Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 26

Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Írar kusu í gærum fjárlaga- sáttmála Evrópu- sambandsins og niðurstaðan mun væntanlega liggja fyrir síðdegis í dag. Írar eru eina þjóðin innan Evr- ópusambandsins sem fær að kjósa um þennan sáttmála, en það er eins með þessa kosningu og aðrar innan Evrópusam- bandsins að hún mun engu breyta. Írar hafa setið undir miklum hót- unum og þeim kann að verða refsað ef þeir kjósa ekki eins og Brussel ætlast til, en hvort sem þeir segja já eða nei heldur Evr- ópusambandið sínu striki. Stað- reyndin er nefnilega sú að þó að Evrópusambandið sé bandalag lýðræðisríkja, þá verður því seint haldið fram að það sé mjög lýðræðislegt bandalag. Írar kjósa, en hvern- ig sem fer heldur Evrópusambandið sínu striki} Ekkert lýðræðisbandalag STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon S jö vilja verða forseti. Einn frambjóð- andinn segist ekki ætla að verða rót- tækur forseti, annar segist vera íhaldssamur frambjóðandi, sá þriðji segir það vera skyldu sína að leggja sem flest álitamál í þjóðaratkvæðagreiðslu, sá fjórði er að eigin sögn algjörlega ópólitískur, sá fimmti segir lýðræðinu stafa ógn af ópólitísku fólki, sá sjötti vill leggja áherslu á sjálfbæra nýt- ingu náttúruauðlinda og sá sjöundi segir nauð- synlegt að veita þinginu aðhald. Sjö frambjóðendur á ýmsum aldri, með mis- munandi lífsreynslu. Þau hafa alist upp við ólík- ar aðstæður, stundað hin og þessi störf og það eina sem þetta fólk virðist eiga sameiginlegt í fljótu bragði er að það hefur allt ákaflega mikinn áhuga á að verða forseti og augljóslega tilbúið til að leggja ýmislegt í sölurnar til að svo megi verða. Auðvitað hefur þetta ágæta fólk mismunandi áherslur og sína persónulegu sýn á forsetaembættið. En af mál- flutningi þeirra mætti helst halda að þau væru að sækja um sjö mismunandi störf, svo ólíkur er skilningur þeirra á því hvað felst í því að vera forseti. Einn frambjóðandinn sagði nýlega að kosningarnar væru sögulegar vegna þess að Íslendingar myndu þar ákveða hvernig þeir vildu að forsetaembættið yrði til frambúðar. Já, er það virkilega? Er valdsvið þessa æðsta embættis þjóðarinnar svo mikið á reiki, að sú/sá sem er kjörin/n í það ræður því algjörlega sjálf/ur hvað í því felst? Þegar frambjóðendurnir haga sér eins og sælgætissjúkir krakkar með frjálsar hendur á nammibarnum í Hagkaupum á laugardegi; ég ætla að fá mikið af málskotsrétti, lítið af pólitískum afskiptum og þjóðaratkvæða- greiðslur fyrir hundraðkall, þá er ekki nema von að almenningur klóri sér í hausnum og spyrji sig: Um hvað snúast þessar kosningar eiginlega ? Hvernig eigum við að geta gert upp við okkur hver af þessum sjö frambjóð- endum er hæfastur ef við vitum ekki einu sinni hver starfslýsingin er og þeir sem sækja um þetta starf virðast ekki vita það heldur? Frambjóðendurnir saka hver annan um að mistúlka hlutverk forseta. En á hvaða rökum er slík gagnrýni byggð, þegar hlutverk for- setans er svona óljóst og enginn virðist vita hvað í því felst? Hvernig er hægt að tala um mistúlkun á einhverju sem enginn virðist vita nákvæm- lega hvernig á að vera? Ekki einu sinni helstu lögspeking- ingar og lærðustu stjórnmálafræðingar landsins virðast geta komist að niðurstöðu um það, þrátt fyrir miklar vangaveltur. Er ekki fyrir lifandis löngu kominn tími til að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll hvað felst í þessu embætti? Þá fyrst gæti einhver hugsanlega haldið því fram með sanni að einhver annar væri að fara út fyrir valdsvið sitt. Ekki fyrr. Og þá getum við kjósendurnir líka tekið upplýsta ákörðun um hvaða frambjóðandi sé bestur í Bessastaða- djobbið. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Starfslýsing óskast fyrir 30. júní Skoðanakann-anir segjaekki alla sögu og falli þær ekki í kramið er eðlilegt að benda á annmarka þeirra, hversu margir séu óákveðnir og fleira þess háttar. Kannanir um fylgi flokka eiga þó orðið drjúga sögu hér á landi. Þekkt eru dæmi um að flokkar, einkum nýsprottnir, fái mikið fylgi í einstökum könnunum, sem ekki skilar sér endilega á kjördag. Alþýðuflokkurinn heitinn hoppaði upp í rúm 30 prósent í einni slíkri með tilheyrandi gleði þáverandi leiðtoga og sama henti Kvennalistann. Lítið kom þó úr kjörkössunum. Þjóðvaki, Bandalag jafnaðarmanna og Borgaraflokkur eiga slíka sögu líka. Hinir hefðbundnari flokkar lúta einnig sínum lögmálum. Þannig sýnir reynslan að Sjálf- stæðisflokkurinn mælist oft mun betur í könnunum en kosn- ingum, en Framsóknarflokk- urinn virðist oftar eiga inni nokkurt fylgi á kjördag sem ekki skilaði sér til fulls í könn- unum. Ýmsar skýringar hafa verið gefnar á þessu. En þótt slíkir annmarkar séu þekktir dregur það ekki úr áhuga á skoðana- könnunum né úr gildi þeirra. Nokkrar kannanir á afmörkuðu tímabili, gerðar af ólíkum að- ilum og með ólíkum aðferðum, sem benda flestar til sömu áttar, fara örugglega mjög nærri sannleika þess tímabils. Kosn- ingaúrslit, svo sem ári síðar, þurfa þó ekki að verða í fullu samræmi við þessar kannanir. Margt getur breyst sem hreyfir við fólki og hefur áhrif á end- anlega afstöðu þess. Nær allar skoðanakannanir síðustu misserin hafa sýnt að ríkisstjórnarflokkarnir eiga ekki upp á pallborðið hjá kjós- endum. Samfylkingin, sem varð stærsti þingflokkurinn eftir síð- ustu kosningar, mælist í nýjustu könnun með minna en þriðjung- inn af því fylgi sem Sjálfstæð- isflokkurinn fær. Jafnvel þótt horft sé til allra þeirra fyrirvara sem áður voru nefndir hlýtur þetta að vera meiri- háttar áfall fyrir þennan flokk. Sér- staklega þar sem þessi könnun er í samræmi við þróun síðustu missera, þótt hún sé sýnu verst. Eftir stofnun Samfylkingar töluðu forystumenn flokksins um að nú væru „turnarnir tveir“ komnir til sögunnar í íslenskum stjórnmálum. Ef marka má þessa nýjustu könnun er annar turninn orðinn að óásjálegri grjóthrúgu og mælist með fylgi sem jafnvel gamli Alþýðuflokk- urinn hefði ekki endilega verið ánægður með. En hvernig mátti annað ger- ast? Samfylkingin, alþekktur dekurflokkur útrásarliðsins sem verst fór með Ísland, hljóp úr ríkisstjórn eins og fætur tog- uðu eftir bankafallið og skildi alla ábyrgð eftir hjá hinum stjórnarflokknum. Hafnar voru ofsóknir á hendur forystumönn- um hans og í framhaldinu þrengt að almenningi og at- vinnulífi án þess að nokkrar heildstæðar lausnir væru kynntar á þeim vanda sem lofað hafði verið að leysa. Öllum úr- ræðum var vísað á aðild að ESB, sem yrði allra meina bót. Þegar logarnir tóku að læsast um evruna svo varð að báli sýndu forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra Samfylkingar að þeir voru fullkomlega úti að aka í alþjóðlegum efnum, ekkert síður en þeim sem snúa að ís- lenskum almenningi. Þeir full- yrtu að fréttir af evrunni væru góðar fréttir og sýndu eingöngu að „Evrópa væri dýnamísk“, hvað sem það átti að þýða. Og þau bættu því svo við að um- brotin á evrusvæðinu væru örugg merki um að aðild að ESB og evru væri upplagðari en nokkru sinni fyrr! Þegar horft er til þess að helstu forystumenn Samfylk- ingar hafa sýnt sig að vera óhæfir til að leiða þjóð á erfiðum tímum hlýtur að teljast krafta- verk að fylgi flokksins skuli enn mælast í kringum 13%. Samfylkingin hefur löngum lifað fyrir skoðanakannanir. Skyldi hún geta dáið fyrir þær líka?} Kannanir skoðaðar FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ótvíræður árangur hefurnáðst með átakinu umstarfsendurhæfingu semrekja má til samkomulags aðila vinnumarkaðarins og staðið hefur yfir sl. tæp þrjú ár á vegum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Markmiðið er að tryggja fólki sem misst hefur starfsgetuna vegna veik- inda eða slysa endurhæfingu og að- stoð við að fara aftur út á vinnumark- aðinn. Í byrjun maí höfðu um 3.400 ein- staklingar leitað til ráðgjafa VIRK á þessum tæpu þremur árum sem liðin eru. Um 72% þeirra sem hafa útskrif- ast frá VIRK eru með fulla starfs- getu og hafa horfið til vinnu eða náms. Verði stjórnarfrumvarp um at- vinnutengda starfsendurhæfingu og starfsendurhæfingarsjóði lögfest á yfirstandandi þingi verður enn stærra skref stigið og komið á fót heildarkerfi starfsendurhæfingar fyrir alla sem eru á vinnufærum aldri en geta ekki stundað vinnu vegna heilsubrests. Verja á um 3,5 millj- örðum árlega til starfsendurhæf- ingar sem komi frá atvinnulífinu, líf- eyrissjóðum og ríkinu. Lenda þeir veikustu útundan? Samtök á vinnumarkaði og líf- eyrissjóðir eru mjög áfram um að frumvarpið verði lögfest og taki gildi 1. júlí. Innan heilbrigðiskerfisins eru hins vegar uppi gagnrýnisraddir þar sem sérfræðingar og sérhæfðir starfsmenn hafa áhyggjur af því að með stóraukinni áherslu á atvinnu- tengda starfsendurhæfingu verði læknisfræðilegri endurhæfingu þeirra sem veikastir eru ekki sinnt sem skyldi. Samtök stjórna starfsendurhæf- ingarstöðva bendir á í umsögn til vel- ferðarnefndar að talsverður hópur fólks sem býr við mesta heilsubrest- inn muni ekki eiga rétt á atvinnu- tengdri starfsendurhæfingu. „Starfs- endurhæfingarstöðvarnar þjónusta í dag um 760 manns en aðeins um 15% þeirra hafa komið í atvinnutengda starfsendurhæfingu til stöðvanna gegnum beiðni frá VIRK starfsend- urhæfingarsjóði. Hin 85% eða 595 manns hafa komið samkvæmt tilvís- unum aðallega frá heilbrigðiskerfinu þar sem umræddir skjólstæðingar hafa ekki uppfyllt skilyrði þau sem VIRK setur fyrir því að greiða fyrir atvinnutengda starfsendurhæfingu þeirra,“ segir þar. Samtök atvinnulífsins segja til mikils að vinna og benda á að 1. apríl sl. biðu 1.067 einstalklingar eftir var- anlegum úrskurði um örorku og þar af voru rúmlega 300 yngri en 30 ára. Samtökin áætla að í fyrra hafi greiðslur Tryggingastofnunar og líf- eyrissjóða til örorkulífeyrisþega auk- ist í 35 milljarða kr. vegna bótahækk- ana og fjölgunar lífeyrisþega. Í umsögn SA er lagasetningin tengd yfirstandandi endurskoðun laga um almannatryggingar sem hljóti að fela í sér gerbreyttar áherslur þannig að litið verði til starfsgetu einstaklinga en ekki al- mennrar vangetu þeirra. „Þá verður að afnema það fyrirkomulag að ein- staklingar geti beint sótt um örorku- lífeyri. Í stað þess komi sú umsókn frá teymi sérfræðinga, ekki einungis tryggingalækni […]“ segja SA. VIRK fékk Talnakönnun til að meta fjárhagslegan ávinning af starfsendurhæfingu sem komst að þeirri niðurstöðu að í dæmi 40 ára einstaklings, sem tekur fullan þátt á vinnumarkaði og fær meðallaun í stað þess að fara á örorkulífeyri, sé samanlagður ávinningur hans, lífeyr- issjóðs og ríkisins 105 milljónir kr. Í umfjöllun SA segir að ef næðist að helminga nýgengi örorku úr 1.100 einstaklingum á ári í 550 yrði ávinn- ingurinn 36 milljarðar á ári. Morgunblaðið/Kristinn Annmarkar Velferðarnefnd þingsins er gagnrýnd fyrir að kalla ekki eftir umsögnum Læknafélagsins, geðlækna og Gigtarfélagsins við umfjöllun. Meiri lífsgæði og tug- milljarða ávinningur „Það er nauðsynlegt að nefndar- menn skilji hvaða afleiðingar það hefur fyrir veikari hluta hópsins sem þarf á starfsendurhæfingu að halda ef frumvarpið er samþykkt eins og það lítur nú út,“ segir Eng- ilbert Sigurðsson, prófessor í geð- læknisfræði, í umsögn sem hann sendi að eigin frumkvæði til vel- ferðarnefndar. Hér eru að sögn hans einkum undir hagsmunir einstaklinga sem eru án atvinnu vegna algengra geð- sjúkdóma, verkja eða skertrar hreyfigetu. Sumum hafi verið hægt að sinna í endurhæfingu hjá t.d. Janusi endurhæfingu en Engilbert segir að því miður sinni vart nokk- ur stofnun utan geðsviðs Landspít- alns endurhæfingu einstaklinga með alvarlegustu geðsjúkdómana. „Þeir veikustu hljóta endurhæf- ingu á endurhæfingarþætti geð- sviðs sem hefur verið skorinn niður á síðustu árum líkt og aðrir þættir í rekstri Landspítala (20-25%).“ Tel- ur hann nauðsynlegt að nefndin kalli eftir frekari gögnum án tafar og boði hann og aðra sem þekkja vel til málaflokksins af langri reynslu af vinnu með geðsjúkum á fund. Skilji afleið- ingarnar fyrir veikari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.