöð. En það endaði
með ósköpum, allt var komið á
flot og ég farin að sulla. Elsa bara
brosti og hjálpaði mér að þurrka
upp og kláraði verkið.
Við Elsa gerðum margt sam-
an, við fórum í hringferð um
landið með strandferðaskipinu
Esju, mig minnir að það hafi tek-
ið viku. Þetta var mjög skemmti-
leg ferð, ég man eftir því að við
keyrðum til Hallormsstaðar og
man einnig eftir því að við fórum
til Vestmannaeyja. Við fórum á
hverju sumri á Hellisand til Önnu
systur hennar á Selhól, en það
var alltaf gaman að koma til
þeirra.
Þegar Keli minn var lítill þá
kom hún oft í heimsókn til okkar í
Hamraborgina og kom alltaf með
gjöf til Kela í hvert skipti við mik-
inn fögnuð. Eitt sinn sagði ég
henni að hún þyrfti ekki að koma
með pakka í hvert skipti og í
næsta skipti kom hún án þess að
vera með gjöf, Keli fór þá að há-
gráta og Elsa varð afar leið.
Næsta dag kom Elsa snemma
dags með tvær gjafir til Kela og
hún fékk stórt bros og koss að
launum frá Kela.
Þegar ég bjó í Danmörku kom
hún til okkar í heimsókn nokkr-
um sinnum og þess á milli hringdi
hún reglulega til okkar og spjöll-
uðum við lengi saman. Hún var
svo alltaf áhugasöm um að fylgj-
ast með börnunum mínum. Þegar
þau fæddust varð hún afar glöð,
hún var orðin amma og var hún
þeim alltaf jafn góð og hún var
mér.
Að lokum vil ég þakka Elsu
fyrir þær yndislegu stundir sem
við áttum saman og fyrir þann
stuðning sem hún veitti mér.
Blessuð sé minning hennar.
Unnur Inga Karlsdóttir
Elsa Steina
Þorsteinsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Elsa, við þökkum
þér allt það góða sem þú
gafst okkur.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Við þökkum þér sam-
fylgdina. Gangi þér vel á
nýjum slóðum.
Kveðja,
Unnur, Jón Þröstur og Elsa.
Fleiri minningargreinar
um Elsu Steinu Þorsteins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ARNDÍS LÁRA TÓMASDÓTTIR,
Höskuldarkoti,
Ytri-Njarðvík,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 20. maí.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 29. maí
kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarsjóð Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Garðar Magnússon,
Sigurður T. Garðarsson, Guðfinna S. Skúladóttir,
Þorbjörg Garðarsdóttir, Stefán E. Bjarkason,
Gylfi Garðarsson, Ólöf M. Ingólfsdóttir,
Garðar Garðarsson, Signý Hafsteinsdóttir,
Ólafur Garðarsson,
Kolbrún Garðarsdóttir, Eyþór E. Thoroddsen,
barnabörn og barnabarnabörn.