Morgunblaðið - 01.06.2012, Page 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012
✝ Jónína Sig-urborg Jón-
asdóttir (Jonna),
fæddist á Norðfirði
1. nóvember 1923.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni þann 23. maí
síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
urbjörg Ármanns-
dóttir, húsmóðir, f.
17. apríl 1888 að Sandvíkurseli
í Norðfjarðarhreppi, d. 27.
janúar 1974 og Jónas Pétur
Þorleifsson, f. 16. september
1879 að Krossanesi í Reyð-
arfirði, sjómaður og verka-
maður í Neskaupstað, d. 2.
febrúar 1925. Systkini Jónínu
voru tvö: Aldís Sigurrós (Alla),
f. 10. mars 1912, d. 22. sept-
ember 1990 og Ölver Þorleifur
(Dolli), f. 11. október 1914, d.
1. apríl 1994.
Jónína giftist þann 19. maí
1946 Birni Guðmundssyni frá
Víkingavatni í Kelduhverfi, f.
29. mars 1918, d. 14. apríl
2006. Jónína og Björn bjuggu
allan sinn búskap í Reykjavík,
síðast að Dalbraut 16. Börn
þeirra eru: 1) Sigurbjörg, fv.
Daníel Þór, f. 23. febrúar
1990, og c) Bjarki, f. 11. sept-
ember 1992.
4) Sigrún Þóra, skrif-
stofumaður, f. 20. desember
1964, maki Kristinn Hall-
dórsson, pípulagningamaður,
f. 12. nóvember 1963, dætur
þeirra eru: a) Hildur, f. 9. des-
ember 1987, unnusti Ryan
Wardman, f. 1982, og b)
Brynja, f. 13. apríl 1993, unn-
usti Ástvaldur Axel Þórisson f.
1992.
Jónína, sem alltaf var kennd
við Dagsbrún, en það hét hús-
ið sem fjölskyldan bjó í, ólst
upp í Neskaupstað og lauk
gagnfræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Neskaupstaðar
vorið 1938. Hún starfaði á
Landsímastöðinni í Neskaup-
stað frá haustinu 1939 í þrjú
ár, en stundaði síðan nám við
Samvinnuskólann í Reykjavík
og lauk þaðan verslunarprófi
vorið 1944. Sama vor hóf Jón-
ína störf á skrifstofu Sam-
bands ísl. samvinnufélaga, SÍS,
og starfaði þar til ársins 1948.
Eftir 26 ára hlé frá skrif-
stofustörfum, fyrri hluta árs
1974, hóf Jónína aftur störf ut-
an heimilis og starfaði þá hjá
Lyfjanefnd ríkisins þar til hún
lét af störfum vegna aldurs í
ársbyrjun 1994.
Jónína Sigurborg verður
jarðsungin frá Langholtskirkju
í dag, 1. júní 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
framkvæmda-
stjóri, f. 16. des-
ember 1948, maki
Páll Reynir Páls-
son, fv. þjónustu-
fulltrúi, f. 18. júní
1947, dætur
þeirra eru: a) Ár-
dís Jóna, f. 8. des-
ember 1978, maki
Helgi Páll Þór-
isson, f. 1978,
dætur þeirra eru
Harpa Hrönn Geirdal, f. 2007
og Hulda Björk Geirdal, f.
2009, og b) Kolbrún Birna, f.
13. mars 1981. 2) Guðmundur,
læknir, f. 22. apríl 1952, maki
Guðrún W. Jensdóttir, lög-
fræðingur, f. 17. október 1952,
börn þeirra eru: a) Jens Krist-
ján, f. 6. apríl 1979, maki
Tinna Þorsteinsdóttir, f. 1981,
og b) Birna Sigurborg, f. 25.
október 1984, maki Birkir Örn
Hlynsson, f. 1984. 3) Björg,
sjúkraþjálfari, f. 5. febrúar
1958, maki Sveinn Birgir
Hreinsson, umsjónarmaður, f.
23. maí 1960, synir þeirra eru:
a) Björn Hákon, f. 5. júní 1984,
maki Sigurborg Ósk Haralds-
dóttir, f. 1984, sonur þeirra er
Sveinn Jörundur, f. 2009, b)
Elsku mamma. Mig langar að
kveðja þig með nokkrum fátæk-
legum orðum. Þegar þú kvaddir
þetta líf varst þú orðin södd líf-
daga. Líf þitt var fagurt og gjöf-
ult en þú áttir þínar erfiðu
stundir. Þú stóðst ávallt sem
klettur og endaðir allar orustur
sem sigurvegari. Þú varst svo
örlát af ást, umhyggju og hlýju
til allra sem þú lést þig varða.
Þú átt skilið svo mikið þakklæti
fyrir það elsku mamma, en ein-
hverra hluta vegna varst það
alltaf þú sem þakkaðir fyrir allt.
Þér fannst alltaf óþarfi að fólk
væri að ómaka sig fyrir þig en
varst alltaf boðin og búin að
hjálpa öðrum.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að vera með þér síð-
asta daginn sem þú lifðir. Við
áttum fallega og hlýja kveðju-
stund og samræður sem ég mun
ávallt geyma í hjarta mér.
Ég flyt þér, móðir, þakkir
þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Björg.
Elsku amma, við trúum því
ekki að nú sért þú farin. Við
sækjum huggun í þá trú okkar
að nú líði þér mun betur, sért
komin á betri stað og í fangið á
afa, sem kvaddi okkur fyrir sex
árum. Söknuðurinn er mikill og
tárin streyma á meðan við rifj-
um upp allar góðu og skemmti-
legu minningarnar um ykkur
afa.
Það var margt sem við fjöl-
skyldan gerðum saman í gegn-
um tíðina eins og allar sum-
arbústaðaferðirnar þar sem við
nutum þess að vera saman að
spila, lesa sögur og leika okkur
úti. Svo komu allar lautarferð-
irnar þar sem við tókum með
okkur teppi og gott nesti og er
þar kannski efst í huga skúffu-
kakan þín amma, sem við
krakkarnir fengum að gæða
okkur á í eftirrétt. Við fórum
með ykkur í berjamó á Þing-
velli, þar sem við lærðum allt
um berin. Ekki má gleyma slát-
urgerðinni á haustin þar sem þú
kenndir okkur að sauma vamb-
irnar, laufabrauðsbakstrinum
fyrir hver jól, og öllum kaffiboð-
unum svo eitthvað sé nefnt. Eitt
af því allra skemmtilegasta var
að fá að fara með ykkur í sund
og við tölum nú ekki um þegar
við fengum að gista, það var sko
toppurinn. Í uppáhaldi var að fá
hjá þér hrært skyr í mynda-
skálarnar, við vorum ávallt dug-
legar að borða skyrið bæði af
því að það var svo gott og svo
var svo spennandi að sjá mynd-
ina í skálinni koma í ljós.
Það var alltaf svo gott að
koma til þín elsku amma, gott
að eiga þig að. Þú tókst alltaf
svo vel á móti okkur og þér var
svo umhugað um að okkur vegn-
aði vel bæði í skóla og í lífinu.
Minningarnar eru mismun-
andi eftir því hvaða stefnu lífið
tók hjá okkur. Mér (Árdísi)
finnst í rauninni svo stutt síðan
ég kom á Dalbrautina til þín, á
meðan ég beið eftir að skvís-
urnar mínar tvær kæmu í heim-
inn, og við sátum saman við
prjónaskap. Hvað þú lést þér
annt um þær. Þér þótti svo
gaman að prjóna eitthvað fallegt
á þær og þær eru ófáar peys-
urnar, sokkarnir og vettlingarn-
ir sem þær fengu frá þér og ég
mun varðveita um ókomin ár.
Ég er þakklát fyrir að þú fékkst
að kynnast dætrum mínum og
þær þér og að þú gast komið í
brúðkaupið okkar Helga síðast-
liðið haust.
Allt þetta þykir okkur óend-
anlega vænt um og erum óend-
anlega þakklátar fyrir þann
tíma sem við áttum saman. Nú
kveðjum við þig í hinsta sinn
með söknuð í hjarta og með litlu
ljóði sem okkur finnst eiga svo
vel við:
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við munum varðveita allar
góðu minningarnar um ókomna
tíð.
Guð geymi þig elsku amma
og takk fyrir allt.
Árdís Jóna og
Kolbrún Birna.
Amma mín var ein af þeim
sem ég leit hvað mest upp til í
mínu lífi og geri enn. Sterk,
ákveðin, harðdugleg en ávallt
tilbúin að gefa af sér alla þá
hlýju og umhyggju sem hún
átti.
Ég segi fólki oft frá ömmu
Jonnu þegar ég tek dæmi um
staðfestu, ákveðni, dugnað og
umhyggju. Hvernig hún átti á
brattann að sækja síðustu ár en
stóð ávallt upp, sterkari en áður
og sýndi okkur ómælda ást og
umhyggju þau fáu skipti sem
við komumst til hennar, hefur
verið aðdáunarvert. Undanfarið
verður mér oft hugsað til þess
þegar við Sigurborg og Sveinn
Jörundur heimsóttum hana síð-
astliðið sumar. Sveinn var mjög
feiminn í fyrstu eða þangað til
langamma hans náði í grjóna-
sekk og fór að kasta á milli með
honum með viðbrögðum sem ég
hef aldrei séð hjá henni áður.
Hún greip sekkinn með annarri
hendi, vinstri eða hægri, sama
hversu fast eða í hvaða átt
Sveinn Jörundur kastaði. Við
Sigurborg sátum í sófanum og
dáðumst að leik þeirra hátt í 30
mínútur án þess að koma upp
orði. Hún hafði á orði í sínum
eigin minningum að hún hefði
aldrei verið nein hetja í hand-
bolta þegar hún var ung en ein-
mitt þennan dag var hún hetja í
augum mínum.
Ég man vel eftir vetrinum
2005-2006 þegar ég bjó í
Reykjavík. Það var mjög erfiður
vetur af mörgum ástæðum en
það eina kvöld í viku sem ég fór
í mat til ömmu var alltaf frá-
bært. Ég bauðst alltaf til að
koma með mat með mér eða
elda fyrir hana en hún vildi allt-
af fá að elda, og helst mikið.
Henni fannst gott að eiga af-
ganga næstu daga til þess að
þurfa síður að elda á hverjum
degi. Yfir matnum spjölluðum
við um ýmislegt. Þetta voru yf-
irleitt ekki djúpar samræður en
þó skemmtilegar. Ég spurði
hana oft út í afa Björn og hún
sagði mér ýmislegt frá yngri ár-
um hans og frá ýmsu í þeirra
lífi, mömmu og systkinum henn-
ar. Ég man því miður lítið eftir
þessum samræðum í dag en ég
man að þær voru mér ánægju-
legar. Ég borðaði mig yfirleitt
pakksaddan af veislumat hjá
ömmu þrátt fyrir að hún stæði
fast á því að hún væri versti
kokkur sem hún þekkti. Hún
var hógvær fram úr hófi. Eftir
matinn vildi hún alltaf fá að sjá
um uppvaskið en ég fékk þó oft
leyfi til að hjálpa henni ef ég
þrjóskaðist nógu lengi við. Eftir
matinn settumst við alltaf sam-
an fyrir framan sjónvarpið,
fengum okkur ís og spjölluðum
um það sem var í fréttunum.
Amma Jonna var yndisleg
amma og langamma. Það kom
mér því ekki á óvart að eftir
hana lægi nýprjónuð peysa á
Svein Jörund. Ég hlakka til að
koma heim í sumar og vefja
strákinn minn í umhyggju og
ást í síðustu af ótal gjöfum
ömmu til okkar.
Þessi skrif eru búin að vera
mér erfiðari en mig óraði fyrir,
fjarlægðin frá fjölskyldu og ætt-
ingjum gerir þau enn erfiðari.
Minningar eiga það til að velta
upp tárum en ég tek glaður á
móti þeim því áreynslulaust
væri að rifja upp atburði og
minningar sem einskis væru
verðar.
Ég tel að minningar okkar
haldi lífi í sál þeirra sem frá
hafa fallið. Ef svo er, þá lifir sál
ömmu Jonnu góðu lífi og vakir
yfir okkur sem minnast hennar.
Björn Hákon,
Sigurborg Ósk og
Sveinn Jörundur, Noregi
Elsku amma Jonna, við erum
svo þakklát fyrir þann tíma sem
við fengum með þér og allt sem
þú hefur gert fyrir okkur. Sú
hjartahlýja og kærleikur sem
við fundum hjá þér situr efst í
hugum okkar nú á þessum erf-
iðu tímum. Okkur þótti svo
vænt um hversu áhugasöm þú
varst um hvernig gengi hjá okk-
ur og þú gladdist með okkur
eftir hvern áfangann sem við
kláruðum.
Fyrstu æviárin bjuggum við
systkinin í Svíþjóð og á Akra-
nesi og því sáum við ömmu og
afa ekki eins oft og við hefðum
viljað þar sem þau bjuggu í
Reykjavík. Þegar von var á
ömmu og afa í heimsókn fylgdi
því mikill spenningur og það var
einnig mikið sport að fara í
heimsókn til þeirra. Móttökurn-
ar voru svo höfðinglegar og oft-
ar en ekki gripið í spil. Skál-
arnar hennar ömmu eru
sérstaklega minnisstæðar en í
botninum á þeim voru fallegar
og litskrúðugar myndir af prúð-
búnu 18. aldar hefðarfólki. Súr-
mjólkin með púðursykrinum
bragðaðist einhvern veginn mun
betur úr þeim en öðrum skálum.
Síðar þegar við vorum flutt til
Reykjavíkur bjuggu amma og
afi einu sinni í vikutíma hjá okk-
ur systkinum á meðan foreldrar
okkar voru erlendis. Komið var
fyrir útvörpum á efri og neðri
hæð hússins sem gengu allan
daginn stillt á Rás 1 svo þau
misstu nú ekki af neinu. Þetta
voru dálítil viðbrigði en óskap-
lega notalegt.
Það tók mikið á þig þegar afi
dó og okkur þótti það mjög sárt.
Þú hélst samt ótrauð áfram og
dáðumst við að dugnaði þínum
og kjarki. Þú varst óhrædd við
að prófa nýja tækni, sendir
tölvupósta og rabbaðir við okk-
ur á Skype og MSN eins og her-
foringi. Við vorum svo montin af
því að eiga svona flotta og klára
ömmu.
Þó að kveðjustundin hafi ver-
ið yfirvofandi í nokkurn tíma
héldum við einhvern veginn allt-
af í vonina að það væri lengra í
hana. Þú hefur alltaf verið svo
sterk þrátt fyrir veikt hjarta
síðustu árin. Biðin eftir að hitta
afa aftur hefur verið erfið en nú
eruð þið saman á ný.
Með söknuði og trega í hjarta
kveðjum við þig, elsku amma
okkar.
Nú er ljósið dagsins dvín,
þótt dauðinn okkur skilji,
mér finnst sem hlýja höndin þín
hjarta mínu ylji.
Myndin þín hún máist ei
mér úr hug né hjarta.
Hún á þar sæti uns ég dey
og auðgar lífið bjarta.
Þótt okkur finnist ævin tóm
er ástvinirnir kveðja,
minninganna mildu blóm
mega hugann gleðja.
(Ágúst Böðvarsson)
Þín barnabörn,
Jens Kristján og
Birna Sigurborg.
Elsku amma, nú þegar þú
hefur kvatt okkur minnumst við
alls þess góða sem þú veittir
okkur systrum og öllum í kring-
um þig. Frá því við vorum litlar
höfum við verið svo heppnar að
fá að njóta tíma með ykkur afa,
fyrst í Seljalandinu og síðar á
Dalbrautinni. Það var alltaf
mikið tilhlökkunarefni að fá að
koma til ykkar í næturgistingu.
Þá var spilað á spil langt fram á
kvöld og sagðar sögur. Alltaf
var eitthvað gómsætt á boðstól-
um og tók það aldrei langan
tíma að skella í eina vöffluupp-
skrift. Það var nú hægt að
treysta því að þú sendir okkur
ekki svangar heim. Það kom
varla fyrir að þú sætir auðum
höndum, alltaf að snúast eitt-
hvað eða prjóna vettlinga og
sokka handa okkur barnabörn-
unum. Þú varst alltaf svo góð
við alla og hafðir óbilandi áhuga
á öllu sem við höfðum frá að
segja allt fram á síðustu dagana.
Það var svo gott að setjast niður
með þér og ræða málin, þú
hafðir svör við öllu. Þú hafðir
alltaf mikla trú á okkur og
hvattir okkur ávallt til að gera
okkar besta. Frá því að við vor-
um litlar stelpur höfum við litið
upp til þín með virðingu og
þakklæti, það munum við svo
sannarlega gera áfram, um
ókomna tíð.
Okkur langaði að enda á ljóð-
inu sem þú söngst alltaf fyrir
okkur áður en við fórum að sofa.
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.
Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
(Páll Jónsson)
Takk fyrir allt elsku amma
okkar, við trúum því að nú líði
þér betur og að afi hafi tekið á
móti þér opnum örmum.
Hildur og Brynja.
Látin er heiðurskonan Jónína
Sigurborg Jónasdóttir. Jónína
var fædd og uppalin hjá móður
sinni ásamt tveimur eldri systk-
inum í Neskaupstað, í Dags-
brún, húsi stórfjölskyldunnar,
en faðir hennar lést langt um
aldur fram. Hún gekk í Sam-
vinnuskólann og tjáði mér að
foreldrar frænku hennar, Þóru
Eiríksdóttur, hefðu stutt hana
til náms þannig að einkadóttir
þeirra hafði fylgd að heiman, en
mjög kært var á milli þeirra
Jónínu og Þóru. Leiðir okkar
Jónínu lágu saman á árinu 1973,
en þá réðst hún til starfa sem
ritari hjá Lyfjanefnd ríkisins.
Því starfi sinnti hún fastráðin í
20 ár. Á þeim tíma sinnti hún
einnig ritarastarfi fyrir eitur-
efnanefnd um árabil. Eftir lög-
boðin aldurstengd starfslok rík-
isstarfsmanna hljóp Jónína oft
undir bagga fyrir lyfjanefnd
þegar mikið lá við. Þegar hún
hóf störf hafði hún ekki áður
notað rafmagnsritvél, en það
vafðist lítið fyrir henni. Hins
vegar leist henni ekki á blikuna
nokkrum árum síðar, þegar hún
að loknu sumarleyfi átti að taka
tölvu í notkun. Sjálf varð hún að
krafla sig fram úr því hvernig
vinna átti með þetta tæki og þá
fyrst og í eina skiptið öll okkar
samstarfsár heyrði ég hana nota
sérstakt og óvandað orðbragð.
Reyndar náði hún fljótlega
undraverðum tökum á tækinu
og truflaði það hana ekkert sér-
staklega þegar hún þurfti að ti-
keinka sér nýtt ritvinnslukerfi.
Jónína reyndist afburðastarfs-
maður. Hún var bráðgreind,
hafði gott minni, var yfirveguð
og kurteis, vandvirk, nákvæm
og var allt snyrtilegt sem hún
lét frá sér fara. Hún var ótrú-
lega afkastamikil og velvirk.
Það þurfti aldrei að endurvinna
verkin hennar. Sem samstarfs-
maður var hún einstök. Það var
bæði gott og gaman að vinna
með henni. Öll störf hennar í
þágu lyfjanefndar verða seint
fullþökkuð, enda var vinnuálag
oft á tíðum gríðarlegt, ekki síst í
tengslum við útgáfu nýrrar Sér-
lyfjaskrár um hver áramót.
Áður en Jónína fór út á
vinnumarkaðinn hafði hún sinnt
húsmóðurstörfum í aldarfjórð-
ung og eignast fjögur börn með
manni sínum, Birni Guðmunds-
syni frá Víkingavatni. Á heimili
þeirra hjóna áttu bæði faðir
Björns og Sigurbjörg móðir
hennar athvarf um lengri eða
skemmri tíma. Jónína var falleg
kona. Heimili Björns og Jónínu
var menningarheimili. Þangað
var gott að koma enda móttökur
og viðurgerningur allur eins og
best gerist. Jónína hafði góða
söngrödd og ánægju af því að
taka lagið. Þau Björn voru sam-
rýmd og nutu þess bæði meðal
annars að hlusta á klassíska
tónlist. Þau hjón ferðuðust
nokkuð meðan heilsan leyfði og
voru þá systur Björns, þær Jón-
ína og Guðrún, gjarnan ferða-
félagar þeirra. Eftir áratuga
samleið er Jonnu minni þökkuð
vinátta og tryggð við leiðarlok.
Það er dýrmætt að eiga ein-
ungis góðar minningar um sam-
ferðamenn sína. Jónína var
drengur góður. Fjölskyldu Jón-
ínu eru sendar hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Guðbjörg Kristinsdóttir.
Jónína Sigurborg
Jónasdóttir
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.