Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 22

Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka ÖFLUGIR Í SAMSTARFI VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR · Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang · Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum · Seljum hellusand og útvegum mold ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS STUTTAR FRÉTTIR ● Danski seðlabankinn lækkaði í gær enn á ný stýrivexti, nú um 0,15 prósent- ur, en bankinn lækkaði síðast vexti sína fyrir réttri viku. Innlánsvextir danska seðlabankans eru nú 0,05%. Þau fjár- málafyrirtæki sem geyma fé sitt í hirslum seðlabankans fá því í raun enga ávöxtun á fé sitt. Vaxtalækkunin kom greinendum á óvart en talið var að bankinn myndi bíða eftir fundi stjórnar Seðlabanka Evrópu í næstu viku. Danski seðlabank- inn hefur síðustu daga keypt gjaldeyri á markaði til að reyna að stemma stigu við gengishækkun dönsku krónunnar en án árangurs. Danir nálgast núllið ● Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 50,2 milljarða króna og inn fyrir 40,7 milljarða króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 9,5 milljarða króna. Í apríl 2011 voru vöruskiptin hag- stæð um 3,4 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. Afgangur var á vöru- skiptunum við útlönd, reiknað á fob- verðmæti, á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem nam tæpum 28 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hins vegar hagstæð um 33,8 milljarða. Tíu milljarða afgangur af vöruskiptum í apríl                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-.// 0-0.+1 +02.12 0+.13/ 0+./42 +5 +,/.34 +.23/, +42.52 +2+.1 +,-.13 0-0.22 +01.+, 0+.5+5 0+.334 +5.-3, +,/.41 +.234+ +41./3 +20.+3 00/.151/ +,+.-2 0-,.+3 +01.3 0+.550 0+.200 +5.+-2 +,3.,3 +.22,4 +45.-/ +20.2 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Þegar við skoðuðum hagnaðarvonir með lagningu sæstrengs frá Noregi til Hollands þá litum við fyrst á meðal- verðið þar og það var svo lítill munur að engin hagnaðarvon virtist vera fyr- ir hendi,“ sagði Norðmaðurinn Odd Hákon Holsæter, fyrrverandi for- stjóri Statnett, á ráðstefnu sem haldin var í Arion banka í gær um orkumál Evrópu og tækifæri íslenskra orku- fyrirtækja. „En þegar við hættum að horfa á meðaltalsverð og skoðuðum möguleikann á því að selja bara þegar gott verð gafst en annars ekki, þá ger- breyttist myndin. Orkan getur verið ódýr yfir daginn og dýr á nóttunni,“ bætti Odd Hákon við. „Mikill hagn- aður hefur verið af lagningu sæ- strengsins sem er sá lengsti í heim- inum í dag. Það er þetta sem þið eigið að horfa til þegar þið skoðið hagn- aðarvonir ykkar með lagningu sæ- strengsins, sem yrði sá lengsti í heim- inum ef af honum yrði. Þið eigið að skoða hvenær árstímans besta verðið fæst, hvenær sólarhringsins, hvenær á klukkustundinni og þess vegna hve- nær á hverju korteri, því það er mögu- leiki á að fá virkilega gott verð fyrir megavattstundina í Evrópu í dag.“ Ráðherrar landanna jákvæðir Ráðstefnan sem haldin var af UK Trade & Investment, Arion banka og Orkustofnuninni hófst með stuttu ávarpi frá Oddnýju Harðardóttur, fjármála- og iðnaðarráðherra Íslands. En á eftir henni talaði Charles Hendry, orkumálaráðherra Bret- lands, en í gær skrifuðu þau undir viljayfirlýsingu í Hellisheiðarvirkjun um aukið samstarf ríkjanna á sviði orkumála og var sérstök áhersla lögð á hagnýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa. Í viljayfirlýsingunni eru tilgreind sérstaklega fjögur svið sem ríkin leggja áherslu á: -Miðlun þekkingar og samvinna varðandi beislun jarðhita og uppbygg- ingu hitaveitna í Bretlandi. -Möguleikinn á lagningu rafmagns- strengs milli Íslands og Bretlands skal kannaður með jákvæðum augum. -Vilji til að aðstoða þróunarlönd við að hagnýta endurnýjanlegar orku- auðlindir sínar. Sérstök áhersla skal lögð á ríki í Austur-Afríku. -Miðlun á þekkingu varðandi upp- byggingu á olíu- og gasiðnaði. Guðmundur Ingi Ásmundsson, að- stoðarforstjóri Landsnets, hélt tölu á ráðstefnunni og nefndi þar lykilatriði: „Þar sem aðstæður milli landanna eru hvað ólíkastar, eru möguleikarnir hvað mestir.“ En aðstæður í Bretlandi og á Ís- landi eru ákaflega ólíkar eins og kom fram í máli Hendrys annars vegar og Harðar Arnarsonar, forstjóra Lands- virkjunar, hins vegar. 300.000 manna þjóð Íslendinga framleiðir meira af grænni raforku en 60 milljóna manna þjóð Breta eða 17 TWst en þeir tæplega 16 TWst. Ís- lendingar eru vel rúmlega sjálfum sér nægir með orku og uppfylla í ofanálag öll 2020-markmið sem evrópsku ríkin hafa sett sér hvað varðar græna orku. En Bretland þarf nauðsynlega að verða sér úti um orku að utan og vant- ar mikið upp á að ná 2020-markmið- unum varðandi græna orku. Út frá þessum samanburði virðist margt mæla með að rannsaka til hlítar möguleika á lagningu sæstrengs sem eins og Hendry orðaði það var eins og hugmynd úr vísindaskáldsögu fyrir Sæstrengur gæti gefið mikið af sér  Ráðstefna um tækifæri íslenskra orkufyrirtækja var haldin í gær  Það leynast tækifæri í ólíkum aðstæðum ríkja og miklum sveiflum á verði raforkunnar Áhugi Á ráðstefnunni í gær kom fram að mikil tækifæri gætu leynst í mjög miklum sveiflum í raforkuverði á sólar- hringnum og var Íslendingum ráðlagt að skoða vel möguleikana á því að selja aðeins þegar hæsta verðið býðst. Morgunblaðið/Eggert Slitastjórn gamla Landsbankans greiddi út í lok maímánaðar hluta- greiðslur til þeirra sem eiga for- gangskröfur í þrotabú bankans fyrir um 162 milljarða króna, en þetta er önnur greiðsla búsins til kröfuhafa. Samtals hefur slitastjórnin því greitt forgangskröfuhöfum 594 milljarða króna, sem jafngildir 43% af for- gangskröfum. Á fundi slitastjórnar bankans, sem haldinn var í gær, kom einnig fram að áætlað virði eigna bankans er 122 milljörðum króna hærra en bókuð fjárhæð forgangs- krafna. Sú upphæð nemur samtals 1323 milljörðum. Slitastjórnin segir að umtalsverð- ur árangur hafi náðst í auknum end- urheimtum og nam raunaukningin á áætluðu verðmæti eigna milli árs- fjórðunga tæplega 77 milljörðum króna. Heildaraukningin, að teknu tilliti til breytinga á gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjald- miðlum, nam um 117 milljörðum króna. Mestu máli skiptir í þessu samhengi salan á verslunarkeðjunni Iceland Foods í Bretlandi. Morgunblaðið/Ómar Endurheimtur Áætlað virði eigna gamla Landsbankans er 122 milljörðum króna hærra en bókuð fjárhæð forgangskrafna. 122 milljarðar umfram kröfur  Hafa greitt 43% af kröfum í Icesave

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.