Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 8

Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Sérstök skattheimta á sjávarútveger svo að segja óþekkt. Nánast engin ríki bjóða sjávarútvegi sínum upp á slíkt fyrirkomulag, eins og fjallað var um í fréttaskýringu við- skiptablaðs Morgunblaðsins í gær.    Og þetta á jafnt við um þau ríkisem stýra veiðum sínum með kvótakerfum og með annars konar kerfum.    Ekki nóg með það, erlendis ersjávarútvegur víða niður- greiddur af ríkinu. Staðan er með öðrum orðum sú að íslenskur sjávar- útvegur er að keppa við ríkisstyrkt- an sjávarútveg eða sjávarútveg sem ekki býr við sérstaka skattheimtu.    En þetta skiptir ríkisstjórninaekki máli. Ekki frekar en allar þær neikvæðu umsagnir um sjávar- útvegsfrumvörpin sem stjórnar- flokkarnir hafa nú hunsað á þingi.    Þeir hafa, þrátt fyrir að öll rökstyðji að frumvörpin verði dregin til baka og endurskoðuð frá grunni, ákveðið að knýja málin í gegnum þingið.    Frumvarp um veiðigjöld var ígær sett á dagskrá þingfundar í dag þrátt fyrir að öllum megi ljóst vera hvers konar aðför frumvarpið er að sjávarútveginum, byggðum landsins og efnahag þess.    Lítilsháttar orðalagsbreytingarog smávægileg frestun á ósvífnustu ákvæðunum breyta engu um hættuna sem frumvarpið skapar. Mjög sérstök skattheimta STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.5., kl. 18.00 Reykjavík 14 heiðskírt Bolungarvík 13 heiðskírt Akureyri 11 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Vestmannaeyjar 9 heiðskírt Nuuk 8 heiðskírt Þórshöfn 7 skýjað Ósló 12 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 10 léttskýjað Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 18 skýjað Brussel 18 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 skýjað London 17 skýjað París 21 skýjað Amsterdam 15 skúrir Hamborg 13 skúrir Berlín 17 skúrir Vín 22 skýjað Moskva 11 léttskýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 25 heiðskírt Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 16 heiðskírt Montreal 17 skýjað New York 25 heiðskírt Chicago 11 alskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:21 23:31 ÍSAFJÖRÐUR 2:38 24:24 SIGLUFJÖRÐUR 2:19 24:09 DJÚPIVOGUR 2:40 23:11 Grímseyjardagar verða haldnir öðru sinni helgina 1.-3. júní í einstakri veður- blíðu ef spár ganga eftir. Boð- ið verður upp á fjölbreytta dag- skrá sem byggist á grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, sigl- ingar og fleira. Vanir menn síga í björg og sækja egg. Formlegri dag- skrá lýkur síðan með sjávar- réttahlaðborði í félagsheimilinu Múla að kvöldi laugardagsins. Í tengslum við viðburðinn hefur verið bætt við áætlun flugs til og frá Grímsey. Brottfarir frá Akur- eyri verða alla dagana kl. 13.00. Nánari upplýsingar um dagskrá Grímseyjardaga er að finna hér: http://www.visitakureyri.is/is/ moya/news/grimseyjardagurinn Grímseyjardagar um helgina Fjör verður í Grímsey. Rúnar Bjarnason, fyrr- verandi slökkviliðs- stjóri í Reykjavík, and- aðist í gær á Land- spítalanum á 81. aldursári. Rúnar fæddist í Reykjavík 5. nóvember 1931, sonur Önnu Guð- steinsdóttur húsfreyju og Bjarna Eggerts- sonar lögregluþjóns. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1951 og civ. ing.-prófi í efnaverkfræði frá Kungliga Tekniska högskolan (KTH) í Stokkhólmi 1955. Rúnar stundaði framhaldsnám við KTH og Karolinska í öryggismálum og um- hverfisvernd 1962-63 og framhalds- nám við háskólann í Karlstad í Sví- þjóð 1991. Rúnar var aðstoðarkennari við KTH 1954-55 og stundaði rann- sóknir við Svenska Atomkommitéen 1955. Hann var verk- fræðingur hjá Áburð- arverksmiðjunni 1955- 66 og slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarna í Reykjavík 1966-91. Rúnar var formaður Félags íslenskra stúd- enta í Stokkhólmi 1954-55 og EVFÍ 1964- 65. Hann var varafor- maður HSÍ 1957-72, í stjórn Stúdentafélags Reykjavíkur 1965-66 og settist í stjórn Fé- lags slökkviliðsstjóra 1990. Þá var hann í byggingar- og al- mannavarnanefndum Reykjavíkur og nágrannabyggða 1966-91 og í stjórn Brunamálastofnunar 1969-82. Kona Rúnars var Guðlaug Guð- mundsdóttir, f. 1936, d. 2011. Þau eignuðust Önnu Gullu fatahönnuð og Gylfa véltæknifræðing. Barnabörnin eru fimm talsins og barnabarna- börnin eru orðin fjögur. Andlát Rúnar Bjarnason Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 4. júní, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Á sgrím urJónsson Á sgrím urJónsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold Húmanistaflokk- urinn hefur ákveðið að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingis- kosningum. „Eins og berlega hefur komið í ljós hefur mark- aðs- og hagvaxtar- stefnan sem ríkt hefur undanfarna áratugi ekki staðið undir vænt- ingum. Hefðbundnir stjórn- málaflokkar hafa engar úrlausnir,“ segir í tilkynningu sem Metúsalem Þórisson sendi fyrir hönd fram- boðsins. Húmanistaflokkurinn byggir stefnu sína á frelsi og mannrétt- indum en Mannréttindasáttmáli SÞ er eitt af grundvallarstefnuskjölum hans. Helstu stefnumál eru: Lýð- ræði; efnahagsmál/fjármálakerfið; sjálfbærni og alþjóða- og friðar- mál. Húmanistaflokkurinn var stofnaður árið 1984 og hefur nokkrum sinnum boðið fram til þing- og sveitarstjórnarkosninga. Húmanistaflokk- urinn býður fram Methúsalem Þórisson Eyjamenn taka forskot á hátíðar- höld sjómannadagsins á sunnudag- inn með fjöldasöng í Akoges- salnum í Vestmannaeyjum í kvöld. Sjómannadagssöngurinn þar er ár- legur viðburður og markar upphaf fjölbreyttrar dagskrár alla helgina. Árni Johnsen þingmaður mun leiða fjöldasönginn í kvöld ásamt fleiri tónlistarmönnum. Má segja að þar verði samankomið „landslið“ Eyjamanna í tónlistinni og tekin 100 laga lota, eins og Árni orðaði það við Morgunblaðið. Söngurinn hefst kl. 22 og stendur til kl. tvö í nótt, með sögustund inn á milli. Morgunblaðið/Sverrir Söngur Árni Johnsen leiðir fjöldasöng í Eyjum í kvöld í tilefni sjómannadags. Sjómannasöngur í Eyjum í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.