Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.06.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óvíst er hvort fjölgun starfa á vinnu- markaði síðan botninum var náð á árinu 2010 hafi haldið í við fjölgun fólks á vinnualdri en árlega bætast við um 2.500 manns vegna nýrra ár- ganga sem koma á markaðinn. Þetta má ráða af greiningu Ing- unnar Þorsteins- dóttur, hagfræð- ings hjá Alþýðu- sambandi Íslands, á tölum Hagstofu Íslands um þróun á vinnumarkaði síð- an hagkerfið fór á hliðina haustið 2008. „Um 14.000 ársverk hafa tapast frá fyrsta ársfjórðungi 2008 saman- borið við sama ársfjórðung þessa árs. Skýrist það af því að störfum hefur fækkað umtalsvert á vinnu- markaði frá hruni en einnig af styttri vinnutíma. Frá því að botninum var náð 2010 hefur ársverkum fjölgað sem nemur 3.600 ársverkum. Þessa aukningu má að mestu leyti rekja til þess að vinnutíminn hefur verið að lengjast en lítil breyting hef- ur orðið á fjölda starfa. Í heild töp- uðust um 17.600 ársverk frá fyrsta ársfjórðungi 2008 og fram til sama ársfjórðungs 2010.“ 2.000 til 3.000 manns á ári Vinnumarkaðurinn stækkar sam- fara innkomu nýliða á markaðinn og þurfa því að koma til ný störf til móts við hana svo atvinnuleysi aukist ekki. Ingunn segir árgangana misstóra. „Á hverju ári koma inn nýir ár- gangar á vinnumarkaðinn en á móti fara aðrir af markaðnum, m.a. þeir sem komast á eftirlaunaaldur. Ár- gangarnir eru misstórir en að jafnaði bætast 2.000 til 3.000 manns við vinnumarkaðinn ár hvert,“ segir Ingunn um hina árlegu viðbót. Sé gengið út frá því að árlega bæt- ist við 2.500 manns á vinnumarkað hefði störfum á vinnumarkaði þurft að fjölga um 5.000 á síðustu tveimur árum til að halda í við þessa aukn- ingu. Sú tala er hærri en þau 3.600 ársverk sem Ingunni reiknast til að hafi orðið til í hagkerfinu síðan á fyrsta ársfjórðungi 2010. 14.705 án vinnu í janúar 2010 Vinnumálastofnun birtir í hverj- um mánuði yfirlit yfir stöðuna. Fram kemur í janúarskýrslu árs- ins 2010 að skráð atvinnuleysi þá var 9% og voru að meðaltali 14.705 manns án vinnu. Jókst atvinnuleysi um 6,7% að meðaltali frá desember eða um 929 manns. Á sama tíma árið 2009 var atvinnuleysi 6,6% og voru þá að jafnaði 10.456 án vinnu. Áætl- aður mannafli á vinnumarkaði skv. áætlun Vinnumálastofnunar í janúar 2010 var 163.304. Tveimur árum síðar hafði fækkað á atvinnuleysisskránni en skráð at- vinnuleysi í janúar 2012 var 7,2%. Að meðaltali voru 11.452 atvinnulausir í janúar og fækkaði atvinnulausum um 308 að meðaltali frá desember eða um 0,1 prósentustig. Vinnuaflinn skreppur saman Athygli vekur að mannafli á vinnu- markaði skv. áætlun Vinnumála- stofnunar var 158.915 í janúar 2012 sem gerir fækkun upp á tæplega 4.400 frá janúarmánuði 2010. Sé þessari tölu bætt við áætlaðan fjölda atvinnulausra í janúar 2012, alls 11.452 einstaklinga, er niðurstaðan 15.841 einstaklingur sem er ýmist án vinnu eða farinn úr vinnuaflanum. Það er hærri tala en áætlaður fjöldi atvinnulausra í janúar 2010 sem var sem áður segir 14.705. Til glöggvunar byggist mann- aflaspá Vinnumálastofnunar á upp- lýsingum um mannfjölda 2011 og upplýsingum úr vinnumarkaðs- könnun Hagstofunnar 2011 m.t.t. áætlaðrar atvinnuþátt- töku á árinu 2012 og árstíðar- sveiflu í atvinnuþátttöku. Til samanburðar var skráð atvinnuleysi í janúar 2008 um 1% og voru þá að meðaltali 1.545 manns án vinnu. Segir í mánaðarskýrslu Vinnumála- stofnunar í janúar 2008 að at- vinnuleysi hafi þá verið um 22% minna en í janúar 2007 þegar það var 1,3%. Segir þar einnig að áætlaður mannafli á vinnumarkaði í janúar 2008 hafi skv. áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis verið 159.679 einstaklingar. Störf halda ekki í við nýliðun  Síðan vinnumarkaðurinn náði botni árið 2010 hafa orðið til 3.600 ársverk í hagkerfinu  Um 5.000 manns komu inn á vinnumarkaðinn á sama tímabili  ASÍ áætlar að 17.600 störf hafi glatast í hruninu Morgunblaðið/ÞÖK Samdráttur Gatnagerð í Reykjavík. Vinnumarkaðurinn skrapp mikið saman í efnahagshruninu. „Við höfum talið að þær tölur sem stjórnvöld, og þar með tal- inn Steingrímur J. Sigfússon, hafi sett fram séu litaðar af bjartsýni eða lýðskrumi. Þá á ég meðal annars við þau 5.000 nýju störf sem Steingrímur sagði í grein í Viðskipta- blaðinu í jan- úar [Úrtöluraddir hljóðna] að hefðu orðið til síðan botninum hefði verið náð 2010,“ segir Vil- mundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um þá niðurstöðu Ingunnar að 3.600 ný ársverk hafi skapast síðan botninum var náð 2010. „Ég ber ekki brigður á tölur ASÍ. Þær eru í samræmi við áætlanir okkar hjá Samtökum atvinnulífsins. Það er mikil óvissa í atvinnulífinu. Við stöndum frammi fyrir stórum spurningum. Hvað verður um sjávar- útvegsfrumvörpin? Ef þau verða samþykkt mun það leiða til mikils bakslags í sjávarútvegi. Það er ljóst. Ljósi punkturinn er að það er fyrirséð aukning hjá ferðaþjónustunni í sum- ar. Annað er í kyrrstöðu. Ég er því ekki bjartsýnn fyrir haustið.“ Lýðskrum formanns VG VIÐBRÖGÐ SA SVIÐSLJÓS Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Nú þegar Landsbankinn hefur lokað útibúum sínum á Flateyri, Súðavík, Bíldudal, Króksfjarðarnesi Grundar- firði, Eskifirði og á Fáskrúðsfirði og engin bankastarfsemi er lengur á þessum stöðum, nema á Grundarfirði, var leitað svara hjá nálægum spari- sjóðum um hvort til greina kæmi að þeir myndu opna afgreiðslur á þess- um stöðum. „Við höfum ekki skoðað þetta ennþá. Það er alveg hugsanlegt. Við skulum ekkert útiloka það,“ sagði Björn Torfason, stjórnarformaður Sparisjóðs Strandamanna, aðspurður hvort til greina kæmi að setja upp útibú í Reykhólasveit eftir að Lands- bankinn lokaði þar útibúi sínu í dag. „Það þarf töluvert til að standa undir útibúi,“ segir Björn. Málið hafi ekkert verið rætt innan stjórnar sjóðsins og því ekki hægt að svara endanlega hvort fyrir þessu sé grundvöllur eða áhugi. Hár rekstrarkostnaður erfiður Björn segir sparisjóðinn ganga vel, en að rekstrarkostnaðurinn sé alltaf að hækka sem geri erfitt fyrir. Annar rekstrarkostnaður sé að verða tvöfalt hærri en launakostnaður. „Það eru komnir svo miklir skattar, eftirlitsgjöld og fleira, sem þyngir reksturinn,“ segir Björn. Sparisjóðir Strandamanna og Bol- ungarvíkur voru þeir einu á Vest- fjörðum sem ekki runnu inn í Spari- sjóð Keflavíkur. „Okkur var boðið að vera með, en við afþökkuðum það,“ segir Björn og bætir við: „Sem betur fer létum við ekki glepjast.“ „Já, við höfum skoðað það. Í fyrstu athugun er niðurstaðan að íbúar á þessum þremur stöðum, sem kæmu til greina fyrir okkur, séu því miður of fáir, um og í kringum 200 á hverjum stað. Svona litlar einingar standa illa undir sér, jafnvel þó að Íslandspóstur sé þarna líka sem hjálpar mjög mikið. Það er þó alls ekki útilokað,“ segir Ragnar Birgisson, formaður Spari- sjóðs Bolungarvíkur, aðspurður hvort sjóðurinn hafi skoðað tækifærin í því að opna afgreiðslur á Flateyri, í Súða- vík og í Bíldudal. „Því miður eru þetta alltof litlar einingar,“ segir Ragnar, auk þess sem það sé margt óljóst í kringum sparisjóðina sem valdi því að menn haldi að sér höndum. Það liggi fyrir þinginu frumvarp sem bíði afgreiðslu um starfsemi þeirra og óvissan um er- lend lán hjálpi ekki til heldur þegar kemur að svona ákvörðunum. Landsbankinn missir viðskipti „Já, ég hef nú eitthvað orðið var við það. Það eru komnir nú þegar ein- hverjir í viðskipti út af þessu,“ segir Vilhjálmur G. Pálsson, sparisjóðs- stjóri hjá Sparisjóði Norðfjarðar í Neskaupstað, aðspurður hvort við- skiptavinum sjóðsins hafi fjölgað þar eystra í kjölfar tilkynningar Lands- bankans um að leggja niður starfsemi á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Hann segir þó ekki um neina byltingu að ræða. Spurður um hvort til greina komi að sparisjóðurinn setji upp af- greiðslur á umræddum stöðum segir hann: „Þetta er svo nýtilkomið að við höfum ekki hugsað það neitt. Það er ekkert búið að taka neinar ákvarðanir eða byrjað að skoða það í sjálfu sér.“ Hann segir sparisjóðinn auk þess nýbúinn að loka útibúi sjóðsins á Reyðarfirði. Sparisjóðirnir skoða opnun útibúa  Sjö útibúum Landsbankans lokað í dag á landsbyggðinni  Einn sparisjóður hefur skoðað möguleika á að opna útibú í staðinn  Tveir aðrir sparisjóðir útiloka ekki að opna útibú í stað Landsbankans Morgunblaðið/Albert Kemp Bankalokun Flaggað var í hálfa stöng við útibú Landsbankans á Fáskrúðs- firði í gær vegna lokunar. Engin bankastarfsemi er lengur á staðnum. „Mér finnst þetta alveg forkastanleg vinnubrögð að leggja niður útibú, sér- staklega í dreifbýlinu þar sem eru oft hundruð kíló- metra á milli Landsbanka og útibúa,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Lands- sambands eldri borgara. „Sérstaklega hvað varðar eldri borgara sem alls ekki hafa möguleika á því að nota sér heimabankaþjónustuna, en þeir eru mjög margir. Ég gerði laus- lega könnun á því í okkar félagi eldri borgara í Dölum og Reyk- hólahreppi og þar voru ekki nema 40% þeirra sem eru í fé- laginu með tölvufærni,“ segir Jóna Valgerður. 40% með tölvufærni ELDRI BORGARAR Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Ingunn Þorsteinsdóttir Vilmundur Jósefsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.