Morgunblaðið - 23.05.2012, Side 32

Morgunblaðið - 23.05.2012, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2012 Meðal liða á Listahátíð í Reykjavík er tónleikaröðin Flakk, sem hefst með tónleikum Önnu Þorvalds- dóttur. Tónskáldin sem taka þátt í röðinni, Anna Þorvaldsdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Berglind María Tómasdóttir, eiga það sameiginlegt að búa erlendis og koma sjaldan fram á Íslandi. Þó Anna Þorvaldsdóttir hafi búið erlendis við nám og störf undanfarin ár þekkja margir til hennar hér á landi enda hlaut hún tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2012 í flokknum sígild og samtíma- tónlist sem tónhöfundur ársins og fyrir hljómplötu ársins, Rhízoma. Hún var einnig tilnefnd fyrir tón- verk ársins, Aeriality, sem var í senn doktorsverkefni hennar frá Kali- forníuháskóla og verk sem Sinfón- íuhljómsveit Íslands pantaði og frumflutti á tónleikum sl. haust und- ir stjórn Ilans Volkovs. Yfirskrift tónleika Önnu í Kalda- lóni í Hörpu í kvöld er Samruni. Á tónleikunum mætir skrifuð hljóm- sveitartónlist raftónlist, tilrauna- kenndu hiphopi og bardúnstónlist. Anna tekur þátt í flutningnum, en rafverkin eru unnin úr hljómsveit- arverkum hennar. Tónleikunum er lýst svo að þeir verði heildarupplifun hins hljóðræna og sjónræna, enda verða einnig flutt vídeóverk eftir tónskáldið. Gestur á tónleikunum verður bandaríski raf- tónlistarmaðurinn og plötusnúð- urinn Mike Gao sem flytur eigin remix uppúr tónlist Önnu. arnim@mbl.is Samruni Önnu á Flakki í Kaldalóni Samruni Tónskáldið Anna Þor- valdsdóttir flytur rafverk sem unnin eru úr hljómsveitarverkum hennar. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Nokkur stór, bandarísk kvikmynda- fyrirtæki hafa áhuga á að endurgera íslensku kvikmyndina Frost, að sögn Ingvars Þórðarsonar, annars fram- leiðanda myndarinnar. Hún verður þó ekki tilbúin fyrr en í sumar og verður frumsýnd hér á landi í sept- ember, í Sambíóunum. Myndin hef- ur þegar verið seld í kvikmyndahús í nokkrum löndum. Spennutryllirinn Frost gerist að mestu uppi á jökli og fóru tökur fram á Langjökli í vetur. Vinnslu myndarinnar lýkur í júlí en þegar hefur verið gengið frá sölu til Kan- ada, þar sem Entertainment One dreifir myndinni, Big Movie í Rúss- landi hreppti hrossið og í fyrradag var myndin seld til Bretlands, þegar Momentum tryggði sér réttinn. „Það er mjög óvanalegt að kvik- myndir séu keyptar út á „trailer“ en menn voru mjög spenntir fyrir henni,“ sagði Ingvar við Morg- unblaðið í gær. Hann er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, til þess að kynna Frost. „Það eru spennandi tímar. Contra- band, mynd Baltasars, gerði mikið fyrir okkur og almennt er mikill hiti fyrir öllu frá Skandinavíu.“ Stutt kynning á myndinni hefur verið sýnd í íslenskum kvikmynda- húsum undanfarið, en mögulegir kaupendur ytra fengu að sjá lengri útgáfu, og viðbrögðin hafa verið afar góð, að sögn Ingvars. „Það er líka búið að eyða miklum tíma hér í Cannes í viðræður við bandarísk fyrirtæki sem hafa áhuga á endurgera myndina,“ sagði Ingv- ar. Þar eru á ferð m.a. Sony, Warner Brothers og Paramount, og segir Ingvar að þegar hafi tilboði frá einu bandarísku fyrirtæki verið hafnað. „Ég tel mjög mikla möguleika á því að myndin verði endurgerð í Banda- ríkjunum,“ sagði hann. Leikstjóri yrði þá bandarískur en Ingvar segir að unnið sé að því að myndin yrði engu að síður tekin hér á landi. Leikstjóri Frosts er Reynir Lyng- dal og aðalleikarar Björn Thors, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Helgi Björnsson og Hilmar Jónsson. Tökumaður var Ágúst Jakobsson. Framleiðendur eru Ingvar og Júl- íus Kemp í nafni Kisi Production. Meðframleiðendur eru Markus Selin og Jukka Helle (Solar Films) og Karla Stojáková (Axman Produc- tion). Handritið skrifaði leikskáldið kunna, Jón Atli Jónsson, sem gerði m.a. handritið að kvikmyndunum Mýrinni og Djúpinu. skapti@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Spennutryllir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson kynna Frost í Cannes. Frost ekki bara á Fróni?  Bandarísk fyrirtæki hafa áhuga á að endurgera Frost  Búið að selja mynd- ina víða um lönd þó að hún sé ekki búin LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar BRÁÐSKEMMTILEG MYND FRÁ FRAMLEIÐENDA BRIDESMAIDS OG LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALL SPREN G- HLÆG ILEG MYND FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐI OKKUR BORAT KEMUR EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS ÞAR SEM SASHA BARON COHEN FER Á KOSTUM Í HLUTVERKI KLIKKAÐASTA EINRÆÐISHERRA ALLRA TÍMA MEN IN BLACK 3 3D Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20 THE DICTATOR Sýnd kl. 6 - 8 - 10 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT Sýnd kl. 8 - 10:25 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG AFTUR TIL FORTÍÐAR... TIL AÐ BJARGA FRAMTÍÐINNI -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is PINNAMATUR Skútan FYRIR ÚTSKRIFTINA Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tíma dags móttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Hlaðborð Tapas Pinnamatur www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Pinna og Tapas borð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupandi sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á borð á einnota v eislufötum. Sé veislan 150 manna eða meira eru allar veitingar afhentar á ein nota veislufötum. Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar Verð frá 2.258 pr. mann SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ Í 3-D 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS LOKAÐ Í DAG! MIB 3 3D KL. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 THE DICTATOR KL. 3.30 - 6 - 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.20 - 8 12 21 JUMP STREET KL. 10.30 14 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L MIB 3 3D KL. 6 - 8 - 10.10 10 THE DICTATOR KL. 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.45 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.