Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 35

Morgunblaðið - 01.06.2012, Side 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2012 ✝ GuðjónaHansína fæddist 29. júlí 1916. Hinrika Ásgerður fædd- ist 29. sept- ember 1920. Þær systur fæddust í Bol- ungarvík og ól- ust þar upp. Móðir þeirra var Björg Gyðríður Guðjónsdóttir, f. 12. maí 1893 á Strandseljum í Ögurhreppi, d. 19. ágúst 1981. Faðir þeirra var Krist- ján Ásgeirsson, f. 20. sept. 1887 í Arnardal, Eyrarhreppi, N-Isafjarðarsýslu, d. 7. mars 1926. Hann fórst með vél- bátnum Eir 39 ára gamall. Þær systur áttu ekki önnur systkini, en móðir þeirra ól upp Ester Hallgrímsdóttur, f. 29. september 1942. Þær Guð- jóna og Ásgerður litu alla tíð á Ester sem systur sína. Guðjóna fluttist til Reykja- víkur ung að aldri og byrjaði Guðmundi Stefáni Eðvarðs- syni þ. 7. júní 1942. Guð- mundur var fæddur 2. mars 1921, d. 14. júní 1998. Þau bjuggu á Ísafirði til ársins 1970, fluttust þá til Reykja- víkur og síðan til Hafn- arfjarðar þar sem þau bjuggu síðustu árin. Þau eignuðust sex börn: 1) Stefanía Arndís, f. 24. apríl 1942, maki Pétur Valdimarsson. 2) Gyða Krist- jana, f. 4. júlí 1945, maki Leó Svanur Ágústsson. 3) Birna Edda, f. 2. mars 1948. 4) Guðný Erla, f. 19. júní 1950, maki Rikharð Örn Jónsson. 5) Guðrún Hansína, f. 25. ágúst 1954, maki Guðni Kjartan Þorkelsson. 6) Kristján Rík- harð, f. 9. ágúst 1956, maki Guðbjörg Bragadóttir. Barna- börnin eru 16 og barna- barnabörnin 27. Útför systranna Guðjónu Hansínu og Hinriku Ásgerðar fer fram frá Áskirkju í dag, 1. júní 2012, kl. 13. Jarðsett verður í kirkjugarði Hafn- arfjarðar. að vinna fyrir sér. Hún fór til Kaupmannahafnar þar sem hún ætlaði að læra hjúkrun, en stríðið varð til þess að breyta öllum hennar fyrir- ætlunum. Þar með fór hún til Svíþjóðar þar sem hún bjó í einhvern tíma áður en hún kom aftur heim til Íslands. Um tíma rak hún verslunina Iðu á Laugavegi 28, eftir það starfaði hún í Landsbanka Ís- lands á Laugavegi 77 þar til hún fór á eftirlaun. Síðustu árin dvaldi hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hinrika Ásgerður giftist Elskuleg tengdamóðir mín og systir hennar létust föstudaginn 25. maí með 25 mínútna millibili. Við fjölskyldan máttum búast við andláti þeirra beggja, en ekki að þær færu saman svo að segja. Við sjáum fyrir okkur að þegar Ása, sú yngri, gaf upp andann, þá hafi hún farið beint yfir til stóru systur sinnar og sagt: „Jæja Gauja mín, nú er nóg komið. Við skulum fara núna.“ Og svo hafa þær senni- lega leiðst hlæjandi í sína síð- ustu för. Því þær gátu yfirleitt hlegið dátt þegar þær hittust. Eða kannski var það Gauja frænka, sem ekki vildi fara fyrr en þær gætu farið saman og því beðið eftir að stund litlu systur kæmi. Þær voru miklar vinkon- ur þótt lífshlaup þeirra væru ólík og þær í raun mjög ólíkar persónur. Sú yngri, Ása tengdamóðir mín, kynntist manni sínum nokkuð ung. Þau eignuðust fimm dætur og einn son, sem var að auki yngstur. Ég var svo lánsöm að kynnast syninum og þar með þeim systrum, Ásu og Gauju. Eldri dóttir okkar hjóna fæddist á afmælisdegi Gauju frænku. Gauja hafði alltaf ákveðnar skoðanir og auðvitað hafði hún skoðun á nafni dóttur minnar. Ekki það að hún vildi að ég skírði í höfuðið á sér, heldur vildi hún fá nafn systur sinnar á þetta litla barn. Henni fannst að enginn ætti að skíra eftir sér, það væri ekki fyrir litla stelpu að heita Guðjóna. Þegar okkur hjónum fæddust tvíburar þá fannst okkur tilvalið að skíra þau í höfuðið á þessum sóma- konum, Ásu tengdó og Gauju frænku. Þar sem við bjuggum lengi í göngufæri við bæði tengdaforeldra mína og Gauju frænku þá voru þau öll nokkuð reglulegir gestir á heimili okkar og þá sérstaklega Gauja frænka. Hún leit alltaf inn í kaffi þegar hún átti leið hjá. Þegar við flutt- um úr hverfinu talaði hún um að við hefðum skilið við hana. Og svo hló hún. Gauja hafði ætlað að læra hjúkrun í Kaupmanna- höfn, en stríðið kom í veg fyrir það. Hún flutti yfir til Svíþjóðar þegar Þjóðverjar gerðu innrás í Danmörku. Þar bjó hún í nokk- ur ár, en flutti svo heim til Ís- lands aftur. Þegar ég kynntist Gauju vann hún í Landsbank- anum á Laugavegi 77. Ása tengdamóðir mín bjó á Ísafirði með sinni fjölskyldu lengst af, en þegar ég kynntist henni höfðu þau hjónin búið í Reykjavík í nokkur ár. Hún var afskaplega hæg kona og flíkaði ekki sínum skoðunum eða til- finningum. Hún talaði aldrei illa um nokkurn eða sagði styggð- aryrði við aðra, alltaf ljúf og skapgóð. Við vitum að tengda- mömmu-brandarar eru vinsælir og afskaplega margir í vinahópi og fjölskyldu í kringum mig hafa sagt misjafnar sögur um tengda- mæður. Ég var alla tíð útundan í þeim umræðum þar sem ekki var hægt að kvarta undan minni tengdamóður. Og nú er komið að kveðju- stund. Ég sé þær systur fyrir mér hönd í hönd, hlæjandi og þeim líður vel. Þær áttu gott líf, báðar tvær, voru góðar vinkonur og það er okkur huggun að geta kvatt þær saman. Guðbjörg Bragadóttir. Elsku amma Ása. Ég vil þakka þér fyrir allar okkar sam- verustundir sem voru mér svo yndislegar. Þegar ég var lítil stelpa á Ísafirði þá var svo gam- an að koma til þín í Sundstrætið. Alltaf varstu tilbúin með mjólk og meðlæti fyrir stelpuna þína og straukst mér um kollinn og spurðir mig frétta. Þegar við svo fluttum suður eins og þið afi, voru vegalengdirnar aðeins lengri en við áttum alltaf okkar gæðastundir sem ég er svo þakklát fyrir. Þegar þú varst svo komin á Hrafnistu í Hafnarfirði og ég fór með þig á ballið á föstudögum eða færði þér ís úr ísbúðinni, þér þótti ísinn svo góður. Þegar árin liðu og minni þínu fór að hraka sagði ég alltaf við þig: Amma, manstu þegar ég var í bleika kjólnum í brúðkaup- inu mínu? þá færðist bros yfir andlit þitt og þú brostir svo fal- lega. Elsku amma, það verður skrýtið að koma ekki til þín og lesa með þér jólaguðspjallið á Þorláksmessu og þegar ég spurði þig síðast við lesturinn hvort þú myndir ekki eftir þessu þá sagðir þú jú, að þú hefðir heyrt þessa sögu áður og við hlógum saman. Blessuð sé minn- ing þín, elsku amma, og þakka þér fyrir allt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Gauja frænka, yndislega fal- lega frænka mín. Ég vil með fá- tæklegum orðum mínum þakka þér fyrir samveruna okkar og er margs að minnast. Þegar ég hugsa til þín; hversu glæsileg og flott þú varst alltaf, svo mikil heimskona og unnir listum og fallegum munum. Efstar eru mér í huga stundirnar okkar fyrir jólin þegar við höfðum það fyrir reglu að fara saman út að borða, bara við tvær og þú sagð- ir mér frá þínu lífi, væntingum og upplifun, hversu mikið þú hefir þráð að kunna að mála og teikna. Þú unnir fallegum listum hvort sem var í hlutum eða á striga. Þú kenndir mér svo margt. Þakka þér fyrir að vera í tilveru minni og vera mér alltaf svona góð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Ykkar Dagný Björk. Það er okkur bæði ljúft og skylt að fara nokkrum orðum til minningar um Gauju frænku og systur hennar Hinnu, sem leidd- ust burt úr þessum heimi þann 25. maí sl. Þær systur voru systkinabörn við mömmu í báðar ættir. Amma Guðlaug og Gyða móðir Gauju og Hinnu voru systur og afi Þor- leifur og Kristján faðir þeirra voru bræður. Eins og mamma, flutti Gauja ung að árum suður á meðan Hinna ílentist fyrir vestan. Af þeim sökum kynntumst við Gauju mun fyrr og betur en Hinnu og því eru fleiri minn- ingar bundnar henni. Gauja var í okkar orðfæri „Gauja frænka“. Að öllum öðr- um ólöstuðum, og var þar mörg- um góðum til að dreifa, var hún uppáhalds frænkan. Þar kom margt til en ekki síst hvað hún var einstaklega skemmtileg og hafði svo greinilega gaman af því að umgangast og tala við krakka, fyrir nú utan hvað hún var stórglæsileg. Þegar hugur- inn reikar til baka og við minn- umst Gauju frænku þá er gleðin í forgrunni; Gauja að gantast við okkur stelpurnar, skemmta sér með mömmu og pabba, gesta- lykt í húsinu og hennar heims- dömulega yfirbragð svífur yfir vötnunum. En Gauja fór ekki bara léttu leiðina að hjörtum okkar systranna. Til marks um það þá var það hún sem stóð við hlið mömmu á jólunum heima í Björk eftir að pabbi dó skömmu fyrr, og tókst það ómögulega, að bjarga jólastemningunni. Það var ekki í fyrsta skiptið sem Gauja hljóp í skarðið fyrir for- eldra okkar á erfiðum tímum. Þegar Þóra dvaldi langdvölum á sjúkrahúsi í Reykjavík sem barn, og mamma og pabbi áttu ekki heimangengt til að heim- sækja hana, mætti Gauja í hverri viku mánuðum saman uppá Landspítala. Hennar heim- ili var okkur alltaf opið og heim- sókn til Gauju frænku var fastur dagskrárliður í hvert sinn sem farið var til Reykjavíkur. Hinnu kynntumst við sem fyrr segir mun síðar og minna en Gauju. Þóra átti því láni að fagna að fá að búa hjá Hinnu og Guðmundi um nokkurra vikna skeið þegar hún var unglingur og þurfti að stunda fótaæfingar í Reykjavík. Mamma leitaði þá til frænku sinnar sem var nýflutt til Reykjavíkur, um húsaskjól fyrir dótturina. Af sinni alkunnu vestfirsku gestrisni og einstakri hjartahlýju, tóku Hinna, Guð- mundur og fjölskylda Þóru fagn- andi og voru henni undur góð. Fyrir það ber að þakka. Takk elsku frænkur báðar tvær fyrir samveruna. Við erum ríkari fyrir vikið. Systurnar frá Björk: Margrét Sigríður, Helga, Dóróthea, Ásta Björk og Þóra Magnúsdætur. Guðjóna Hansína Kristjáns- dóttir og Hinrika Ásgerður Kristjánsdóttir Afi okkar er far- inn frá okkur. Það er skrítin til- hugsun. Margt kemur upp í hug- ann þegar við hugsum um ömmu og afa á Austurbrautinni. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra, amma svo róleg, hlý og þægileg og afi alltaf svo tryggur, öruggur og ákveðinn en góður. Hlýja og vænt- umþykja var það sem tók á móti okkur efst í stiganum. Þau voru bara eitthvað svo notaleg. Alltaf fengum við hlaðborð af kökum, en amma bakaði alltaf mikið, súkkulaðiköku sem enginn hefur náð að baka eins og hún gerði, marmarakaka, jóla- kaka … ummmm, nammm. Þegar við systkinin vorum í Fjölbraut og vorum í eyðum eða í hádegishléum þá var best í heimi að hlaupa heim til ömmu og afa þar sem amma sat oftast við eld- húsborðið að leggja kapal, lesa ljóð eða í Biblíunni. Afi gerði margt með okkur þegar við vorum börn. Eitt það sem situr sterkt í okkur systkinunum er þegar hann fór með okkur í pylsupartíin hjá Rótary. Það var mjög spennandi. Við sungum hástöfum lag sem við sömdum um þennan viðburð. „Við erum að fara’ í pylsupartí með honum afa, við erum að fara’ í pyl- supartí já já já já“. Uppstríluð og fín. Halldór Ibsen ✝ Halldór Ibsenfæddist 25. febrúar 1925 á Suðureyri við Súg- andafjörð. Hann lést 9. maí sl. Útför Halldórs var gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju föstudaginn 18. maí 2012. Eitt annað sem við minnumst sterkt eru hnerrarnir hans. Eftir máltíðir heima hjá þeim á Austur- brautinni þegar hann var búinn að borða þá byrjaði fjörið. Hann byrjaði að hnerra, svo stóð hann upp og gekk ganginn fram og til baka og hnerraði trekk í trekk, oft töldum við hnerr- ana og það fór oftar en ekki upp í rúmlega tuttugu, í einni bunu. Hvað er það? Okkur fannst þetta alltaf jafn fyndið. Afi var mjög ákveðinn maður, hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum. Líklega er þetta vest- firska þrjóskugenið en þetta er víst eitthvað í fjölskyldunni. Það er eitt atvik sem við minn- umst þegar afi og pabbi voru ósammála um það hvort aldamótin væru árið 2000 eða 2001. Eftir miklar vangaveltur og smákýting baunaði afi á pabba: „Þú þarft allt- af að eiga síðasta orðið Binni.“ Þá sagði pabbi: „Ó fyrirgefðu, pabbi minn, ég vissi ekki að þú vildir hafa það“ og svo hlógu þeir. Þetta fannst okkur skemmtilegt, svo lýs- andi. Núna síðustu árin hringdum við reglulega í afa og spjölluðum þó að það væri ekki nema í stutta stund. Hann hafði alltaf gaman af því að heyra í okkur. Hann hafði líka gaman af því þegar langafabörnin kíktu inn. Við eigum eftir að sakna þess að heyra ekki í honum. Við þökkum fyrir allar þær ljúfu minn- ingar sem afi skildi eftir hjá okkur. Blessuð sé minning elsku afa okkar Guðmundur og Brynja Sif. Ein af meginstoð- um alþýðufræðsl- unnar á Íslandi er fallin frá. Guðrún Halldórs var lengi miðdepill Námsflokka Reykja- víkur og í kringum hana safnaðist hirð ágætra manna – og kvenna sem höfðu einlægan áhuga á að fræða, starfa að þróun fjölmenn- ingar og almennrar umgengni og skilningi. Guðrún hafði alltaf tíma til að hlusta og fann ávallt ein- hverja smugu til að hjálpa. Hún hvatti alla áfram að reyna, til að spreyta sig á kennzlu eða að fara á námskeið. Íslenzkunámskeið fyrir útlendinga blómstruðu og alls kyns hugmyndir góðar, galn- ar og einlægar fengu að njóta sín. Það eru margir sem geta skrifað meir og betur um Guðrúnu en ég en ég vil þakka fyrir ýmis tæki- færi sem hún gaf mér innan Námsflokkanna og einnig þakka ég fyrir að hafa fengið að kynnast vel því einstaka andrúmslofti sem Guðrún J. Halldórsdóttir ✝ Guðrún JónínaHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1935. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 2. maí 2012. sveiflaðist á milli skipulagðs kaós og eðlilegs skipulags í námunda við hina góðu konu. Á skrif- borði Guðrúnar kenndi margra grasa. Það þekkja þeir sem sátu við það í spjalli við hana. Ég er nú ekki alveg viss um að Guðrún hafi ná- kvæmlega vitað hvað á skrifborð- inu var, sérstaklega, en það kom ekki að sök. Guðrún hafði frá mörgu að segja og hún kom einn- ig við á vettvangi stjórnmálanna og kynntist einnig vinnulagi Al- þingis. Ég hef átt nokkrar stoðir í lífi mínu sem betur fer af svip- uðum toga og Guðrún og veit ég hversu verðmætar slíkar eru og vildi ég að fleiri ungmenni í dag myndu gefa sér tíma til að um- gangast og sýna eldri kynslóðinni virðingu og læra af henni. Guðrún var einstök og hennar starfsfólk fórnfúst og jákvætt. Það er mikil eftirsjá að Guðrúnu en hennar lífsstarf og einlægni liggur eftir í minningunni til vitnis. Sendi öll- um hennar ástvinum og vinum samúðarkveðjur og góðar óskir. Friðrik Á. Brekkan. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Steinunn Hafdís Hafliðadóttir ✝ Steinunn Haf-dís Hafliðadótt- ir fæddist á Stóru- Hellu í Neshreppi á Snæfellsnesi 14. okt. 1923. Hún lést á Akranesi 3. maí 2012. Útför Steinunnar var gerð frá Akra- neskirkju föstudag- inn 11. maí 2012. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku Steina frænka, og takk fyrir allar góðu stundirnar. Helga og Tryggvi, María Dagmar og fjölskylda, Tinna Ýr og fjölskylda. Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.