Monitor - 24.05.2012, Síða 18

Monitor - 24.05.2012, Síða 18
18 MONITOR FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 Hvað hafið þið þekkst lengi? Við höfum þekkst síðan árið 2005 þannig þetta eru að verða góð 8 ár. Hvenær kviknaði áhugi ykkar á tísku? Lilja fékk fyrst áhuga á tísku í menntó. Hún fór meira að pæla í hverju hún var og þótti gaman að fá hrós fyrir einstakan klæðaburð. Katrín fór ekki almennilega að spekúlera í tísku fyrr en árið 2008, í raun um sama skeið og tískublogg fóru að láta á sér kræla. Síðan þá spáir hún mikið í fötum, litasamsetningum og hefur sérstaklega gaman af street style bloggum. Hvers vegna fluttuð þið til London? Við fluttum báðar því að kærastar okkar búa þar. Þar að auki var þetta spennandi og kærkomin breyting frá hversdagsleikanum á Íslandi. Svo höfðum við báðar verið lengi vel spenntar fyrir að mennta okkur erlendis og höfðum oft látið okkur dagdreyma um að flytja saman út fyrir landssteinana. Hvers vegna ákváðuð þið að byrja að halda úti tískubloggi? Við höfðum oft talað um að byrja að blogga saman. Eftir að við fluttum út virtist þetta vera fullkominn vettvangur til að skrifa um daglegt líf okkar hérna úti til að vinir okkar og vandamenn heima gætu fylgst með, í bland við að skrifa um áhugamál okkar, uppáhalds hönnuði og annað sem okkur finnst áhugavert. Auk þess er þetta viss leið til að koma sér á framfæri. Það eru mjög fallegar myndir sem prýða bloggið, hver tekur þær? Katrín tekur allar myndir af okkur á blogginu, nema þegar Lilja þarf að smella af mynd af henni, en Katrín vinnur þær allar. Hún er sjálflærð en var að komast inn í foundation nám í Camberwell College of Arts þar sem hún mun stunda nám við ljósmyndun. Hvers vegna skrifið þið á ensku en ekki íslensku? Okkur fannst bloggið vera aðgengilegra fyrir stærri hóp ef það væri á ensku því það býður upp á fleiri lesendur. Vonandi mun það skapa tækifæri fyrir okkur hér í London í framtíðinni. Mynduð þið segja að það sé erfitt að halda úti svipuðu bloggi á Íslandi? Að vissu leiti er það auðveldara á Íslandi, það er svo smátt samfélag og síður eru fljótar að berast á milli manna t.d. með Facebook. Úti er þetta viss bransi, fólk vinnur við að blogga og fær borgaði fyrir að skrifa pistla á aðrar stærri síður, halda fyrirlestra og ýmislegt í þeim dúr. Það hefur verið mjög erfitt að láta taka eftir blogginu hérna úti því það er önnur hver manneskja í tísku og listtengdu námi er með blogg. Maður þarf að vera duglegur að lesa önnur blogg, ‘tweeta’ til bloggara og þeirra sem við erum að skrifa um og reyna þannig að koma sér inn í hringiðuna. Vinkonurnar Katrín Lilja og Lilja Hrönn eru búsettar í London og halda uppi tískublogginu unicornsforbreakfast. com. Þar fá þær útrás fyrir áhuga sínum á tísku og ljós- myndun, en bloggið samanstendur af átfitt póstum, grein- um um búðir, hönnuði og ýmsu öðru tískutengdu. Kærkomin tilbreyting frá hversdagsleikanum DIMMT EN SAMT SVO MIKIÐ SUMAR SÉRHÖNNUÐ GLERAUGU SEM BLOKKERA SÓLARLJÓS EIN AÐ SKVÍSA YFIR SIG Í LONDON Þórhildur Þorkelsdóttir thorhildur@monitor.is stíllinn

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.