Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
„Hann gaf jöklunum vel, þessi vet-
ur,“ segir Oddur Sigurðsson, sér-
fræðingur á sviði jöklarannsókna
hjá Veðurstofu Íslands, en starfs-
menn Veðurstofunnar og fleiri hafa
mælt snjóþykkt og -þyngd á Hofs-
jökli, Drangajökli og Mýrdalsjökli
og komist að því að snjórinn á jökl-
unum er mun meiri en að jafnaði á
undanförum árum.
Þróunin ár frá ári segir þó lítið
til um langtímaþróunina, sem bend-
ir til þess að jöklarnir séu að hopa,
og hraðar en menn grunaði. „Þegar
við tölum um afkomu jökuls þá er
það þannig að ef meira bætist við
jökulinn að vetrinum en leysir á
sumri þá stækkar hann það árið og
þá hefur hann jákvæða afkomu. Og
síðan er það hið gagnstæða, ef leys-
ir meira að sumri en snjóar að vetr-
inum þá hefur hann neikvæða af-
komu. Allir stærstu jöklarnir á
landinu hafa haft neikvæða afkomu
á hverju einasta árið síðan 1995. Og
það er alveg með ólíkindum að það
skuli líða 16 ár í röð þar sem af-
koman er neikvæð öll árin,“ segir
Oddur.
Hann segir síðastliðinn áratug
hlýjasta tímabil sem þekkist í sögu
veðurmælinga á jörðinni og að nán-
ast allir loftslags- og veðurfræð-
ingar séu sammála um að áfram-
hald verði á þessari þróun ef
maðurinn breyti ekki háttum sín-
um.
Veðrið ræður mestu
Hins vegar er erfitt að spá um
sumarleysingar, segir Oddur, þar
ráði sumarveðrið mestu. „Vetr-
arbúskapurinn segir ekki mikið til
um hvað gerist að sumri. Það atriði
sem hefur mest áhrif á viðgang
jöklanna yfir sumarið er sólargeisl-
unin og hlýindi en síðan geta tvö
önnur atriði haft áhrif,“ segir hann.
Annað sé rykfok upp á jöklana, sem
auki leysingu mikið, og á hann von
á því að aska úr síðustu tveimur
gosum geti haft sitt að segja í sum-
ar, þar sem hún sé enn ekki orðin
stöðug.
Askan til jökla
„Ef hvessir þá rýkur askan upp á
jöklana og ég geri fastlega ráð fyrir
að hún hafi borist upp á Mýrdals-
jökul um daginn og eflaust gætir
hennar á Vatnajökli og ef til vill á
fleiri jöklum. Hitt gæti svo virkað í
hina áttina að ef það snjóar á næst-
unni, eða að sumrinu, þá drepur
það niður leysinguna mjög snar-
lega, í nokkurn tíma að minnsta
kosti,“ segir Oddur.
Ljósmynd/NASA
Vetrarbúningurinn Ísland var fannhvítt og snævi þakið þegar þessi mynd var tekin af gervi-
tungli Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna föstudaginn 9. desember síðastliðinn.
Ljósmynd/NASA
Vor á landi ísa Á þessari mynd sem tekin var á miðvikudaginn sést vel hvernig vetur hefur vik-
ið fyrir vori en þá var heiðskírt yfir landinu og verður áfram fram eftir helgi.
Veturinn reyndist jöklunum góður
Meiri snjór er á jöklum landsins í vor en verið hefur undanfarin ár Aska úr síðustu eldgosum
mun líklega hafa áhrif á viðgang jökla í sumar Snjókoma að sumri stöðvar leysingar um tíma
Oddur segir sumarið í fyrra hafa
verið mun kaldara en sumarið á
undan en sumarið 2010 hafi leys-
ing verið með því mesta sem menn
hafi orðið vitni að. Orsakavaldarnir
voru bæði hlýtt veður og aska úr
Eyjafjallajökli, sem dreifðist út um
allt land og meira og minna á alla
jökla.
„Það voru reyndar tveir jöklar
sem minnkuðu ekki, eða minna, í
leysingum út af þessu og það voru
Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull.
Þar var askan svo þykk að hún ein-
angraði jökulinn. Og það er dálítið
merkilegt og athyglisvert, það þarf
ekki nema það
sem skiptir ein-
um eða tveimur
millimetrum til
að rykið farið að
einangra,“ segir
Oddur.
Snjór að sumri
dregur einnig úr
leysingum en
hann felur öskuna og allt sem er
dökkt á yfirborði jökulsins og eyk-
ur endurkastið svo mikið að jökull-
inn dregur ekki í sig geislun sólar í
þeim mæli sem hann myndi annars
gera.
Askan einangrar jökulinn
ÍSLAND ER SANNARLEGA LAND ELDA OG ÍSA
Oddur Sigurðsson
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
„Ég er ekki alveg viss hvort ég ætl-
aði að drepa einhvern,“ sagði Guð-
geir Guðmundsson í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær þegar hann var
spurður út í afstöðu sína til ákæru
um að hafa stungið framkvæmda-
stjóra Lagastoða 5. mars sl.
Guðgeir er ákærður fyrir tilraun
til manndráps þegar hann stakk
Skúla Eggert Sigurz fimm sinnum.
Lágmarksrefsing við slíkri ákæru er
fimm ára fangelsi. Guðgeir sagði
þegar hann var spurður út í þennan
ákærulið að hann hefði hugsað mik-
ið um það sem gerðist, „en ég hef
ekkert svar fundið“.
Dómari lét bóka að ákærði teldi
að ekki hefði verið um ásetning um
manndráp að ræða.
Guðgeir var einnig spurður út í
ákærulið sem snýr að Guðna Bergs-
syni, sem var stunginn tvisvar í lær-
ið.
„Ég bara man ekkert eftir því.
Það gæti hafa gerst,“ svaraði Guð-
geir.
Dómari lét bóka að ákærði drægi
ekki í efa að þetta hefði gerst en
myndi ekki eftir atburðinum.
Guðgeir hafnaði bótakröfu sem
gerð er í málinu, en Skúli krefst 3
milljóna í bætur og Guðni rúmlega
1,1 milljónar.
Er sakhæfur
Í réttarhaldinu var Guðgeir ein-
ungis beðinn um að taka afstöðu til
ákærunnar. Aðalmeðferð í málinu
verður 8. júní. Þá verða leidd fram
vitni og hann verður spurður nánar
út í atburðina.
Guðgeir hefur gengist undir geð-
rannsókn. Niðurstaða rannsóknar-
innar er að Guðgeir sé sakhæfur.
Brynjar Níelsson er réttargæslu-
maður Skúla í þessu máli, en þeir
eru samstarfsmenn. Mbl.is spurði
Brynjar í gær um líðan Skúla. „Líð-
an hans hefur verið fram og til baka
en menn eru bjartsýnir núna að
hann geti farið að hefja endurhæf-
ingu.“
Brynjar segir Skúla vera heima í
augnablikinu og horfi allt í rétta átt,
þótt bakslag hafi komið öðru hvoru.
„Hugur hans stendur til þess að
hefja aftur vinnu,“ segir Brynjar en
það fari eftir heilsu Skúla, sem að
öllu óbreyttu hefur endurhæfingu
fljótlega.
Skúli var stunginn fimm sinnum.
Gekk hnífurinn í gegnum þindina og
í lungu, bæði hægra og vinstra meg-
in, í gegnum hægra nýra, í lifur og
gallblöðru. Fjarlægja þurfti hægra
nýra hans og gallblöðru. Bæði lungu
hans sködduðust, tvö göt komu á
þind auk áverka á lifur.
Sagði manndráp ekki
vera sinn ásetning
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ákærður Guðgeir Guðmundsson í
Héraðsdómi Reykjavíkur.
„Mér finnst ástæða til að staldra við
og hlusta viðvörunarbjöllurnar sem
hringja þegar við fáum niðurstöður
af þessu tagi,“ segir Oddný Harð-
ardóttir, starfandi iðnaðarráðherra,
um niðurstöður kannana á vegum
Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í
ferðamálafræði. Þær leiddu í ljós
vaxandi óánægju meðal erlendra
ferðamanna vegna mannmergðar á
helstu áningarstöðum, en fjöldinn
teygir sig inn á reginöræfi og veldur
til að mynda raski á náttúru og rofi
úr göngustígum.
Dreifing heimsókna
„Ferðamönnum hefur fjölgað
gríðarlega, hér er metfjölgun upp á
20% samanborið við árið 2011,“ segir
Oddný. „Á ferðamálaáætlun til árs-
ins 2020 er markmiðið að auka arð-
semi atvinnugreinarinnar og um leið
fjölga ferðamönnum,“ segir Oddný.
„Auðvitað skapar svo mikil fjölgun
ákveðna vaxtaverki og það er viðbúið
að við verðum að bregðast við þessu
með einhverjum hætti. Tækin sem
við höfum til þess eru iðnaðarráðu-
neytið og Ferðamálastofa og um-
hverfisráðuneytið, sem nýlega fékk
hækkaðar fjárheimildir fyrir árið
2012 til þess að
bæta aðstöðu í
þjóðgörðum og
víðar.“ Aðspurð
hvort ráðuneytið
hafi í hyggju að
grípa til aðgerða
til að sporna við
neikvæðum hlið-
um fjölgunar seg-
ir hún svo vera.
„Við leggjum
áherslu á að dreifa heimsóknum
ferðamanna yfir allt árið og fjölga
viðkomustöðum.“
Öryggið mikilvægt
Aðspurð segir Oddný mikilvægt
að fjölgunin ógni ekki öryggi ferða-
manna. „Frumvarp frá mér um
breytingu á lögum um skipan ferða-
mála liggur inni á Alþingi en hefur
ekki enn komist að. Það tekur til
skyldu allra þeirra sem bjóða upp á
ferðir hér á landi til að gera öryggis-
áætlun með áhættumati og lýsingu á
viðbragðsáætlun við slysum. Ég tel
mikilvægt að þetta frumvarp komist
í gegn, sérstaklega þegar vöxturinn í
ferðamálum er jafn mikill og raun
ber vitni.“ gudrunsoley@mbl.is
„Verðum að
bregðast við“
Neikvæð áhrif fjölgunar ferðamanna
Oddný
Harðardóttir