Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Við tökum á móti netum Efnamóttakan tekur við veiðafæraúrgangi úr næloni, þ.e: • netaafskurði • hlutum úr flottrolli • nótaefni Fáðu hjá okkur sérsniðna poka undir netaafskurðinn. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar! Sími 559 2200 www.efnamottakan.is Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni í félagi við unga fólkið, efstubekkinga grunn- skólans, vilja stuðla að betri og skemmtilegri heimabyggð í hverju sveitarfélagi fyrir sig, vítt og breitt um landið. Þetta gerum við með verkefni á okkar veg- um, sem ber nafnið Heimabyggðin mín, ný- sköpun, heilbrigði og forvarnir. Verkefnið er stolt okkar, Lands- byggðarvina. Í haust ákváðu ellefu grunnskólar, um 300 ungmenni, að taka þátt í verkefninu, þótt aðeins sex þeirra, um 160 nemendur, hafi náð að fylgja því eftir allt til enda. Að baki liggur mikil vinna, fyrst rýnivinna, gagn- rýnin hugsun, gott skipulag, tíma- stjórnun og síðan færni í að koma hlutunum frá sér. Hinn 15. maí sl. fór fram verð- launaafhending í Norræna húsinu fyrir bestu lausnir. Verkefnið gengur út á: Hvernig efstubekkingar grunn- skólans um land allt geta stuðlað að betra nærumhverfi, heimabyggð, séð út frá þeim sjálfum og á eigin forsendum, bæði í nútíð og framtíð með áherslu á þau tækifæri sem bjóðast. Við viljum líka hafa meiri tengsl milli byggða landsins að leiðarljósi. Einu sinni var Reykjavík sveitaþorp, landsbyggð. Einn af áhersluþáttum okkar, Landsbyggðarvina, er að tengja saman fortíð, nútíð og framtíð á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Við viljum líka stuðla að því að unga fólkið sem fer til útlanda geti komið aftur heim til Íslands eftir nokkur ár og þá helst til heimabyggðar sinnar. Ísland á í mik- illi samkeppni við önnur lönd um okkar besta fólk! Markmið verkefnisins er að gera heimabyggðina að betri stað að búa á og eftirsóknarverðari stað til að flytj- ast til, að hver og einn fái notið sín á eigin forsendum, að frumkvæðið komi frá þátttakendunum sjálfum, að unga fólkið kynnist öðruvísi og betur heimabyggð sinni og finni að það geti haft áhrif, að á það sé hlust- að! Um leið verður það að hæfari ein- staklingum til lýðræðislegrar þátt- töku. Fyrstu verðlaun hlutu 9. bekk- ingar Patreksskóla fyrir verkefni um að koma á fót unglingamiðstöð í Straumnesi, gömlu fiskvinnslu- og frystihúsi á Vatneyri í hjarta bæj- arins. Húsið var hannað af húsa- meistara ríkisins, Guðjóni Sam- úelssyni, og byggt 1939. Hús eftir hann eru nú orðið hátt metin í bygg- ingararfi þjóðarinnar. Húsið var um tíma flottasta frystihús á Íslandi, en liggur nú undir skemmdum og rætt hefur verið um að rífa það. Í þessu húsi láta krakkarnir sig dreyma um að koma sér upp aðstöðu fyrir marg- víslegar unglingatómstundir, t.d. veggjatennis, go-kart, bogfimi, körfubolta, ásamt félagsmiðstöð með kaffistofu. Óteljandi möguleikar eru í þessu stóra húsi. Önnur verðlaun féllu í hlut 7.-10. bekkinga Reykhólaskóla fyrir verk- efnið Sjávarströndin Reykhólum, á svæði sem kallast Sjávarhúsin. Verk- efnið gengur út á að nýta affallsvatn, sem fellur til frá Þörungaverksmiðj- unni á Reykhólum, í náttúrusund- laug og ylströnd. Er hér um að ræða mjög áhugavert verkefni með víð- tæka skírskotun bæði fyrir heima- menn og ferðafólk. Verkefnið getur skipt máli í atvinnulegu tilliti, fjölgað þeim sem leggja leið sína að Reyk- hólum og yfirleitt gert Reykhóla að betri stað að búa á. Þriðju verðlaun fóru til tveggja skóla, 8.-10. bekkinga Grunnskólans á Raufarhöfn og tveggja drengja í 9. bekk Lækjarskóla í Hafnarfirði. Fel- ur verkefni drengjanna í sér að setja á stofn Bítlasafn í Hafnarfirði með munum og heimildamynd um bítl- ana, ævi þeirra og störf. Hugsanlegt væri að tvinna þessa hugmynd sam- an við tvær aðrar sem hafa komið fram frá nemendum Lækjarskóla, en það eru tillögur um Hafnarfjarð- arhátíð og Tónlistarhátíð á Viðista- ðatúni. Verðlaunaverkefni Grunnskólans á Raufarhöfn felst í bæjarhátíð á Raufarhöfn, Raufarhafnarnóttum. Er hugmyndin að halda þriggja daga hátíð yfir helgi um sumarsólstöður, sem heimamenn annast. Er henni ætlað að vekja athygli á staðnum sjálfum og sögu svæðisins, eins og t.d Síldarævintýrinu á Raufarhöfn. At- hyglisvert og þarft verkefni sem styrkir sjálfsmynd staðarins og vek- ur athygli á þeim möguleikum sem þar eru fyrir hendi. Það ánægjulega er, að í útfærslum krakkanna er að finna mikla vænt- umþykju og sterkan vilja til að bæta hlutina, nýsköpun. Vilji og vænt- umþykja er góð blanda. Á heildina litið voru mörg frábær verkefni sem komu þarna fram og vonum við, Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni, að sem flest- um þeirra verði komið í framkvæmd á næstu árum. Í fararbroddi fyrir meiri velferð í félagi við efstu- bekkinga grunnskólans Eftir Fríðu Völu Ásbjörnsdóttur » Við viljum stuðla að því að unga fólkið sem fer til útlanda geti komið aftur heim til Ís- lands eftir nokkur ár og þá helst til heimabyggð- ar sinnar. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Höfundur er formaður Landsbyggð- arvina í Reykjavík og nágrenni, hönn- uður verkefnisins og aðalstjórnandi. Í lok apríl á þessu ári kom hingað til lands Manuel Hinds, fyrrverandi fjár- málaráðherra El Salvador, til þess að ræða kosti einhliða upptöku erlends gjaldmiðils. Herra Hinds fór yfir það vítt og breitt með hvaða hætti væri hægt að framkvæma einhliða upptöku og meinta galla við það að viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli. En hvað vitum við raunverulega um reynslu El Salvador í þessum efnum? Það þarf ekki mikla vinnu við að afla sér upplýsinga á netinu um efna- hagsmál erlendis og þar er hægt að kynna sér reynslu El Salvador af því að taka einhliða upp banda- ríkjadal. Þegar talað er um upptöku er- lends gjaldmiðils eða aðild að myntbandalagi er gríðarlega mik- ilvægt að fara yfir stöðu og reynslu þeirra sem áður hafa farið í slíka framkvæmd en ekki ein- blína á kosti nýjungarinnar og galla eldra fyrirkomulags. Hag- vöxtur í El Salvador 1997-2000 var að meðaltali um 3,8%, en eftir einhliða upptöku dollars 2001 féll hagvöxtur hratt niður í 2% að meðaltali og hefur hagvöxtur al- mennt mælst lítill síðan. Gjaldmiðillinn ekki forsenda Erlend fjárfesting í landinu jókst ört eftir upptöku dollarans en rekja má þá auknu fjárfestingu fyrst og fremst til undirritunar samnings við Bandaríkin um efna- hagsþróun (CBI) árið 2002 sem og til aðildar El Salvador að fríversl- unarsamtökum Mið-Ameríkuríkja (CAFTA) árið 2004. Gjaldmiðillinn var ekki forsenda þess að landið gæti gengið í samtökin eða gert efnahagsþróunarsamning við Bandaríkin enda eru önnur ríki aðilar að þessum samningum sem hafa eigin gjaldmiðil. En þrátt fyrir aukna erlenda fjárfestingu minnkaði hagvöxtur engu að síð- ur. Ennfremur meira en tvöföld- uðust ríkisskuldir El Salvador ár- in 2001-2005. Skuldirnar fóru úr 3,5 milljörðum dollara í 8 millj- arða. Ástæðan var sú að ekki var hægt að lækka stýrivexti til þess að koma til móts við þarfir neyt- enda og atvinnulífsins einfaldlega vegna þess að innlent vald til þess var ekki lengur til staðar. Afleið- ingin af þessu var sú að ríkið taldi nauðsynlegt að auka útgjöld sín gríðarlega til þess að mæta efna- hagsástandinu í landinu á þessum tíma. Verðbólga og brottflutningur Verðbólga jókst sömuleiðis þeg- ar bandaríkjadalur var tekinn upp einhliða í El Salvador sem var af- leiðing þess að dollarinn var sterkari en hið gamla cólon. Fyrir vikið var verð hækkað upp í næsta cent (e. „rounding up“ inflation). Þetta olli gífurlegri lífs- kjaraskerðingu í landinu og þá sérstaklega fyrir þá fátækustu, enda var árlegur nettó brottflutn- ingur frá landinu á þessum tíma á bilinu 350-400 þúsund manns en í landinu búa um 6,2 milljónir. Útflutningur El Salvador hefur dreg- ist aftur úr sam- keppni á heimsmark- aðnum og er það afleiðing þess að doll- arinn almennt er of sterkur gjaldmiðill fyrir svona veikt efna- hagskerfi. Þá hafa Kínverjar betri sam- keppnisstöðu hvað varðar framleiddar iðnaðarvörur og hafa tækifæri til útflutn- ings til Bandaríkjana og annarra þróaðra hagkerfa tapast fyrir vik- ið. Þó hefur eitthvað sparast með því að kostnaður við gjald- miðlaskipti hefur horfið, en það hefur aðallega verið bundið við hrávöruviðskipti. Aukin útgjöld og hærri skuldir El Salvador er gott skólabók- ardæmi um að mismunandi gjald- miðlar þurfa að vera á mismun- andi efnahagssvæðum. Öll þessi fyrrnefndu atriði eiga einmitt við um evrusvæðið líka og útskýra einmitt af hverju ástandið er eins slæmt víðs vegar í Evrópusam- bandinu og raun ber vitni. Þegar ríki tóku upp evruna gátu þau ekki lengur lækkað stýrivexti til þess að stuðla að kaupmátt- araukningu og hagvexti. Afleiðing varð því sú að ríkin juku útgjöld sín og þar með skuldir sínar. Vissulega hafa einhverjar um- bætur orðið á lífskjörum í El Salvador í kjölfar upptöku banda- ríkjadals en það verður þó einkum rakið til starfsemi erlendra hjálp- arstofnana og þróunaraðstoðar, einkum frá Bandaríkjunum. Þá hefur atvinnuleysið ekki hækkað mikið þrátt fyrir lágan hagvöxt sem aftur þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem árlegur brottflutningur hafði aldrei mælst hærri í sögu landsins en eftir að Hinds sat í ríkisstjórn landsins og dollarinn var tekinn upp sem gjaldmiðill þess. Gerum ekki sömu mistökin Eins og áður segir hefur Manu- el Hinds starfað sem stjórn- málamaður og verður að telja ólík- legt að hann komi hingað til lands til þess að draga í efa ágæti eigin ákvarðana á sínum tíma. En hitt er ljóst að einhliða upptaka banda- ríkjadals í El Salvador hefur reynst landinu illa. Fyrirkomulag gjaldmiðlamála hér á landi er mik- ilvægt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar og við megum ekki láta draumóra eða óskhyggju verða þess valdandi að við gerum sömu mistök og önnur ríki, hvort sem það er El Salvador eða evru- ríkin. El Salvador – draumur Íslendinga? Eftir Gunnlaug Snæ Ólafsson Gunnlaugur Snær Ólafsson » Árlegur brott- flutningur hafði aldrei mælst meiri í sögu landsins en eftir að Hinds sat í rík- isstjórn landsins og dollarinn var tekinn upp Höfundur er formaður Félags íhalds- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.