Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 24

Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í gær að leiðtogar evrulanda þyrftu þegar í stað að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að evru- svæðið sundraðist. Mynt- bandalagið væri „ósjálfbært“ eins og það væri núna. Mikið umrót hefur verið á fjármálamörkuðum síðustu daga þar sem óttast er að Spánn verði næsta ríkið á eftir Grikklandi til að þurfa að óska eftir aðstoð Evrópusambands- ins. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins, á eftir Þýskalandi, Frakklandi og Ítal- íu, og kostnaðurinn af slíkri að- stoð yrði miklu meiri en af að- stoðinni við Grikkland. Fái Spánn aðstoð frá björgunar- sjóðnum ESM, sem settur verður á laggirnar í júlí, verður lítið svigrúm til að aðstoða önn- ur evruríki. Sjóðurinn á að nema um 700 milljörðum evra og hagfræðingar áætla að að- stoð við Spán gæti kostað sjóð- inn 500 milljarða evra á nokkr- um árum. Varað við „hræðilegri kreppu“ Seðlabankastjórinn sagði í ræðu á Evrópuþinginu í gær að leiðtogar evrulandanna þyrftu að setja fram skýra áætlun um hvernig myntbandalagið ætti að vera næsta áratuginn til að tryggja að það héldi velli. Seðlabanki Evrópu gæti ekki „fyllt upp í tómarúmið“ sem myndaðist vegna skorts á fjár- magni og hækkandi lántöku- kostnaðar skuldugra evruríkja. Draghi líkti evrusvæðinu við sundmann sem reyndi að synda yfir fljót í biksvartri þoku. „Hann eða hún heldur áfram að synda á móti straumnum en sér ekki hinn bakkann,“ sagði hann. „Við þurfum að bægja þessari þoku frá.“ Olli Rehn, sem fer með efna- hagsmál í framkvæmdastjórn ESB, sagði á ráðstefnu hag- fræðinga í Brussel í gær að til að leysa skuldavandann þyrfti meðal annars að nást sam- komulag um frekara aðhald í ríkisfjármálum á leiðtogafundi ESB 28. og 29. júní. Einnig þyrfti að breyta vinnumála- löggjöfinni og koma á fleiri um- bótum í mörgum evruríkjum. Leiðtogar sem hefðu áhyggjur af því að kjósendur myndu refsa þeim gætu ekki valið neina auðveldari leið. „Í hrein- skilni sagt er þetta staðreyndin ef við viljum koma í veg fyrir að evrusvæðið sundrist og ef við viljum að það haldi velli.“ Rehn sagði að greiðsluþrot evruríkja eða upplausn evru- svæðisins myndi líklega hafa al- varlegri afleiðingar fyrir íbúa evrulandanna en frekari sparn- aðaraðgerðir og óvinsælar breytingar vegna þess að „það myndi leiða til hræðilegrar kreppu í Evrópu og úti um all- an heim“. Ávöxtunar- krafan nálgast 7% Ávöxtunarkrafa tíu ára spænskra ríkisskuldabréfa nálgast nú 7% og dagblaðið The New York Times hefur eft- ir Santiago Valverde, hagfræði- prófessor við Granada-háskóla, að mjög erfitt verði fyrir spænska ríkið að fjármagna fjárlagahallann við þessar að- stæður. „Þetta snýst ekki að- eins um ríkið, heldur einnig stóra banka og fyrirtæki,“ sagði hann. „Markaðirnir munu lokast.“ Fjárlagahallinn á Spáni hefur aukist um 26% á einu ári vegna aukinnar aðstoðar við skuldug sjálfstjórnarhéruð, m.a. Kata- lóníu, minni skatttekna og auk- ins kostnaðar vegna vaxandi at- vinnuleysis. Fjárlagahallinn er nú 8,5% af landsframleiðslu og að sögn Valverde er mjög ólík- legt að spænsku ríkisstjórninni takist að minnka hann í 5,3% í ár eins og hún hefur stefnt að. Myntbandalag evruríkja ósjálf- bært að mati Seðlabanka Evrópu  Seðlabankastjórinn segir að þörf sé á skýrri áætlun til að hindra að evrusvæðið sundrist AFP Umrót Breytingar á hlutabréfavísitölunni IBEX 35 sýndar á skjá í kauphöllinni í Madríd. Vísitalan lækkaði í fyrradag, hafði ekki verið lægri í níu ár. IIV IIIIII 20122007200019951987 Skuldir ríkisins hafa stóraukist síðustu ár Efnahagsvandi Spánar Hagvöxtur Í milljónum dollara Opinberar skuldir Breytingar á þjóðarframleiðslu eftir Heimildir: INE, ríkisstjórn Spánar. ársfjórðungum í % 2011 2012 0,2 0 -0,3 -0,4 307.168 619.868 0,4 87.009 Áhugakafarar telja sig hafa fundið sænska herskipið Resande Man sem sökk sunnan við Stokkhólm með gull- og demantafarm árið 1660. Kafararnir segjast ekki hafa fundið farminn en vona enn að hann komi í leitirnar. Resande Man sökk í Eystrasalti í nóvember 1660 þegar skipið átti að flytja gjöf sænsku ríkisstjórnar- innar til Póllands. „Skipið er í frek- ar slæmu ástandi,“ hefur fréttaveit- an AFP eftir einum kafaranna, ljósmyndaranum Peter Jademyr. Hann sagði kafarana vera 99% vissa um að þeir hefðu fundið Res- ande Man. „Það eina sem gæti stað- fest þetta 100% er skipsbjallan, sem var með nafn skipsins áletrað,“ sagði Peter Jade- myr. Fornleifafræð- ingurinn Johan Rönnby sagði að skipið væri á tuttugu metra dýpi við strönd- ina sunnan við Stokkhólm. Skip- ið væri 25 metra langt, sjö metra breitt og um það bil helmingi minna en herskipið Vasa sem sökk árið 1628, en því var lyft af sjávarbotni árið 1961 og er nú á safni í Stokk- hólmi. Resande Man. SVÍÞJÓÐ Telja sig hafa fundið skipið Resande Man Foreldrar sex barna sem létu lífið í eldsvoða í Derby í Bret- landi 11. maí hafa verið ákærðir fyrir manndráp. For- eldrarnir voru handteknir á þriðjudaginn vegna gruns um að hafa kveikt í heimili sínu og með því valdið dauða barna sinna, sem voru á aldr- inum 5-13 ára. Ákærð fyrir að bana sex börnum sínum BRETLAND Húsið sem brann. Í Linz í Austurríki hafa borgaryfir- völd brugðið á óvenjulegt ráð til að sporna gegn fjölgun dúfna í borg- inni en farið er að gefa fuglunum getnaðarvarnapillu. „Dúfna-pillunni“ svokölluðu hef- ur verið dreift um miðbæ Linz allt frá árinu 2001 og svo virðist sem ráðið virki því talið er að dúfum í borginni hafi fækkað um helming síðan eða úr 20 þúsund fuglum í um níu þúsund. Ekki er talið að öðrum dýrum í miðbænum, til dæmis hundum, stafi hætta af getnaðarvarnapillunni, að sögn heilbrigðisyfirvalda í Austur- ríki. AUSTURRÍKI Dúfur á pillunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.