Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 29

Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Featherlight jakki Verð: 12.490 kr. Stretch Pullower peysa Verð: 8.990 kr. Shaped Lightweight peysa Verð: 8.990 kr. Síðerma þunnur bolur Verð: 7.990 kr. Toppar Verð: 8.990 kr. Boxer Verð: 5.490 kr. 3/4 Hlaupabuxur Verð: 7.990 kr. Featherlight jakki Verð: 14.990 kr. Hlaupajakki Verð: 13.990 kr. Síðerma hlaupabolur Verð: 7.990 kr. Stretch Pullower peysa Verð: 9.490 kr. Stuttermabolur Verð: 6.990 kr. Hjólabuxur Verð: 9.990 kr. Craft Hlaupa- og hjólafatnaður Fyrir margt löngu eyddi ég sumarleyfi með fleira fólki á ferða- lagi um meginland Evrópu. Ferðin var undirbúin eins og venj- an býður. Erfiðast var að tryggja farareyri. Ekki vegna þess að ís- lenskt skotsilfur vant- aði heldur vegna þess að gjaldeyrishöft og gjaldeyrisskömmtun gerðu nánast ómögulegt að ráðast í ferðina. Eina ráðið á þeim tíma var að kaupa gjaldeyri á svörtum mark- aði. Þar seldu þeir sem voru svo heppnir að komast yfir gjaldeyri vegna samskipta við ferðamenn, við- skipta eða með öðrum hætti sem ég kæri mig ekki um að vita. Krónan enn og aftur í höftum Þetta var árið 1980. Enn hefur reynst nauðsynlegt að grípa til sömu ráðstafana. Enn er krónan okkar of viðkvæm til þess að geta lotið eðli- legum viðskiptalögmálum. Sem fyrr vill enginn taka við henni utan land- steinanna. Allar götur frá því að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda árið 1944 hefur efna- hagssaga okkar ein- kennst af miklum sveiflum, uppgangs- tíma og kreppu á víxl, verðbólgu, verð- sveiflum og loks geng- issveiflum. Heimilin þola ekki meira Í mínum huga er augljóst að verkefni okkar er að búa heimilum og fyr- irtækjum efnahagslegan stöð- ugleika. Það verður að skapa um- hverfi sem er heilbrigður grundvöllur fyrir þróttmikið at- vinnulíf og gerir heimilishald ekki að hættuspili. Mikill fjármagnskostn- aður, verðtrygging og stökkbreyt- ingar skulda eru að sliga marga, ekki síst ungt fólk. Lífskjör þess eru í þessum efnum allt önnur og verri en þekkist í nágrannalöndum okkar. Samanburður við evruland Á liðnum árum hefur ýmislegt drifið á daga okkar Íslendinga í efnahagslegu tilliti. Hið sama er uppi á teningnum víða annars staðar í heiminum. Það á við um evruríkin (evruland) innan Evrópusambands- ins. Það er fróðlegt að skoða aðeins hver þróun verðlags hefur verið hjá okkur með krónuna frá árinu 2008 og hjá þeim með evruna til og með febrúar á þessu ári. Stuðst er við upplýsingar sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman. Herkostnaður íslenskra heimila Samræmdar mælingar eru gerðar í evrulandi og á Íslandi. Niðurstöður eru sláandi. Hækkun á vöru og þjónustu í evrulandi er 5,8% en hvorki meira né minna en 34,9% á Íslandi. Mat- arkarfan er á svipuðu róli, hækkar hér um 32% en 5,2% að meðaltali í evrulandi. Kostnaður vegna hús- næðis, rafmagns, hita o.s.frv. hækk- aði um 10,1% í evrulandi en hvorki meira né minna en um 44,7% á Ís- landi. Þessi munur er hrikalegur. Ekki verður deilt um að krónan á hér ríkan þátt. Hagræði af því að hafa krónu á öðrum sviðum þarf að vera ansi mikið ef það á að réttlæta þennan herkostnað heimilanna. Lífskjör almennings líða fyrir krón- una, á því leikur ekki minnsti vafi. Dýrt spaug að kaupa íbúð Allir þurfa samastað. Flestir reyna að eignast eigið húsnæði en aðrir kjósa að leigja. Kostnaður við fjármögnun skiptir í báðum tilvikum miklu máli. Það er afar forvitnilegt að skoða hvað það kostar að taka lán til íbúðakaupa á Íslandi og í evru- landi. Skoðum lán að upphæð 15 milljónir sem tekið var í upphafi árs 2000. Í dag er búið að greiða 149 sinnum af láninu. Þá hefur sá sem tók lán á Íslandi greitt samtals 16 milljónir en sá í evrulandi 15 millj- ónir. Það virðist nú ekki svo mikill munur. Hér er ekki allt sem sýnist. Eftirstöðvar íslenska lánsins eru 27 milljónir en af því sem var tekið í evrulandi 10 milljónir. Hér sést hinn mikli munur sem verður á því að taka lán í evru í evrulandi og því að taka verðtryggt krónulán á Íslandi. Eftir 12 ára greiðslur skuldar Ís- lendingurinn í þessu dæmi 16 millj- ónum meira en sá sem býr í evru- landi. Það getur enginn sætt sig við svona ástand – það er ólíðandi. Reiknaðu þitt dæmi til enda Þetta eitt og sér segir mér að tímabært sé að kveðja krónuna og taka upp aðra mynt. Besta og öruggasta leiðin til þess er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er skynsamlegasti kosturinn í stöðunni. Já, Ísland hefur sett upp reiknivél á vefsetri sínu, lan.jaisland.is, sem sýnir þennan mun svart á hvítu. Þar geta allir sem hafa tekið húsnæð- islán frá og með árinu 1999 borið þau saman við sambærileg lán eins og þau eru að meðaltali í þeim ríkj- um sem hafa tekið upp evru. Flest- um mun sennilega bregða í brún að sjá á eigin skinni hvað krónan kost- ar þá mikið þegar þaki er komið yfir höfuðið. Hefur þú efni á krónunni? Eftir Jón Steindór Valdimarsson Jón Steindór Valdimarsson » Já, Ísland hefur sett upp reiknivél á vefsetri sínu, lan.jaisland.is, sem sýnir þennan mun svart á hvítu. Höfundur er formaður Já Ísland. Við Álftnesingar fengum um árið stjóra sem fóru of geyst í beygjurnar og keyrðu af glannaskap, oftrú á sjálfa sig og ábyrgð- arleysi út í skurð og veltu reiðinni með tjóni fyrir alla sem innanborðs voru, sem sátu eftir lemstraðir og í áfalli. Sem betur fer kom til skjalanna önnur áhöfn sem kom okkur aftur upp á veg. Hefur stýrt af yfirvegun og ábyrgð og er nú búin að koma okkur aftur á beinu brautina. Þess sjáum við nú stað með að: 1. Búið er að gera samninga sem tryggja að skuldir og skuldbind- ingar sveitarfélagsins hafa lækkað úr 7,2 milljörðum 2009 í 3,2 millj- arða 2012, eða um 4 milljarða. 2. Rekstur sveitarfélagsins er kominn í eðlilegt horf. Tekjur sveitarfélagsins 2011 dugðu fyrir rekstrargjöldum í fyrsta skipti í mörg ár. 3. Trúnaður og traust einkennir samskipti bæjaryfirvalda og íbúa. Íbúar hafa sýnt ástandinu og álög- unum sem á þá hafa verið lagðar mikinn skilning og hafa með þátttöku sinni og þol- inmæði átt stóran þátt í að skapa þann mikla árangur sem náðst hefur. 4. Bæjarstjórn starfar nú sem einn ábyrgur hópur. Lang- loku bæjarstjórn- arfundir sem lands- frægir voru orðnir af endemum heyra nú sögunni til. 5. Samstillt átak bæjarstjórnar, starfsmanna, fjárhaldsstjórnar, íbúa og annarra er að málunum hafa komið hefur skapað með trausti og vönduðum vinnubrögð- um allt aðra stöðu sveitarfélagsins í öllu er varðar rekstur og viðgang nútímasveitarfélags. 6. Hrundið var áformum um að beita lögþvingunum til að svipta sveitarfélagið sjálfstæði. Í staðinn fá nú íbúar á haustdögum að ákveða sjálfir í frjálsum kosn- ingum hvort þeir telja framtíð sinni ekki best borgið með samein- ingu við Garðabæ. Í júnímánuði mun bæjarstjórn halda opinn íbúafund þar sem þessi mál og önnur þau er sveitar- félagið varðar verða kynnt nánar og íbúum gefst kostur á að eiga samtal við bæjarstjórnina um það sem á þeim brennur. Um leið og ég þakka íbúum Álftaness enn og aftur það traust og þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt okkur í bæjarstjórn í störfum okkar, vil ég skora á alla að kynna sér vel þá kosti sameiningar sem kynntir verða á næstu vikum og mánuðum og taka þátt í samein- ingarkosningunum í haust. Með því sýnum við ábyrgð og er ég þess fullviss að stjórn samfélagsins á Álftanesi verður örugg og við verðum á beinni braut inn í langa framtíð. Álftanes á beinni braut Eftir Snorra Finnlaugsson »Rekstur sveitar- félagsins er kominn í eðlilegt horf. Tekjur sveitarfélagsins 2011 dugðu fyrir rekstrar- gjöldum í fyrsta skipti í mörg ár. Snorri Finnlaugsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar, Álftanesi. Bænin er hluti af frumþörf mannsins. Dýrmætur arfur, menning, boð um að þiggja það að lifa í tengingu við höfund og fullkomnara lífsins. Bænin er æfing í trú og trausti, von og kær- leika. Við nemum stað- ar, kyrrð kemst á hugann, hjartað opnast, við gerumst einlæg og heið- arleg um stund. Bænin er kvíðastillandi, streitu- losandi, hún skerpir einbeitingu og veitir huganum ró. Kafað er inn í innsta kjarna, hugsanir lagðar á borð. Áhyggjur og þrár, væntingar, framtíð og líf, lagt á altari Jesú Krists, honum til úrlausnar. Við stingum á kýlum, áhyggj- urnar taka að líða á braut og frið- urinn flæðir inn. Frelsarinn okkar, Jesús Kristur, hvatti okkur til að vera stöðugt á bæn og halda þannig vöku okkar. Bænin mýkir hjartað og auðveld- ar ævigönguna. Hún stillir okkur af svo markmið okkar verða skýrari. Við tökum að sjá Guð, sam- ferðamenn okkar, umhverfið allt og okkur sjálf í nýju ljósi. Bænin styrkir fjölskyldubönd, samkennd vex, umburðarlyndið eykst og umhyggjan dýpkar. Bænin er góð forvörn og besta áfallahjálp- in. Hún er sem græðandi smyrsl, hún líknar og læknar, laðar og leiðir, uppörvar og hvetur. Hún er þannig ekki spurning um orðalag heldur hjartalag. Bænin er andardráttur lífsins, allt það súrefni sem þarf til þess að kom- ast af. Í bæninni drögum við að okk- ur fyrirgefninguna og þann frið sem enginn getur gefið annar en Jesús Kristur. Frið sem er æðri öllum skilningi og enginn og ekkert megn- ar frá okkur að taka. Frið sem sprottinn er af ást Guðs. Með bæninni upplifum við fegurð lífsins. Ráð við kvíða og vanlíðan Þegar myrkrið sækir á, sestu þá niður, kveiktu á kerti, dragðu djúpt andann, signdu þig, í nafni Guðs föð- ur, sonar og heilags anda. Dragðu aftur djúpt andann, andvarpaðu, hneigðu hug í bæn og njóttu þess að meðtaka heilagan anda Guðs. Leyfðu honum að leika um þig og fylla þig af friði. Varpaðu áhyggjum þínum á Jesú, því að hann ber umhyggju fyrir þér. Láttu líða úr þér og hvíldu í hans friði. Þá gáttir himins- ins þér opnast, og engl- arnir taka að stíga nið- ur til þess að umvefja þig, leiða þig og gæta þín. Og þú munt læra að ná djúpri slökun og öðlast himneskan frið. Hvers vegna að biðja? Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Bænin styrkir fjöl- skyldubönd, sam- kennd vex, umburð- arlyndið eykst og umhyggjan dýpkar. Bænin er góð forvörn og besta áfallahjálpin. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.