Morgunblaðið - 23.05.2012, Síða 24
24 MINNINGAR
Aldarminning
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012
Þórarinn fæddist
23. maí 1912 á Naut-
eyri við Ísafjarðar-
djúp. Hann var son-
ur hjónana Ólafs
Péturssonar frá
Dröngum og Guð-
rúnar Sigríðar Sam-
úelsdóttur frá
Skjaldabjarnarvík.
Þórarinn var elstur
og átti fjórar yngri
systur. Heimilið sem
þau bjuggu lengst á var í Hraun-
dal á Langadalsströnd. Það var sá
griðastaður sem ætíð var upp-
ljómaður í minningunni af hlý-
leika og gestrisni, þrátt fyrir bág
kjör. Faðir Þórarins lést fyrir ald-
ur fram. Þórarinn þá 17 ára, það
kom því mikið í hans hlut og elstu
systur hans, að hjálpa móður sinni
við búskapinn. Hann var þá flug-
læs orðinn á náttúru Íslands og
gat snemma þulið upp nöfn fugla
og jurta og kunni Íslendingasög-
urnar utanað.
Tuttugu og þriggja ára fer
hann í Héraðsskólann í Reykja-
nesi og sækir námið þar af kappi
og áhuga. Hann varð snemma
flugsyndur og synti Selána fram
og til baka í stórflóði. Hljóp yfir
Hraundalsá þegar hún var að
byrja að sprengja af sér ísinn og
ein mínúta til eða frá réð úrslitum.
Einu sinni synti hann við frum-
stæðan útbúnað frá Hafnardal yf-
ir Ísafjörð í Reykjanes. Skóla-
stjórinn í Reykjanesi, Aðalsteinn
Eiríksson, dáðist að þessum unga
eldhuga og hvatti hann áfram til
náms. Í framhaldi fer hann til
Reykjavíkur í Íþróttaskóla Jóns
Þorsteinssonar og stuttu seinna
tekst honum með hjálp stórbónd-
Þórarinn Ólafsson
ans á Melgarðseyri
Jóns H. Fjalldals og
skólastjórans í
Reykjanesi, að fara
utan til náms til
Kaupmannahafnar.
Þar lýkur hann
íþróttakennaranámi
í Statens Gymnastik
Institut árið 1940.
Hann lætur sig
dreyma um áfram-
haldandi nám ytra
og skrifar um áform sín til systur
sinnar.
Það varð þó aldrei meira en
draumur, því nú var skollið á stríð
og Danmörk og Noregur hernum-
in af Þjóðverjum en Ísland af
Bretum. Íslendingum tókst þó, að
gera samning við Breta og Þjóð-
verja um að leyfa Íslendingum á
erlendri grund að fara heim. Skil-
yrði Breta var að þeir færu heim
með skipi frá borginni Petsamó í
Norður-Finnlandi (sem í dag er í
Rússlandi). Farþegarnir 258 tals-
ins komu hvaðanæva og söfnuðust
saman í Stokkhólmi og ferðuðust
með lest og rútum til Petsamó.
Laugardaginn 5.10. 1940 var hald-
ið heim á leið með troðfullri Esj-
unni. Bretar rufu samkomulagið á
3. degi og skipuðu Esjunni að
sigla þegar í stað til Skotlands.
Þar átti að fara fram yfirheyrsla
og leit að þýskum njósnurum.
Þangað kom svo skipið 11.10. með
viðkomu í Orkneyjum. Enginn yf-
irheyrði þá, né tók af þeim
skýrslur. Esjan lá í höfninni í Ed-
inborg í nokkra daga og hélt síðan
heim eftir mikla svaðilför. Þessi
ferð hafði djúpstæð áhrif á Þór-
arin og þreyttist hann seint á að
segja frá henni.
Þegar heim kom hóf Þórarinn
nám í Handíðaskóla Íslands.
Hann sótti íþróttanámskeið á
Laugarvatni og kenndi hjá knatt-
spyrnufélögum Vals og Víkings í
Reykjavík. Haustið 1943 kvæntist
hann Rannveigu Hálfdánardóttur
frá Grænhól í Eyjafirði. Sama ár
réðst hann til kennarastarfa við
Héraðsskólann á Eiðum. Á þeim
tíma fékk hann þá hugmynd að
ganga frá austri til vesturs yfir Ís-
land og fékk samkennara sinn
Berg Ólafsson frá Þingmúla í
Skriðdal með sér. Ferðina hófu
þeir 1. ágúst 1944 frá Skjöldólfs-
stöðum í Jökuldal, fóru þvert yfir
landið og komu um miðjan dag 12.
ágúst að Kalmanstungu í Borgar-
firði.
Þetta voru ungir og hraustir
menn og vanir volki, sem kom sér
vel þegar vaða þurfti jökulár og
klífa fjöll. „Það er nú svo, vinur
minn, að á þessu ferðalagi lifðum
við í mörg ár,“ sagði pabbi við
blaðamann.
Þórarinn og Rannveig fluttu til
Akraness 1945 þar sem honum
bauðst vel launuð kennarastaða
og kenndi hann við Iðnskólann,
Gagnfræðaskólann og síðast við
Fjölbrautaskóla Akraness allt til
ársins 1979. Eftir það starfaði
hann við bókasafn Fjölbrauta-
skólans til ársins 1991.
Þórarinn var kennari af Guðs
náð og leit ávallt á nemendur sína
sem jafningja. Hann var góður
sögumaður og notaði þá list
óspart í kennslu, kunni Íslend-
ingasögurnar utanað og á ferða-
lögum fjölskyldunnar lifnaði
landslagið við. Það þótti gott og
öruggt að ala börn upp á Akranesi
og nágrannarnir hjálpuðust að og
nutu gestrisni og vinskapar hver
annars. Þeir komu hvaðanæva,
frá Horni og Hælavík á Horn-
ströndum, Ólafsvík, Siglufirði,
Eyjafirði og úr Reykjavík. Glatt
var oft á hjalla, sagðar sögur, far-
ið með vísur og mikið hlegið. Á
seinni árum lagði Þórarinn stund
á útskurð í tré. Hann renndi og
skar út aska og prjónastokka með
höfðaletri sem hann seldi í
Rammagerðinni í Reykjavík og til
vina og kunningja.
Þetta er bara brotabrot af ævi-
ágripi þessa merka manns sem
var meiri en háskólarnir eins og
einn góður nemandi hans, Leó Jó-
hnnesson, orðaði það. Eftirlifandi
eiginkona Þórarins, Rannveig
Hálfdánardóttir, er orðin 95 ára
og dvelur nú á Dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi.
Fyrir hönd systkinanna á Há-
holti, Ólafs Hálfdáns Þórarins-
sonar,
Kristínar Sigríðar Þórarins-
dóttur, Þórunnar Rannveigar
Þórarinsdóttur og þeirra fjöl-
skyldna og minnar,
Þórgunna Þórarinsdóttir.
Guderup 16. maí, 2012
Á þeirri stundu sem útför þín
fer fram sitjum við með kertaljós
og rifjum upp liðna tíma öll árin,
allar ferðirnar okkar saman, hlát-
urinn, grínið og gamanið. Ekki er
lengur hægt að hringja í Inn-
rammarann og fíflast t.d. um
grænu saumamyndirnar eða álíka
grín. Þeir sem hafa átt vini eins og
ykkur Möggu vita hvað vinátta
er.
Í herberginu okkar hangir dýr-
lingamynd sem við fengum senda
frá Íslandi og aftan á henni stend-
ur:
Til: Höbbu
Frá: Heilagri Margréti og
Benediktusi verndarengli.
Við trúum að hann verði okkur,
sem eftir lifum, sannur vernd-
arengill. Engin hjón höfum við
þekkt sem hafa lifað lífinu eins
saman, alltaf saman, eins og þið
gerðuð. Það er ótrúlegt að þurfa
Benedikt Karl
Bachmann
✝ Benedikt KarlBachmann
fæddist í Reykjavík
12. mars 1945.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 9. maí 2012.
Útför Benedikts
fór fram frá Bú-
staðakirkju 16. maí
2012.
að kveðja þig svona
snöggt, þú áttir svo
margt eftir ógert.
Hér í Danmörku er
þín sárt saknað af
okkur, dætrum okk-
ar og þeirra fjöl-
skyldum. Nú kemur
enginn og galdrar
fyrir börnin.
Elsku Magga, hjá
okkur hér í Dan-
mörku bíður þín allt-
af knús og kram og vonum við að
við eigum eftir margar góðar
stundir saman.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra, kæra Magga.
Hrafnhildur, Gylfi
og fjölsk. í Danmörku.
Eftirfarandi minningargreinar
eru birtar hér aftur þar sem mis-
tök urðu við vinnslu greinanna
sem birtust í blaðinu 21. maí síð-
astliðinn. Morgunblaðið biður
hlutaðeigendur velvirðingar á
mistökunum.
Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann núna
þegar félagi minn og vinnur til 60
ára er kvaddur. Það er ekki skrít-
ið þegar litið er til þess að kynni
okkar hófust er við settumst í 7
ára bekk í Austurbæjarskólanum
og vorum bekkjarfélagar þar í 6
ár og síðan í 4 ár í Gagnfræða-
skóla Austurbæjar og á þessari 10
ára samfelldu skólagöngu sátum
við hlið við hlið nánast öll þau ár
og útskrifuðumst sem gagnfæð-
ingar fyrir réttum 50 árum.
Minningar sem krakkar, í
sundi í Sundhöllinni, á skautum á
Tjörninni og á skautasvellinu í
Skátaheimilinu við Snorrabraut
eða í fótbolta á Klambratúni, svo
komu unglingsárin, áfram fótbolti
á Klambratúni, skíðaferðirnar í
Hveradali og skíðaskála Vals í
Sleggjubeinsdal, unglingadans-
leikir í Skátaheimilinu, Breiðfirð-
ingabúð, Iðnó eða í Silfurtungl-
inu. Við reyndum fyrir okkur í
golfi og fórum ófáar veiðiferðirn-
ar fram eftir fullorðinsárunum.
Svo minnist ég þess er Bósi
hringdi í mig og bað mig að hitta
sig á Hressó, hann ætlaði að
kynna mig fyrir kærustunni sinni,
sat hann þar í einum básnum með
tveim ungum stúlkum og kynnti
mig fyrir Margréti og Björgu vin-
konu hennar. Magga var alin upp
á Grímsstaðaholti á Fálkagötu 4
og varð síðar eiginkona hans, ein-
kennilegt eða kannski ekki, en
seinna varð ég ástfanginn af
Emmu eiginkonu minni sem einn-
ig var alin upp á Grímsstaðaholti
á Fálkagötu 32 og hefur vinátta
okkar allra verið órofin síðan og
minnumst við hjónin allra heim-
sóknanna til hvor annarra, við
Bósi að spjalla, spila eða tefla og
Emma og Magga að spjalla með
handavinnu. Bósi var mikill list-
unnandi og fagurkeri og ber
heimili þeirra Möggu vott um
það. Þegar ég flutti með fjölskyld-
una til Akureyrar til nokkurra
ára komu þau Magga norður og
áttum við góðar stundir saman og
þegar þau fluttu til Flórída heim-
sóttum við þau ásamt syni okkar
Geir Jóni, sem Bósi kallaði Gorm-
inn ekki að ástæðulausu. Ekki má
gleyma Peðinu, taflklúbbi okkar
nokkurra vina sem tefldum sam-
an á þriðja áratug.
Bósi var skemmtilegur, skap-
góður, vinnusamur og ekki síst
vandvirkur og þykist ég vita að
margir eiga eftir að sakna hand-
bragðs hans.
Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdags kveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið
stórt og smátt er saman bundið.
(E. Ben.)
Elsku Magga, við Emma og
fjölskylda okkar biðjum góðan
Guð að varðveita Bósa og styrkja
þig og fjölskyldu ykkar nú og um
alla framtíð.
Geir Þorsteinsson.
Sl. áratug hefur hópur fólks á
ýmsum aldri, sem átt hefur sér
sameiginlegt áhugamál, komið
saman flestar helgar á meðan
knattspyrnuvertíðin hefur staðið í
Englandi og horft á leiki með sínu
liði. Það hefur einnig farið í ferðir
í Leikhús draumanna og haldið
árshátíðir. Ótvíræður leiðtogi
hópsins var Benedikt Bachmann
eða Benni eins og hann var jafnan
kallaður. Hann gat verið mjög
gagnrýninn á sína menn ef honum
fannst þeir ekki standa sig vel og
þá fuku oft yfirlýsingar í kjölfarið:
„Nú held ég að karlinn sé orð-
inn alveg galinn að stilla upp
þessu liði (Ferguson).“
„Þessi Nani getur ekki neitt.
Ég skil ekkert í karlinum að selja
hann ekki strax.“
„Ég held svei mér þá að
Djemba Djemba hafi verið betri
en þessir menn.“
Þetta kom yfirleitt af stað
fjörugri umræðu enda gert í þeim
tilgangi. Hann kunni ættfræði
leikmanna umfram aðra og út frá
nöfnum þeirra rakti hann oft
kostulega ættfræði sem dugði yf-
irleitt til hláturs hjá hópnum.
Oft þegar gengið var brösugt í
leik greip Benni til þess ráðs að
kaupa sér staup. Þetta var kallað
markastaup og ótrúlega oft
fylgdu mörk. Kannski hefði það
dugað á sunnudaginn var, hver
veit?
Á samkomum hópsins dró
Benni gjarnan fram spilastokk og
fleiri galdratæki. Þar lét hann
augu manna hringsnúast í for-
undran þegar hann framdi hin
ótrúlegustu trikk.
Umfram allt var Benni heill og
góður vinur. Hann var mjög flink-
ur í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur og sviplegt fráfall hans
mjög sárt fyrir alla sem hann
þekktu og tengdust.
Við sendum Margréti, börnum
þeirra og fjölskyldum samúðar-
kveðjur og þökkum fyrir stund-
irnar sem við áttum með honum.
F.h. MU-hópsins,
Pétur Björnsson.
Dýrahald
Standard poodle-hvolpar til sölu
Tilbúnir til afhendingar, ættbók frá
HRFÍ, líf- og sjúkdómatrygging frá
VÍS. Frekari upplýsingar á
www.poodle.is og í síma 866 4747.
Garðar
Tökum garðinn í gegn!
Klippingar, trjáfellingar, beða-
hreinsanir, úðanir og allt annað sem
við kemur garðinum þínum.
Áratuga reynsla, skilvirk vinnubrögð
og umfram allt hamingjusamir
viðskiptavinir.
20% afsláttur eldri borgara.
Garðaþjónustan: 772-0864.
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Þjónusta
Sandblástursfilmur
í öllum stærðum og gerðum fyrir
heimili og fyrirtæki. Sendið fyrir-
spurn á audmerkt@audmerkt.is
eða skoðið heimasíðu okkar
www.audmerkt.is
Bílar
Hyundai Tuscon, 750.000 afsláttur
Til sölu gott eintak 06/2008, silfur-
grár bensínbíll, vél 1975cc, fjórhjóla-
drifinn. Ný tímareim. Ásett verð skv.
bílasölum 2.400.000, fæst á ruglverði
eða kr. 1.650.000. Upplýs. í síma
862 4682.
Bílaþjónusta
MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Rvk • s. 587 1960 • www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við
fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu
og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land
Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
bróður, afa og langafa,
EIRÍKS GUÐMUNDSSONAR
frá Raufarhöfn.
Fyrir hönd aðstandenda.
Björg Sæland Eiríksdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
okkar ástkæru systur og frænku,
GUÐRÚNAR J. HALLDÓRSDÓTTUR.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hannes Halldórsson,
Þorbjörg Hannesdóttir,
Elísabet Halldórsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
RAGNHEIÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum
fyrir elskulegt viðmót og góða umönnun.
Oddur Helgason,
Anna Oddsdóttir, Steinar Friðgeirsson,
Halldóra Oddsdóttir, Jón B. Björgvinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.